Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989.
Spumingin
(Spurt í tilefni reyklauss dags)
Finnst þér aö fólk eigi að nota
tækifærið og hætta að reykja
í tilefni reyklauss dags?
Bryndís Guðmundsdóttir húsmóðir:
Já, um að gera. Ég hef sjálf aldrei
reykt en finnst rétt að hafa reyk-
lausan dag.
Jóel Jónsson framkvæmdastjóri: Já,
alveg absolut. Ég reyki sjálfur og er
alltaf að reyna aö hætta. En á reyk-
lausa daginn ætla ég aö standa mig.
Þuriður Steinþórsdóttir tannfræð-
ingur: Já, að sjálfsögðu. Ég vildi helst
hafa aUa daga reyklausa.
Gísli Jóhannsson gjaldkeri: Já, alveg
sjálfsagt. Mér finnst þetta alveg til-
valið.
Hörður Jóhannesson rannsóknarlög-
reglumaður: Ég held að það verði
hver að gera upp við sjálfan sig.
Guðmundína Ingadóttir verslunar-
stjóri: Ég get ekki dæmt um það.
Lesendur
BHMR ætlar að þráast við:
Öhemju ófyrirleitni
krónutöluhækkun og þannig að
hún virki aftur fyrir sig svo aö
verkfaUsfólk fái þó „eitthvað" í
aðra hönd. Það má aUtaf nota pen-
ingana til að fara í sólarferð eða
eitthvað álíka skynsamlegt!
Ég verð að lýsa furðu minni á
óhemju ófyrirleitinni kröfugerð
þessa fólks í BHMR, ekki síst þegar
búið er að semja við stóran hóp
ríkisstarfsmanna á öðrum nótum.
Þetta fólk má vita það, að almenn-
ingur í landinu er ekkert sérstak-
lega hlynntur þessum launakröf-
um háskólamenntaðra manna sem
starfa hjá ríkinu. Mikið af þessu
fólki hefur verið á framfæri hins
opinbera og almennra skattgreið-
enda um árabU ef svo má að orði
komast, sumir aUt frá því í bama-
skóla eða lengur (þeir sem hafa
verið á dagheimUum hins opin-
bera) og það er ekkert sjálfgefið að
það eigi kröfu á sífeUt hærri laun-
um.
Þar sem mikið af þessu fólki er
mjög vinstra sinnað og félagslega
þenkjandi ætti það að Uta til þeirra
landa þar sem félagshyggjan er í
fyrirrúmi, landanna fyrir austan
jámtjald. Þar eru menntamenn
ekki í hæstu launaflokkunum og
langt frá því. Það er byggt á þeirri
forsendu að þeir hafi þegið ókeypis
menntun og skuldi því þjóðfélagi
sínu dágott vinnuframlag á hófleg-
um launum eftir að þeir koma út á
vinnumarkaðinn. - Þetta mætti að
ósekju vera regla hér.
Siguijón Jónsson skrifar:
Eg var að hlúta á fréttir í Ríkisút-
varpinu í kvöld, sunnudagskvöld,
þar sem fram kom í samtaU við
einn formann aðfldarfélaga þeirra
sem enn standa í verkfaUi í þeirri
trú að meira fáist út úr samniga-
nefnd ríkisins en fékkst fyrir
BSRB, að ein krafan væri að samn-
ingar gUtu aftur fyrir sig tfl 1. jan-
úar sl.
Þaö sló mig einkennflega aö sú
krafa væri einmitt sett fram núna.
Það skyldi þó aldrei vera að for-
svarsmenn innan BHMR vissu hið
sanna að þeir fengju ekkert um-
fram aðra sem samið hefur verið
við , t.d. þá hjá BSRB, og freistuðu
þess því nú að ná fram afturvirkri
kauphækkun, sem væri vel tíl þess
fallin að róa þá sem eru í verkfaUi
og hugsa sem svo að það fengist
þó allténd eitthvað í peningum.
Ég er þess nefnUega fuUviss að
það er ekkert annað en peningarn-
ir sjálfir sem forusta BHMR er að
hugsa um, að ná fram einhverri
Fulltrúar BHMR á samningafundi. - Afturvirk kauphækkun efst á blaði?
Lífeyris, Afnemui Reynir skrifar: sjóöirnir á barmi gja mnúvera En nú er nóg komiö og fólk verð- Idþrots? ■■ | <■* inai Kvii spamaðurinn er meðhöndlaöur
Nokkur umræða varö um lífeyr- ur að átta sig á því aö lífeyrissjóð- nú.
issjóðsmál fyrir nokkrum vikum. Lesendur sendu inn bréf tíl blað- irnir eru á barmi gjaldþrots að þvi leyti til að þeir munu ekki geta Það munu engir una þvi að skerða þurfi lífeyri um 30% eða
anna og hlustendur útvarpsstöðv- staöiö viö skuldbindingar sínar meira vegna vanstjómar og sóunar
anna hringdu inn ogtjáðuóánægju gagnvart umbjóðendum sínum, fjármuna sjóðanna i húsbygginga-
greiðslum tíl lífeyrissjóðanna.- ásamt vinnuveitendum. fremst settir á laggimar tU að
Flestir vUdu láta breyta kerfinu og taka upp þann hátt sem tlökat Það nýjasta sem heyrist úr her- búðum Ufeyrissjóðanna er það, að greiða lífeyri að loknu ævistarfi til þeirra sem greitt hafa fil sjóðanna.
