Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989. 15 Hvað meina Neytendasamtökin? Gunnlaugur Júliusson, hagfræö- ingur Stéttarsambands bænda, skrifaði grein í DV þann 30. mars sl. undir yfirskriftinni „Hvaö meina Neytendasamtökin?“. Þar vitnar hann í rúmlega mánaöar- gamalt viötal við undirritaðan og fifilyröir Gunnlaugiur að þar hafi ég „blásið í herlúðra gegn bændum þessa lands“. Einnig sakar Gunn- laugur mig um að ástunda „ófyrir- leitna framsetningu". Er Grænmetisverslun framleiðenda lausnarorðið? En hvað um fyrri fifilyrðingu Gunnlaugs, um yfirvofandi stríö Neytendasamtakanna á hendur bændum? Neytendasamtökin hafa að und- anfömu leyft sér að mótmæla vax- andi einokun, samhliða miklum verðhækkunum á sumum land- búnaðarafurðum, sérstaklega hef- ur í þessu sambandi verið bent á kjúkhnga, egg og kartöflur. Hvað varðar kartöflur hafa samtökin reynt að koma í veg fyrir að drög að reglugerð um dreifingarstöðvar á kartöflum og grænmeti yrði sett. Nefnd skipuð af fyrrverandi land- búnaöarráðherra og þar sem fram- leiðendur réðu aifariö ferðinni samdi þessi drög. Neytendasam- tökin mótmæltu þvi m.a. að sjónar- mið neytenda væru þama snið- gengin með öllu og að framleið- endasjónarmið réðu ferðinni í einu og öllu. Á þetta minnist Gunnlaugur ekki einu orði í grein sinni, sem þó er aöalatriöið í gagnrýni Neytenda- samtakanna hvað varðar kartöfl- ur. Það er kannski engin ástæða til að lá honum það, því að um leið og hugmyndir nefndarinnar um Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna KjáUariim einokunarfyrirtæki á nýjan leik. Við teljum það heldur engan mæli- kvarða á andstöðu viö bændur þó að við höfnum slíku fyrirkomulagi á dreifingu kartaflna og sem um árið tryggði okkur ónýtu finnsku kartöflumar. Ef Gunnlaugur telur slíkt fyrirkomulag henta best verð- ur þáð að vera hans skoðun. Fullyrðing um að verið sé að blása til orrustu gegn bændum er því röng. Hins vegar telja Neyt- endasamtökin sig bæði hafa rétt og skyldu til að gagnrýna vaxandi ein- okun samhliða miklum verðhækk- unum á sumum landbúnaðarvör- um. Einnig skal á þaö bent að Neyt- endasamtökin era ein þjóðemis- sinnuðustu samtök sinnar tegund- ar í heimi. Þau hafa hingað til stutt innflutningsbann á landbúnaðar- vörum á meðan innlend gæðafram- „Það sem skiptir máli fyrir neytendur er að sjálfsögðu verðið út úr verslun.“ vaxandi einokun í dreifingu kart- aflna og grænmetis vom birtar opinberlega byrjuðu talsmenn landbúnaðarins hver um annan þveran að hlaupa burt frá drögun- um, í orði að minnsta kosti. Gunn- laugur horfir hins vegar með glýju í augunum til Grænmetisverslunar framleiðenda sem lausnarorðs hvað varðar dreifingu á þessum vömm. Við neytendur, minnugir gallaðra og oft rándýrra kartaflna frá Grænmetisverslun landbúnað- arins sálugu, frábiðjum okkur slikt leiðsla er fyrir hendi. Atburðir að undanfömu hljóta hins vegar að leiða til þess að farið verður að ef- ast um réttmæti þeirrar stefnu og hvort ástæða sé til að endurskoða hana verði ekki lát á vaxandi ein- okun. Það sem skiptir máli er endanlegt verð vörunnar Með grein sinni birtir Gunnlaug- ur töflu þar sem fram kemur að á undanförnum fjórum árum hafi verð á kartöflum til bænda hækkað um 97%, heildsöluverð um 191% og smásöluverð um 251,5%. Á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um 88%. Segir Gunnlaug- ur þetta sýna aö núverandi dreif- ingarfyrirkomulag kartaflna hafi misheppnast