Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 2
2 LAUGÁRDAGUft 29. APRÍL 1989. Fréttir Reikningsuppgjör Landsvirkjunar fyrir síðasta ár: Hundraða milljóna tapi snúið í góðan hagnað „Þaö er mjög áríðandi að lána- drottnar Landsvirkjunar fái góða mynd af rekstri fyrirtækisins. Það var því ekki talin neiri ástæða til að sverta stöðuna á rekstrarreikningi fyrirtækisins umfram það sem skylt er,“ sagði Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, aðspurður um ástæðu þess að í ársreikningi er miö- að við gengi krónunar síöasta dags ársins 1988 en ekki fyrsta virka dag 1989 eins og reikningsskilanefnd Fé- lags löggiltra endurskoðenda hefur lagt til. Skuldirnar í raun 1,2 milljörðum meiri Samkvæmt skattareglum eiga fyr- irtæki að miða fjárhæðir erlendra lána við gengi krónunar eins og það var í lok hvers árs. Ef gengið er fellt strax eftir áramótin leiðir þetta hins vegar til þess að efnahagsreikningur fyrirtækjanna gefur ekki rétta mynd af raunverulegri skuldastöðu. Reikn- ingsskilanefnd hefur því mælt með því að fyrirtæki miöi við gengið eins og það var fyrsta virka dag hins nýja árs. Flest stærri fyrirtæki landsins hafa beitt þessari aðferð. Þaö gerir Landsvirkjun hins vegar ekki. Ef svo hefði verið hefðu lang- tímaskuldir fyrirtækisins verið 29.775 milljónir á efnahagsreikningn- um en ekki 28.518 eins og þær eru í reikningnum fyrir síðasta ár. Mis- munurinn er umtalsveröur eða 1.257 milljónir króna. En áhrifin hefðu einnig orðið mikil á rekstrarreikningi Landsvirkjunar. Þar sem skuldirnar hefðu verið hækkaðar frá því sem þær eru skráð- ar í ársreikningnum hefði þurft að færa þessa hækkun sem gengistap í rekstrarreikningnum. Það hefði því ekki verið skráð að Landsvirkjun hefði verið rekin með 186 milljón króna hagnaði heldur tapi upp á hundruð milljóna - jafnvel hátt í einn milljarð. Endurskoðandinn hlýddi ekki eigin ráðum Stefán Svavarsson, lektor við Há- skólann, er endurskoðandi Lands- virkjunar. Stefán er jafnframt for- maður Reikningsskilanefndar Félags löggiltra endurskoðenda. Hann mælti því með því að miða við fyrstu gengisskráningu fyrsta dags ársins 1989 en notaði sjálfur síðustu skrán- ingu 1988 sem endurskoðandi Lands- virkjunar. „Þetta var talsvert rætt í fyrirtæk- inu og þessi aðferð varð ofan á og ég get alveg staðið við hana enda þótt ég hafi skrifað álit reikningskila- nefndar," sagði Stefán í samtali við DV, „Ég hringdi meðal annars í fram- kvæmdastjóra alþjóðlegu reiknings- skilanefndarinnar og bað hann um áht á þessu. Hann sagði meðal ann- ars að í bresku reglunum væri ákvæði um að gengisfelling um ára- mót ætti ekki aö fara inn undir gamla áriö. Það er einnig sams konar ákvæði hjá alþjóðlegu reiknings- skilanefndinni. Sama regla gildir síð- an í íslensku skattalögunum." íslenska aðferðin hefði ýktgengistapið - Erþásúaöferðsemíslenskareikn- ings skilanefndin mælir með frávik frá þeim meginreglum sem gilda í heiminum? „Hún er það en er studd efnisrök- um. Það verður hins vegar að hafa fyrirvara á þessari aðferð því það fer eftir atvikum hvenær