Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. 7 dv________________________________________________________________ Fréttir Gengisfellingartillaga sjávarútvegsnefndar Alþýðusambandsins: „Þetta var okkar skoðun og er okkar skoðun enn“ „Þetta vár okkar skoðun og þetta ein setning í margra blaðsíðna verið sé að fara illa með okkur. Það smákóngum sem leggi fram tillögu geti ekki sætt sig við,“ sagði Haf- er okkar skoðun enn. Ég hef ekki skýrslu. Þess vegna þykir mér sem erveriðaðgeraokkuraðeinhverjum sem aðrir í verkalýðshreyfmgunni þór. S.dór hvikað frá því aö hjá gengisfellingu verði ekki komist til að lagfæra stöðu sjávarútvegsins. Menn verða að taka tillit til þess aö við, sem í sjávarút- vegsnefndinni vorum, komum allir úr sjávarplássum og þekkjum því ástandið til grunna,“ sagði Hafþór Rósmundsson, formaður Verkalýðs- félagsins Vöku á Siglufirði, í samtali við DV. Hafþór átti sæti í sjávarút- vegsnefnd Alþýðusambandsins sem samdi skýrsluna þar sem gengisfell- ingar er krafist. Hann segir að fyrir um það bil ári hefði verið uppi umræða í stjóm Al- þýðusambands Norðurlands um at- vinnu- og efnahagsmál og mönnum hefði þótt forysta Alþýðusambands íslands bitlaus. Mönnum hafi einnig þótt skorta á einhveija stefnu hjá Alþýðusambandinu í öllum efna- hagsmálum. Þess vegna var lagt til á formannafundi Alþýðusambandsins í maí í fyrra að sambandið mótaði sér stefnu í öllum þeim málum sem koma því við og yrði mótandi í stað þess að vera alltaf viðtakandi. Tillög- unni var visaö til miðstjómar. Þar var hún samþykkt og átján manns skipaðir í nefndina. Hafþór segir að lítið hafi verið unn- ið í nefndinni og því voru skipaðar 3 undirnefndir, þar á meðal sjávarút- vegsnefndin margumtajaða auk iðn- aðarnefndar og byggðanefndar. „Eftir því sem ég best veit hefur þetta aldrei komist lengra en það að við skiluðum af okkur skýrslu eða tillögum í janúar eins og fyrir okkur var lagt. Þess vegna er okkar skýrsla bara vinnuplagg, sem átti að fara til efnahagsnefndarinnar og hún átti svo að skila skýrslu til miðstjórnar sem hð í miklu stærra plaggi. Þessi tillaga okkar um gengisfellingu er Þórður Ólafsson: Ekki komist hjá því að fella gengið „Það hefur ekkert það gerst sem breytir afstöðu minni. Ég er sam- mála öllu því sem fram kemur í skýrslunni, enda þótt langt sé orðið síðan hún var samin. Ég fæ ekki séð að framhjá því verði komist að fella gengið," sagði Þórður Ólafsson, for- maður Verklýðsfélagsins Boðans í Þorlákshöfn. Þóröur átti sæti í sjávarútvegs- nefpd Alþýðusambandsins. Hann staðfesti að hann hefði ákveðið án samráðs við aðra nefndarmenn að birta skýrsluna nú. „Ég tel það ekkert rangt að birta skýrsluna núna, þótt kjarasamn- ingaviðræður séu í gangi. Fjármála- ráðherra hefur látið það út úr sér að undanfómu að ég og félagar mínir, sem vinnum í fiski, eigum ekki að fá neinar kjarabætur. Ekki síst í ljósi þess tel ég rétt að birta skýrsluna núna,“ sagöi Þórður. Þórður segir skýrsluna búna að hggja hjá efnahagsnefnd Alþýðu- sambandsins í 2 mánuði án þess a6 nokkuð gerðist. Hann segist líta á skýrsluna sem það best heppnaða nefndarstarf sem unnið hafi verið hjá Alþýðusambandinu lengi. Hún sé miklu meira en vinnuplagg. S.dór STORSYNING A GERVIHNATTADISKUM £(JteL. o. p' l-FJ Við kynnum gervihnattadiska og móttökubúnaS fró EchoStar ó stórsýningunni, laugardag kl. 10:00 til 16:00. Nú sýnum viS móttöku fró yfir 20 sjónvarpsstöSvum víSsvegar aS úr heiminum. Otrúleg myndgæSi ! KomiS og sjóiS meS eigin augum. íchoSwi Verð frá aSeins 74.510,- eða 69•980/“stgr. Við útvegum leyfi og sjáum um uppsetningu á diskunum. E VISA greiöslukjör til allt aö 12 mán. A aS|a EUROPE'S 16 CHANNEL TELEVISION SATEUJTE SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.