Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989.
Veiðum engan
hval næsta ár
Wolfgang von Geldem, sjávarút-
rvegsráðherra Vestur-Þýskalands,
lýsti yfir fullum stuðningi við íslend-
inga í hvalveiðimálinu eftir tveggja
og háifrar klukkustundar langan
fund með Halldóri Ásgrímssyni í
Bonn í gær.
Á blaðamannafundi, sem ráðherr-
amir héldu eftir fund sinn, sagði von
Geldem að Vestur-Þjóðverjar litu
svo á að íslendingar tækju ekki hvali
úr stofnum sem væm í útrýmingar-
hættu. Hann sagði ennfremur að vís-
indaveiðar íslendinga stönguðust
ekki á við reglur Alþjóöa hvalveiöi-
ráðsins.
Von Geldem sagði að vestur-þýsk
stjómvöld væm andvíg hvers kyns
viðskiptabanni og tilraunum til að
i koma slíku banni á.
Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á
fundinum að engar hvalveiðar yrðu
á vegum íslendinga á næsta ári en
vísindaáætluninni lýkur eftir vertíð
í sumar. Niðurstöður hennar veröa
lagðar fyrir vísindanefnd Alþjóða
hvalveiðiráðsinsnæstavor. -ÓA
Kröfugerö háskólamanna:
„Vitfirring“
„Þegar láglaunafólk í Bandalagi
"starfsmanna ríkis og bæja og Verka-
mannasambandinu sýnir þann
skilning sem það hefur gert á stöðu
þjóðarbúsins þá er sorglegt að há-
skólamenn skuli koma með kröfur
eins og þessar. Það er alveg sama
hvort þær fela í sér 70 eða 30 prósent
hækkun, en hún er einhvers staðar
á því hUi, þá er þaö vitfirring. Þjóðar-
búiö þolir ekki slíka hækkun,“ segir
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráöherra um kröfugerð háskóla-
manna.
Mat Þjóðhagsstofnunar á áhrifum
sams konar samnings og opinberir
starfsmenn hafa gert á almennah
vinnumarkað er að hann muni leiða
til um 8,5 prósent hækkunar á laun-
h um frá apríl til áramóta. Þetta mun
leiða til um 1,5 til 2 prósent verri af-
komu fiskvinnslunnar en hún er nú
rekin með um 0,5 prósent tapi. Við
þetta bætist aö 5 prósent verðjöfnun
á afurðum rennur út í júní eða júlí.
-gse
Eldur á 4. hæð
Eldur varð laus í töfluherbergi á
fiórðu hæð Komhlöðunnar við
Sundahöfn í gærkvöld. Stýritafla,
raflagnir og fleira eyðilagðist. Eldur
varð ekki mikill en reykur talsverð-
ur. Skemmdir vegna reyks og hita
urðu nokkrar.
Nokkrar skemmdir urðu á bílskúr
>-við Hegranes á Amamesi í nótt. Þar
hafði eldur komið upp í sjónvarpi og
skemmdust lausamunir sem vom í
bílskúmum. -sme
LOKI
Þá er Sjálfstæðisflokk-
urinn orðinn afi!
Tugmllljóna tjón er bátasmiðja brann á Skagaströnd:
íbúarnir vöknuðu
við sprenainguna
Gífurlegt tjón varð er plastbáta-
smiðjan Mark hf. á Skagaströnd
gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Elds-
upptök em ókunn en fólk í nær-
liggjandi húsi vaknaði viö mikla
sprenginu um klukkan hálfijögur.
Þá var mikill eldur í husi báta-
smiðjunnar. Slökkvijiðið á Skaga-
strönd var komið á vettvang
skömmu síðar.
„Það stigu eldtungur upp úr hús-
inu. Ég gæti trúaö aö þær hafi ver-
ið 10 til 15 raetrar á hæð, Við áttum
aldrei möguleika á að bjarga hús-
inu. Nærliggjandi hús vora ekki í
hættu. Það tók okkur um einn og
hálfan tíma að slökkva eldinn.
Húsiö er gjörónýtt svo og allt sem
í þvi var,“ sagði Magnús Ólafsson,
slökkviliðsstjóri á Skagaströnd, i
samtali við DV í morgun.
Húsið, sem er nýlegt stálgrindar-
hús, er gjörónýtt svo og innan-
stokksmunir. í húsinu var nær til-
búinn flramtán tonna bátur svo og
aðrir rainni bátar. Einn bátur var
utan við húsið og eyöilagðist sem
og þeir bátar sem inni vom. Þá eru
ÖU verkfæri og annað ónýt. Mótin,
sem em mjög ódýr, em gjörónýt.
Mat manna í morgun var að tjónið
væri á mfiii 20 og 30 mifijónir
króna.
Eldurinn í húsinu var svo mikill
að fólk vaknaði víða um plássið.
Eigendur næstu húsa óttuðust um
hús sín og sá sem á næsta hús við
hlið þess sem brann sprautaði
vatni látlaust á Ms sitt þar sem
úr þvi rauk undan hinum mikla
hita sem myndaðist við eidsvoð-
ann.
