Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989. 9 Utlönd Kafbátsslysið stórpólitískt mál í Noregi Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Sovéska/kafbátsslysiö er orðið stór- pólitískt mál í Noregi og sérlega al- varlegt fyrir vamarmálaráðherrann, Johan Jörgen Holst. í gær þvemeit- aði ráðherrann að svara spumingum um hvenær hann hefði fengið að vita um slysið. Þar að auki kenndi hann yfirmönnum norska hersins um að hafa veitt upplýsingar of seint. Nú segir yfirmaður hersins, Vig- leik Eide, að hann og ráðherrann hafi fengið fréttirnar samtímis um klukkan 15.30 á fóstudaginn. Forsæt- isráðherrann, Gro Harlem Brund- tland, fékk fréttimar seint á föstu- dagskvöld eftir bandarískum heim- ildum. „Það er ótrúlegt að ráðherrann skuli skella skuldinni á undirmenn sína,“ segja pólitískir andstæðingar Holst. Gro Harlem Brundtland hefur ekkert sagt ennþá. Holst svarar til saka í stórþinginu í dag og varaformaður sósíaliskra vinstri manna í Noregi segist hafa heimildir fyrir því að norska leyni- þjónustan hafi vitað um slysið á und- an Bandaríkjamönnum og látið þá vita. Enn er margt á huldu um hvar mistökin urðu en ljóst er að varnar- málaráðherrann ber höfuðábyrgðina og ef hann vissi eins mikið og tahð er núna getur það kostað hann ráð- herrastólinn. Sovétmenn ætla að reyna að ná kafbátnum upp til þess að kanna or- sakir slyssins. Sovéska dagblaðið Komsomolskaja Pravda skrifaði í gær að hægt hefði verið að bjarga fleiri mannslífum ef norsk yfirvöld hefðu verið beðin um hjálp. Fram Vopnahlé ekki lengur í gildi Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona: Bréfasprengjufaraldurinn á Spáni náði hámarki síðdegis í gær er gerð var óvirk sprengja sem ætluð var samgönguráðherra Spánar, José Barrionuevo. í gær gaf ríkisstjórnin upp alla von um að hægt væri að ná samkomulagi við hryðjuverkamenn ETA, og að vopnahléð, sem gilt hefur frá 8. janúar síðastiiönum, væri end- anlega úr sögunni. Innanríkisráðherrann lýsti því yfir að stjómvöld myndu héreftir berjast af fullum þunga gegn hryðjuverkum og myndi ráðuneyti hans beita öhum tiltækum ráðum til aö má burt hryðjuverk í Baskalandi. Nokkur þessarra ráða eru á sviði alþjóðlegrar samvinnu. Þannig hefur Alsírstjóm hótað því að reka þá hðs- menn ETA úr landi sem spænsk stjómvöld geti sannaö að hafi átt þátt að tilræðum, en þar hafa margir hðsmenn ETA átt hæh. Nú er tahð að um 40 hðsmenn samtakanna hafi aðsetur í Alsír og hafa stjórnvöld þar í landi haft milhgöngu um að koma á samningaviðræöum. Frakkar hafa einnig lofað að láta ekki sitt efir hggja til að ganga milli bols og höfuðs á ETA. Þar býður einn af leiðtogum samtakanna. Santi Potros æskir þess að dómstólar skeri úr um hvort hægt sé að taka th baka friðhelgi hans sem póhtísks flótta- manns. Verði það gert telst það mik- ih sigur fyrir spænsk stjórnvöld en ETA-hðar hafa löngxun fengið hæh sem póhtískir flóttamenn í Frakk- landi. Hágæða nýbygging með upphituðum bíiastæðum • Verslunarhúsnæði á 460 m2 sem skipta má í einingar • Skrifstofuhúsnæði á 530 m2 með sömu möguleikum • Undir húsinu er 1400m2 lagerhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum Allar upplýsingar hjá Verkprýði Síðumúla 10, & 68 84 60 Johan Jörgen Holst, varnarmála- ráðherra Noregs, verður látinn svara til saka í norska stórþinginu í dag. DV-mynd BG kom í frétt blaðsins að það hefði tek- ið sovéskt skip átta klukkustundir að komast á slysstað eftir að eldur braust út í kafbátnum. T TÆKNI FRAMTÍÐARINNAR TOSHIBA Toshiba V-700 G eitt fullkomnasta myndbandstækið á markaðnum. Fullt af tæknilegum nýjungum á frábæru verði. V-700 G ★ HiFi stereo ★ Sé tækið stillt fram í tímann birtast upplýsingar á skermi ★ 8 klukkustunda upptaka á sama myndbandi, LP ★ Hraðþræðing ★ 4 hausar ★ HQ myndgæði ★ 49 rásir ★ Tengi fyrir hljómtæki, video, gervitungl, HiFi stereo ★ íslenskar leiðbeiningar Þetta er tæki sem kemur á óvart saa 16. pMJ ws 3£ ^ BS T ■22. Es. 1“'») vmmA zmust hgj H8 .7 ssæiasg' V-700 G kr. 69.900 kr. 66.400 stgr. V-500 q kr. 58.900 kr. 55.900 stgr. V-300 q kr. 47.900 kr. 45.500 stgr. Útborgun 10.000, eftirstöðvar á 8. mán. EUR0 - VISA samningar, engin útborgun. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆO BÍLASTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.