og grænmetisverslun framleiðenda því væntanlega lausnin að hans mati. Við þetta má ýmislegt athuga. I fyrsta lagi má benda á að Neyt- endasamtökin sögðu frá því fyrir nokkm að stór heildsölufyrirtæki á kartöflum greiða ekki bændum 42,37 kr/kg eins og lög gera ráð fyr- ir, heldur 50 kr/kg sem er ólöglegt. Sé þetta rétt, eins og Neytendasam- tökin telja sig hafa trausta heimild fyrir, hefur verð til bænda hækkað um 133% í stað 97%. í öðm lagi er inni í hækkun á smásöluverði sölu- skattur sem lagður var á um ára- mót 87/88 og ef hann er tekinn út úr er hækkunin 181% í stað 251,5%. En vissulega vekja hækkanir á heildsölu- og smásöluverði þessar- ar nauðsynjavöru ugg. Það er því fróðlegt að skoða hvaða fyrirtæki er stærst í heildsöludreifingu á þessari vöm og hefur þar með mest áhrif á heildsöluverð kart- aflna, en það er Ágæti og er það fyrirtæki einmitt í eigu framleið- enda sjálfra. Og þrátt fyrir að ríkið nánast gaf því fyrirtæki húsnæðis Grænmetisverslunar landbúnað- arins sálugu og selur auk þess kart- öflur á háu verði, verður þaö aö teljast furðulegt að fyrirtæki þetta er samt á hausnum og verður nú að selja ofan af sér þetta húsnæöi til að losna úr skuldum. Hvort þetta sé vegna lélegs reksturs eða af öðr- um orsökum þá er hér komin stór hluti skýringarinnar á háu heild- söluverði. Það sem skiptir máli fyrir neyt- endur er að sjálfsögðu verðiö út úr verslun. Því skrifuðu neytenda- samtökin bréf til landbúnaðarráð- herra fyrir nokkm þar sem óskað er eftir að verðmyndun öll á kart- öflum og grænmeti verði könnuð nákvæmlega. Því það er nú einu sinni svo að þó einokun geri ekki annað en að tryggja neytendum hátt vöruverð þá megum við ekki heldur treysta um of á frjálsa verð- myndun. Þar hefur einnig átt sér stað þróun innan sumra greina sem er neytendum ekki mjög hag- stæð. Þegar álagning var gefin frjáls hér um árið féllust Neytenda- samtökin á þessa stefnu, en þó með því skilyrði að stjórnvöld gripu inn í verðmyndun þar sem hún færi úr böndum. Samtökin hafa ekki breytt um stefnu hvað þetta varðar. Að lokum Eins og nefnt er í upphafi þessar- ar greinar er undirritaður sakaður um ófyrirleitna framsetningu. Ástæða þessa er að Neytendasam- tökin bentu nýlega á að á tímabil- inu jan. 1985-jan. 1989 hafi kartöfl- im hækkað um 339%. Á sama tíma hækkaði heilhveitibrauð eins og kartöflur og því sé um „ófyrirleitna framsetningu" að ræða. En hafa ber það sem sannara reynist og því skal Gunnlaugi bent á að 25% sölu- skattur er bæði á heilhveitibrauði og kartöflum. En það er hins vegar rétt hjá honum að á fiskhakki sé söluskatturinn 10%. Jóhannes Gunnarsson Jaf nrétti í orði „Kirkjunnar menn hafa litið barist við hlið kvenna í baráttunni fyrir bættum kjörum ...,“ segir greinarhöf. m.a. Konur hafa haslað sér völl á sér- stökum framboðslistum til Alþing- is. Þær koma með eigin hugmyndir sem oft falla ekki karlpeningi þjóð- arinnar í geð. íslenskar konur og hjú fengu kosningarétt árið 1915 eftir mikla baráttu og var miðað við 40 ára aldurstakmark. Hvers vegna var karlmönnum meinilla við það að mæður þeirra, systur, frænkur, dætur og barna- börn heföu sama rétt og þeir í lýð- ræðisríki okkar? Hvers vegna þótti og þykir karl- mönnum ekkert athugavert við það aö konur hefðu lægri laun en þeir, jafnvel fyrir sömu vinnuna? Hvers vegna þykir skrýtið þegar konur bera sig eftir björginni með sérhstum, en þegar karlar em einir á framboðslista