Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Hinhliðin :: .... Vernharöur Linnet segir að allt sem komi frá Tuborg-verksmiðjunum sé í uppáhaldi hjá sér. DV-mynd Brynjar Gauti Fyndið að horfa á spumingakeppnina - segir Vernharður linnet dagskrárgerðarmaður Vernharður Linnet hefur undan- farið séö um spumingakeppni framhaldsskólanna í Sjónvarpinu. Keppnin hefur vakið mikla athygli og bæði fengið hrós og skammir. Vernharður Lkinet lætur það lítt á sig fá enda starfaði hann sem kenn- ari í átján ár áður en hann hóf störf hjá Ríkisútvarpinu. Þar er hann í fullu starfi og sér um Útvarp unga fólksins. Nú er keppni framhalds- skólanna lokið svo varla verður rifist meira um hana núna en það er Vemharður sem sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Vemharður Linnet. Fæðingardagur og ár: 31. ágúst 1944. Maki: Enginn sem stendur. Ég er fráskihnn. Börn: Ég á tvo syni, Hinrik og Stein, sem em 8 og 10 ára gamhr. Bifreið: Ég ek um á Mazda ’83 sem konan mín fyrrverandi lánaði mér. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Laun: Ég er með opinber laun. Það vita allir hver þau em. Áhugamál: Djass. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Ég hef fengið mest þijár tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er margt en ekkert er skemmtilegra en að hlusta á góðan djass í góðum vinahópi. Einnig finnst mér stórkostlegt að vinna með bömum og unghngum enda var ég kennari í Þorlákshöfn í tólf ár og í Breiðholti í tvö ár. Böm og unghngar gefa mér mjög mikið. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vinna að einhverju sem ekki þarf að hugsa yfir og hanga í aðgerðarleysi. Ég þarf ahtaf að vera á fullu. Uppáhaldsmatur: Ég held ég segi að það sé bara fullkomlega vel hangið lambalæri, sem er vel ma- treitt, þannig að það sé meyrt og rósrautt. Uppáhaldsdrykkur: Allt sem kem- ur frá Tuborg-verksmiðjunum, sem er mín verksmiðja, eða eins og Storm P. sagði: „Hvenær bragð- ast Tuborg best - alltaf.” Ég bjó lengi í Danmörku og þá kynntist ég Tuborg. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Nautabaninn Ninja De La Capa frá Spáni. Uppáhaldstímarit: Það er djass- tímaritið Down Beat. Fallegasta kona sem þú hefur séð? Brigitte Bardot - ég er orðinn svo gamall. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mhes Davis. Uppáhaldsleikari: Lárus heitinn Pálsson. Uppáhaldsleikkona: Kristbjörg Kjeld. Uppáhaldssöngvari: Louis Arm- strong. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Len- ín. Hlynntur eða andvigur hvalveiðum íslendinga: Hlynntur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góð leik- rit eru í uppáhaldi hjá mér. Nei, spurningakeppnin er ekki í uppá- haldi en mér finnst stundum fyndið að horfa á keppnina. Hlynntur eða andvígur veru vam- arliðsins hér á landi: Andvígur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta sjaldan á útvarp en þá á rás eitt. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Múh Ámason. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það er Randver Þorláksson leikari. Mér þykir hann mjög skemmtilegur þegar hann hermir eftir mér í Stöð 89. Uppáhaldsskemmtistaður: Duus hús. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Leiknir í Breiðholti að sjálfsögðu. Sonur minn leikur með því hði. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Að lifa í sátt við sjálf- an mig. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór með fjölskylduna tíl Costa del Sol í hálfan mánuð. Við erum mjög góðir vinir, ég og fyrrverandi eigin- kona mín, og við fórum saman með synina í sumarleyfi. Næsta sumar ætla ég aö fara á Norðursjávar- djassfestivahð í Haag, sem verður í júh. -ELA ÍBR KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA sunnudag 19. mars kl. 20.30 VALUR - ÍR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Hreinlætis- tækjahreinsun Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 11 og 19 í síma 72186. Hreinsir hf. VBStUSUIR OC VHTIKGM Viö höfum vistlega og þægilega veislusali fyrir 10-120 manns. Salirnir henta vel fyrir rádstefnur og hvers konar samkvæmi, t.d. árshátídir, brúdkaupsveislur o.fl. Allar veitingar. Vettinoahú/ið GAft-mn * V/REYKJANESBRA UT, HAFNARFIRÐI SÍMAR 54477, 54424
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.