Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1989.
Spumingin
Ert þú hlynnt(ur) hús-
bréfakerfinu?
Gunnar H. Egilsson, sjávarafurða-
deild SÍS: Ég hef ekki kynnt mér það
nógu vel en ég tel þörf á betra kerfi
en við búum við núna.
María Haraldsdóttir ræstingakona:
Já, ég tel það eiga fullan rétt á sér.
Númi Einarsson, fv. verkamaður: Já,
ég held að ég sé frekar hlynntur því
og myndi greiða því atkvæöi.
Erla Guðjónsdóttir húsmóðir: Ég hef
ekki kynnt mér það nógu vel. En það
þarf betra kerfi en nú er. Samt er ég
ekki viss um að húsbréfin bæti nokk-
uö þar úr.
Bjarni Jónsson leigubilsstjóri: Ég
botna ekkert í því. Þetta er flókið
mál og við vitum ekki hvað kemur
út úr því. En það má gera tilraun
með þetta.
Guðmundur Tómasson, verslunar-
stjóri hjá Heklu: Já, mér líst betur á
þetta en gamla kerfið og held aö það
komi betur út.
Lesendur
Símabankinn sinnir sínum
G.R. skrifar:
Það er augsýnilega hart barist á
p§ningamarkaði íslenska lýðveldis-
ins þessa dagana. Bankarnir og ríkið
hafa verið í samkeppni um þessar fáu
krónur sem unglingar og eldra fólk
er skyldugt að leggja fyrir gegn ónóg-
um vöxtum, sem hvergi nærri hafa
við ríkjandi verðbólgu á hverjum
tíma.
Það er raunar svo komið að maður
hefur ekki við að taka á móti pósti
um hvers konar tilboð. Þau eru frá
tryggingum, frá bönkum og spari-
sjóðum og með hverri útskrift Visa-
kortanna t.d. eru látin fylgja tilboð
eða áskriftarmiðar sem eiga aö vísa
veginn til vaxandi velgengni.
Nú ríða sparisjóðirnir á vaðið með
kynningu á Símabankanum, sem
líka hefur verið auglýstur í sjón-
varpi. Flest heimili landsins fá stórt
umslag með tvíblöðungi og um-
sóknareyðublaöi þar sem þetta hag-
ræði er kynnt. En hvert er hagræðið?
Ég sé það ekki. Ég hef satt best aö
segja vart séð fáránlegri auglýsingu
en þar sem flugstjóri lætur það vera
sitt síðasta verk í flugstöðinni fyrir
flug að hringja í símabanka og spyrja
um innstæðu sína! - Eða þá auglýs-
inguna með „sófapartíinu" þar sem
allir eru að hringja til að fá fréttir;
af stöðu reiknings, um millifærslu,
gengi, o.s.frv.!
Umsóknareyðublaðið sem maður
fær sent heim er umsókn um aðild
að símabanka. Já, já, Lara skrifa
undir og senda inn til sparisjóðanna.
En kostar þetta ekkert? - „Þjónusta
símabankans verður fyrst um sinn
án endurgjalds," stendur feitletrað á
miðju umsóknarblaðinu. Ekki er
sagt hvað síðar verði. Auðvitað kost-
ar þessi þjónusta eins og annað og
það er auðvitað áskrifandinn sem
hana mun greiða.
Ég get bara engan veginn séð neina
hagkvæmni í þessum símabanka.
Hver er svo klikkaður að hann þurfi
sí og æ að spyrja um innstæðu sína?
Ég held að þessi hugmynd sé bara
ein þeirra sem sett er fram fyrir kol-
brjálaða íslendinga sem allt kaupa
fyrr eða síðar. - Mér dettur ekki í
hug að álasa sparisjóðunum fyrir
framtak sitt. Þeir eru í „bisniss“ eins
og sagt er. En ég kalla þá léttruglaða
sem eru svo símaþurfandi að þeir sjá
hér nýjan leik á borði til að komast
í símann.
Bréfritara finnst lítið fara fyrir íslandi í ferðaauglýsingum. - „Kannski bara
ekki i tísku?“
Feröalög og fyrirsagnir:
ísland ekki í tísku?