þykir slíkt eðhleg- ur hlutur? Jafnrétti Jafnrétti og mannréttindi eru boðuð með fjálgum huga í lýðræð- isríkjum. Staðreyndin er sú að konur hafa þurft að berjast fyrir sínum mann- réttindum og jafnrétti. Kirkjunnar menn hafa htið barist við hhð kvenna í baráttunni fyrir bættum kjörum, launum eða rétt- indum. Margir stjómmálaskörungar hafa öldum saman tahð að konur væru best „geymdar" bak við eld- stóna, bak við karhnn, bak við börnin eða bak við stétt sína. Konum er skipt niður í hópa með sérþarfir. Konur em einstaklingar, námsmenn, útivinnandi konur, Kjallaiinn Kolbrún S. Ingólfsdóttir húsmóðir og meinatæknir heimavinnandi konur, einstæð for- eldri og ekkjur. Karlmenn eru einungis karl- menn eða í mesta lagi fyrirvinnur. Ótti karla við fah eirdivers karla- veldis hefur verið konum fjötur um fót og þeir hafa haldið lýðræðisleg- um réttindum kvenna niðri á þjóð- þingum sínum í skjóh meirihlut- ans. Réttindi og laun kvenna fara eftir þjóðfélagsstöðu þeirra, en ekki eftir stjómarskrám, mannréttindasam- þykktum eða jafnréttislögum þjóða þeirra. Launamisrétti Sömu laun fyrir sömu vinnu á erfitt uppdráttar, enda má enda- laust þrátta um það hvað sé sama vinna. Stéttarfélögin hafa marga launa- flokka og einkennandi er að karlar lenda miklu oftar í hærri launastig- um en konur. Það er ekki sama vinna að vera móðir með 5 börn eða fóstra með 5 böm. ■> Þaö er ekki sama vinna að vera matráðskona eða kokkur, sauma- kona eða klæðskeri, hárgreiðslu- dama eða rakari, bóndi eða bónda- kona, skúringakona eða ræsti- tæknir. Fjölmenni konur innan ákveð- innar starfsstéttar þá virðast laun- in lækka og nægir að nefna kenn- arastarfið svo og uppeldis- og heil- brigðisstörf. Karlmenn hafa lengi tahð aö kon- ur ættu að fá lægri laun en þeir. Það sést vel, þegar launabarátta kvenna er skoðuð, að eiginmenn, bræður, feður, frændur og synir, bæði sem atvinnurekendur og launþegar, hafa verið sama sinnis í launamálum kvenna: laun kvenna áttu og eiga í reynd að vera lægri en laun karla. Stéttarfélögin eru skipuð konum jafnt sem körlum og í forsvari þeirra em almennt karlar, lögin þar em samin af körlum og verð- mætamat á launaðri vinnu er gert af körlum. Hver getur sagt að viðskiptafræð- ingur sé nauðsynlegri en hjúkr- unarfræðingur eða aö fóstra eigi að fá lægri laun en meindýraeyðir? Sérréttindi Talað er um sérréttindi konum til handa til þess að koma á jafn- rétti. Jafnrétti getur aldrei byggt á for- réttindum til ákveðins hóps í þjóð- félaginu, því að þá er ekkert jafn- rétti til sem slíkt. Framboðshstar hinna hefð- bundnu flokka voru og em enn meitlaðir af körlum og fáar konur em þar í efstu sætunum. Framboðshstar byggjast oft á því að karlarnir hafi verið kosnir áður, vom á listanum síðast, eiga að fær- ast upp, vom valdir í prófkjöri og að engar konur er að finna í nám- unda við þá nema til að hita kafii og sleikja frímerki. Karlar þurfa að viðurkenna aö konur em líka menn, að dætur þeirra eigi von á sömu réttindum og þeir hafa fengið. Að mæður þeirra eigi að fá sömu eftirlaun og feður þeirra, að systur þeirra og bræður, ömmur og afar og barnaböm séu öh jafnrétthá og eigi að hafa sömu möguleikana óháð kynferði, aldri, trú eða stöðu. Kolbrún Ingólfsdóttir „Fjölmenni konur innan ákveðinnar starfsstéttar þá virðast launin lækka og nægir að nefna kennarastarfið svo og uppeldis- og heilbrigðisstörf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.