Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Tveimur sparkað út og upp Sagt hefur verið, að í Bretlandi gamla tímans hafi elztu synirnir erft herragarðinn, miðsynimir farið í utanríkisþjónustuna og hinir yngstu orðið sjóhðsfor- ingjar. Það er því hvorki nýtt né séríslenzkt, að utanrík- isþjónusta sé notuð sem eins konar atvinnubótavinna. Því hefur líka verið haldið fram, að ein helzta orsök þess, hversu dauflega Bandaríkjunum gengur 1 sam- skiptum við önnur ríki, sé tilhneiging forseta til að verð- launa stuðningsmenn, Qáraflamenn og starfsmenn úr kosningabaráttu með sendiherrastörfum úti í heimi. Hin íslenzka útgáfa þessa vandamáls er, að stjóm- málamenn, sem em búnir að vera á innlendum mark- aði eða em þar fyrir öðmm af einhverjum ástæðum, em dubbaðir upp sem sendiherrar. Nú er búið að senda einn til Parísar og annar á fómm til Bruxelles. Komið getur fyrir, að fyrrverandi stjórnmálamenn standi sig vel á hinum nýja vettvangi, þótt hin dæmin séu fleiri. Það má líka ljóst vera, að þeir em ekki skipað- ir vegna hæfileika sinna til starfa að utanríkismálum, heldur til að leysa óskyld mál heima á íslandi. Ef slik vinnubrögð komast í vana, er hætt við, að rétta fólkið sæki ekki um störf í utanríkisþjónustunni. Greint hæfileikafólk leitar ekki á þann vettvang, ef það sér htla sem enga möguleika á að vinna sig upp í sendi- herrastöður, sem em fráteknar fyrir aðra. Ennfremur má fastlega gera ráð fyrir, að starfsliðið, sem komið er inn fyrir dyr utanríkisráðuneytisins, leggi ekki eins hart að sér, ef það sér ekki fyrir sér gulrót hugsanlegrar sendiherrastöðu undir lok starfsferilsins. Samkeppni og metnaður verða minni en ella væri. Á móti má segja, að öhum stofnunum sé mikilvægt að fá nýtt blóð að utan, svo að þær staðni ekki. En þá er í fyrsta lagi verið að tala um undantekningar, en ekki um reglu. Og í öðm lagi er verið að tala um fólk, sem tekið er inn vegna augljósra hæfileika til starfans. Stjórnmálamenn em ekki skipaðir á þeim forsendum. Albert var skipaður til að auðvelda ríkisstjórninni að ná meirihluta í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Og Kjartan verður skipaður til að rýma fyrir Jóni Sigurðssyni vaxtaráðherra á næsta framboðslista Alþýðuflokksins. Mikih kostnaður er lagður í utanríkisþjónustu lýð- veldisins. Það er tahð stuðla að sjálfstæði þjóðarinnar, að ríkið haldi uppi öflugu starfi á erlendum vettvangi. Því er ahtaf mikið í húfi, að hæfileikamikið og dugmik- ið fólk gegni þar lykilhlutverki á öhum stigum. Þörfin hefur aukizt á síðustu árum, til dæmis vegna hvalamálsins. Hahdór Ásgrímsson hefur tryht þjóðina inn í öngstræti, sem erfitt er að verja á erlendum vett- vangi. Hvert sem htið er utan landsteinanna, má sjá, að málstaður íslands er ekki í hávegum hafður. Brýnt er, að utanríkisþjónusta okkar sé nýtt að fullu til að draga eftir megni úr tjóni okkar af hvalveiðistefn- unni. Þjónustan hefur of lítið látið að sér kveða á þeim vettvangi. Ekki bætir úr skák, að póhtískar mannaráðn- ingar draga núna úr vinnugleði og starfsafköstum. Eftir sjö ára hlé frá póhtísku braski með sendiherra- stóla var komin ástæða til að vona, að íslenzkir þjóðar- leiðtogar hefðu öðlazt þroska til að forðast braskið. En nú hefur Jón Baldvin Hannibalsson í tvígang á einu ári sýnt ábyrgðarleysi, sem mun hafa hættuleg eftirköst. Hans verður minnzt sem ráðherrans, er endurvakti gamla spillingu, sem heldur þroskaðri