Lesandi að austan skrifar:
Ég er hér með í höndunum blaö-
auka DV um ferðamál sem fylgdi
blaðinu hinn 20. apríl sl. - sumardag-
inn fyrsta. Hér kennir margra grasa
og hvert ferðaævintýrið af öðru blas-
ir við á síöum þessa ferðablaðs.
Fyrirsagnir auglýsinga gefa til
kynna stórkostlega ferðamöguleika:
„Bjóðum flug til fimmtíu borga dag-
lega“. - „Byggjum á fimmtíu ára
reynslu“. - „Fimm stjörnu hótel í
Kína“. - „Eyjahopp á Grikklandi“. -
„Lúxusferðir til Asíu“. - „Vikulegar
ferðir til Hawaii“.
Viö lauslegan yfirlestur var ekki
hægt að sjá að þessar ferðir kostuöu
neitt. í einni grein var minnst á að
aðalvandamálið væri aö skip á lúxus-
siglingu um Asíu væri ásetið og fá
pláss væru laus. Það virtist hins veg-
ar vera feimnismál að peningar - eða
öllu heldur peningaleysi - gæti veriö
vandamál.
Og annað vekur athygli. Það er
ekki minnst á eina einustu ferð um
ísland. Er það kannski ekki nógu
dýrt, ekki nógu mikill lúxus, eða
bara ekki í tísku?
Tvö atriði til
umfjöllunar
V.S.P. hringdi:
Tvennt er þaö sem ég vil láta
minnast á í fjölmiölum, einkum
dagblöðunum sem ég hefi meiri
tíma til að lesa en aö hlusta á út-
varp. Fyrst er þaö varöandi
Reykjavíkurmót í knattspyrnu.
Mér finnst lítiö sem ekkert vera
um það fiallað. Manni þykir gott
ef maður sér birt úrslitin og yfirlit
yfir röö leikjanna.
Síðara atriðiö er varöandi umferö
vinnuvéla á götum útl Ég hélt aö
í reglugerð yfir umferð vinnutækja
hefði verið komið inn grein sem
bannaði að slík tæki væru í umferð
á götum úti, nema á tímabilinu frá
kl. 19 aö kvöldi til kl. 7 að morgni.
Ég er sífellt að rekast á einhverja
tegund vinnutækja, traktora,
kranabíla og hvers konar önnur
þungavinnutæki drattast eftir íjölf-
ömum götum, þannig aö umferöin
teppist á löngum köfium, þar sem
annars ætti aö vera vel ökufærL
Þessi tvö atriði mættu dagblööin
gjaman kanna og birta umfjöliun
um málin. íþróttadálkar blaðanna
um Reykjavíkurmótin og almennir
fréttadálkar um umferð þunga-
vinnuvéla á götum úti.
UndlrrttuA/»óur, iem er í vidskiptum við Sparisjóð
um s&ld *ð s/mabanka sparbjóðanna.
Póttnúmer. staður
Sfmi
dap. undínknh
Þjónusta sfmabankans veróur fyrst um sinn án cndurgjalds.
ÚTFYLUST AF SPARISJÓDNUM:
Bankanúmer afgreiðslustaðar .1.1. ................. Aógangtlykdl
Aóild ad simabanka verður Q opnuó Q lokuð
dags.
undirskrfft surftmanns
Aihugwmdír ‘— '
Síma&Banki
Símabanki Sparisjóðanna. - Fyrir töluþyrsta eða símaþurfandi?
Meðlög og
barnauppeldi
Bryndis Guðbjartsdóttir skrifar:
Kona sem alið hefur karlmanni
bam og eftirlátið honum forræði
þess greiðir með því og finnst karl-
manninum það sjálfsagt. Ég þekki
tvö þess konar tilfelli, og í báðmn
komst konan ekki af fjárhagslega,
en var að hugsa um hag bamsins,
að það þyrfti ekki að líða fjárhags-
legan skort og gæti verið hjá ömmu
sinni þegar pabbinn var að vinna.
- Enginn þeytingur á bami fyrir
allar aldir og allt sem því fylgir.
Þessir feður fara vel yfir eina
milljón í árstekjur og ef maður vissi
ekki betur mætti halda aö þeir
væru sunnudagspabbar, svo lítið
hafa börnin af þeim að segja.