hún á við og hvenær ekki. Þau atvik voru hjá Landsvirkjun að ég mælti ekki með því að hún yrði notuð,“ sagði Stefán. Meginástæðuna fyrir þessari ákvörðun sagði Stefán vera þá að vegna mikilla gengisfellinga í fyrra hefðu erlend lán Landsvirkjunar hækkað mikið. Þessi hækkun er færð fyrirtækinu til gjalda á rekstrar- reikningi þó svo það komi aldrei beint viö buddu fyrirtækisins þar sem lánin eru til mjög langs tíma. Ef miðaö hefði verið við gengisskrán- ingu sem tók gildi eftir áramót hefði þetta tap vegna gengisbreytinga orð- ið enn meira og í engu samræmi við greiðsluafkomu fyrirtækisins. -gse „Við viljum próf“ mátti meðal annars lesa á kröfuspjöldum í kröfugöngu Félags framhaldsskólanema sem fór frá Skólavörðuholti niður á Lækjartorg eftir hádegi í gær. Þar fór fram fjölmennur fundur þar sem nemarnir lýstu yfir óánægju sinni með þá óvissu sem verkfall kennara hefur skapað um námslok í vor. DV-mynd GVA Ætlar á seglbáti úr pappír milli Reykjavikur og Akraness: Sigli í heimsmet á DV - segir Gunnar Martin Úlfsson augiýsingateiknari Söluskattur: 3,1 milljarður í vanskilum í byijun apríl voru vanskil á sölu- skatti um 3,1 milljarður. Þar af eru 2 milljarðar raunveruleg skuld en um 1 milljarður er áætlun inn- v heimtumanna ríkissjóðs. Miðaö við reynslu fyrri ára má gera ráö fyrir að af þeirri upphæð séu um 350 millj- ónir raunveruleg skuld. Heildar- skuldir fyrirtækja á söluskatti eru því nálægt 2,4 milljörðum. Að sögn Snorra Olsen, deildar- stjóra í fjármálaráðuneytinu, inn- heimti Tollstjórinn í Reykjavík, stærsti innheimtumaðurinn á sölu- skatti, um 95 prósent af álögðum söluskatti og vanskilum fyrri ára í fyrra. Innheimtuhlutfallið það sem af er þessu ári er svipað. Þetta hlut- fall er ekki ýkja verra en oft áöur. Snorri sagðist þó telja líklegt að inn- heimtan yfir landið allt gæti orðið verri en áður þar sem innheimta á sköttum tæki mið af atvinnuástand- inu. Hún gengi verr í harðæri en góðæri. Af þeim 3,1 milljarði, sem skráður er í bækur fjármálaráðuneytisins, eru 1,3 milljarður vegna skulda frá 1986 og fyrr. Um 600 milljónir eru vegna skulda frá 1987 og 1,2 milljarö- ur vegna skulda síöasta árs. -gse „Ég beið á rauðu ljósi í hádeginu á dögunum þegar þeirri hugmynd skaut upp í huga mér að sigla á papp- írsseglskipi milli Reykjavíkur og Akraness. Ég viðraði hugmyndina strax viö vinnufélaga mína sem leist vel á og hvöttu mig til dáða. Nú er smíði seglskips í anda langskipa vík- inganna vel á veg komin. Það er út- lit fyrir að ég sigli í heimsmet á DV sem skráð verður í heimsmetabók Guinness," sagði Gunnar Martin Úlfsson, auglýsingateiknari hjá ÓSA, í samtali við DV. Gunnar vinnur að smíði seglskips- ins í bílskúr í Kópavoginum. Þaö verður fjórir metrar að lengd og 1,7 metrar að breidd. Smíði grindarinn- ar er lokið en hún er úr bylgjupappa. DV hefur gefið Gunnari gömul DV- blöð sem hann síðan klæðir grindina með. Blöðin eru pensluð með vatns- heldu trélími. Verður hvert lagið á fætur öðru límt á grindina þar til Gunnar telur að skipiö sé orðið mannhelt. I stefni skipsins veröur að sjálfsögöu drekahaus. „í heimsmetabókinni eru engin heimsmet af þessu tagi. Þar er ein- ungis minnsti pappírsbátur í heimi en enginn mannheldur. Ég hef alltaf verið hrifmn af módelsmíði og þetta er stærsta módelið sem ég hef smíð- að.