Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Fréttir Seiðadauði vofir yfir vegna verkfalls náttúrufræðinga: „Við eigum fóður í svona 10 daga“ Gyifi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Seiöin verða fljót að gefast upp ef þau fá ekki mat, þaö sjá allir,“ segir Ólafur Ólafsson hjá fiskeldis- stöðinni Árlaxi hf. í Kelduhverfi, en nú vofir yfir fiskeldisstöðvum í landinu fóðurskortur sem kemur til vegna verkfalls náttúrufræðinga. Einar Sveinn Ólafsson hjá fóður- verksmiðjunni ÍSTESS hf. á Akur- eyri, sagði í samtali við DV í gær að þeir vonuðust til að geta framleitt fiskifóður í eina og hálfa viku í við- bót, en þá yrðu þeir stopp vegna hrá- efnisskorts. Það fóður, sem ÍSTESS framleiðir, er fyrir stærri fisk en fóð- ur fyrir smærri seiði er innflutt og á þrotum. „Þetta stoppar allt á náttúrufræð- ingunum sem taka stimpil og stimpla á blað, setja stafina sína undir og senda blaðið hingað norður. Við lát- um svo þetta blað fylgja með toll- skýrslunni og án þess fáum við ekk- ert að flytja inn. Ég veit ekki hvað þeir eru að votta með þessum stimpU, sennilega bara að það sé í lagi að flytja þessa vöru inn. Þetta þarf að gera við hveija sendingu af fóðri og hráefnum sem við flytjum inn,“ sagði Einar Sveinn. Fóður hamstrað „Þetta hangir ennþá saman en það er að skapast vandræðaástand varð- andi seiði sem eru á bilinu 15-30 g að þyngd og ef við fáum ekki fóður fljótlega líst mér ekki á málið,“ sagði Andri Guðmundsson, sölumaður hjá ÍSTESS. Hann sagði að miðað við eðlilegt ástand gæti orðið til fóður í fiskeldisstöðvunum í upp undir hálf- an mánuð tU viðbótar en hins vegar hefði orðið vart við að menn væru að hamstra fóður. „Þeir vita hvernig ástandið er vegna verkfallsins sagði Andri. „Viö pöntum einu sinni í viku og þetta er því fljótt aö koma við okk- ur,“ sagði Ólafur Ólafsson hjá Árlaxi í Kelduhverfi. Sú fiskeldisstöð er með um 300 þúsund seiði sem eru 30 g og stærri og annað eins af 1-2 g seiðum. „Það dugir okkur því í viku til 10 daga það sem við eigum af fóðri. „Við þolum ekki langan tíma, fóður sem við fengum í dag dugir okkur í nokkra daga og fáum við ekki við- bótarfóður þá drepast seiðin bara,“ sagði Ólafur. Háskólakennarar sömdu: Fá 46 milljónir í aukagreiðslur „Það er ekki hægt að meta fjárveit- ingar til vinnumatskerfisins sem prósentuhækkanir á laun háskóla- kennara. Annars get ég ekki tjáð mig mikið um þetta kerfi þar sem það er langt frá því að vera fullmótað. Um samningana í heild má segja að við erum ekki ánægðir með launaliöinn. Við fórum reyndar aöeins lengra en í öðrum samningum þar sem sam- ingstíminn er tveim mánuðum lengri og tveggja prósenta launahækkun bætist við. Við vildum fara lengra en það virtist útilokað,“ sagði Jóhann P. Malmquist, formaður Félags há- skólakennara, við DV. í samningi háskólakennara og rík- isins, sem undirritaður var í gær, er gert ráö fyrir samtals 7,85 prósenta launahækkun frá 1. apríl til janúar- loka á næsta ári. 1. apríl er hækkun um 2,65 prósent, afturvirk, 1. sept- ember 1,95 prósent, 1. nóvember 1,25 prósent og 1. janúar 2 prósent. 1. júní verður greidd 6.500 krona sumarupp- bót og 1. desember persónuuppbót er nemur 30 prósentum af launum þann mánuð. Þá færist sjötti hluti kennara upp um einn launaflokk og loks eru ákvæði um að alls 46 millj- ónum verði varið í sérstakan rann- sóknastyrk, 16 milljónum á þessu ári og 30 milljónum næsta ár. „Það fá sumir meira, aðrir minna og kannski fá sumir ekkert af þessum rannsóknastyrk. Það er verið að reyna að hvetja menn til dáða. Marg- ir vísindamenn hérlendis eru eftir- sóttir erlendis og í einkageira vinnu- markaðarins. Standa vonir til að vinnumatskerfið haldi að einhverju leyti í þetta fólk. Loks er vonast til að háskólamenn vinni sína yfirvinnu innan veggja Háskólans. Áður en gengið verður frá vinnumatskerfinu verður Háskólaráð að samþykkja það. -hlh Tryggingabætur greiddar út ,Allar almennar tryggingabætur Fulltrúar stéttarfélagsins fóru í verða greiddar út hjá Trygginga- gær á fund Eggerts G. Þorsteins- stofnun ríkisins en allar nýjar bæt- sonar, forstjóra Tryggingastofnun- ur, nýir úrskurðir og slíkt veröur ar, til að ræða um greiðslu trygg- ekki hægt að afgreiöa á meðan á ingabóta. Að sögn Gísla lofaði Egg- verkfalli BHMR stendur nema raeð ert því að hvorki hann né hans undanþágu," sagöi Gisli ísleifsson starfsmenn myndu ganga í störf i undanþágunefnd stéttarfélags lögfræðinga á raeðan á verkfalli lögfræðinga 1 ríkisþjónustu í sara- félaga í BHMR stæði nema undan- tali viö DV í morgun. þágafengist -StB Meðan háskólakennarar sömdu við ríkið hittust kennarar í BHMR og Sva- var Gestsson í Sóknarsalnum. Þarna gaukar Svavar