Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989.
Fréttir
Halldór Asgrímsson segir fiskvinnsluna ófæra um að standa undir kjarajöfhun:
Eg tel að gengis-
sig verði að koma
Yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, sem gegnt
hefur störfum forsætisráðherra að
undanfömu í fjarveru Steingríms
Hermannssonar, á Alþingi um að
gengisfelling sé óumflýjanleg, veldur
miklum urg hjá þeim verkalýðsleið-
togum sem eiga í samningaviðræð-
um við Vinnuveitendasambandiö.
Nokkrir sem DV hefur rætt við segja
að fram að þessu hafi menn verið að
tala um kreppusamninga í ljósi
slæmrar stöðu útflutningsfyrirtækj-
anna. Eftir þessa yfirlýsingu Hall-
dórs Ásgrímssonar um gengisfell-
ingu hljóti menn að fara að tala á
öðmm nótum.
„Það ætti öllum aö vera ljóst að
sjávarútvegurinn stendur þaniúg um
þessar mundir að hann þolir ekki
einhverjar kjarajöfnunaraðgerðir.
Ég tel að gengissig verði að koma til
bjargar fiskvinnslunni. Ég skil ekki
þá sem tala um að gera nýja kjara-
samninga án þess að einhveijar tekj-
ur komi á móti hjá sjávarútveginum.
Mér er það líka fullljóst að það þarf
að jafna kjörin í þjóðfélaginu en sjáv-
arútvegurinn hefur bara ekkert
svigrúm til kjarasamninga eins og
staða hans er nú,“ sagði Halldór Ás-
grímsson í samtali við DV.
Margir halda því fram að þaö hafi
verið afleikur hjá HaUdóri að varpa
þessu fram í miðju samningaþófi.
Hann var inntur álits á þessari kenn-
ingu.
„Það er auðvitað alveg ljóst að það
er ekki ég, heldur ríkisstjómin í
heild, sem tekur ákvörðun um geng-
isskráningu. Hitt er svo annað mál
að ég sem sjávarútvegsráðherra hef
miklar áhyggjur af stöðu sjávarút-
vegsins og get ekki horft upp á hann
veslast upp,“ sagði Halldór.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins,
sagðist ekki skilja þetta eilífa tal um
gengisfellingu.
„Gengið var fellt um 20 prósent í
fyrra og það er búið aö fella það um
12 prósent það sem af er þessu ári.
Hveiju hefur þetta bjargað? Getur
einhver svarað því? Hvers vegna þá
eina gengisfellinguna enn? Ég full-
yrði að gengisfelling bjargar engu,“
sagöi Guðmundiu'.
S.dór
Guðbjörg Hiimarsdóttír, fegurð-
ardrottning Vestfjarða 1989.
DV-mynd BB, ísafiröi
Gaf starfsfólk-
inu 3 milljónir
Þorvaldur Guðmundsson í SOd og
fiski hélt upp á 45 ára starfsafmæli
SOdar og fisks á Hótel Holti síðastlið-
inn laugardag. í tilefni afmælisins
fengu starfsmenn fyrirtækisins, 45
að tölu, viðurkenningu fyrir vel unn-
in störf. Jafnframt gaf hann þeim 3
milljónir króna og kom því um 67
þúsund í hlut hvers.
„Þið þurfið ekki að greiða skatta
af þessum peningum, fyrirtækið sér
um það,“ sagði Þorvaldur við starfs-
fólkið og bætti við: „Við sjáumst svo
aftur eftir að minnsta kosti 45 ár.“
-JGH
14 myndverkum
stolið í Kjós
Fjórtán myndverkum var stolið af
bænum Þúfu í Kjós aðfaranótt
fimmtudagsins í síðustu viku. Eig-
andi myndanna, Eiríkur Óskarsson,
hefur heitið þeim, sem gefa upplýs-
ingar tíl lausnar málinu, trippi aö
launum. -sme
Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski ásamt starfsfólki sínu á 45 ára afmæli fyrirtækisins síðastliðinn laugardag.
Hann veitti starfsmönnum sínum, 45 að tölu, viðurkenningu fyrir vel unnin störf og gaf þeim 3 milljónir. DV-mynd GVA
Siguijón J. Siguxðssan, DV, ísafiröi:
Átján ára starfsstúika á barna-
heimilinu á ísafirði, Guðbjörg
HOmarsdóttir, var kjörin fegurð-
ardrottning Vestfiai'öa 1989 en
keppnin um titOinn fór fram sl.
laugardagskvöld í veitingahús-
inu Uppsölum að viðstöddu fjöl-
menni. Keppendur voru fimm
talsins og hlaut Guðbjörg að
launum 20 þúsund krónur frá
Óðni, bakara á ísafirði, hand-
smíðaða nælu frá GuOauga,
Isafirði, og fiugmiða frá Flugleið-
um.
Vinsælasta stúlkan var valin
Jóna Hrund Jónsdóttir, 22ja ára
afgreiðslustúlka á ísafirði. Dóm-
nefnd var skipuð þeim Önnu
Margréti Jónsdóttur, fegurðar-
drottningu íslands 1987, MÖrthu
Jörundsdóttur, fegurðardrottn-
ingu Vestfjarða 1988, Önnu Und
Ragnarsdóttiu-, sera kjörin var
vinsælasta stúlknan í keppninni
hér 1988, Dúdda hárgreiðslu-
meistara og Friöþjófi Helgasyni
ljósmyndara, báöum frá Reykja-
vík.