fyrirrennarar hans voru búnir að leggja niður fyrir sjö árum. Jónas Kristjánsson Áhrif uppreisnar Palestínumanna á hemumdu svæðunum em stöð- ugt að koma betur í ljós. Intifadan, sem Palestínumenn nefna svo, hef- ur þegar valdið meiri breytingum en allur hemaöur, hermdarverk og styrjaldir síðan 1967 þegar vest- urbakkinn var hemuminn. Hermdarverk og innrásir palest- ínskra skæruliða frá Líbanon, og þar áöur frá Jórdaníu, hafa haft þau áhrif ein að sameina ísraels- menn í andstöðu gegn PLO, en upp- reisn íbúanna, sem nú hefur staðið í 16 mánuði, hefur sundrað þeim meira en nokkuð annað og undir- búið jarðveginn undir gmndvallar- breytingar. Þáttaskil Nú þegar hefur margt gerst. Hussein Jórdaníukonungur hefur afsalað sér ábyrgð á hemumdu svæðunum og hætt tilkalli til vestur- bakkans sem var hluti af Jórdaniu. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels. - Þessa dagana er hann i í beinu framhaldi af þvi lýstu Washington til viöræðna við George Bush, forseta Bandaríkjanna. Kemst þótt hægt fari PLO samtökin yfir sjáifstæðu ríki á vesturbakkanum og Gaza og nú fyrir fjórum mánuðum gerðist það sem lengi var talið óhugsandi, Bandaríkjamenn hófu beinar við- ræður við PLO, þrátt fyrir heiftar- leg mótmæli ísraelskra stjómvalda. Nú síðast hefur Jassír Arafat ver- ið kjörinn forseti hins nýja Palest- ínuríkis og ekki er annað sýnna en hann sé á leið með aö verða viöur- kenndur sem hver annar þjóðar- leiðtogi og sá stimpill, sem á haxm hefur verið settur, sem óalandi og ófeijandi hermdarverkamaður, verði af honum þveginn. Það sem mesta athygli vekur og það sem kann að hafa víðtækastar afleiðingar er að Intifadan hefur rekið fleyg á milh ísraels og Banda- ríkjanna. Þau 400 mannslíf, sem Intifadan hefur kostað, hafa ekki verið gagnslausar fómir. Árangur- inn er þáttaskil í samskiptum ísra- els og Bandaríkjanna. Það er ein- mitt hið nána samband ísraels við Bandaríkin sem hefur gert ísrael að því stórveldi sem það er í Mið- austurlöndum. Allar breytingar á þessum sam- skiptum valda ísraelsmönnum kvíða og áhyggjum og til að við- halda sambandinu við Bandaríkin era þeir reiðubúnir að leggja á sig meira en fyrir nokkuð aimað. Á þvi byggjast vonir um að breytingar á högum Palestínumanna séu í vændum. Ótti og tortryggni Það sem heldur ísraelsmönnum saman í afstöðunni til Palestínu- manna ér óttinn við nýja innrás Arabaríkjanna. Shamir forsætis- ráðherra og fylgismenn hans telja að það eina sem standi í vegi fyrir nýrri innrás Arabalandanna sé hemaðarmáttur ísraels og vestur- bakkinn sé nauðsynlegt landsvæði til að stöðva innrás áður en hún nær inn í ísrael sjálft. Vesturbakkinn nær sums staðar alveg inn að ísraelskum borgum. Landamærin við vesturbakkann em í raun inni í miðri Jerúsalem og þau ná að úthverfum Tel Aviv. Eina leiöin til að draga úr þessum ótta er að sannfæra ísraelsmenn um að Palestínumenn hyggi ekki á að leggja undir sig þann hluta Pal- estínu sem er ísrael, en þar er langt í land að tortryggni hafi veriö eytt. Um 70 prósent ísraelsmanna halda að Palestínuarabar láti sér vesturbakkann ekki nægja heldur stefni að því að ná öllu landinu undir sig, ekki síst þeim fijósömu hlutum þess sem nú eru innan ísra- els sjálfs. 40 prósent ísraelsmanna halda að Palestínumenn vilji afmá Ísraelsríki af yfirborði jarðar. Það er meira en rétt að segja það aö eyða slikum viöhorfum. Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Palestínumenn hafa líka verið herskáir í tah og gefið ísraels- mönnum tilefni til ótta. Það hefur líka breyst á síöustu mánuðum. Eftir að Arafat lýsti yfir að hann hafnaði hermdarverkum sem bar- áttuaðferö var síðustu hindmn mtt úr vegi fyrir því að Bandaríkja- menn tækju upp beinar viðræður viö PLO, og það hafa þeir nú gert. Eftir þéssa yfirlýsingu verður ekki aftur snúið. Þótt einhverjir Palest- ínumenn haldi áfram hermdar- verkum er ekki sanngjamt að kenna PLO um þau. Arafat hefur ekki stjóm á hverjum einstökum öfgahóp, sem ræðst inn í ísrael frá Líbanon, þótt ísraelsmenn geri hann ábyrgan fyrir öhu. Auk óttans er hka eignarhaldið á vesturbakknum mikið tilfinninga- mál fyrir marga gyðinga, þeirra á meðal Shamir og fylgismenn hans, sem segja að þetta landi hafi Guð gefið þeim. Þaö þarf langan tíma og mikla hugarfarsbreytingu í ísra- el áður en þjóðarsamstaða getur orðið um að leyfa Palestínumönn- um að stofna þar sitt eigið ríki, en þaö er nú orðiö spuming um hve- nær, ekki hvort. Mannfjöldi og Shamir Séð utan frá kunna öh rök að mæla með því að ísraelsmenn láti undan og fallist á að vinna að lausn á þeim grundvelh að hemumdu svæöin verði sjálfstjómarsvæði Palestínumanna. Tölur um mann- fjölda segja sína sögu. Nú þegar er meira en helmingur bama innan sex ára á yfirráðasvæði ísraels ara- bar en ekki gyðingar. Innan 20 ára verða gyðingar í minnihluta innan núverandi landamæra, ef þeir halda fast í hemámssvæöin, og þar með er ísrael ekki lengur ríki gyðinga. Sjálfur grundvöhur Ísraelsríkis virðist því í hættu ef ísraelsmenn halda fast í þá stefnu Shamírs að innlima vesturbakkann og Gaza. Að auki hefur Intifadan lagt ferða- mannaútveg ísraelsmanna í rúst og kostað þá velvhd í fjölmörgum ríkjum sem liafa verið vinveitt. Þau rök ein duga þó ekki til að vinna bug á ótta ísraelsmanna við innrás araba. Kröfur Palestínumanna um sjálf- stætt ríki og neitun ísraelsmanna á aö viðurkenna Palestínumenn sem sérstaka þjóð era ósættanlegar ennþá og því enginn grandvöUur fyrir þeirri alþjóðaráðstefnu sem um er talað tU að leysa máhn. Að óbreyttu mundi shk ráöstefna að- eins skerpa andstæður. AUar vonir um raunverulegan árangur tU lausnar deUunni era bundnar viö milhgöngu Bandaríkjamanna. Þeir einir hafa nægUeg áhrif á ísrael og nægUegt traust meðal araba tU að miðla málum þar til aðUar geta ræðst við mUhliðalaust. Nú þegar er andstaða ísraels- manna gegn Arafat að minnka, um helmingur þeirra getur falhst á að Shamir tali við PLO ef PLO hættir hermdarverkum, en Shamir sjálfur tekur það ekki í mál. Þessa dagana er hann í Washington til viðræðna við Bush forseta. Bush mun nota tækifærið þar tU að reyna aö sannfæra Shamir um að ísraelsmenn geti ekki tíl fram- búöar ráðið yfir nærri tveimur miUjónum íbúa hemumdu svæð- anna, en óhklegt er að þær viðræð- ur í sjálfu sér breyti nokkru. Þaö sem hefur breyst era aðstæður all- ar vegna breyttrar stöðu PLO vegna uppreisnarinnar og vaxandi skilningur á því að þessi mál verð- ur að leysa. Það er framtíð ísraels sjálfs sem er í húfi. AUt mun þetta taka tíma, en á undanfómum 16 mánuðum hefur miðað meira til endanlegrar lausn- ar en á þeim rúmlega 40 áram sem höin era frá stofnun Ísraelsríkis. Gunnar Eyþórsson „Þaö þarf langan tíma og mikla hugar- farsbreytingu í ísrael áöur en þjóðar- samstaða gétur orðiö um að leyfa Pal- estínumönnum að stofna þar sitt eigið ríki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.