einhverju að Páli Hall- dórssyni, formanni BHMR, meðan Wincie Jóhannsdóttir horfir glaðbeitt yfir fundinn. DV-mynd GVA Það verður mikið kalár á Norðurlandi - segir Bjami Guöleifsson ráðunautur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það mynduðust óvenju mikil svell víða á Norðurlandi í desember og janúar og nú eru þessir þrír mánuðir liðnir sem við teljum að séu hættu- mörk varðandi það hvað grösin þoli að vera lengi undir svelli," segir Bjami Guðleifsson, ráöunautur í Eyjafirði, en hann hefur m.a. unniö að rannsóknum varðandi kal. „Viö höfum farið um sveitir með höggbor, boraö okkur niður í gegn- um svelliö og tekið hnausa til að kanna hvort grösin eru ennþá lif- andi. Síðan hef ég tekið grösin í rækt- un og þá sjáum við hvort er líf í þeim. Það sem var komið undan svellun- um í byrjun apríl var í lagi, en það sem var undir svellum þá var farið aö grisjast. Núna tökum við ný sýnis- hom undan svellunum og það á eftir að koma í ljós hvemig ástandið er. Ég held að í apríl hafi það drepist sem var undir svellunum, það er mín kenning. Útkoman veröur því kal- skemmdir, en það er ekki gott á þessu stigi að segja hversu miklar þær verða. Við vitum ekki ennþá hversu víða svellið er undir snjónum sem liggur víðast á túnum, og það lengir legutímann að það tekur geysilegan tíma að bræða þennan snjó. Svellin liggja því ömgglega margar vikur í viðbót. Þá verður áreiðanlega orðið dautt það sem undir er, og þaö verður mik- ið kal mjög víða um Norðurland. Hvort þetta verður eitt mesta kalár sem hefur komið er ómögulegt að segja fyrir um, en þetta lítur illa út,“ sagði Bjarni. „Með þessum samningum er búið að sprengja BSRB samning- ana allhressilega. Málið er að ef tekið er tillit til fjölda stööugilda háksólakennara og framlög í vinnumatskerfíð dreifast jafnt milli þeirra þýðir það að 7000 krónur fara beint í launauraslag hvers háskólakennara. Það skipt- ir ekki máli þó þessum peningum verði dreift með öðrura hætti. Þetta eitt sprengir BSRB samn- ingana hressilega og ég er mjög ánægður að vera laus úr spenni- treyju þess ramma sem þeir settu. Nú er ekki hægt að nota þá samn- inga á okkur lengur og við því bjartsýnni en oft áður á aö við- ræðuflötur fari að finnast í kjara- deEunni," sagði Páll Halldórsson, formaður BHMR, í samtali við DV. Sérfræðingar, sem DV hefur rætt við, segja að ef 16 milljóna framlagi í vinnumatskerfi sé skipt jafiit niður á stööugildi há- skólakennara þýði það 7000 lírón- ur sem renna beint í launaum- slagið. Séu samningsbundnar taxtahækkanir reiknaðar, auk orlofsframlags, sé launahækkun háskólakennara um 7.900 krónur á samningstímanum. Segir aö meðallaun Háskólakennara hafi verið um 93 þúsund krónur í mars en veröi samkvæmt ofan- nefndum útreikningum tæp 109 þúsund 1. janúar. Samkvæmt því er launahækkunin á samnings- tímanum um 17 prósent. Er bent á aö BSRB samningarnir verði upp á 10-11 prósent þegar upp er staðið, þegar tilfærslur í lægstu launaflokkunum eru reiknaðar með. „i þessum samningum eru á feröinni allt aðrar stæröir en rætt hefúr veriö um. Við viljum allt aðra útfærslu hjá okkur, aö hækkunin fari inn í taxtana og dreifist þannig jafnt á okkar fólk. Þessi leið hefur veriö farin vegna þess þrýstings sem okkar verk- fall hefur skapað. Það hefur verið reynt af liálfu ríkisins að dulbúa þessa samninga sem BSRB samn- inga en háskólamenn hafa verið heiðarlegir og skýrt hvað í þeim felst. Bragöið bjá ríkinu gengur ekkiupp." -hlh Stjómarformaður SÍS: Ekki vanfraust á forstjórann „Ég er ekki að lýsa vantrausti á hendur Guðjóni með bréfinu. Ég skrifaði bréfiö, en ekki stjóm- in, til að fá heildaryfirsýn um það á blaði til hvaöa leiða hefur verið gripið að undanfómu til að rétta við hag fyrirtækisins og hvaöa leiöir em nú í gangi. Svörin ætla ég svo að leggja fyrir stjómar- menn á næsta stjómarfundi," sagði Ólafur Sverrisson, formað- ur stjómar Sambandsins, í morg- un um bréf hans til Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands- ins. Ólafur sagði enn freraur að vissulega væri þaö ekki venjuleg aðferð að standa í bréfaskriftum við forstjóra sinn og þetta bæri ekki merki um stirt samband sitt við hann. „En reksturinn var erfiður á siðasta ári. Undan því er ekki hægt aö líta, Ég vil þess vegna fá þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til og fram undan era, á blaði.“ Að sögn Ólafs er það fyrst og fremst ofboðslegur fjármagns- kostnaður sem er helsta ástæðan fyrir slæmri afkomu Sambands- ins á síöasta ári. „Það er nokkuð á hreinu að lækka þarf þennan fjármagnskostnað með sölu eigna. Ennfremur þarf að hag- ræða í rekstrinum eins og »nnt er.“ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.