Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989.
33
Sviðsljós
Kaupfélag Skagfirðinga
100 ára
ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki:
Á sjöunda hundrað manns voru
samankomin í íþróttahúsinu á Sauð-
árkróki sunnudaginn 23. apríl á há-
tíðasamkomu í tilefni 100 ára af-
mælis Kaupfélags Skagfirðinga.
Þrátt fyrir norðannæðinginn var
hátíð^svipur á bænum og aðalgatan
fánum prýdd.
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri
setti hátíðina en Stefán Gestsson, for-
maður stjómar, flutti hátíðarræð-
una. Þá var helgistund og einsöngur.
Síðan afhending viðurkenninga til
þeirra, sem náð höfðu 25 ára starfs-
aldri hjá fyrirtækinu. Það var stór
hópur, Guðmundur Valdimarsson,
bifvélavirki, með lengstan starfsald-
ur. Unnið þar frá 16 ára aldri, í 53
ár. Annálsbrot vom úr sögu félags-
ins, tekin saman af Hjalta Pálssyni
Fjöldi starfsmanna var heiðraður fyrir langt og gifturíkt starf.
A sjöunda hundrað manns mættu á afmælishátíðina.
DV-myndir Þórhallur
bókasafnsverði. Karlakórinn Heimir
flutti nokkur lög í lokin undir stjórn
Stefáns Gíslasonar.
Að skemmtidagskránni lokinni
beið gesta 12 metra löng terta, kakó
og kaffi. Um kvöldið var öllum ungl-
ingum í héraðinu boðið á dansleik í
Bifröst og kvöldverðarboð var á hót-
elinu. Kaupfélagið lét gera mynd-
band úr sögu þess í tilefni afmælisins
og ritun aldarsögu stendur nú yfir.
Þá færði KS sjúkrahúsi Skagfirðinga
300 þúsund kr. að gjöf til tækjakaupa.
Ægir Már Kárason, DV, Suðnmesjim*
Keflvískir tónhstarmenn létu vel
í sér heyra á samkomu sem haldin
var í íþróttahúsinu í tiiefni af 40
ára afmæli Keflavíkur.
Flestir þeirra hafa verið í næstura
þrjá áratugi í tónlistinni og halda
enn út.
Nýliðar iétu hka í sér heyra og
ÚUáiÍLúÁM
Gömlu Hljómamir - Gunnar Þórðarson, Engilbert Jensen, Erlingur Jóhanni Helgasyni og Rut Reginalds var fagnað vel.
Björnsson og Rúnar Júlíusson spiluðu í lokin við gifurlega hrífningu
áheyrenda. DV-myndir Ægir Már
ur Haraldsson, Halldór Guðmundsson, Gunnar Steinn Palsson og Lilja
Magnúsdóttir.
Þrír góðir frá Mál og menningu á spjalli. F.v. Árni Óskarsson ritstjóri, Árni
Einarsson framkvæmdastjóri og Halldór Guðmundsson bókmenntaráðu-
nautur.
Auglýsingahátíd
Á dögunum stóð GBB Auglýsinga- sem valdar eru í Cannes ár hvert. lýsingargerðarfólk, fólk úr viðskipta- á hátíðinni í Háskólabíói.
þjónustan fyrir árlegri sýningu á Sýningin var í Háskólabíói og sóttu lífinu, leikarar og íjölmiðlafólk.
bestu sjónvarps- og bíóauglýsingum hana nálægt eitt þúsund gestir, aug- Meðfylgjandi myndir voru teknar
Ólyginn
sagði...
Klaus Kinski
sem er betur þekktur fyrir að
vera faðir kynbombunnar
Nastössju en fyrir sín eigin leik-
afrek, hefur nýlega gefið út 265
blaðsíðna ævisögu sína. Þar lýsir
hann skrautlegu ástalífi afar ná-
kvæmlega og fullyrðir að hann
hafi haft mök við 162 konur um
dagana. Ferill Kinski hófst þegar
hann var að eigin sögn 12 ára
gamall og stendur enn. Kinski er
62 ára gamall og hefur verið gift-
ur þrisvar sinnum.
Marlon Brando
fyrrum frægt kyntröll er langt
kominn með að éta á sig óþrif.
Þessi áður draumaprins hvíta
tjaldsins er orðinn 147 kíló að
þyngd og vex enn að ummáli.
Hann lokar sig algjörlega frá
umheiminum og hugsar um það
eitt að éta feitan mat og sætan.
Þessi matarástríða hans gengur
svo langt að nýlega rak hann ást-
mey sína út á gaddinn fyrir af-
skiptasemi af mataræði hans. Sú
er 30 árum yngri en Marlon og
var talin hafa góð áhrif á hann
en nú hefur skorist í odda yfir
aukabitunum.
Karl Bretaprins
hefur jafnan verið kenjóttur en
sérviska hans vex stöðugt með
aldrinum eftir því sem fram kem-
ur í nýútkominni bók um ríkis-
arfann ritaðri af nánum vini
hans. Eitt hans stærsta áhugamál
í lífinu er að safna salernissetum
og er safnið eitt hið stærsta að
vöxtum í heiminum. Hann neitar
að snæða morgunverð með fjöl-
skyldu sinni og á til að missa
stjórn á skapi sínu við starfshð
hallarinnar út af smæstu atrið-
um. Hann þykir með eindæmum
gamaldags og þver og skyldi eng-
an undra þótt hjónaband hans og
Díönu gengi á afturfótunum.