Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989.
Andlát
Matthildur Friðriksdóttir Tinsand,
frá Löndum í Vestmannaeyjum, lést
þriðjudaginn 25. apríl á heimili sínu
i Red Lake, Ontario.
Guðmundur Hannesson, áður til
heimilis að Stekkjarflöt 4, Garðabæ,
andaðist á Hrafnistu aðfaranótt 27.
apríl.
Guðrún S. Bergmann, Sólvallagötu
6, Keflavík, lést á Landspítalanum
að morgni 27. apríl.
Guðbjörg Björnsdóttir frá Efstu-
Grund, Breiðvangi 1, Hafnarfiröi,
lést að morgni 27. aprfl 1989.
Guðlaugur Vigfússon, Kjarrvegi 15,
lést í Landakotsspítala þann 27. apríl.
Hulda Stefánsdóttir, Þrándarstöð-
_um, Eiðaþinghá, andaðist 26. apríl í
Landspítalanum.
Jarðarfarir
Sólveig Þorleifsdóttir, Grýtubakka
8, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 13.30.
Anná Ólafsdóttir, Hafnarbraut 49,
Höfn í Hornafirði, sem lést í Land-
spítalanum 20. apríl sl„ verður jarð-
sungin frá Hafnarkirkju í Hornaflrði
laugardaginn 29. apríl kl. 14.
Tryggvi Kristján Einarsson frá
Bjamastöðum, vistmaður í Garð-
vangi, Garði, verður jarðsunginn frá
Útskálakirkju laugardaginn 29. apríl
kl. 14.
Stefanía S. Guðlaugsdóttir, Túngötu
1, Grindavík, lést 22. aprfl. Jarðarför-
in hefur fariö fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Svanhvít Rútsdóttir lést 21. apríl.
Hún var fædd í Varmahlíð undir
Eyjafjöllum þann 10. ágúst 1911 en
"foreldrar hennar voru Sigríður Jó-
hannsdóttir og Rútur Þorsteinsson.
Eftirlifandi eiginmaður hennar er
Bjami Loftsson. Þau hjónin eignuð-
ust níu böm og eru átta á lífi. Útfór
Svanhvítar verður gerð frá Hóla-
kirkju í dag kl. 13.30.
Guðmundur Rósinkarsson lést 19.
apríl. Hann var fæddur þann 27. jan-
úar 1924 að Snæfjöllum við ísafjarð-
ardjúp, sonur hjónanna Rósinkars
Kolbeinssonar og Jakobínu Gísla-
dóttur. Guðmundur var menntaður
vélvirki og vann að þeirri iðn lengst
af. Um árabfl var hann verkstjóri í
Vélsmiðjunni Héðni og þar vann
hann á meðan heflsan leyfði. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Sigurlína Sig-
urðardóttir. Þeim varð þriggja barna
auðið. Áður hafði Guðmundur geng-
ið systursyni sínum í föðurstað. Út-
för Guðmundar verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag kl. 15.
THkyimingar
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardag-
inn 29. apríl. Lagt af stað frá Digranes-
vegi 12 kl. 10. Nú angar birkið í hverjum
garði og liljumar skarta fegurstu litum.
Kynnumst bænum í skemmtilegum fé-
lagsskap. Nýlagað molakaffi.
Kvenfélag Kópavogs
Farið verður í heimsókn til Borgaríjarö-
arkvenna sunnudaginn 30. apríl. Lagt af
stað frá Félagsheimilinu kl. 11 stundvfs-
lega. Þær sem ekki hafa skráð sig, geta
hringt í s. 40332 eða 40388.
Flóamarkaður F.E.F.
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markað í Skeljanesi 6, Skerjafiröi, laugar-
daginn 29. april og alla laugardaga í maí
kl. 14-17. Alltaf eitthvað (að sjálfsögðu
nýtt) i hvert skipti.
Tónleikar
Söngtónleikar í Stykkishólmi
Snæfellingakórinn í Reykjavfk, heldur
tónleika laugardaginn 29. apríl kl. 16.30 í
Félagsheimili Stykkishólms. Söngvar-
amir Theodóra Þorsteinsdóttir sópran
og Friðrik S. Kristinsson tenór, syngja
einsöng og dúetta úr óperunni Leðurblö-
kimni eftir Johann Strauss. Theodóra og
Friðrik em bæði söngkennarar að mennt
og vora þau við nám í Söngskólanum í
Reykjavík. Sunnudaginn 30. apríl, ætlar
kórinn að heimsækja St. Fransiskusspít-
alann og syngja fyrir sjúklingana. Píanó-
leikari á tónleikimum er Ingibjörg Þor-
steinsdóttir. Söngstjóri Snæfellingakórs-
ins er Friðrik Sæm. Kristinsson
Meiming
Tannhauser
Þeir fluttu Tannháuser í Háskólabíói
í gærkvöldi. Það var konsertupp-
færsla. Sinfóníuhljómsveitin lék en
kór íslensku óperunnar söng ásamt
níu einsöngvurum. Petri Sakari
stjómaði öllum saman en Peter Ford
var æfingarstjóri kórsins.
