Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Síða 5
' LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
5
Fréttir
Polaroid - Myndavél og vasadiskó
Það liggur vel á Kjartani Reinholds-
syni er hann talar i símann án þess
að þurfa að greiða fyrir.
DV-mynd KAE
Þýski fiskmarkaðurinn:
Bara skip mega
selja karfa
í vikunni
„Það fær enginn að senda karfa til
Þýskalands í dymbilvikunni. Það eru
aðeins skip, sem sigla með aflann,
sem fá að selja þá,“ sagði Stefán
Gunnlaugsson í viðskiptadeild utan-
ríkisráðuneytisins þegar hann var
spurður hvort rétt væri að bannað
hefði verið að senda út karfaflök til
Þýskalands, með flugi. '
„Ég vil ekki ræða þetta mál í fjöl-
miðlum eins og er en það er rétt að
okkur hefur aldrei áður verið neitað
um leyfi til að flytja út flök með
flugi,“ sagði Eiríkur Hjartarson hjá
Stefni hf. í samtali við DV í gær.
Það er því ljóst að skipin, sem sigla
með afla, munu ein sitja að karfa og
ufsasölu á þýska fiskmarkaðnum í
næstu viku. Enginn ísfiskur verður
seldur úr gámum í þeirri viku.
Það er mikill kurr í þeim sem flutt
hafa flök út með flugi vegna þessa
banns enda hafa þeir aldrei verið
stöðvaðir fyrr. Nokkrir aðilar, sem
DV hefur rætt við, fullyrða að Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
ráði orðið ferðinni í þessum málum
og að utanríkisráöuneytið fari alfarið
eftir óskum þess.
í því sambandi ber þess að geta að
sighngaleyfi skipanna er veitt marga
mánuði fram í tímann. Leyfi til
gámasölu er veitt vikulega og til út-
flutnings á flökum með flugi jafnóð-
umogsótterum. -S.dór
Emil að Ijúka
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Síðustu sýningar Leikfélags Akur-
eyrar á barnaleikritinu um Emil í
Kattholti verða á sunnudag. Um tvær
sýningar er að ræða og verða þær
kl. 15 og 18. Þetta eru 27. og 28. sýn-
ingar og hafa rúmlega 5 þúsund
manns þegar séð leikritið.
Gjafaflugbréf Flugleiða er nýr valkostur,
bráðskemmtileg lausn á gjafavandanum. Þú getur
haft það eins og þú vilt; gefið heila ferð,
hluta ferðar eða verið með fleirum um
gjöfina. Gjafaflugbréf Flugleiða
er öllu ungu fólki upplyfting!
FLUGLEIDIR
VtSA
Tala frítt til
Bandaríkjanna
Á þriðja tug símasjálfsala í Reykja-
vík eru bilaðir og gefur það fólki
möguleika á að tala endurgjalds-
laust. Erlend kona, sem hefur vitað
af bilununum, vakti mikla athygh í
Miklagarði, en þar er einn biluðu
sjálfsalanna, er hún talaði til útlanda
á þriðju klukkustund. Þeir sem
heyrðu og sáu til konunnar segja
öruggt að hún hafi talað til einhverr-
ar borgar í Bandaríkjunum, til Leipz-
ig og Búdapest. Konan talaði mjög
hátt og þvi duldist engum nærstödd-
um hvert hún talaði.
Hjá Pósti og síma fengust þær upp-
lýsingar að um bilun í símstöð sé að
ræða en ekki sjálfsölunum. Tækni-
menn Pósts og síma reyna nú hvað
þeir geta til að koma í veg fyrir bilun-
ina - sem er með þeim hætti að hægt
er að hringja án endurgjalds - ein-
staka sinnum.
Nýju sjálfsaiarnir, sem eru rauðir
á lit, geta ekki bilað með sama hætti
og þeir eldri. Þeir nýju gefa ekki
straum í taltækið fyrr en talningin
hefst. Ef talning hefst ekki fæst ekk-
ert samband. Eldri sjálfsalar gefa
hins vegar samband sama hvort taln-
inghefsteðaekki. -sme
SAMAN I PAKKA
á aðeins kr. 3.500,-
alls
Myndavélin er með
innbyggl eilífðarflass.
Rafhlaðan er í
filmupakkanum.
Sem sagt, filman í,og
myndavélin er tilbúin
Vasadiskóið
er eitt hið
minnsta
á markaðinum.
CrO, metal.
/NDAÞJONUSTAN HF
igavegi 178 - Sími 685811
GEFÐU
FUÚGANDI
FERMINGARGJÖF!