Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989.
Spakmæli
29
Skák
Jón L. Árnason
Þeir stóru geta einnig leikið illa af sér.
Þessi staða er frá þýsku deildakeppninni
í ár. Hiibner hafði hvitt og átti leik gegn
Pfleger:
75. KfB? Kxf4 76. Hx£7?? Hvítur er á al-
gjörum villigötum. Enn var jafntefli að
fá í stöðunni, t.d. með 76. Hb8.76. - Hxf7+
77. Kxf7 Kf5! Hiibner sást bersýnilega
yfir þennan einfalda leik. Peðsendataflið
er tapaö. 78. Kg7 g5 79. h5 g4 80. h6 Og
Hubner gafst upp um leið. Eftir 80. - g3
81. h7 g2 82. h8 = D gl = D+ og nú 83. KfB
Dc5 +, eða 83. Kf7 Da7 +, nær svaitur að
þvinga fram drottningakaup og vinnur
létt.
Bridge
ísak Sigurðsson
Menn lengdarmerkja að jafnaði ekki
tromplit í vöm, nema þegar þeir telja sig
eiga von á stungu og vilja þvi gefa félaga
færi á að fmna stunguna með þeim hætti.
í sveitakeppni Bridgehátiðar á dögunum
fór Markland Molson illa á því í leik gegn
sveit Eiríks Hjaltasonar og nýtti Hjalti
Elíasson sér það til hins ýtrasta. Hjalti
Elíasson sat í suður, Markland Molson í
vestur (áttum snúið) og sagnir gengu
þannig:
♦ --
V K865
♦ DG8
+ KD9765
♦ D10532
V D1097
♦ 109
+ 32
♦ Á86
V Á32
♦ K7643
+ 104
Austur Suður Vestur Norður
1* Dobl 34 Dobl
Pass 4+ Pass 44
P/h
Vestur spilaði út spaðafjarka, Hjalti henti
laufi í blindum og drap slagirm á ás. Nú
kom lítið lauf á kónginn sem fékk að eiga
slaginn, tíguldrottning sem einnig hélt
slag og vestur lengdarmerkti með tigul-
fimmu! Næst spilaði Hjalti hjarta á ás og
meira laufi, Molson stakk upp ás og spil-
aði meira hjarta. Hjalti drap á kóng og
spilaði laufdrottningu, Mittelman í aust-
ur trompaði með tígultiu og Hjalti henti
hjarta. Eftir þetta gat suður farið út í
víxltrompun vegna þess að Molson átti
ekki lengur tígulfimmuna sem gaffal upp
í tromp suðurs, slétt staðið. Lengdar-
merkingin reyndist dýr þegar upp var
staðið.
+ n.ija/4
¥ G4
♦ Á52
Þeireruvel
séöir í umferð-
inni semnota
endurskins-
merki
UMFERÐAR
RÁÐ
Af hveiju ætti ég ekki að vita svörin, ég hef
nú hlustaö á þig í mörg ár.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísaflörður: Slökkviliö sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og heigarþjónusta apótek-
anna í Reykjavík 10.-16. febrúar 1989 er í
Laugavegsapóteki Og Holtsapóteki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek er
opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteld
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
simi 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miövikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustööinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 Og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarflrði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: KI. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsiö Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúöir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vifilsstaöaspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga
kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Vísir fyrir 50 árum
fimmtud. 16. febr.:
Hörð átök milli socialista-foringjanna í
Hafnarfirði og verkamanna í Hlíf
Vinna verður stöðvuð við togarann Júní og
kolaskip sem væntanlegt er til Bæjarútgerðarinnar
Sá sem óttast þig viðstaddan
mun hata þig fjarstaddan.
Thomas Fuller
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar-
tími safhsins er á þriöjudögum, fimmtu-
dögum, laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14—17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
iö sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi
í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Geröubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaöasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
AUar deildir eru lokaðar á laugard. frá
1.5.-31.8.
Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga kl.
11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánu-
daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu-
daga 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið laugar-
daga og sunnudaga 14-18. Tímapantanir
fyrir skólafólk í síma 52502.
Þjóöminjasafn fslands er opiö þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga, frá kl. 11-16.
Bilanir '
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, síini 686230.
Akureyri, sími 22445.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamames, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjamames, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavik, sími 11552, efdr lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogfr
Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síödegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- -
vandamál aö stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Stjömuspá_____________________________
Spáin gildir fyrir föstudaginn 17. febrúar
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Ef þú flækir þig í málefni annarra kostar það bara stress
og áhyggjur. Þú hagnast mest upp á eigin spýtur.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Gerðu ekkert sem kemur Qölskyldu þinni í uppnám. Dagur-
inn lofar góðu í langtímaskipulagningu.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
Þú gætir þurft að taka á þig meiri vinnu. Hafðu það á hreinu
hvemig þú vilt að hlutimir gangi fyrir sig.
Nautið (20. apríI-20. mai):
Dagurinn verður sérstaklega ánægjulegur fyrir þig. Notaöu
tækifæri sem þér býðst til að leiðrétta misskilning.
Tviburarnir (21. maí-21. júní):
Þér gengur vel að koma fyrir þig orði og sýna fram á að þú
hafir rétt fyrir þér. Gömul vandamál leysast upp og gleymast.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Tækifæri bjóðast oft þegar þeirra er síst von. Hafðu augun
opin. Láttu ekki eitthvað sitja á hakánum fyrir eitthvað
meira spennandi.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þiggðu aðstoð sem þér býðst þvi hún skilar þér betur áleið-
is. Geföu fjármálimum gaum og komdu þeim á réttan kjöl.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Einbeittu þér að fiölskyldu þinni og nánum vinum. Notfærðu
þér góðan vilja og samstöðu.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Haltu trú þinni og láttu ekki gagnrýni og efa hafa áhrif á
hvað þér finnst skynsamlegast í stöðunni. Happatölur em
3, 24 og 26.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þótt hlutimir gangi kannski ekki alveg eins og þú ætlaðir
verður þetta mjög athyghsverður dagur. Vertu á varðbergi
gagnvart gagnrýni.
Bogmaöurinn (22. nóv.-21. des.):
Félagslífið er mjög líflaust og veldur þér vonbrigöum. Þú
ættir að gefa fjölskyldu þinni meiri gaum.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú verður að bíða og sjá til hverju fram vindur því málin
þróast á þá leið sem þú ræður ekki við.