Norberth Orth söng Tannhauser.
Þegar hða tók á tónleikana var
greinflegt að eitthvað amaði að hon-
um þótt það leyndi sér ekki að hann
er góður söngvari. Eftir seinna hlé
gekk framkvæmdastjóri Sinfóníunn-
ar fram á sviðið og tilkynnti að töf
yrði á tónleikunum meðan læknar
úrskurðuðu hvort Tannháuser gæti
sungið áfram. Eftir nokkra stund
kom framkvæmdastjórinn aftur og
sagði að áfram yrði haldið en án
Tannháuser. Og var einu atriði
sleppt í síðasta þætti. Þetta var leið-
inlegt óhapp á frábærum tónleikum.
Já. Þeir voru nefnilega frábærir.
Einsöngvararnir voru hver öðrum
betri. Lisbeth Balslev frá Danmörku
var stórkostleg sem Venus og Elísa-
Tónlist
Sigurður Þór Guðjónsson
bet. Og Kristinn okkar Sigmundsson
hefur aldrei verið betri. Hann söng
Wolfram von Eschenbach. Þau tvö
voru stjörnur kvöldsins. Söngur
þeirra var mjög vel útfærður músík-
alskt og vel uppbyggður túlkunar-
lega. Einbeiting þeirra og kraftur var
svo sterkur að allt varð kynngimagn-
að og stemningin næstum eins og í
alvöru óperuhúsi. Söngur Comelius-
ar Hauptmann var í sama gæðaflokki
en hlutverk hans er minna. Þá var
Jón Þorsteinsson fallega lýrískur
Walther von der Vogelweide.
Og ágætir voru Viðar Gunnarsson
sem Biterolf, Sigurður Bjömsson
sem Heinrich og Robert Holzer sem
Rainmar. Líka Sigríður Gröndal sem
söng hjarðsvein. Þá komu fram sem
aðalsveinar Ásta Valdemarsdóttir,
Dúfa S. Einarsdóttir, Sigrún Andres-
dóttir og Soffía H. Bjarnleifsdóttir.
Kórinn var í fínu formi. Og hljóm-
sveitin í stórfínu formi.
Þrátt fyrir óhappið voru þetta ein-
hverjir minnisstæðustu tónleikar
sem gagnrýnandi DV hefur heyrt
langalengi. Það gerðist eitthvað sem
aðeins verður einstaka sinnum.
Áheyrendur urðu gagnteknir. Og þá
verður í rauninni öll krítik mark-
laus. Sá sem er gagntekinn er í
leiðslu. Og í leiðslu hafa menn ekki
skoðanir. Þeir eru.
Þaö var þurrkurinn í húsinu sem
vandræðum olli. Menn bíða í ofvæni
eftir því að nýja tónlistarhúsið rísi
af grunni. Getur ekki ríkisstjórnin
gaukað að húsbyggjendum svo sem
300 milljónum eins og handboltaspil-
urunum? Er listin svona ómerkileg
samanborið við boltaleiki? Svo
skíttöpum við náttúrlega handbolt-
anum. En í listinni tapar enginn. Þar
vinna allir. Fegurð og auðugra líf.
SÞG
„Nýlistasaf nið má ekki
verða að stofnun“
Kristján Steingrímur myndlistarmaður fyrir utan Nýlistasafnið sem nú
er á förum úr portinu við Vatnsstíg 3. DV mynd: KAE
Nýlistasafnið hefur aldrei verið
mikið í fréttum blaðanna. Því hefur
það vísast farið framhjá þorra les-
enda að nú stendur yfir síðasta
sýning safnsins á sínum gamla
stað, að Vatnsstíg 3a, en í því porti
var einnig vamarþing SÚM sáluga.
Tíu myndlistarmenn af yngri
kynslóð kveðja safnið með samsýn-
ingu og gefa því jafnframt verk eft-
ir sig.
Eftir mánaðamótin verður þessi
merka stofnun í íslensku myndhst-
arlífi að pakka niður og leita sér
að öðrum samastað, þar sem hús-
eigendur, sem frá upphafi hafa sýnt
Nýhstasafninu meira en venjulegt
umburðarlyndi, þurfa á húspláss-
inu að halda.
Vegna þessara tímamóta hafði
DV samband við Kristján Stein-
grím Jónsson, myndlistarmann og
starfsmann Nýhstasafnsins, og bað
hann ræða ástand og horfur í mál-
um safnsins.
í gamla vélsmiðju?
„Staðan í dag er sú að við höfum
fengið gott geymslurými í kjahara
gamla Gútenberg við Þingholts-
stræti - og veitir ekki af því safnið
á nú nokkur hundruð myndverk,
svo og ýmislegt annað sem mynd-
Ustarsögunni viðkemur - en sýn-
ingarrými höfum við ekkert eftir
næstu mánaðamót," sagði Kristján
Steingrímur.
„Á hinn bóginn eru ákveðnir að-
flar innan borgarkerfisins að
kanna hvort ekki megi kaupa
handa safninu gamalt vélsmiðju-
húsnæði við Nýlendugötu, en það
kerfi er afar svifaseint.
