Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Utlönd Fimmtudagur í næstu viku verö- ur venjulegur dagur í lífi Margrét- ar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Hún heldur ríkisstjóm- arfund í Downingstræti 10 fyrir hádegi og eftir hádegi mun hún svara spurningum þingmanna í fyrirspumartíma á þinginu. En 4. maí 1989 er enginn venjuleg- ur dagur. Þá fagnar Thatcher því að tíu ár eru liðin frá því að hún tók við embætti forsætisráðherra Bretlands, fyrsta konan í því emb- ætti. Á þessum tíu árum hefur kaup- mannsdóttirin, sem nú er sextíu og þriggja ára, skapað sér nafn sem reyndasti leiðtogi Vesturlanda, og eiim sá allra virtasti. Á þessum tíma hefur hún fært nýtt hugtak á spjöld stjórnmálasög- unnar; „Thatcherismi" sem bygg- ist á samkeppni, sparsemi, sjálfs- ábyrgð og hörku. Obilandi kraftur hennar við að breyta til frambúðar uppbyggingu bresks þjóðfélags varö til þess að hún varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi árið 1981 að vera vahn óvinsælasti forsætisráðherra Bret- lands frá upphafi í skoðanakönn- un. Sex árum síðar var hún í þriðja sinn kjörin til aö veita þjóðinni for- ystu. Það er met í breskum stjórn- málum. Blýantsnagarar í skriffinskukerf- inu kölluðu hana eitt sinn „TBW“ (This bloody woman eða þessi fjandans kona). Henni var nokk sama um álit þeirra því að skrif- finskuveldi hatar hún. Hún hefur lýst því yfir opinberlega að hún muni halda áfram og áfram. Ekki virðast miklar líkur á að hún fái samkeppni, hvort heldur sem er innan eöa utan íhaldsflokksins. Áratugur mikilla sigra Þessi áratugur hefur verið við- burðaríkur. Orrustur hafa verið háðar og miklir sigrar unnir gegn verkalýðsfélögum, Evrópubanda- laginu, Argentínu og gegn nokkr- um af hennar eigin félögum, efa- semdarmönnunum sem voru ósammála stefnu hennar og efuð- ust um að hún myndi virka. Þegar Thatcher komst til valda árið 1979 haföi Verkamannaflokk- urinn veriö við stjómvölinn í Bret- Fögnuður Margrétar Thatcher var mikill þegar hún tryggði sér þriðja kjörtímabil sitt í embætti forsætisráðherra í kosningunum 12. júní 1987. Símamynd Reuter var það atburður þúsundir kOó- metra í burtu sem tryggði henni yfirgnæfandi kosningasigur árið 1983. Innrás Argentínu á Falklandseyj- ar, breska nýlendu, í aprO 1982 var prófsteinn á hörku Thatcher- stjórnarinnar. Tíu vikum síðar náði breskt her- hð eyjunum aftur. Liðið hafði verið sent yfir hálfan hnöttinn af óum- deilanlegum foringja með þjóðern- isstolt bresku þjóðarinnar í vega- nesti. Þrátt fyrir Falklandseyjasigurinn og 144 sæta meirihluta á þingi var annaö kjörtímabil Thatcher eins stormasamt og það fyrsta. Einmitt þegar áætlun Thatcher um sölu á ríkisfyrirtækjum var að fara í fullan gang helltust vanda- máhn yfir bresku stjórnina. Kyn- lífshneyksli sem einn ráðherra stjórnarinnar blandaðist inn í, vandræði sterhngspundsins, löng barátta viö kolanámumenn í verk- falli og fleira varð til þess að dreifa kröftunum. Sprengingin i Brighton Einn eftirminnilegasti atburður annars kjörtímabOs Thatcher er án efa sprengingin í Brighton, sem næstum varð allri ríkisstjóm hennar, að henni sjálfri meðtaldri, að bana. Thatcher slapp ómeidd þegar sprengjan sprakk í hóteli því sem hún var á á landsfundi íhalds- flokksins 1984, en flmm manns biðu bana og margir nánir samstarfs- menn hennar slösuðust illa. Eftir sprenginguna sýndi Thatc- her enn einu sinni að hún er úr stáli. Aðeins nokkrum klukku- stundum síðar flutti hún lokaræðu sína, á réttum