Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 14
14
LAÍJGÁRDÁGUR '29. ÁPRÍL 1989.
Frjálst.óháö dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON ocj INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglysingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI H, 105 RVlK, FAX: (1 )27079, SlMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Járnfrúin
Breska járnfrúin, Margrét Thatcher, heldur upp á tíu
ára afmæh sitt 1 stól forsætisráðherra þessa dagana. Það
mun vera einsdæmi á þessari öld í Bretlandi og þótt
víðar væri leitað. Á tímum sjónvarps og íjölmiðlunar,
sem teyma andlitin og andardráttinn í stjórnmálafor-
ingjunum inn 1 stofu á hvers manns heimili dag hvern,
reynist mörgum erfitt að hafa úthald og vinsældir til
að endast lengi. Fólk verður leitt á sömu ásjónunni,
sömu ræðunum, sömu póhtikinni. Thatcher hefur sann-
arlega rekið sömu pólitíkina og það ekki alltaf vinsæla.
Hún hefur staðið fyrir byltingu í peninga- og markaðs-
málum, einkavæðingu, húsnæðismálum, verkalýðsmál-
um, atvinnu- og efnahagsmálum og breyttum lífsvið-
horfum Breta. Lykilatriði í allri stefnu og hugmynda-
fræði Thatcher er trú hennar á markaðnum og lögmál-
um hans. Sú hugmyndafræði gengur undir nafninu
„Thatcherismi“ en flokkaðist sennilega undir frjáls-
hyggju á íslenska vísu.
Auðvitað má um það deila hvort öll hafi þessi bylting
orðið Bretum th góðs en víst er að landar frúarinnar
hafa að meirihluta til kosið hana til áframhaldandi for-
ystu með þeim árangri að nú hefur hún samfleytt setið
á valdastóli 1 tíu ár.
Margrét Thatcher þykir einstrengingsleg og drottn-
unargjörn. Hún er ósveigjanleg í ákvörðunum og óbh-
andi í sjálfsöryggi. Thatcher er ekki „mjúk“ í deilumál-
um og hefur yfirleitt hvorki samúð né skilning á mál-
stað þeirra sem malda í móinn. Þetta finna henni marg-
ir th foráttu en í þessari staðfestu eru hennar helstu
kostir. Með sannfæringu, dugnaði og ódrepandi seiglu
hefur hún komið sínum málum í gegn, verið sjálfri sér
samkvæm og gefið Bretum forystu innanlands sem utan
sem óneitanlega er fóst fyrir. Kannski er þar að finna
lykihnn að velgengni hennar og mættu íslendingar taka
þá staðreynd til eftirbreytni. Ekki vegna stjórnmála-
skoðana frúarinnar heldur vegna skörungsskapar og
ótvíræðra leiðtogahæfheika.
Það hefur einnig hjálpað Thatcher að stjórnarand-
staðan er margklofin og sjálfri sér sundurþykk. Verka-
mannaflokkurinn hefur lengst af ríghaldið í gamlar sósí-
ahskar kenningar, fráleitar hugmyndir í afvopnunar-
málum og þjónkun við verkalýðssamtökin. Þetta hafa
verið Akkhesarhælar Verkamannaflokksins og þegar
við bætist Jafnaðarmannaflokkurinn, sem aftur hefur
klofnað, hafa andstæðingar járnfrúarinnar gengið
sundraðir til leiks.
Ástandið á Bretlandi var ekki gæfulegt þegar Thatch-
er tók við fyrir áratug. Enginn vafi er á því að Bretar
þurftu á forystu að halda sem gat snúið blaðinu við og
hrist þjóðina upp úr svefni nítjándu aldarinnar. Thatch-
er kom á réttum tíma og hún hefur svo sannarlega átt
erindi. En það er langur vegur frá því að Bretar hafi
yfirunnið aha sína erfiðleika og að sumu leyti hefur
þróunin orðið th hins verra. Bilið mhli ríkra og fátækra
hefur stækkað, lífsskilyrði í norðri og suðri Bretlands-
eyja hafa þróast í öfugar áttir. Atvinnuleysi, fátækt og
félagsleg vandamál hafa aukist að mun. Hvergi er húsa-
kostur verri, hvergi eru sóðabæhn jafnáberandi.
Thatcher hefur ennþá verk að vinna ef hún ætlar sér
að sitja í önnur tíu ár. Um það dæma Bretar sjálfir. Það
verður hins vegar ekki frá þessari konu tekið að hún
hefur skráð nafn sitt á spjöld sögunnar með eftirminni-
legum hætti.
