Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. Spumingin Er voriö komið? Jóhannes Sigurðsson smiður: Ég vona það, enda tími til kominn. Mað- ur var orðinn þreyttur á snjónum og vona bara að hann komi ekki aftur. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, nemi í FASK: Já, það er á leiðinni, snjórinn er farinn. Það er hlýtt á Homafirði þar sem ég bý - annars spái ég ekki mikið í veðrið. Kolbrún HaUdórsdóttir, nemandi í MR: Já, skólinn er að verða búinn og það er meira að segja verkfall allra kennara nema í stærðfræði - þaö er ekki ónýtt. Annars er kalt núna og þá verður bara að klæða sig vel. Lára Ólafsdóttir húsmóðir: Nei, það er ekki komið, enda er napurt núna. Ég held líka að það eigi eftír að snjóa á sumardaginn fyrsta. Það vorar ekki fyrr en í fyrsta lagi í byijun júní. Rúnar Ágústsson málari: Þaö vona ég. Miðað við veðrið í gær og í dag þá er vorið að koma. Ég hef ekki trú á því að það eigi eftír að snjóa aftur, a.m.k. ekki í Reykjavík. Það er vor- hugur í manni. Guðrún M. Eysteinsdóttir, nemi i MH: Já, vorið er komið og snjórinn er að fara. Nú fara bara ailir í sumar- skap. Lesendur með aroðri „Melar og aðrir slíklr staðir þyldu flutningatsaki með óburð.'* G.Þ. skrifár: Þekking fólks á landgræðslu og gróðri hefúr vægast sagt verið af- vegaleidd með áróðri sem oft á tíð- um er svo langt frá sannleikanum að hægt væri aö ímynda sér að er- lendir grænfriðungar uppaldir I stórborgum heimsbyggðarinnar stæðu þar á bak við. Aldrei er nefnt hvaða mun hita- stígið gerir hjá okkur og td. á Nýja-Sjálandi, en þar er ársmeðal- hití um +10 gráður á Celsius, og þar fara girðingar ekki undir snjó eins og hér. MeðaLhiti ársins hér er rúmlega +3 gráöur á Celsius og bændur þekkja muninn á að rækta í Mýrdalnum og á Hólsfjöllum. Uppgræðslufólk verður að skálja náttúruna, þekkja áhrif hitastigs- ins, áhrif áburðar og hvað getí stöðvaö hinar og þessar jarðveg- stegundir eftir staðháttum. Ef fólk skoöar landið og gengur um í sólskini, rigningu, frostí og leysingum á voiin, ættu stærstu orsakavaldar gróðureyðingar í landnámi Ingólfs að vera augljósir þeim sem vHja vita það sem sann- ara reynist. Á höfuöboragarsvæö- inu fellur mikið til af efni í skarpa sem er grafiö. Einnig fer dágott hlass af svína- og alifuglasaur í Faxaflóann. - Til að koma þessum áburöi á áfangastaði þyrfti ekki stórbrotin tæki. Melamir og aörir slíkir staðir þyldu viðkomandi flutningatæki, en til aö græða upp moldargil á pónum hlíðum þyrfti að leggja á sig nokkuð erfiði. Þessi áburður mundi ekki svlkja og nýtast náttúr- lega gróðrinum aö sumu leyti öðru- vísi en tilbúni áburðurinn. Ef áhugi á uppgræöslu væri byggður á þekkingu, væri sauðfé ekki notað sem blórabögguil. Til þess að koma lóðum í rækt er boriö vel á og slegiö mismunandi oft. Sama gerir sauðféð í vegköntun- um. Sumir telja aö búfé valdi hættu á þjóðvegum. í Noregi eru aðvörun- armerki við þjóðvegina vegna vjlitra dýra og búfiár. Sams konar merki sjást ekki hér. Ég hefi hér stiklaö á ýmsu og mætti nefiia margt fleira, t.d. sam- vinnu landgræöslunnar og bænda í Þingvallahreppi og GrafiiingL Einnig uppgræðsluna á Þorláks- hafnarsandi, en það er eini staður- inn í landnáminu þar sem sandfok kemur fyrir. Góð fiskbúð með úrvalsfisk Guðrún hringdi: sem ég hefi áöur verslað. Ég vil koma á framfáeri þakklæti Það er lofsvert aö geta verslað þar tíl fiskverslunarinnar í Miðbæ við sem maöur finnur að viðhöfð er Háleltisbraut Þama hef ég verslað bæði vöruvöndun og aöhald á verði að undanfömu og fengið hinn besta • á þessum síðustu og verstu tímum. fisk sera ég hef lengi fengið, auk Égeráenganháttaðauglýsaþessa þess sem hann er ódýrari en viöa verslun umfram aðra en stundum annars staðar. finnst manni sem ekki sé hægt að Þama má td. finna lax á 300 kr. komast hjá því aö geta þess já- kíióiö sem sums staðar a.m.k er kvæða sem maður veröur var viö seldur á um 500 krónur. Einnig er alveg eins og þess neikvæða. ýsan þama talsvert ódýrari en þar Áhyggjur af dótturinni! „Sundurleysi“ „Styrbjöm“ skrifar: í Reykjavíkurbréfi Morgunblaös- ins þ. 9. apríl sL er það upplýst að „sundurleysi" flokksforingjanna hafi orðið ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar að falli. Hér er líklega á ferð- inni nýyrði, sem er allrar athygh vert. y Allir þekkja lýsingarorðið „sund- urlaus" og af því er þetta nýja nafh- orð eflaust myndað. Nú er svo að skilja, að bréfritaranum hafi þótt það heldur nr.