Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 5
' LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 5 Fréttir Polaroid - Myndavél og vasadiskó Það liggur vel á Kjartani Reinholds- syni er hann talar i símann án þess að þurfa að greiða fyrir. DV-mynd KAE Þýski fiskmarkaðurinn: Bara skip mega selja karfa í vikunni „Það fær enginn að senda karfa til Þýskalands í dymbilvikunni. Það eru aðeins skip, sem sigla með aflann, sem fá að selja þá,“ sagði Stefán Gunnlaugsson í viðskiptadeild utan- ríkisráðuneytisins þegar hann var spurður hvort rétt væri að bannað hefði verið að senda út karfaflök til Þýskalands, með flugi. ' „Ég vil ekki ræða þetta mál í fjöl- miðlum eins og er en það er rétt að okkur hefur aldrei áður verið neitað um leyfi til að flytja út flök með flugi,“ sagði Eiríkur Hjartarson hjá Stefni hf. í samtali við DV í gær. Það er því ljóst að skipin, sem sigla með afla, munu ein sitja að karfa og ufsasölu á þýska fiskmarkaðnum í næstu viku. Enginn ísfiskur verður seldur úr gámum í þeirri viku. Það er mikill kurr í þeim sem flutt hafa flök út með flugi vegna þessa banns enda hafa þeir aldrei verið stöðvaðir fyrr. Nokkrir aðilar, sem DV hefur rætt við, fullyrða að Lands- samband íslenskra útvegsmanna ráði orðið ferðinni í þessum málum og að utanríkisráöuneytið fari alfarið eftir óskum þess. í því sambandi ber þess að geta að sighngaleyfi skipanna er veitt marga mánuði fram í tímann. Leyfi til gámasölu er veitt vikulega og til út- flutnings á flökum með flugi jafnóð- umogsótterum. -S.dór Emil að Ijúka Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Síðustu sýningar Leikfélags Akur- eyrar á barnaleikritinu um Emil í Kattholti verða á sunnudag. Um tvær sýningar er að ræða og verða þær kl. 15 og 18. Þetta eru 27. og 28. sýn- ingar og hafa rúmlega 5 þúsund manns þegar séð leikritið. Gjafaflugbréf Flugleiða er nýr valkostur, bráðskemmtileg lausn á gjafavandanum. Þú getur haft það eins og þú vilt; gefið heila ferð, hluta ferðar eða verið með fleirum um gjöfina. Gjafaflugbréf Flugleiða er öllu ungu fólki upplyfting! FLUGLEIDIR VtSA Tala frítt til Bandaríkjanna Á þriðja tug símasjálfsala í Reykja- vík eru bilaðir og gefur það fólki möguleika á að tala endurgjalds- laust. Erlend kona, sem hefur vitað af bilununum, vakti mikla athygh í Miklagarði, en þar er einn biluðu sjálfsalanna, er hún talaði til útlanda á þriðju klukkustund. Þeir sem heyrðu og sáu til konunnar segja öruggt að hún hafi talað til einhverr- ar borgar í Bandaríkjunum, til Leipz- ig og Búdapest. Konan talaði mjög hátt og þvi duldist engum nærstödd- um hvert hún talaði. Hjá Pósti og síma fengust þær upp- lýsingar að um bilun í símstöð sé að ræða en ekki sjálfsölunum. Tækni- menn Pósts og síma reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir bilun- ina - sem er með þeim hætti að hægt er að hringja án endurgjalds - ein- staka sinnum. Nýju sjálfsaiarnir, sem eru rauðir á lit, geta ekki bilað með sama hætti og þeir eldri. Þeir nýju gefa ekki straum í taltækið fyrr en talningin hefst. Ef talning hefst ekki fæst ekk- ert samband. Eldri sjálfsalar gefa hins vegar samband sama hvort taln- inghefsteðaekki. -sme SAMAN I PAKKA á aðeins kr. 3.500,- alls Myndavélin er með innbyggl eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. CrO, metal. /NDAÞJONUSTAN HF igavegi 178 - Sími 685811 GEFÐU FUÚGANDI FERMINGARGJÖF!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.