Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
„Þetta er kvikmynd sem gerir
mann orðlausan... Það virðist sem
allir sem hafa verið viöloðandi við
gerð hennar hafi gengið af vitinu."
Gagnrýni þessi er úr Los Angeles
Times í apríl síðastliðmnn mn
kvikmyndina Hearts Of Fire.
Margar kvikmyndir fá slæma
dóma. Það sem merkilegt er við
þenna dóm og fleiri í sama dúr er
að kvikmyndin, sem um ræðir,
hefur enn ekki verið tekin til sýn-
ingar í Bandaríkjunum eða verið
gefin út á myndband.
Upprunalega var tilkynnt um
Hearts Of Fire í London með mikl-
um látum á miðju ári 1986. Leik-
stjórinn, Richard Marquant, sem
hafði náð hátindi ferils síns með
síðustu myndum sínum, Retum
Of The Jedi og Jagged Edge, lýsti
kvikmyndinni sem sögu um vit-
skerta veröld skemmtanaiðnaöar-
ins og um leið saga misheppnaðs
rokksöngvara.
Ekki vakti það minni athygli þeg-
ar tilkynnt var að Bob Dylan myndi
leika aðalhlutverkið. Hann hafði
ekki sést á hvita tjaldinu síðan 1978
er hann leikstýrði og lék í Renaldo
og Clara sem enginn vildi sjá og er
öllumgleymd.
Á blaðamannafundinum, þar
sem tilkynnt var um endurkomu
Dylans, lýsti Marquant hónum sem
leikara er gæti skUað hlutverki
sínu eins vel og James Dean, Marl-
on Brando, Robert De Niro og Jack
Nicholson.
Dylan sjálfur var einnig mættur
á fundinn með dökk sólgleraugu
og áhugalaus með öllu um það sem
fram fór. Hann svaraði blaðamönn-
um eins og hann væri í fylu út af
hvernig viðtökumar hefðu verið
vildi hann lítið gefa út á það en
sagöi að vissulega hefði platan ekki
verið á lista yfir eftirsóttustu plötur
sem komu út i þeim mánuði.
Þegar ekkert skeði í dreifingar-
málum ákvað Lorimar aö koma
myndinni beint á myndbanda-
markaðinn og sendi út eintök til
gagnrýnenda. En sölueintök fylgdu
ekki á eftir vegna þess að fyrirtæk-
iö var selt Wamer bræðmm stuttu
seinna.
Þá var komið að myndbandadeild
Wamer bræðra að ákveða örlög
Hearts Of Fire. Þegar öllum undir-
búningi var lokið og ekkert eftir
nema að senda myndbandið á
markaðinn fékk einhver háttsettur
í kvikmyndadreifingardeild áhuga
og síðustu fréttir em að kvikmynd-
inni muni verða dreift í kvik-
myndahús í október næstkomandi.
Þetta þóttu flestum er unnu við
myndina furðufréttir. Einn er ná-
kominn var allri kvikmyndagerð-
inni sagði að þeir hjá Wamer hlytu
að vera grínast. „Þessi kvikmynd
er best gleymd og grafin.“
Talsmaður Rupert E verett var á
öðm máli og sagði Rupert ánægðan
með þróun mála. „í Englandi hefur
myndin komið út á myndbandi og
á þar vissan aödáendahóp." Nánar
var ekki farið út í þá sálma.
Og hvaö skyldi Dylan sjálfur hafa
að segja um Hearts Of Fire. Ná-
kvæmlega ekkert. Hann hefur enn
ekki fengist til að gefa út yfirlýs-
ingu um myndina
-HK
Lauslega þýtt 'úr Premiere.
Iitil saga úr kvikmyndaheiminum:
Hvað varð um Eldhjörtun?
Bob Dylan og Rupert Evert í hlutverkum sínum i Hearts Ot Fire.
þessu umstangi. Þegar hann var
spurður af hverju hann tæki að sér
hlutverk rokkgoðsins Billy Parker
svarað Dylan: „Ég var ekkert að
gera í augnablikinu og þetta virðist
vera rétti timinn að leika í kvik-
mynd.“ Hveniig ætlarðu að und-
irbúa þig? „Ég finn eitthvað út úr
þessu.“ Og hvaö um lögin sem sagt
er að þú hafir samið fyrir kvik-
myndina? „Ég hef ekki samiö þau
ennsemkomiðer."
Ásamt Dylan í aðalhlutverk var
ráðinn Rupert Everett er hafði
fengið frábæra dóma fyrir leik sinn
í Another Coimtry.
Ákveðið var að Hearts Of Fire
kæmi á markaðinn í júní 1987.
Twentieth Century Fox ætlaði að
dreifa myndinni fyrir Lorimar fyr-
irtækið. Eftir að dreifingaraðilar
höfðu séð myndina var snarlega
hætt við dreifingu í júní og henni
frestað fram í desember.