Ellet B. Schram
Ættingjar bera myndir tórnarlamba hersins i líkfylgd um götur Tbilisi.
„Dauðar sálir" á
brott en hver velur
í auðu sætin?
Aukafundur miöstjómar Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna fjallaöi
í vikunni um lærdómana sem
flokksforustunni beri að draga af
úrslitum kosninga til fulltrúadeild-
ar sovéska þingsins í síðasta mán-
uöi. Þá varö niðurstaöan af fyrstu
kosningum með frjálsræðisbrag í
70 ára sögu Sovétríkjanna aö fram-
bjóðendur úr hópi flokksbrodda og
háembættismanna féllu unnvörp-
um.
Engin. ályktun hefur verið birt frá
aukafundinum en honum lauk með
því aö nær þriöjungur miðstjórnar-
manna, 110 alls, sagöi af sér. Kveð-
ur þar í einu lagi sá hluti flokks-
foringja sem eftir var og gegndi
ábyrgðarstöðum það langa stöðn-
unartímabil sem Leonid Brésnev
var flokksforingi. Gárungar í
Moskvu tala um „brottfór Dauðra
sálna" með tilvísun í heitið á skáld-
sögu Gogols. En athygli vekur að
eftir sitja í miðstjórn ýmsir þeir
sem kjósendur höfnuðu rækilega
fyrir skemmstu, svo sem flokksrit-
arinn í Leníngrad og borgarstjór-
inn í Moskvu.
Og alls engin breyting varð á
stjómmálanefnd miðstjórnarinn-
ar, þeirri stofnun sem í raun fer
með æðstu völd í Sovétríkjunum.
Er þó vitað að ýmsir sem þar sitja
eru allt annað en heils hugar í
stuðningi við endurbótastefnu Gor-
batsjovs flokksforingja og opinskáa
umræðu á opinberum vettvangi
sem henni fylgir.
íhaldsmenn þessir hafa látið til
sín taka í ýmsum efnum eftir þing-
kosningamar. Birt hafa verið ný
lagaákvæði sem leggja þungar refs-
ingar við „undirróðri" gegn sovét-
valdinu og „óhróðri" um það, og
má teygja þá loðmullu til að náyfir
margvíslegt athæfi. Löng fangelsis-
vist er lögð við því að beita
„óstjórnskipulegum ráðum“ til að
koma því til leiðar að einstök sovét-
lýöveldi notfæri sér stjómarskrár-
bundinn rétt til að taka sér sjálf-
stæði.
Andrei Sakharov, sem kjörinn
var til setu í fulltrúadeildinni í síð-
ustu viku, hefur lýst yfir aö sitt
fyrsta verk á þingi verði að leggja
til að þessi nýju og teygjanlegu ref-
isákvæði verði numin úr gildi.
Ritstjómm opinskárra og gagn-
rýninna tímarita ber saman um aö
ritskoöun hafi veriö hert. Einkum
er ritskoðurum annt um að strika
út allt sem telja má að oröið geti
hemum eða leynilögreglunni til
hnjóðs. Isvestia, dagblað sovét-
stjómarinnar, skýröi frá því á dög-
unum aö ráðuneyti kjamorkuvera
hefði sent frá sér fyrirmæli um
hömlur á opinberri frásögn af
óhöppum og slysum í þeim vand-
meðfornu fyrirtækjum. Blaðið spyr
hvers konar glasnost (hreinskilni)
það sé að setja hömlur á glasnost.
Sovéskir íjölmiðlamenn hafa nú
uppi kröfur um að réttindi þeirra
til birtingar upplýsinga og umræðu
um opinber mál verði lögbundin.
Mestan geig hefur þó sett að um-
bótasinnum í Sovétríkjunum við
tíðindin frá Georgíu undanfarnar
vikur. Seint og bítandi hefur verið
leitt í ljós að í höfuðborginni Tbilisi
var framið múgmorö 9. apríl. Her-
liði var att á vamarlaust fólk og
drap að minnsta kosti hundraö með
bareflum, öddhvössum spöðum og
eiturgasi.