Eldsupptök em ókunn og vinnur
lögreglan nú að vettvangsrann-
sókn. Um tíu manns hafa starfað
hjá Marki hf. Fyrir um þremur
árum brann hús í eigu sama fyrir-
tækis. Þá slapp annar eigendanna
miög naumlega úr brennandi hús-
inu.
-sme
Sáttatillaga
tilgangslaus
- segir Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari
Þrjár falsaðar Happaþrennur sem peningar fengust fyrir. Eins og sést á
myndinni virðast tölur hafa verið skornar úr Happaþrennum og límdar yfir
merki á þessum miðum. Þessir miðar gáfu falsaranum 600 krónur.
DV-mynd KAE
Falsaðar Happaþrennur:
Kaupmenn aðvaraðir
Falsaðir Happaþrennumiðar hafa
borist í hendur nokkurra söluaðila
undanfarið.
Kaupmaöur í Texas snakk bar hef-
ur tekiö á móti þremur fölsuðum
miðum. Hann sagði að miðamir
væm mjög vel falsaðir og erfitt aö
þekkja þá frá ófölsuðum miðum.
Haföi kaupmaðurinn farið með fals-
aða miða tíl happdrættisins og ætlað
að fá vinningana endurgreidda. Var
honum þá neitað um endurgreiðslu
á hluta þeirra þar sem þeir reyndust
falsaðir og tjáð að hann yrði að bera
tjónið sjálfur.
„Ég var ósáttur við viðbrögð þeirra
hjá Happdrættinu þar sem þeir firra
sig allri ábyrgð,“ sagöi hann.
„Þetta hefur gerst í örfáum tilvik-
um undanfama mánuði. Við sendum
út bréf til allra söluaðila Happa-
þrenna þar sem varað er við fölsuð-
um miðum,“ Sagði Jóhannes L.L.
Helgason, forstjóri Happdrættis Há-
skólans.
-sme/hlh
Kjaradeila háskólamanna og ríkis-
ins er komin í harðasta hnút. Svo
mikið ber í milli að búist er við að
margir dagar líði þar til reynt verður
að kalla saman samningafund aftur.
Þess vegna hefur það verið nefnt
hvort opinber sáttatillaga frá ríkis-
sáttasemjara, sem borin yrði undir
atkvæði í félögunum, gæti leyst deil-
una.
„Ég tel þaö alveg af og frá. í fyrsta
lagi ber svo mikið í milli deiluaðila
að segja má að þeir séu á sitthvomm
enda. Sáttatillögu leggur maður ekki
fram nema til að brúa eitthvert örlít-
ið bil. Þar ofan á bætist, varðandi þær
kröfur sem uppi era í þessari deilu,
að þaö vantar svo mikið tölur og
dagsetningar í þetta allt. Menn veröa
líka að hafa það í huga að ef ég fer
að leggja fram tillögu til atkvæða-
greiðslu í félögunum þá tekur slík
atkvæðagreiðsla 10 til 15 daga. Allar
umræður myndu liggja niöri á með-
an og verkfallið héldí áfram þann
tíma því það er ekki hægt samkvæmt
lögum að aflýsa verkfalh. Ég get aö
sjálfsögðu lagt fram svonefnda inn-
Veðrið næsta sólarhring:
Bjart verður
víða í dag
Bjart veður veröur viða 1 dag.
Væntanlega verður ekki mikill hiti
en þurrt víðast hvar. Suðlægar átt-
ir hafa tekið völdin af norðangjól-
unni sem ráðið hefur ríkjum.
Loftvog er stígandi. Víðast um
1005 millibör.
Voöurspár DV eru ekki
v, bygaðar é upplýsingum
í£í/43
anhússtillögu fyrir nefndirnar. En
svo mikið ber í milli að þaö er ger-
samlega vonlaust að reyna það. Ég
ber ekki fram sáttatillögu nema að
ég hafi rökstuddan gmn um að hún
nái fram að ganga,“ sagði Guðlaugur
Þorvaldsson ríkissáttasemjari í sam-
tali við DV í morgun.
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagðist
ekki koma auga á neina leið til sátta
eins og mál stæðu nú. Hann sagðist
allt eins eiga von á því að einhverjir
dagar liðu þar til menn færu að ræða
saman aftur.
Því er haldið fram að háskólamenn
séu ekki ginnkeyptir fýrir því að
senfia fyrr en séð er hvemig samn-
ingur opinberra starfsmanna og
sveitarfélaganna verður afgreiddur í
félögunum sjálfum. Þá vilja þeir
einnig sjá hveiju fram vindur hjá
Alþýðusambandinu og Vinnuveiten-
dasambandinu, en búist er við að
samningaviðræður þessara aðila
hefiist aftur um eða strax eftir helg-
ina. S.dór
T
A
I
M
A
IV
a ORIEh
BIL4LEIG
v/Flugvallarveg
91-61-44-00