Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 13
. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Lesendur Skiptir ekki máli hér Helgi skrifar: Það hefur komið fram og haft eft- ir þeim aðila hjá Húsnæðisstofnun, sem sér um ráðgjöf til húsnæðis- kaupenda, að greiðsluerfiðleikar íbúöarkaupenda minnki ekki í takt við hærri laun. Þannig hafi t.d. hjón, sem eru með 500 þúsund krónur á mánuði samanlagt, lent í sama vanda og fólk s'em hefur ekki nema um 50 þúsund krónur á mánuði. - Mér dettur ekki í hug að þetta sé orðum aukið, einkum þegar það er haft í huga að íslendingar hafa yfirleitt ekkert peningavit og laun skipta þá ekki hinu minnsta máli. Kröfur íslendinga eru orðnar svo gífurlegar að þær eru ekki sam- bærilegar nema við erlenda auðkýfinga sem aldrei þurfa að hafa áhyggjur af morgundeginum vegna fjármagns sem streymir inn, annaðhvort frá rekstri milljónafyr- irtækja eða af frægðinni einni sam- an. Munurinn er þó yfirleitt sá að flestir slíkra auðkýfmga eru mjög miklir vinnuþjarkar sjálfir og verkfóll eru óþekkt fyrirbæri í þeirra lífi. Það má segja að það skipti aldrei miklu máli fyrir íslending að fá hærri laun. Ef hann fær þau byrjar hann alltaf að eyða og eyðslan vex í takt við tekjuaukninguna. Reynd- ar erum við íslendingar svo miklar eyðsluklær og óvitar í fjármálum að það væri hrein guðsgjöf að missa sjálfstæðið og láta lands- og fjár- málastjórn í hendur einhverrar þeirrar vestrænu þjóðar þar sem ekki þekkjast þau verkföll og sá vesaldómur sem hér ríkir og hefur ríkt frá því við fengum sjálfstæði að fullu, árið 1944. Það er áreiðanlega mikið til í því sem einhver sagði í lesendabréfi í DV fyrir nokkrum vikum (man ekki lengur dagsetningu þess blaðs) að það hefði verið hyggilegra fyrir okkur íslendinga að bíða með að krefjast sjálfstæðis okkar frá Dönum á sínum tíma eins og marg- ir málsmetandi menn vildu þá. Tíminn til þess að rífa sig frá Dönum hefði kannski einmitt verið nú þegar þeir eru komnir í EB. í dag væru hér e.t.v. komnir full- komnir vegir, brýr, flugvellir og undirgöng (eins og raunin er t.d. í Færeyjum). Þetta allt höfum við aldrei efni á að byggja með núver- andi ástandi sem ætlar augljóslega að veröa viðvarandi héðan í frá. NÝJA SKIPTITILBOÐIÐ AUÐVELDAR ÞÉR AÐ EIGNAST NÝJAN BMW ÁGÓDUM KJÖRUM. Bilaumboðið hf BMW einkaumboft á íslandi Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 i i Hálauna- eða láglaunamenn: „Erlendu tímaritin eru mörg frábær að efni og fróðleik og ódýrari en þau íslensku." íslensk tímarit: Óhéf legt verð Erla hringdi: Ég eins og margir aðrir hef verið nokkuð iðin við að kaupa og lesa ýmis tímarit sem eru á boðstólum í verslunum, bæði innlend og erlend. Nú er svo komið að ég held að mér höndum að því er þau íslensku varð- ar, a.m.k. allflest, vegna hins geysi- háa verðlags, sem mér finnst vera allt að því óhóflegt. - Til saman- burðar má geta þess að elsta íslenska tímaritið, Vikan, er þó selt á kr. 235, sem gerir það að verkum að ég kaupi hana alltaf og ekki bara verðsins vegna, heldur líka vegna efnisins sem er mjög fjölbreytt. Flest tímaritin íslensku eru seld á 399 kr. og það sem hæst fer, tímaritið Heimsmynd er komiö upp í 417 kr.! Erlendu ritin, sem eru mörg frábær að efni og hvers konar fróöleik, eru seld á þetta 259-350 krónur (t.d. mörg amerísku blöðin), Paris Match á 311 kr. - og dönsku blöðin, Hjemmet og Familie Journal, sem alltaf eru sívin- sæl hér á 175 og 209 krónur. Það er illa farið ef sala og jafnvel útgáfa íslenskra tímarita ætlar að detta niður vegna óhóflegs verðlags. Nóg eru nú dæmin á markaðinum um íslenska framleiðslu sem hefur orðiö að lúta í lægra haldi vegna verðhækkana sem svo eru raktar til mikils „tilkostnaðar" eins og það er kallað. Ég tel að það megi stórlega minnka tilkostnað hinna íslensku tímarita, t.d. með því að hafa þynnri og ódýr- ari pappír og deyfa glansinn eitthvað og lækka þannig tilkostnaðinn og lækka þar með útsöluverð tímarit- anna. - Þetta vildi ég láta koma fram áður en allt er um seinan. Kaupend- ur og lesendur tímarita kaupa þau ekki vegna útlitsins eða frágangsins, aðeins vegna efnisins. Verðinu verð- ur að stilla í hóf, það er komið fram úr hófi nú. Þjónusta og viömót: Skiptir aldur máli? H.J. skrifar: Föstudaginn 21. apríl sl. kom ég í snyrtivöruverslunina „Topp Class" á Laugaveginum. Þetta var um eftirmiödaginn, milli kl. 14 og 15. Ég ætlaði að kaupa þar ilmvatn til gjafa. - Ég bauð afgreiðslukonu góðan daginn og bað um að fá að líta á ilmvöfn. Ég hélt að ég fengi aö lykta af nokkrum prufum sem yfirleitt eru á borðum í slíkum verslimum. Af- greiöslukonan spurði hvort ég væri að leita aö einhvetju ákveönu ilm- vatni. „Já,“ sagði ég, en því miður vissi ég ekki hvernig glasið leit út og heldur ekki hvað ilmvatnið hét. Þá segir konan mér að því miður verði ég að afla mér frekari upplýs- inga um þaö hvernig glasið líti út eða þá heiti ilmvatnsins. - Ég þakk- aði konunni fyrir upplýsingarnar og labbaði út. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég hefði fengiö betri afgreiðslu ef ég hefði verið orðin fullorðin kona. Þar sem ég er að- eins 18 ára gömul hef ég oft orðið fyrir baröinu á dónalegu af- greiðslufólki sem virðist ekki gera sér grein fyrir því aö við af yngri kynslóðinni erum lika kúnnar og eigum að fá aö njóta sömu þjónustu og fullorðna fólkið. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.