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
Þessar upplýsingar koma frá nefnd
Georgíuþings sem segir hermenn
hafa verið látna fjarlægja fjölda
líka til að urða þau síðan á víða-
vangi, svo unnt væri aö halda því
fram eftir atburöinn að einungis
20 hefðu látið lífið. Einn nefndar-
manna komst svo að orði að her
hefði verið kvaddur á vettvang til
að dreifa fólkinu en ekki til að út-
rýma því. Staðfest hefur verið að
manníjöldinn var viljandi króaður
af þar sem hann átti enga undan-
komuleið og þegar georgískir lög-
reglumenn reyndu að hlífa óbreytt-
um borgurum réðust hermennirnir
einnig á þá.
Flokksforustan í Georgíu, sem
kvaddi herliöiö á vettvang, hefur
sagt af sér en ljóst er að aðfarir liös-
ins, sem mun hafa tilheyrt sérstök-
um sveitum innanríkisráðuneytis-
ins, voru ekki að hennar undirlagi.
Skipun um að beita taugagasi, sem
veldur lömunum á öndunarfærum,
hlýtur aö hafa komið ofarlega úr
herstjórninni. Fram til þessa hafa
herforingjarnir neitað að svara
spurningum borgaralegra yfir-
valda í Georgiu um hvers kyns
gasið hafi verið, svo læknar standa
ráðþrota frammi fyrir því hversu
réttast sé að annast hundruð sjúkl-
inga.
Menn minnast þess nú að hers-
höfðingjar og aðmírálar fóru allra
frammámanna verst út úr fulltrúa-
deildarkosningunum í síðasta
mánuði. Sömuleiðis vekja áform
Gorbatsjovs og hans manna um
niðurskurð herútgjalda og tak-
mörkun herskyldu andúð í her-
stjórninni. Ábyrgð á aðforunum í
Tbilisi og baksvið þeirra í valda-
kerfinu eru enn myrkri hulin en
Georgíumenn og fjölmiölamenn
eystra segja fullum fetum við er-
lenda fréttamenn að ekki geti verið
um annað að ræða en ögrun að
yflrlögðu ráði og skemmdarverk
af hálfu fénda umbótastefnunnar.
Tækifæri til slíks eru auðfundin
í fjölþjóðaríki þar sem þjóðir þykj-
ast margar eiga harma að hefna.
Innan sambandslýðveldisins Ge-
orgíu liggur sjálfstjórnarlýðveldið
Abkhasía. Abkhasar eru múslímar
en Georgíumenn kristnir. Á fjórða
tug aldarinnar sættu Abkhasar
þungum búsifjum, nauðungar-
flutningum og drápum, að undir-
lagi þáverandi flokksforingja í Ge-
orgíu, Lavrenti nokkurs Bería.
Atburöarásin, sem leiddi til
mannfallsins í Tbilisi, hófst með
því á útmánuðum í vetur að Abk-
hasar tóku að safnast saman og
bera fram kröfur um aö losna frá
Georgíu og fá að stofna sjálfstjóm-
arlýðveldi. Við það hófust funda-
höld í Tblisi, sem snemst upp í
fjöldafundi og bænavökur á aöalt-
orginu, þar sem mjög bar á kröfu
um sjálfstæði Georgiu. Og þegar
flokksforustan hugðist dreifa fólk-
inu gekk her innanríkisráðuneytis-
ins svo til verks að sambúð Rússa
og Georgíumanna hefur hlotið nýtt
blæðandi sár.
Þjóðir innan endimarka Sovét-
ríkjanna eru að minnsta kosti 70,
sumir segja allt að 100. Með vax-
andi frjálsræði brjótast út kröfur
og kvartanir, sem kúgunin hefur
hingað til bælt niður og gert um
leið sárari. Nokkuö er síðan ákveð-
ið var aö miðstjóm kommúnista-
flokksins kæmi saman til sérstaks
fundar til að ræða mál þjóðern-
anna. Hann á að heíjast nokkru
eftir að nýkjörna fulltrúadeildin
sest á rökstóla 25. maí.
„Dauðu sálirnar", sem yfirgáfu
miðstjórnina í vikunni, voru 110. í
miðstjórnina bættust við það tæki-
færi aðeins 24 fulltrúar, sem áður
vom biðfulltrúar með rétti til fund-
arsetu og málfrelsi en án atkvæðis-
réttar. Því biða allt að átta tugir
auðra sæta eftir nýjum mönnum.
Ekki er að efa að hart verður tekist
á í flokksskrifstofum í Kreml á
næstunni um val manna til að
skipa auðu stólana. Á því vali velta
valdahlutföllin í forustu Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna um
ófyrirsjáanlega framtíð.