Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. 25 Iþróttir Lokeren vill fá Amar Grétarsson Kristján Bentburg, DV, Belgíu: Nú í vikutíma hefur Arnar Grét- arsson, knattspymumaður úr Kópavogi, verið við aefingar hjá 1. deildar félagi Lokeren í Belgíu. Er það sama félag og landsliðs- maðurinn Arnór Guðjohnsen lék meö fyrir nokkrum árum en hann hóf fcril sinn í herbúðum þess fé- lags. Amar hefur vakið verðskuldaða athygh fon-áðamanna Lokeren á þeim tíma sem hann hefur dvalið þar við æfmgar. Vilja þeir nú gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá þennan unga íslending í sinar raðir. Það eru hins vegar fleiri lið sem sækjast eftir honum Til að mynda ríkasta félag Bretlandseyja, Glas- gow Rangers, og enski risinn Manchester United. Þar æfði Amar um páskana og heilluðust ráöa- menn United af þessum bráðefni- lega leikmanni. Nýr íslendingur í raðirLokeren? Hvort Amar Grétarsson fetar í Arnar Grétarsson. DV-mynd HH fótspor Arnórs Guðjohnsen, sem nú er ein skærasta stjarnan í belg- ískri knattspyrnu, er enn á huldu. „Kemur nýr Amór Guðjohnsen til Lokeren," sagði belgíska blaöiö Het Volk nú í vikunni en dvöl ís- lendingsins hefur ekki aðeins vakiö athygli hjá ráðamönnum Lokeren heldur sér belgíska pressan þarna framtíðarmann fyrir félagið. „Það sem alla áhangendur Loker- en hefur dreymt um síðan Arnór yfirgaf félagið er að fá nýjan íslend- ing sem er jafnoki hans. Sá mögu- leiki er nú fyrir hendi og heitir pilt- urinn Arnar Grétarsson. Hann er 17 ára gamall miðjumaöur og ræð- ur yfir mikilli leiktækni. Hann hef- ur auk þess hlotiö atliygli Glasgow Rangers og Manchester United. Amar er bróöir Sigurðar Grétars- sonar, markahróks hjá Luzem í Sviss,“ segir Het Volk. Þess má geta að Arnar hefur spO- að með jafnöldrum sínum hjá Lo- keren á æfmgatímanum, leikiö með varaliði félagsins og kom síðan inn á 1 leik með aðalliðinu í gær. Lék hann þá í 10 mínútur og stóð sig prýðiiega. Sigurður Sveinsson enn óráðinn: Lokaákvörðunin verður sú eina rétta - segir Sigurður sem skoðaði aðstæður hjá Dortmund „Eg spái í þetta fram yfir helgi. Maður verður bara aö láta þetta líða Eggert góður Guraiar Gurmarsson, DV, Svíþjóð: Eggert Guðmundsson, mark- vörður hjá Falkenberg í Svíþjóð, fékk mjög góða dóraa i blöðum fyrir framgöngu sína um síðustu helgi. Lið hans hafði þá betur gegn Bromulla, 1-2. A sama tíma vann Hacken, lið þeirra Ágústs Más Jónssonar og Gunnars Gíslasonar, sigur á Mjállby, 2-0, en síðartalda liðinu er spáð mikilli velgengni. Kalmar, félag Haíþórs Svein- jónssonar, tapaði hins vegar fyrir stórlinu Öster, 0-3, á heimaveUi sínum. Öster hefur tvo sovéska lands- liðsmenn á sínmn snærum og spá þvi flestir að liðið dveþi ekki lengi utan úrvalsdeOdarinnar sænsku, Ailsvenskan. Þess má geta að Hafþór kom inn á í nefndum leik en hann hefur átt við meiösl að stríða að undan- fómu. Karfa í kvöld Þrír leUcir em á NM í körfu- knattleik í kvöld. Þá glímaíslend- ingar viö Svía kl. 20 í Njarövík en á undan mæta Svíar liði Norð- manna í Keflavík kl. 14. Á milli þessara leikja kljást lið Finna og Dana í Grindavik kl. 18. í gegnum höfuðið, skoða máhð frá öUum hliðum." Þetta sagði landsliðsmaðurinn Sig- urður Sveinsson við DV í gær en þá var hann nýkominn frá Vestur- Þýskalandi. Þar kannaði hann að- stæður hjá handknattleiksfélaginu Dortmund. Ráðamenn þess félags vilja ólmir fá Sigurð tU liðsins og voru viðræður í gangi samhliða því sem landsliðsmaðurinn kannaði að- búnaðinn: Aðstæður hjá Dortmund eru mjög góðar og tilboðið er óneitanlega freistandi. En ég ætla að fara var- lega. Mig langar á margan hátt að vera heima en líka að fara út. Það er spurning hvort maður nennir að rífa sig upp aftur en hver sem niður- staðan verður í þessu máli þá verður lokaákvörðunin sú eina rétta,“ sagði Sigurður við DV. -JÖG Alfreð hefur mörg jám í eldinum: Alfreð í Frakklandi - skoðar aðbúnað hjá þarlendu liði Eftir því sem heimildir DV herma er landshðsmaðurinn Alfreð Gísla- son nú í Frakklandi. Skoðar hann þar aðstæður hjá frönsku fyrstu deildar félagi en ráðamenn þess buðu landsliðsmanninum íslenska út til að líta á aðbúnað og til viðræðna. Alfreð hefur mörg járn í eldinum þessa dagana því samhliða þessu skoðar hann nú boð frá spánska fé- Blakstúlkur á ferðiniti - þrír landsleikir við Luxemborg Islenska unglingalandsliöið í kvennaflokki mætir Uði Lúxemborg- ar í þremur landsleikjum hér á landi um helgina. Fyrsti leikur þjóðanna verður í Hagaskóla í kvöld kl. 21. Á laugardag veröur einnig leikið í Hagaskóla kl. 14 og þriðji leikurinn verður í Digranesi á sunnudag kl. 14. Liðin eru skipuð stúlkum, 18 ára og yngri. íslenska unglingalandsliðið verður skipað etfirtöldum stúlkum: Guðrún Jónína Sveinsdóttir.......ÍS laginu Bidasoa. Ráðamenn þess hðs eru væntanleg- ir til landsins einhvem næstu daga eftir því sem heimildir DV herma. Munu þeir þá ræða við Alfreð og Sig- urð Gunnarsson en forvígismenn Bidasoa vilja fá þá báða í sínar raðir eins og fram kom í DV á dögunum. -JÖG Sigurður Sveinsson skoðaði aðstæður hjá v-þýska félaginu Dortmund á dögunum. Hér býr hann sig undir einn þrumufleyginn. Sandra Jóhannsdóttir............KA Karítas Jónsdóttir..............KA Elísa Jóhannsdóttir........Þrótti, N Jóna Viggósdóttir..........Þrótti, N Jóna Sævarsdóttir..........Þrótti, N Sveina Másdóttir...........Þrótti, N Una Sigurðardóttir..............HK Elfa Helgadóttir................HK Katrín Hermannsdóttir...........HK Guðlaug Jóhannsdóttir...........HK Anna Einarsdóttir...............HK -JKS Hnefaleikari í dái - ungur Svli slasaðist iJla í keppni Guruiar Gunnaisson, DV, Svíþjód: Sænskur hnefaleikari, Arthur Hándler aö nafni, hefur verið í dái áhugamanna í Sríþjóð. Læknar telja ekki liklegt að Hándler, sem er aðeins 19 ára gamall. rýni. Hann stóð uppi sem sigurvegari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.