tíma, og hét því aö að hún myndi engan bilbug láta á sér finna í báráttunni við hryðju- verk. Kreppa hjá öðrum flokkum Eftir því sem Thatcher hefur ver- ið lengur við völd haíá innan- flokksvandræði í Verkamanna- flokknum aukist og Miðflokka- bandalagið splundraðist. Hún hafði frjálsar hendur til að fylgja eftir þeirri stórkostlegu félagslegu bylt- ingu sem hún hafði hmndið af stað. Risastórum ríkiseinokunarfyrir- tækjum í stál-, gas: og olíuiðnaði var skilaö til markaðarins. Þúsundir venjulegra verka- manna urðu heimiliseigendur og keyptu sér hlutabréf í fyrirtækjum, í fyrsta sinn. Menntamál, heObrigðismál, lög, opinber þjónusta, tryggingakerfið og sveitastjórnarmál voru tekin til endurskipulagningar. Vatnsveitur og rafmagnsveitur er verið að selja í hendur einkaað- ila, alveg eins og British Airways og símaþjónustuna í landinu. Því er lofað aö eftir næstu kosningar, sem verða ekki síöar en 1992, verði kolaiðnaöurinn seldur frá ríkinu. Thatcher fram á næstu öld Thatcher er langlOdegasti leið- togi íhaldsmanna í næstu kosning- um. Hún hefur engan hug á að draga sig í hlé og víst er að enginn maöur fer í sporin hennar. Hún er nú á þriðja kjörtímabili sínu en hún er strax farin að huga að því fjórða. Margir telja að hún muni ekki draga sig í hlé frá stjórn- málum fyrr en heOsubrestur eða eitthvað því um líkt gerir vart við sig. Járnfrúin er við hestaheUsu og þaö er ekkert ólíklegt að hún verði við völd í Bretlandi að tíu ámm liðnum, jafnvel allt fram á tuttug- ustu og fyrstu öldina. Ef miða má við Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, veröur frúin á besta aldri um aldamótin. Reuter landi í eUefu af síðustu fimmtán ámm. Landið gekk undir nafninu „sjúki maöurinn í Evrópu“ og órói á vinnumarkaði var um allan heim nefndur „breski sjúkdómurinn". Kosning Thatcher reyndist vera visir að meiru en venjulegum stjómarskiptum. Sósíalismi hreinsaður út Thatcher, sem hefur gaman af að líkja sér viö venjulega húsmóður sem fæst við dagleg vandamál, tók tfl við vorhreingeminguna sem miðaði að því að hreinsa sósíalisma (félagshyggju) út úr bresku sam- félagi. í miðri efnahagslægð i heiminum sneri hún Bretlandi á braut frjáls markaðskerfis og réðst gegn gífur- legu verðbólguvandamáli jafn- framt þvi sem hún lagöi til atlögu við verkalýðsfélögin og vald þeirra. Stefna hennar var alls ekki vin- sæl og harðar aðgerðir hennar komu við kaunin á fólki. Hún beitti hinum svonefnda monetarisma til þess að stjórna framboði á pening- um. Iðnaðarframleiðsla og þjóðar- framleiðsla drógust saman og gjaldþrotum fjölgaði mjög á kreppuárunum 1981-82. Atvinnuleysi náöi nýju hámarki, óeirðir bmtust út í miðborgum London og Liverpool og íhalds- flokkurinn var langt aö baki bæði Verkamannaflokkinum og Mið- flokkasambandinu samkvæmt skoðanakönnunum. Thatcher lét hins vegar ekki bug- Margrét Thatcher og maður hennar, Dennis, fagna hér kosningasigri ihaldsflokksins 4. maí 1979, þegar nýtt límabil i sögu Bretlands, og raunar heimsins hófst; tímabil Margrétar Thatcher, sem enn stendur í fullum Ijóma. ast. Hún orðaði það svo á lands- fundi íhaldsfolkksins árið 1980: „Þú beygir ef þú vOt. Frúin er ekki hrif- in af beygjum." Árið 1983 var efnahagur Bret- lands farinn að rétta úr kútnum. Verðbólgan var komin úr 22 pró- sentum niður í innan við 5 prósent. Falklandseyjastríðið rós í hnappagatið Á meðan stefnumál hennar geng- ust undir prófiö á heimavettvangi Thatcher í tíu ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.