Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Sérstæð sakamál Máninn skein hátt á himni þetta októberkvöld. Piltur og stúlka stóöu í faðmlögum í gömlum hailarrústum. Unga stúlkan, sem sá til þeirra, hafði fuila ástæðu til þess að halda að þama væri um afar ástfangin ung- menni að ræða og það var ekki fyrr en síðar að hún fékk ástæðu til að halda annað. Patricia Piper hét unga stúlkan sem varð vitni að faðmiögunum. Hún var aðeins sextán ára og lá andvaka í rúmi sínu í London, nokkuð frá gömlum hall- arrústum frá tíma Viktoríu drottn- ingar. Hookey Hall hafði þessi fyrr- um glæsilega höll heitið en nú var ekki annað eftir af henni en útvegg- ir, tröppur og nokkrar gamlar styttur sem stóðu við innganginn. Orð fór af því að þama væri reimt. Er Patricia hafði velt sér fram og aftur í rúmi sínu án þess að geta sofn- að fór hún fram úr því og gekk að glugganum. Máninn varpaði grá- hvítri birtu sinni á umhverfið og þegar hún leit í áttina til Hookey Hall lá við að hárin risu á höfði henn- ar því hún sá það sem hún hélt í fyrstu að væm gráleitar vofur. Er hún gáði betur að sá hún þó að þama stóð ungt fólk í faðmlögum. Þekkti unga manninn Er Patricia hafði sannfærst um að hún væri að horfa á lifandi fólk en ekki vofur létti henni. Um hríð stóð hún og virti unga parið fyrir sér. Stúlkuna hafði hún aldrei séð fyrr en er hún sá andht piltsins sá hún strax hver hann var. Það var Christopher Whittaker, tuttugu og sex ára gamall bílasah sem bjó þama í nágrenninu. Er Patricia hafði staðið við glugg- aim um hríð dró allt í einu ský fyrir mánann. Þegar hann kom aftur fram var unga fólkið horfið. Patricia svipaðist um eftir þvi í stutta stund en gekk síðan frá glugg- anum og aö rúmi sínu. Um daginn haíði hún verið í afmæhsveislu hjá bróður sínum og nú fann hún að hún var þreytt. Hún sofnaði fljótt og svaf draumlausum svefhi. Patricia hlýtur að hafa sofiö fast því hún heyrði ekki ópið sem rauf næturkyrrðina nokkm síðar. Það kom frá gömlu haharrústunum. Þá heyrði hún heldur ekki er vél í bíl var ræst og honum ekið burt á mikl- um hraða. Líkfundur Nú hðu fjórir mánuðir án þess að nokkuð gerðist sem orðið gæti til þess að vekja upp minningar Patriciu um það sem hún sá við Hookey Hah er hún leit út um gluggann á svefn- herbergi sínu að kvöldi afmæhsdags bróður síns. Það leið þó ekki á löngu þar til hún fór aö rifja þá sýn upp. Eitt blaðanna í London skýrði nú frá þvi að bandarískur ferðamaður, sem kominn var tíl Englands tíl þess að reyna að afla upplýsinga um for- feður sína í gamla landinu, hefði dag- ixm áður haldið í gamlan kirkjugarð þar í borg tíl þess að lesa á legsteina. Kirkjugarðurinn var ekki lengur í notkun og því ekki mikið um manna- ferðir í honum. Er Bandaríkjamað- urinn hafði verið í honum um hríð gekk hann á bak við nokkra gamla legsteina og þá sá hann skyndUega Uk af ungri stúlku. GreinUegt var að það hafði legið þama lengi. Hann gerði lögreglunni þegar í stað aðvart. Lögreglan gat ekki staðfest af hverri líkið var þrátt fyrir nákvæma rannsókn enda hafði það greinUega legið þama í nokkra mánuði. Stúlkan hafði verið um tvítugt er dauðann bar að hönd- um. Að auki varð tvennt tU að vekja athygU rannsóknarlögreglumanna og sérfræðinganna sem skoðuðu lík- ið og fót stúlkunnar. Annað var að annan eymalokk hennar vantaði. Hitt var sérstakur ilmur af rósavatni sem enn var af fótunum. Að vísu var Janet Jones. hann daufur en þó nægUega sterkur til þess að hægt væri að staöfesta af hvaða ilmvatni hann væri. Líkskoðari staðfesti þá niðurstöðu lögreglunnar að stúlkan hefði verið kyrkt. Mánuður leið nú án þess að nokkuð gerðist sem oröið gæti tíl þess að varpa á það ljósi af hverri líkið var. Þá varð ljósmynd tU þess að máhð komst á nýtt stig. Týnda systirin Patricia Piper var enn í skóla enda aðeins sextán ára. Dag einn Christopher Whittaker. sýndi einn skólabræðra hennar, Bobby Jones, henni myndir sem hann hafði tekið með myndavél sem hann hafði eignast nokkrum mánuð- um áður. Um var aö ræða myndir af húsinu sem hann bjó í, garðinum við það og nánustu ættingjum. Var ein af myndunum af elstu systur