Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 51 Ný drottning B-myndanna Keðjusagarmelian er frægasta hlutverk Linnea Quigley. Það er hægt að hljóta frægö fyrir stjömuleik í kvikmyndum - mikil ósköp. Það er hka hægt að vinna sér það til_frægðar að leika illa en þá þarf helst að gera mikið að því. Hún heitir Linnea Quigley sem nú ríkir sem drottning B-mynd- anna í Hollywood. Hún leikur mik- ið og illa. Helstu framleiðendur svokallaðra B-mynda þar vestra veðja nú mest á hrylhngsmyndir sem eiga að gerast í framtíðinni. Þetta er svipuð framleiðsla og við- gengist hefur í þessari grein kvik- myndanna árum saman. Á markaðnum er þó merkjanleg breyting síðustu misserin því kon- ungar B-myndanna veðja í æ ríkari mæh á myndböndin. Það er að vísu enn í tísku að frumsýna þessar myndir í útibíóum en þar endast þær sjaldnast lengi og eru eftir fáar vikur komnar á myndbandaleig- urnar. Sumar eru hka framleiddar með það eitt í huga aö fara beint á myndbönd. Áhorfendurnir eru flestir ungl- ingar og drottningin Quigley á frægð sína mest undir því að strák- ar á fermingaraldri gefa mikið fyr- ir að sjá hana. Með henni leika gjarnan vaxtarræktartröll með ótvíræða hæfileika til að hnykla vöðvana. Sjálf birtist hún oftast berbrjósta og er hetjan í myndun- um. Quigley hefur leikiö í fjölmörgum myndum. Frægust þeirra allra til þessa er Keðjusagarmellan. Nafnið minnir óneitanlega á margnotaða hugmynd úr B-myndunum en hún virðist óslítandi. I það minnsta eru engin takmörk fyrir hve oft má brýna keðjusögina. I myndum Quigley er erfiðasti þáttur leiksins þegar hún verður aö láta lífið í lokasenunni. Stund- um hefur hún raunverulega verið hætt komin. Hún verður að taka verulega áhættu því framleiðendur myndanna hafa ekki efni á að greiða fyrir dýr tæknibrögð. Leik- konan verður því að vera í raun- verulegri hættu til að dauðastund- in líti raunverulega út á tjaldinu. í næstu mynd Quigley er ætlunin að einhveijar viðbjóðslegar skepn- ur flái hana lifandi með rakblöðum. Tæknilega er þetta erfitt atriði - sérstaklega fyrir sparsama fram- leiðendur - og leikkonan er ekki viss um að hún leggi í það. Hún hefur þó ekki langan tíma til æfinga því yfirleitt er lokið við að taka myndirnar á viku eða hálf- um mánuði ef illa gengur. Kostnað- urinn er sárahtih og engu sóaö í óþarfa. Quigley fær því að beijast við illa uppstoppaðar rottur í yfir- stærð og verður að láta sem allt sé mjög raunverulegt. Hún segist hta á sig sem gamanleikkonu því efni myndanna sé ekki annaö en gálga- húmor með kynferðislegu ívafi. Quigley gerir meira en að leika í myndunum því hún er hka hönn- uður allra húninga sem hún notar. (Elsa Lund er ekki ein um að hanna á sjálfa sig.) Búningamir eru af ýmsum gerðum en eiga það sam- eiginlegt að vera mjög fátæklegir. Rifinn bolur hefur orðið að eins- konar vörumerki fyrir hana. Þenn- an bol notar hún oft í upphafi myndanna en sjaldan líða margar mínútur áður en eitthvert óbermið hefur rifið hann utan af henni og eftir það leikur hún klæðafá og fóg- ur í hverri myndinni eftir aðra. Glænýtt og glæsilegt Jakkar, buxur, blússur, dragtir, stór númer Snorrabraut 22 sími 21414 Lopi - Lopi 3ja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir, einnig bláir, rauð- ir og grænir litir. Ullarband, ódýrt. Sendum í póst- kröfu um landið. Lopi, ullarvinnsla, Súðarvogi 4, Rvík. Sími 30581. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan boðar til aðalfundar fimmtudaginn 23. mars kl. 14 að Borgar- úni 18, Reykjavík. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin NÝJA POSTULAKIRKJAN iSLANDI HAALEITISBRAUT 58-60 (MIDBÆR) Átt þú trú? Hefur þú kynnst hinni lifandi trú? Gestamessa á sunnudag kl. 11.00. Kaffíveitingar. . Guðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11.00 og fimmtudaga ki. 20.00. Verið velkomin. Minningargjöf auMJðwouMMvpm I wmm MUNIÐ MINNINGARKORT FLUGBJÖRGUNARSVEITARINNAR 1 í REYKJAVÍK SÍMI694155 ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA IUMFERÐAR IrAð Úrval Tímarit fyrir alla 3. HEFTI - 48. AR - MARS 1989 Skop......................................2 Skyssur nýbakaðra forseta.................5 Sjúkdómurinn sem konur Einu sinni var þjóð .. Vetraraksturmeð stæl.. Morðóður þijótur á flótta Hugsun í orðum......... Fellibylurinn mikli 1938. Sigurganga kartöflunnar.. Biblían og-páskamir.... Peugeot í meira en 100 ár. Frá vindmyllu til hátækni Tómstundastarf........ Vísindi fyrir almenning: Háan blóðþrýsting svertingja má rekja til þrælaskipanna...............77 Þáttur Sögu-Guðmundar....................81 Drífðu þig í bað!........................89 Gerið aftur gaman að geta verið saman....92 Náðu þér í hefti strax á næsta blaðsölustað. óttast mest......13 ...............18 ................24 ...............28 ................34 ................36 ................43 ................54 * Askriftarsíminn er 27022 Efnisyfírlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.