í dag mælir Dagfari
Stjómmálaflokkamir hafa fundið
upp nýtt ráö tO aö losna við vand-
ræðagemlinga. Þeir em gerðir að
sendiherrum í útlöndum. Albert
var sendur í pólitíska útlegð til
Parísar og nú er búið að skipa
Kjartan Jóhannsson sem sendi-
herra hjá Evrópubandalaginu. Þeir
vora báðir til vandræða, hvor með
sínum hætti. Albert var fyrir í þeim
skilningi, að Borgaraflokkurinn
tók atkvæði frá öðrum flokkum.
Kjartan er hins vegar fyrir að því
leyti að hann tekur sæti frá öðram
þingmönnum. Þegar þarf að rýma
fyrir flokkum og frambjóðendum,
þ'á er úr vöndu að ráða og margvís-
leg vandamál hafa skapast af því
fyrir flokka og útvalda frambjóð-
endur að komast ekki að, vegna
þess að fólkið tekur upp á því að
kjósa aðra flokka heldur en það á
að gera, eða þá að það era vitlausir
menn í framboði.
Kjartan Jóhannsson er þingmað-
ur Alþýðuflokksins í Reykjanes-
kjördæmi. í Reykjavík era þing-
menn flokksins þau Jón Sigurðs-
son, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón
Baldvin. Alþýðuflokkurinn sér nú
fram á það að tapa einu ef ekki
tveim þingsætum í næstu kosning-
um, sem er afleiðingin af lauslæti
í pólitíska útlegð
flokksforystunnar í daðri sínu tO
vinstri og hægri. Það vantar þing-
sæti fyrir formanninn og þess
vegna var ftmdið upp á því þjóðr-
áði að senda Kjartan í útlegðina.
Hann er hvort sem er útbranninn,
segja kratamir, fyrrverandi for-
maöur, og þeir sem era fyrrverandi
í pólitík eiga ekki upp á paOborðið
hjá hinum, sem ennþá bíða eftir
framanum.
Albert var að vísu ekki alveg út-
brunninn samkvæmt mati þeirra
sem sendu hann í útlegðina, en
hins vegar er Borgaraflokkurinn
útbranninn eftir að Albert kvaddi
kjósendur með því að yfirgefa
flokkinn sem hann stofnaði til höf-
uðs Sjálfstæðisflokknum. Leifam-
ar af Borgarflokknum deOa nú um
þaö, hvort þær eiga að vera áfram
í flokknum eða stofna sérstakan
smáborgaraflokk og í rauninni
hefði verið óþarfi fyrir ríkisstjóm-
ina að spandera heOu sendiherra-
starfi á Albert, tíl að eyðOeggja
Borgaraflokkinn. Albert sá um það
sjálfur.
Annars er það skrítið meö þetta
sendiheirastarf hjá Evrópubanda-
laginu. í fyrsta lagi eram við ís-
lendingar aOs ekki í þessu banda-
lagi og höfum marglýst því yfir að
ekki standi tO að ganga í það. Samt
er alltaf verið að skipa sendiherra
tíl að sinna Evrópubandalaginu.
Út í Brússel situr ágætís maður,
Einar Benediktsson, og hefur séð
um samskipti okkar við þetta
bandalag. Síðan var Albert Guð-
mundsson skipaður sendiherra og
það var rökstutt af utanríkisráð-
herra meðal annars með því aö
Albert skyldi sérstaklega sinna
Evrópubandalaginu. Nú er ekki
fyrr búið að skipa Albert og senda
hann til Parísar, en ný tilkynning
kemur frá utanríkisráðuneytinu
um að Kjartan Jóhannsson sé sér-
legur sendiherra íslands hjá þessu
merka Evrópubandalagi. Hvað
þarf eiginlega marga sendiherra tíl
að sinna bandalagi sem við eram
ekki í? Og ætlum ekki að vera í.
Þaö er auðvitað deginum ljósara
að íslendingar eru að hrúga saman
sendiherrum hjá Evrópubandalag-
inu af öðrum ástæðum heldur en
þeim að þar sé þörf á sendiherra.
Ástæðan er sú, sem að framan seg-
ir, aö sumum stjómmálamönnum
er ofaukið og þá er einfaldast að
senda þá í útlegð. Sparka þeim upp
á við. Bráðum verður utanríkis-
þjónustan aðafiega mönnuð af upp-
gjafapólitíkusum, sem eru fyrir í
flokkum sínum eða öðram flokk-
um, og af því að ríkissjóður stendur
svo vel að vígi í peningamálum og
nóg er af þjóðlöndum sem enn era
sendiherralaus, þá er einfalt mál
að snúa sér utanríkisráðherra og
panta útlegð fyrir óþægOega keppi-
nauta. Við eigum enn eftir að skipa
sendiherra í Nígeríu og E1 Salvador
og vantar ekki sendiherra í Austur-
löndum nær? Steingrímur væri
heppilegur í þá stöðu, ekki vegna
þess að hann sé gleyminn, heldur
vegna þess að hann getur sagt arö-
bunum og ísraelsmönnunum að
erjur þeirra séu tímaskekkjur.
I gamla daga vora menn drepnir
þegar þeir voru orðnir til trafala. í
Sovét er þeim sparkaö út í ystu
myrkur eða gerðir að rafveitustjór-
um í Síberíu. Á íslandi eru þeir
skipaöir sendiherrar. Dagfari