hans, Janet, en enginn hafði heyx-t frá henni síöan í október er hún fór noröur í land með náunga sem eng- inn í fjölskyldunni þekkti. Patricia stífnaði þegar hún sá myndina af Janet. Allt í einu fannst henni sem hún stæði við gluggann í svefnherbergi sínu kvöldið sem Patricia Piper. mánaskinið lýsti upp rústir Hookey HaU. Þótt hún hefði aldrei séð Janet, systur Bobbys, var hún ekki í nein- um vafa um að hún var unga stúlkan sem hún hafði séð í faðmlögum við Christopher Whittaker. Hún var Ja- net Jones, systir Bobbys, sú sem ekk- ert hafði til spurst í langan tíma. Rannsókn málsins hefst á ný Er Patricia hafði náð að jafna sig sneri hún sér að Bobby og spurði hvort hann væri viss um að systir hans væri ekki norður í landi. Hann sagðist ekki vita annað en ítrekaði að ekkert hefði frá henni heyrst síðan hún hefði skyndUega og óvænt hald- ið að heiman með þessum óþekkta unga manni. Patricia baö Bobby þá um að fá sér sæti því hún þyrfti að segja honum dálítið sem kæmi systur hans við. Hún lýsti síðan fýrir honum því sem borið hafði fyrir augu hennar að kvöldi afmælisdags bróður hennar og lauk frásögninni með því að full- yrða að hún teldi ekki minnsta vafa á því leika að ungi maðurinn, sem verið hefði með Janet, hefði verið bUasalinn imgi, Christopher Whitta- ker, sem búiö heföi í nágrenni við sig. Sönnunargögn fínnast Bobby fór tíl foreldra sinna sem gerðu lögreglunni þegar aðvart. Er hún hafði yfirheyrt Patriciu þótti framburður hennar það afdráttar- laus að Christopher Whittaker var tekinn tU yfirheyrslu. Hann neitaði í fyrstu að vita nokk- uö um horfnu stúlkuna, Janet Jones. Ekki þótti framkoma hans traust- vekjandi og var nú gerð leit í bU hans. Hún hafði ekki staðið lengi er þar fannst eyrnalokkur sem svaraði tU þess sem fundist hafði á líkinu af Janet. Sömuleiðis fannst í bUnum glas með rósavatni og reyndist það vera sömu tegundar og það Umvatn sem tekist hafði að greina í fötum látnu stúlkunnar. Tvennt var því komið fram sem benti mjög eindregið tíl þess aö Chri- stopher Whittaker gæti varpað ljósi á örlög stúlkunnar sem fundist hafði fjórum mánuðum eftir hvarf hennar á bak við legsteina í gömlum kirkju- garði í London. Játningin Christopher Whittaker var nú sagt frá því hvað fundist hefði í bU hans og gerði hann sér þá ljóst að ekki var lengur tíl neins að neita því að hann vissi um örlög Janet. Hann sagði nú frá því sem gerst hafði. Þau Janet höfðu kynnst, orðið ástfangin og ákveðið að flytjast tíl Norður-Englands. Aðeins eitt greindi þau á um. Janet vUdi ganga í hjóna- band áður en þau færu þangað en það var Christopher ekki reiðubúinn til að gera. Kvöldið, sem þau höfðu hist við Hookey HaU, höfðu þau rætt framtíð- aráform sín en þar eð Janet hélt enn fast við sitt kom til rifrildis. Sátu þau þá í bU Christophers. Reiddist Janet og gaf honum utan undir. Hann gaf henni þá aftur utan undir en við þaö fór hún að æpa. Greip hann þá um háls hennar og sleppti ekki fyrr en hann hafði kyrkt hana. Til kirkjugarðsins í fyrstu ætlaði Christopher aö skUja líkið eftir við gömlu haUar- rústimar en aUt í einu kom honum tU hugar gamli kirkjugarðurinn sem var í hinum enda London. Þangað ók hann svo um nóttina, bar líkið af Janet inn um hliðið og kom því fyrir á bak við legsteina innarlega í hon- um. Enginn veit hvort nokkru sinni hefði tekist að upplýsa morðið á Ja- net Jones hefði Patricia Piper ekki legið andvaka kvöldið sem það var framið. Þá veröur að teljast heldur ólíklegt að hún hefði séð andlit Chri- stophers Whittakers ef máiúnn hefði ekki skinið hátt á himni þá stund sem hún stóð við gluggann og horfði á gömlu rústimar. Reyndar em þetta ekki einu tálvilj- animar í þessu máU því hefði Bobby Jones ekki farið að sýna Patriciu myndir af íjölskyldu sinni hefði hún aldrei áttað sig á þvi hver hún var unga stúlkan sem hún hafði séð í faðmlögum októberkvöldið forðum. Lögreglan þakkaði Patriciu Piper aðstoðina með því aö gefa henni dýra myndavél. Hún er þvi sjálf farin að taka myndir þótt aUar séu þær tekn- ar í sólskini, ekki mánaskini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.