Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 35
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
51
Ný drottning
B-myndanna
Keðjusagarmelian er frægasta hlutverk Linnea Quigley.
Það er hægt að hljóta frægö fyrir
stjömuleik í kvikmyndum - mikil
ósköp. Það er hka hægt að vinna
sér það til_frægðar að leika illa en
þá þarf helst að gera mikið að því.
Hún heitir Linnea Quigley sem
nú ríkir sem drottning B-mynd-
anna í Hollywood. Hún leikur mik-
ið og illa. Helstu framleiðendur
svokallaðra B-mynda þar vestra
veðja nú mest á hrylhngsmyndir
sem eiga að gerast í framtíðinni.
Þetta er svipuð framleiðsla og við-
gengist hefur í þessari grein kvik-
myndanna árum saman.
Á markaðnum er þó merkjanleg
breyting síðustu misserin því kon-
ungar B-myndanna veðja í æ ríkari
mæh á myndböndin. Það er að vísu
enn í tísku að frumsýna þessar
myndir í útibíóum en þar endast
þær sjaldnast lengi og eru eftir fáar
vikur komnar á myndbandaleig-
urnar. Sumar eru hka framleiddar
með það eitt í huga aö fara beint á
myndbönd.
Áhorfendurnir eru flestir ungl-
ingar og drottningin Quigley á
frægð sína mest undir því að strák-
ar á fermingaraldri gefa mikið fyr-
ir að sjá hana. Með henni leika
gjarnan vaxtarræktartröll með
ótvíræða hæfileika til að hnykla
vöðvana. Sjálf birtist hún oftast
berbrjósta og er hetjan í myndun-
um.
Quigley hefur leikiö í fjölmörgum
myndum. Frægust þeirra allra til
þessa er Keðjusagarmellan. Nafnið
minnir óneitanlega á margnotaða
hugmynd úr B-myndunum en hún
virðist óslítandi. I það minnsta eru
engin takmörk fyrir hve oft má
brýna keðjusögina.
I myndum Quigley er erfiðasti
þáttur leiksins þegar hún verður
aö láta lífið í lokasenunni. Stund-
um hefur hún raunverulega verið
hætt komin. Hún verður að taka
verulega áhættu því framleiðendur
myndanna hafa ekki efni á að
greiða fyrir dýr tæknibrögð. Leik-
konan verður því að vera í raun-
verulegri hættu til að dauðastund-
in líti raunverulega út á tjaldinu.
í næstu mynd Quigley er ætlunin
að einhveijar viðbjóðslegar skepn-
ur flái hana lifandi með rakblöðum.
Tæknilega er þetta erfitt atriði -
sérstaklega fyrir sparsama fram-
leiðendur - og leikkonan er ekki
viss um að hún leggi í það.
Hún hefur þó ekki langan tíma
til æfinga því yfirleitt er lokið við
að taka myndirnar á viku eða hálf-
um mánuði ef illa gengur. Kostnað-
urinn er sárahtih og engu sóaö í
óþarfa. Quigley fær því að beijast
við illa uppstoppaðar rottur í yfir-
stærð og verður að láta sem allt sé
mjög raunverulegt. Hún segist hta
á sig sem gamanleikkonu því efni
myndanna sé ekki annaö en gálga-
húmor með kynferðislegu ívafi.
Quigley gerir meira en að leika í
myndunum því hún er hka hönn-
uður allra húninga sem hún notar.
(Elsa Lund er ekki ein um að hanna
á sjálfa sig.) Búningamir eru af
ýmsum gerðum en eiga það sam-
eiginlegt að vera mjög fátæklegir.
Rifinn bolur hefur orðið að eins-
konar vörumerki fyrir hana. Þenn-
an bol notar hún oft í upphafi
myndanna en sjaldan líða margar
mínútur áður en eitthvert óbermið
hefur rifið hann utan af henni og
eftir það leikur hún klæðafá og fóg-
ur í hverri myndinni eftir aðra.
Glænýtt og glæsilegt
Jakkar, buxur, blússur,
dragtir,
stór númer
Snorrabraut 22
sími 21414
Lopi - Lopi
3ja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir, einnig bláir, rauð-
ir og grænir litir. Ullarband, ódýrt. Sendum í póst-
kröfu um landið.
Lopi, ullarvinnsla,
Súðarvogi 4, Rvík.
Sími 30581.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan
AÐALFUNDUR
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan boðar til
aðalfundar fimmtudaginn 23. mars kl. 14 að Borgar-
úni 18, Reykjavík.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Stjórnin
NÝJA POSTULAKIRKJAN
iSLANDI
HAALEITISBRAUT 58-60 (MIDBÆR)
Átt þú trú?
Hefur þú kynnst hinni lifandi trú?
Gestamessa á sunnudag kl. 11.00.
Kaffíveitingar. .
Guðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11.00
og fimmtudaga ki. 20.00.
Verið velkomin.
Minningargjöf auMJðwouMMvpm I wmm
MUNIÐ MINNINGARKORT FLUGBJÖRGUNARSVEITARINNAR 1 í REYKJAVÍK SÍMI694155
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
IUMFERÐAR
IrAð
Úrval
Tímarit fyrir alla
3. HEFTI - 48. AR
- MARS 1989
Skop......................................2
Skyssur nýbakaðra forseta.................5
Sjúkdómurinn sem konur
Einu sinni var þjóð ..
Vetraraksturmeð stæl..
Morðóður þijótur á flótta
Hugsun í orðum.........
Fellibylurinn mikli 1938.
Sigurganga kartöflunnar..
Biblían og-páskamir....
Peugeot í meira en 100 ár.
Frá vindmyllu til hátækni
Tómstundastarf........
Vísindi fyrir almenning:
Háan blóðþrýsting svertingja
má rekja til þrælaskipanna...............77
Þáttur Sögu-Guðmundar....................81
Drífðu þig í bað!........................89
Gerið aftur gaman að geta verið saman....92
Náðu þér í hefti strax á næsta blaðsölustað.
óttast mest......13
...............18
................24
...............28
................34
................36
................43
................54
*
Askriftarsíminn er
27022
Efnisyfírlit