Það skeður svo 4. nóvember sama
ár að leikstjórinn, Richard Mar-
quant, fær hjartáfall og deyr, að-
eins 49 ára gamall. Fljótlega eftir
það hverfur Hearts Of Fire af lista
Twentieth Century Fox. Talsmað-
ur fyrirtækisins segir að dauði
Marquants hafi ekkert haft með þá
ákvörðun að gera. „Kvikmyndin
var einfaldlega ekki dreifingar-
hæf.“ Talsmaðurinn lauk máli sínu
með því aö segja aö líklega hefði
hann verið heppinn að sjá hana
ekkisjálfur.
Dylan hafði samiö lög við mynd-
ina og voru þau gefin út á plötu í
október 1987. Þegar talsmaður Col-
umbia fyrirtækisins var spurður
Rain Man:
umur Dustin Hofímans rætist
Sú kvikmynd sem mesta athygli
hefur vakið á undanfomum mán-
uðum er Rain Man. Hún er sú kvik-
mynd sem tilnefnd er til flestra
óskarsverðlauna þetta árið og sú
kvikmynd sem þykir líklegust til
aö hljóta mörg óskarsverðlaun.
Að Rain Man skuli vera orðin að
veruleika er aðeins þijósku og
ákveðni Dustin Hoffmans að
þakka. Og svo sannarlega hefur
þijóska hans borgað sig. Hann er
þegar búinn að hirða tvö meirihátt-
arverðlaun fyrir leik sinn í mynd-
inni. Golden Globe verðlaunin í
Hollywood og verðlaun sem besti
leikari á kvikmyndahátíðinni í
Berlín.
Það eru nokkur ár síðan Rain
Man komst á blað sem væntanleg
kvikmynd. Alls konar erfiðleikar
voru samt stöðugt að gera vart við
sig áður en tókst að skrifa handrit
sem Hoffman gat sætt sig við.
Leikstjórar voru ráðnir en ekkert
gekk. Handritið var aldrei nógu
gott fyrir Hoffman. Fleiri erfiðleik-
ar steðjuðu aö. Hpffman var erfiður
framleiðendum. í eitt skiptið var í
raun búið að ákveða hvaða dag
skyldi byija að kvikmynda. Martin
Brest var ráðinn leikstjóri en eitt-
hvað skeði á síðustu stundu og
hannraukífússi.
Tom Cruise, sem var búinn að
samþykkja að leika heilbrigða
bróðurinn, vildi samt vera áfram
með en lék í millitíðinni í Coctail.
Og það passaði þegar hann var
búinn að ljúka þeirri mynd var
Hoffman kominn með gott handrit
og góðan leikstjóra, Barry Levin-
son. Og þegar upp var staðið er
afraksturinn sjálfsagt einhver allra
besta kvikmynd sem gerð var á síð-
astaári.
Kvikmyndir
Hilmar Karisson
Charlie Babbit (Tom Cruise) er
ekkert yfir sig hrifinn af bróður sín-
um, Raymond (Dustin Hoffman), í
byrjun.
Myndin segir frá tveimur bræðr-
um sem ekki þekkjast. Charlie Bab-
bitt (Tom Cruise) veit lítið um ætt
sína en hann verður reiður og
undrandi þegar bróðir hans, sem
hann varla man eftir, erfir þijár
milljónir dollara en hann ekkert.
Charlie man lítið eftir bróður sín-
um, Raymond Babbitt (Dustin
Hofiman). Raymond man aftur á
móti alls ekki neitt eftir bróður sín-
um, Charlie. Hann hefur verið
geymdur á geðveikrahæli og gerir
sér ekki grein fyrir þeim auðæfum
sem hann hefur erft.
Charhe ætlar í byrjun að véla
peningana af bróður sínum en þeg-
ar þeir kynnast betur á leið sinni
í gömlum Buic hverfur það áform
smáttogsmátt.
Raymond kemur inn nýrri lífs-
speki hjá bróður sínum þótt hann
sjálfur skilji vart hvað hann er að
tala. Áfram keyra bræðumir gegn-
um hvert fylkið af ööru og við fylgj-
umst með skemmtilegum uppá-
komum á leið þeirra og uppgötvun
Charlie á sjálfum sér í gegnum
Raymond sem þó gerir sér grein
fyrir hvaö hann gerir. Charhe lað-
ast því meir og meir að ósjálfbjarga
bróður sínum.
Sagan er sögð á skemmtilegan
máta, húmorinn er aldrei langt
undan. Dustin Hoffman lagöi geysi-
lega mikið á sig við að ná tökum á
hlutverki sínu.
Á nokkrum árum dvaldi hann oft
með samskonar geðveikum mönn-
um og hann leikur og dvaldi meðal
fjölskyldna þeirra til aö geta gert
sér grein fyrir hvað heilbrigðir
ættingj ar hugsuðu.
Hofman á að baki marga leik-
sigra, en sjálfsagt hefur ekkert
hlutverk verið honum kærara en
Raymond í Rain Man þegar upp var
staðið og eru margir á því að hann
eigi óskarsverðlaunin vís að mán-
uði hðnum. Um það leyti mun Bíó-
borgin taka myndina tíl sýninga.
-HK