Húsnæðið við Nýlendugötu
mundi henta safninu mjög vel. Það
þyrfti að vísu að gera það upp, en
það gætum við myndUstarmenn
sjálfir gert með litlum tilkostnaði.
Félagar í safninu eru jú orðnir 80
talsins.
Um leið og einhverjum arkitekt-
um er sleppt lausum á svona bygg-
ingu, er marmari og tilbehör komið
í spihð, en allt slíkt viljum við forð-
ast.“
TaUð barst að rekstrargrundvelU
NýUstasafnssins, sem ævinlega
hefur veriö tæpur. Fáist húsnæðið
við Nýlendugötuna, er einhver
trygging fyrir því að hægt verði að
halda uppi rekstri í því?
„Sko, í tíu ár höfum við myndhst-
armenn rekið þetta safn upp á okk-
ar einsdæmi, bjargað verkum frá
glötun, safnað verkum eftir fjölda
Ustamanna, innlendra sem er-
lendra, og staðið fyrir um það bil
218 uppákomum. Áð stórum hluta
hefur íslensk myndhstarsaga síð-
ustu ára verið mótuð í NýUstasafn-
inu.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Verkum verður að skila
Okkur þykir satt að segja sem við
séum búin að sanna tilverurétt
Nýlistasafnsins, og lái okkur hver
sem vill.
Ríki og borg hafa stöku sinnum
rétt okkur sposlur, en nú þurfa
þessir aðilar að taka á honum stóra
sínum,“ svaraði Kristján Stein-
grímur.
„Ef borgin leggur okkur til hús-
næðið, mundum við treysta okkur
til að reka safnið fyrir um það bil
þriggja milljón króna ríkisstyrk á
ári. Fyrir þá peninga mætti vinna
að skrásetningu og viðgerðum
verka og rækja bréfaskriftir."
Kæmi til greina að ganga inn í
aðra opinbera myndUstarstofnun,
lægi sUkt boð fyrir?
„Það tel ég útilokað, ekki síst
vegna þess að gjafir margra mynd-
listarmanna til safnsins eru skil-
yrtar. Verði safnið lagt niður eða
því breytt, verður að skila þeim
verkunum aftur.
Við mundum missa fjöldann all-
an af verkum þekktra útlendra
listamanna út úr landinu."
En er hlutverk NýUstasafnsins
hið sama í dag og fyrir tíu árum?
„Þörfin fyrir safnið er hin sama,
hvort sem litið er á það sem safna-
eða sýningarstofnun," svaraði
Kristján Steingrímur að bragði.
SÚM og September
„Áður safnaði Nýlistasafnið
myndverkum sem Listasafn ís-
lands kærði sig ekki um, og þá aðal-
lega verkum frá SÚM-tímabiUnu.
Nú er Listasafnið farið að safna
SÚM-tímabilinu, sem er auðvitað
af hinu góða, en það bitnar á yngstu
kynslóðinni.
Á þeirri tíu manna sýningu sem
nú stendur yfir í NýUstasafninu er
til dæmis aðeins einn listamaður,
Ólafur Sveinn Gíslason, sem fengið
hefur inni á Listasafninu með verk
eftir sig.
Strangt til tekið er alveg jafn-
ámælisvert að einskorða sig við
kaup á verkum SÚM-manna og
Septemberhópsins.
En ef til vfll Uggur íhaldssemi í
eðli safnastofnana eins og Lista-
safnsins, eins og raunar er undir-
strikað með arkitektúr þess. Ég vil
taka fram að mér þykir Listasafnið
falleg bygging, en hún hentar ekki
fyrir nýrri list.
í fyrra keypti Listasafnið til dæm-
is stóra mynd eftir Sigurð Örlygs-
son, sem hvergi kemst fyrir nema
í neðsta salnum, sem er frátekinn
fyrir gömlu meistarana. Kannski
ætti safnið aUt að vera frátekið fyr-
ir gömlu meistarana. Með þessu er
ég ekki að gagnrýna safnið, heldur
að tæpa á köldum staðreyndum.
Það er bara tvennt ólíkt að sinna
listasögunni og fylgjast með því
sem er að gerast í nútímanum.
Gallerí lítil og Ijót
En það er sem sagt enn og alltaf
þörf fyrir NýUstasafn til að halda
til haga verkum yngra fólks.
Þó er sennilega enn meiri þörf
fyrir það sýningar-og athafnarými
sem við höfum reynt að halda opnu
í safninu.
Skoöum hvernig ástandið er:
gallerí eru hér lítfl og ljót, þurfa
auk þess að gera út á það sem selst,
lofthæð er ónóg í Norræna húsinu
og loftið áð Kjarvalsstöðum er eins
og það er.
Nýlistasafnið getur áfram mynd-
að hlutlausa umgjörð utan um
margháttaðar myndlistaruppá-
komur sem ekki fá inni annars
staðar, án þess að verða að „stofn-
un“, með þeim málamiðlunum og
því seinlæti sem innbyggt er í slík-
ar mublur,“ sagði Kristján Stein-
grímuraðlokum. -ai.