Árstekjur mæðranna ná sjaldn-
ast hálfri milljón króna og skulda
þær töluvert frá því þær höfðu for-
ræði barnanna. Ég hef látið álit
mitt í ljós við þessa menn, og svör-
uðu þeir aula- og drýgindislegir á
svip: „Þama er nú komið jafnréttiö
sem þiö vilduð.“
Ég er ekki ein af þessum svoköll-
uðu jafnréttiskonum, nema að því
leyti að ég tel að réttlæti eigi að
ríkja, og þetta finnst mér ekki réttl-
átt. Ég er ekki að lítilsviröa umönn-
un föðurins, en faðir getur aldrei
orðið móðir. Þá á ég við að þetta
er nú einu sinni líf sem kviknar í
móðurkviði og meðgangan og fæð-
ingin tengja móður og bam sér-
stökum böndum.
Eðlilegt hlutverk karlmanns er
að draga að björg í bú og vernda
fjölskyldu sína og konan á að vera
manni sínum undirgefin. Sjálfsagt
fara þessi orð illa í einhvern. En
með öllum þessum skilnuðum og í
öllu þessu lauslæti sem er tímanna
tákn væri þó ráðlegt að gera þeim
mæðrum sem þess óska kleift að
vera heima án þess að eiga það yfir
höföi sér aö svelta.
Ég veit að lífsgæöatakmarkiö er
hátt, en það er alls ekki hjá öllum
og þær eru nokkuö margar mæð-
umar sem vilja vera heima og em
bara nokkuð nægjusamar. - Það
tapar enginn á því að þær fái greitt
fyrir vel unniö barnauppeldi.
Harmleikurinn í Sheffield:
Konráð á villigötum
Þorvaldur Jensen skrifar:
í pistli sínum í lesendadálki DV
þann 21. apríl skrifar Konráð Frið-
finnsson um harmleikinn í Sheffield
á dögunum og öll hljótum við að vera
sammála um að fá orð geta lítt lýst
þeim hörmungum sem þarna urðu.
Þegar líða tekur á ofannefndan
pistil Konráös fer þekkingu hans að
verða ábótavant og „sjónarmiðiö“
alveg fáránlegt. - Fyrir það fyrsta er
ljóst að ekki er hægt að kenna áhorf-
endum um harmleikinn. Ég á við þá
sem keyptu sér miða eins og lög gera
ráð fyrir, því þeir, sem voru utan við
leikvanginn miðalausir, mddust inn
(eftir að eftirlitsmaður opnaði hlið
inn á áhorfendasvæðin) með fyrr-
greindum afleiðingum.
Rétt hjá þér Konráö; þeir „hjól-
uðu“ ekki saman. Ég er nú á því aö
ensk knattspyrna hafi staðið á tíma-
mótum eftir atburðinn í Brussel fyrir
fimm árum, en ekki nú, þótt mann-
fall hafi orðið meira í þetta skiptið.
Knattspyrnusambandið í Englandi
hefur gert miklar varúðarráðstafan-
ir fyrir stórleiki, en því miður dugðu
þær ekki til og því fór sem fór. Það
er þó athyglivert að siagsmál og
skrílslæti hafa minnkað til muna eft-
ir harmleikinn í Brussel og á ég þá
viö inni á leikvanginum sjálfum. -
Hins vegar tíðkast læti utan leik-
vangs sem þykir kannski ekki skrýt-
ið þar sem tugir þúsunda manna eru
saman komnir, með ólíkar skoðanir,
og þá ekkert endilega á knattspyrnu
frekar en öðru.
Það verður því að teljast skrýtið
„sjónarmið“ hjá Konráði að vilja
stöðva fótboltakappleiki í fimm ár
hið minnsta, fyrir það að óprúttnir
skrílslátamenn safnast saman UTAN
leikvangs til að stunda sín áhuga-
mál. Og hvað meinar Konráð? Á að
banna kappleiki alls staðar i heimin-
um, eða hvað? - Nei, Konráð, keppni
er af hinu góða og er ég hræddur um
að lífið yrði bragðlaust án íþrótta.
Það var óþarfi hjá þér að minnast
á vantrúna á eigin „sjónarmið", en
hitt þykir mér miður, og það er aö
setja Kölska í forsvar fyrir íþrótta-
keppni. Barnalegt þaö!