“ - Hefur þér verið vel tekið í leit að styrktaraðilum? „Já. DV styrkir dæmiö í heild sinni og svo hef ég fengið bylgjupappa og lím gefins frá öðrum aðilum. En ég á eftir að ganga endanlega frá sam- komulagi um gerð seglsins." - Hefurðu trú á aö DV haldi vatni og þú komist alla leið? „Að sjálfsögðu. Fólk hefur spurt af hveiju ég læt mér ekki nægja að sigla út í Viöey. Þaö finnst mér bera vott um vantrú á þessu ævintýri mínu. Ég hef verið á sjó svo ég er ekki alveg ókunnugur Ægi konungi. Svo mun ég fara nokkrar ferðir með Akraborginni til að kynnast leiö- inni.“ - Hvenær á að leggja i’ann? „Það verður um miðjan júní. 17. júní hefur verið nefndur en ég er hræddur um að siglingin drukkni í hátíðahöldunum. Síðan verða straumar og vindar að ráða frá hvori höfriinni verður lagt upp.“ Gunnar segir að hann sé að hugsa um að afla fjár til góðgerðastarfsemi í tengslum við siglinguna. Gætu bamadeildir spítalanna þannig notið góðs af því þegar DV siglir í heims- met. -hlh Grindavík: Ölvaður maður stal bfl við lögreglustöðina Ölvaður maður gerði sér lítið fyrir og stal bíl sem stóð í innkeyrslu lög- reglustöövarinnar í Grindavík á mið- vikudagskvöld. Eftir nokkra leit fann lögreglan bílinn og þjófinn. Bíllinn var lítið skemmdur og þjófurinn öl- vaöur. Eigandi bílsins var að sinna erind- um á lögreglustöðinni. Hann lagði bílnum í innkeyrslunni, drap á bíln- um en skildi lyklana eftir. Þegar hann kom út skömmu síðar sá hann á eftir bíl sínum undir stjórn drukk- ins ökumanns. -sme Verðlagsstofnun: Fjörutíu hár- greiðslustofur hækka í óleyfi Fjörutiu hárgreiðslu- og rakara- stofur hafa hækkað þjónustu sína umfram 5% eftir að verðstöðvun lauk 1. mars. Verðlagsstofnun gaf út tilkynningu 14. mars þar sem slíkt var lýst óheimilt. Flestar stofanna fóru að fyrirmælum. Þetta kemur fram í könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert á hárgreiðslu- og rakara- stofum. Hlutfallslega mest hækkun reynd- ist vera á hárhtun hjá Rakarastof- unm, Hafnarstræti 5, en þar hækkaði þessi þjónustuliður um 70-92%. Hárgreiðslustofan Lótus, Álfta- mýri, hækkaði klippingu um 4^44%, Jói og félagar á Rauðarárstíg hækk- uðu um 20-38%, Art í Gnoðarvogi um 19-38% og Cleó, Garðatorgi, um 28-33%. Permanent hækkaöi um 32-34% hjá Ýri í Lóuhólum, um 20-32% hjá Pamelu, Hrísateigi, og um 12-32% hjá Greifanum á Hringbraut. Lagning hækkaöi um 33-42% hjá Cleó, um 10-34% hjá Hrönn, Austur- veri, og um 10-33% hjá Hárgreiðslu- stofu Ónnu Siguijóns., Espigerði, sem einnig hækkaði lokkalitun um 18-45%. Cleó hækkaði lokkalitun um 18-43% en Hárgreiðslustofan Venus um 18-42%. Verðlagsstofnun mun í framhaldi af könnun þessari grípa til viðeigandi ráðstafana gegn stofunum sem ekki halda sig innan ramma stofnunar- innar með verðhækkanir. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.