Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 27
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Hinhliðin :: .... Vernharöur Linnet segir að allt sem komi frá Tuborg-verksmiðjunum sé í uppáhaldi hjá sér. DV-mynd Brynjar Gauti Fyndið að horfa á spumingakeppnina - segir Vernharður linnet dagskrárgerðarmaður Vernharður Linnet hefur undan- farið séö um spumingakeppni framhaldsskólanna í Sjónvarpinu. Keppnin hefur vakið mikla athygli og bæði fengið hrós og skammir. Vernharður Lkinet lætur það lítt á sig fá enda starfaði hann sem kenn- ari í átján ár áður en hann hóf störf hjá Ríkisútvarpinu. Þar er hann í fullu starfi og sér um Útvarp unga fólksins. Nú er keppni framhalds- skólanna lokið svo varla verður rifist meira um hana núna en það er Vemharður sem sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Vemharður Linnet. Fæðingardagur og ár: 31. ágúst 1944. Maki: Enginn sem stendur. Ég er fráskihnn. Börn: Ég á tvo syni, Hinrik og Stein, sem em 8 og 10 ára gamhr. Bifreið: Ég ek um á Mazda ’83 sem konan mín fyrrverandi lánaði mér. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Laun: Ég er með opinber laun. Það vita allir hver þau em. Áhugamál: Djass. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Ég hef fengið mest þijár tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er margt en ekkert er skemmtilegra en að hlusta á góðan djass í góðum vinahópi. Einnig finnst mér stórkostlegt að vinna með bömum og unghngum enda var ég kennari í Þorlákshöfn í tólf ár og í Breiðholti í tvö ár. Böm og unghngar gefa mér mjög mikið. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vinna að einhverju sem ekki þarf að hugsa yfir og hanga í aðgerðarleysi. Ég þarf ahtaf að vera á fullu. Uppáhaldsmatur: Ég held ég segi að það sé bara fullkomlega vel hangið lambalæri, sem er vel ma- treitt, þannig að það sé meyrt og rósrautt. Uppáhaldsdrykkur: Allt sem kem- ur frá Tuborg-verksmiðjunum, sem er mín verksmiðja, eða eins og Storm P. sagði: „Hvenær bragð- ast Tuborg best - alltaf.” Ég bjó lengi í Danmörku og þá kynntist ég Tuborg. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Nautabaninn Ninja De La Capa frá Spáni. Uppáhaldstímarit: Það er djass- tímaritið Down Beat. Fallegasta kona sem þú hefur séð? Brigitte Bardot - ég er orðinn svo gamall. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mhes Davis. Uppáhaldsleikari: Lárus heitinn Pálsson. Uppáhaldsleikkona: Kristbjörg Kjeld. Uppáhaldssöngvari: Louis Arm- strong. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Len- ín. Hlynntur eða andvigur hvalveiðum íslendinga: Hlynntur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góð leik- rit eru í uppáhaldi hjá mér. Nei, spurningakeppnin er ekki í uppá- haldi en mér finnst stundum fyndið að horfa á keppnina. Hlynntur eða andvígur veru vam- arliðsins hér á landi: Andvígur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta sjaldan á útvarp en þá á rás eitt. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Múh Ámason. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það er Randver Þorláksson leikari. Mér þykir hann mjög skemmtilegur þegar hann hermir eftir mér í Stöð 89. Uppáhaldsskemmtistaður: Duus hús. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Leiknir í Breiðholti að sjálfsögðu. Sonur minn leikur með því hði. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Að lifa í sátt við sjálf- an mig. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór með fjölskylduna tíl Costa del Sol í hálfan mánuð. Við erum mjög góðir vinir, ég og fyrrverandi eigin- kona mín, og við fórum saman með synina í sumarleyfi. Næsta sumar ætla ég aö fara á Norðursjávar- djassfestivahð í Haag, sem verður í júh. -ELA ÍBR KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA sunnudag 19. mars kl. 20.30 VALUR - ÍR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Hreinlætis- tækjahreinsun Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 11 og 19 í síma 72186. Hreinsir hf. VBStUSUIR OC VHTIKGM Viö höfum vistlega og þægilega veislusali fyrir 10-120 manns. Salirnir henta vel fyrir rádstefnur og hvers konar samkvæmi, t.d. árshátídir, brúdkaupsveislur o.fl. Allar veitingar. Vettinoahú/ið GAft-mn * V/REYKJANESBRA UT, HAFNARFIRÐI SÍMAR 54477, 54424

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.