ðm1 að fyrrv. ríkisstjóm féll, en allt innihald bréfsins bendir til þess að sundurleysi sé af hinu góða. - Að því skuli keppt að sam- keppni sé sem mest; að sundurleysi skuli eflt með því að allir keppi við alla. Höfúðborgarbúar greiða allt of mikið fýrir matvælin, sem ómagam- ir á landsbyggðinni framleiða. Það er upplagt aö nudda landsbyggð- arbúum upp úr því og magna sund- urleysið milli íbúa þessara svæða. Svo er líka um að gera að efla sund- urleysið milli sjávarútvegsins og allra annarra atvinnugreina. í Mogganum Nú er sjálfsagt að hampa og vor- kenna sjávarútvegsfyrirtækjum, sem ekki áttu neitt annað skilið en gjaldþrot fyrir hálfu ári síðan sam- kvæmt Reykjavíkurbréfritara. Það getur lika nýst til að auka sundur- leysið, að snúa við blaðinu í Morgun- blaðinu annað slagið. - Erlend flug- og skipafélög geta líka reynst nota- drjúg til simdurleysis á íslandi. Útlend stóriðjufyrirtæki hafa vérið afskaplega sundurleysandi gegnum tíðina og það er ófært að t.d. Flugleið- ir nái samningum um ódýr verka- lýðssæti. - Loks er svo alvarlegur skortur á sundurleysishugmyndum. Langmerkust nýjung í þessa vem, a.m.k. í fjölmiðlaheiminum, ef ekki á íslandi yfirleitt, er hið nýja Sunnu- dagsblað Moggans. Þar má lesa svona 3-4 pailadóma um menn, með tilheyrandi vitnaleiðslum um mann- gildi þeirra, nokkra fasta baknags- dálka (baksvið, bakþanka, bak- sviðs-...) og ýmis fleiri mjög sundur- leysandi gullkom. P.S. Liklega merkir orðið „sundur- leysi" sama og „styr" (sbr. styijöld). Anna hringdi: Ég las í einu lesendabréfa Morgun- blaðsins eitthvert kyndugasta bréf sem ég hef lesiö lengi. Fyrirsögin var „Áhyggjufull móðir hringdi". Þar lýsti „móðirin" því að dóttir sín færi oft um helgar á veitingahús eitt hér í borg. Laugardagskvöld eitt hefði dóttírin hins vegar komið heim, því henni hefði verið visað frá, og starfsmenn staðarins hefðu neitaö að láta upp-' skátt hver ástæðan væri fyrir „þess- ari meðferð" á dóttur hennar. - „Er þetta hægt?" spyr svo hin áhyggju- fulla móðir! Nú bíðum við lesendur í ofvæni frétta af því hvað starfsmenn veit- ingastaðarins hafa á móti dóttur hinnar „áhyggjufullu". Bllbeltin aftur á þingi: Nú eru það aftursætin Suðurnesjamaður skrifar: Era þessir þingmenn okkar ekki i með réttu ráði? Nú er enn eina ferð- ina komið með sætabeltin inn á Al- þingi. Þingkonu einni úr Mosfells- sveitinni tókst aö koma okkur í hnappheldu og skylda okkur til að spenna sætisbeltin í framsætum bif- reiða. Allir nema bílstjórar leigubif- reiða þurfa að hlýða þessu! í leiðinni var lögboðið að aka með ftfilum ljós- um allan sólarhringinn, eins gáfulegt og það er nú. Konan í MosfeUssveit, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, hefur nú fengið tíl Uðs við sig fleiri þingmenn tíl að taka upp máUð aö nýju og nú vegna sætisbelta í aftursætum bifreiðanna. Hvers vegna hafði þessi þingkona ekki rænu á því taka sætisbeltin í aftur- sætinu með í upphafi? Auðvitað er þetta mál aUt, sætis- beltaskyldan, eitt aUsheriar rugl úr því þetta á aðeins að gUda fyrir suma en ekki aUa. LeigubUstjórar eru und- anþegnir öUum reglum um sætis- beltí, mennirnir sem mest nota bif- reiðar! Eru alþingismenn svo heiUum horfnir að þeir hafi ekkert þarfara að ræða á þessum órólegu og viðsjár- verðu tímum en sætisbelti í bifreið- um? Eru alþingismenn ekki bara al- veg utanveltu í þjóðfélaginu? Að eyða þingtíma í að raeða æfingar hjá vam- arUðinu, mál sem við höfum hreint ekkert vit á, enginn okkar, og svo tUlögu um að njörva okkur niður í bUum okkar, er vanviröa við kjós- endur í landinu. - Við erum nægilega niðumjörvuð hér með átthagafjötr- um, sköttum og boðum og bönnum í bak og fyrir að það er að bera í bakka- fullan lækinn að ætla að krefjast þess að við rtjörvum okkur niður í aftursæti biíanna líka. Bílbeltin - ekki bara í (ramsætum, nú lika í attursætum. - Engir undanþegn- ir nema leigubílstjórar, segir m.a. i bréfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.