varðandi skyldusparnaöinn. Umræöan fjaraöi síöan út eins og bráðlega þurfi aö skerða lífeyri um 30-40% ef endar eigi að nást sam- Að hækka iögjöld um 50-60% er nokkuö sem ekki verður tekiö í
ott vtii veroa pegar iitii eoa engin svör fást frá þeim sem eru í for- Jui jpotui ffiti mun ioik goia kröfu og hana ófrávikjanlega, að iuai. ttxaian er. iunoxnum nuvcr- andi lífeyrissjóðakerfi, minnkum
svari iífeyrissjóðanna, utan þau sem henta þelra sjálfum tU að tryggja sinn hag, þ.e. setu í stjóm sjóðanna og umsýslan með fjár- muniþeirra. stjórnvöld taki á málinu með það fyrir augum að fóUt fái lífeyris- sjóðsgreiöslur sínar færðar inn á sérstaka eigin reikniga í banka- kerfinu á sama hátt og skyldu- báknið i kringum það og færum til sararæmis við skylduspamaðinn. Lífeyrissjóðsfélagar, látið heyra í ykkur hvar í stétt sem þiö standið.
í landnámi Ingólfs:
Athugasemd
við frétt
Guðmundur Helgason skrifar:
í frétt DV hinn 4. þ.m. um útflutn-
ingsbætur kindakjöts og birgða-
aukningu segir á einum stað: „SkUa-
verð er eins og áður sagði það verð
sem bóndinn fær fyrir kjötið. Það er
um 460 krónur á kfló. Það er það
verð sem ríkið tryggir honum".
í verðlagsgrundveUi sauðfjár-
bænda frá 1. des. 1988 (honum hefur
þó verið breytt lítUlega tU hækkunar
síðan) er 1. fl. dilkakjöts verðlagður
á kr. 318,14 kg. og það er það verð
sem bóndinn á að fá fyrir kjötið.
Þama virðist því skeika nokkuð
miklu og grvmar mig að blaöamaður
sé með fleira þama inn í, t.d. slátur-
kostnað og þá finnst mér haUað tals-
vert réttu máU.
Því sendi ég þessar Unur að ég tel
að DV vUji hafa það sem sannara
reynist.
Engin gróðureyðing af völdum sauðfjár
Hefur verið gerður samanburður á að græða rofabörð með lifrænum
áburði og tilbúnum?
G.Þ. skrifar:
í júlí 1968 sendi Árnesingafélagið í
Reykjavík öUum sveitar- og bæjar-
stjórnum í landnámi Ingólfs sam-
þykkt sína frá 3.12. 1987 um friðun
landnámsins fyrir aUri lausagöngu
búfjár. Samþykktin er undirrituð af
tveimur ágætum mönnum á sínu
sviði, Arinbimi Kolbeinssyni og Sig-
mundi Stefánssyni.
Samþykktinni fylgdi greinargerð
sem augljóslega er ekki samin af
raunþekkingu, heldur eftiröpun
áróðurs og missagna sem fjölmiðlar
hafa verið uppfulUr af. - Þann 3.1.
1989 birtir svo Arinbjörn Kolbeins-
son greinargerðina, ásamt viðbót, í
kjallaragrein í DV. Sagt er að spara
megi aUar girðingar á svæðinu með
einni, úr Hvalíjarðarbotni í Þing-
vaUaþjóðgarð.
Það sem ég þekki tíl viðhalds ofan-
byggðargirðingarinnar frá KiðafeUsá
og suöur á Reykjanes, segir mér að
ekki veröi auðveldara að halda viö
girðingu í þessari hæð yfir sjó á leið-
inni, en þar er mun meiri snjór en
niður undir sjó.
í greinargerðinni er sagt að árang-
ur friðunar sjáist best í sumarhúsa-
girðingum og á gróðri innan þeirra.
Það er rétt að því leyti aö mosinn
eykst stórkostlega, en sinan og hann
mýkja undir fæti. - Ég hef ekki enn
séð sumarhús byggð nema í grónu
landi, og í skjóh ef aðstæöur leyfa.
Friðunin ein hefur takmarkað gUdi
og er sérstaklega seinvirk land-
græösluaðferð ein sér, samanber
Sandey í Þingvallavatni, en þar hefur
sauðfé ekki komið í 130 ár og hross-
um aldrei verið beitt.
Hefðbundinn sauðfjárbúsakpur
sem byggðist á vetrarbeit er að mínu
viti ekki til í landnáminu, og ef Arin-
björn Kolbeinsson og Sigmundur
Stefánsson vita það ekki, eða aðrir
sem þetta lesa, þá upplýsist það hér,
að fé í landnámi Ingólfs er komið á
gjöf um leið og byijar að snjóa, og er
á fullri gjöf fram yfir miðjan maí.