Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 16
r
|
16
Popp
Minneapolis í USA er heimaborg
rokksveitarinnar Replacements en
um þessar mundir er liðinn tæpur
áratugur síðan hljómsveitin tók
gunnfána skapandi rokktónlistar í
borginni í sínar hendur og þeim fána
heldur hún enn.
Hljómsveitin hóf reyndar feril sinn
undir öðru nafni eða Impediments
og hélt hún sína fyrstu opinberu tón-
leika á ekki ófrunilegri stað en í kjall-
ara kirkju nokkurrar í heimaborg
sinni. Fyrstu verk Replacements
voru útgefin í upphafi þessa áratugar
af Utlu óháðu útgáfufyrirtæki í Lon-
don, Glass Records. Báru lagasmíð-
amar svip þess sem var og haföi ver-
ið að gerast í bresku tónUstarlífi á
þeim tíma. Sveitarmeðlimr sóttu
greinilega í smiðju pönksveita á borð
við Buzzcocks og jafnvel Clash.
Sérstaklega var E.P. platan Stink
frá 1982 gegnsýrð áhrifum frá pönk-
inu. Ári 1983 sendi Replacements frá
sér stóra plötu Hooteanny og bar hún
vitni þess að hljómsveitin hafði tekið
út talsverðsm þroska. Nú var ekki
lengur keyrt fast á einfaldri laglínu
heldur hafði dýpt tónlistarinnar auk-
ist og talsverðar pælingar lágu að
baki útsetningum. Hooteanny var þó
blessunarlega laus við niðursuðu-
fnyk, þvert á móti geislaði hún af
ferskleika enda stendur hún enn að
mati undirritaös uppi sem ein besta
plata Replacements. Lög eins og
Within your reach og Take me down
to the hospital eru perlur sem eiga
eftir að halda merki Replacements á
lofti um ókomin ár.
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989.
Bannað að kjafta
- ný plata frá Replacements
Kaflaskipti
Síðan Hooteanny kom út hafa
margar skrautfiaðrir bæst í hatt
Replacements, hljómsveitin gerði
samning við Sire árið 1985 sem gerði
það að verkum að hróður Replace-
ments barst hærra og víðar en áður.
Aðeins ein breyting hefur orðið á
skipan hljómsveitarmeðlima síðan
Impediments fyllti kirkjukjallarann
af hráu pönki forðum daga og fram
til dagsins í dag. Annar Stinson bróð-
irinn hætti en inn kom gítarleikarinn
Slim Dunlap.
í febrúar síðastliðnum kom þriðja
plata Replacements á merki Sire á
markaö og telja sumir að á plötunni,
sem kallast Don’t teU a soul, sameini
hljómsveitin alla kosti sína af 10 ára
ferli. Burtséð frá því hversu áheyri-
leg Don’t tell a soul er, þá virðist
hafa orðið viðhorfsbreyting innan
hljómsveitarinnar með tHliti til tón-
listarsköpunar. „Underground" and-
inn sem gekk út að framkvæma allt
það sem sveitarmeðlimir fíluðu sjálf-
ir, skítt með áheyrendur, virðist hafa
vikið fyrir nýjum markmiðum.
Replacements hefur í gegnum árin
átt ákaflega traustan en frekar smá-
an áheyrendahóp og því beinist
áhugi hljómsveitarmeðlima nú að
því að ná til fleiri hópa í þjóöfélag-
inu, nýs hlustendahóps án þess þó
að ganga framhjá gömlum fylgjend-
um. Sumum þykir þetta sjálfsagt
hljóma undarlega, sérstaklega þar
sem hér er um að ræða einhveija
ferskustu rokksveit Bandaríkjanna á
síðustu árum og þvi þetta skref
ómerkilegt, lykta af aurafíkn og rak-
inn dragbítur á frumlega tónlistar-
sköpun. Meðlimir Replacements
samþykkja þetta viðhorf ekki og
segja það eðlilega þróim hljómsveitar
Popp
Snorri Már Skúlason
að líta í nýjar áttir. Nýja platan sé
t.d. óumdeilanlega djarfasta verk
hljómsveitarinnar til þessa, þökk sé
hinu nýja viöhorfi.
Söngvarinn og lagasmiðurinn Paul
Westberg heldur áfram: „Það er einn
hlutur sem við forðumst eins og heit-
£m eldinn og það er að falla í gryfiu
endurtekningar og stöðnunar. Að
vera villt og anarkísk hljómsveit er
ekki það sem við sækjumst eftir aö
vera af þeirri einföldu ástæðu að
Replacements var þannig fyrir
nokkrum árum. Það er áskorunin til
að gera eitthvað ferskt sem heillar
og það endurspeglar þessi nýja plata
svo sannarlega.
Útkoman
Don’t tell a soul var að stærstum
hluta hljóðrituð í Paisley Park hljóð--
verinu í Minneapohs en það er sem
kunnugt er eign og starfsvettvangur
Prince. Að sögn hljómsveitarmeð-
hma urðu flest lögin th upp úr spuna
þar sem hugmyndum var púslað
saman á ótal vegu þar til lögin fóru
að taka á sig rétta mynd. Platan ber
greinileg merki þessa.
Sýnilega hefur verið nostraö við
hverja lagasmíð og þó þær eigi það
flestar sameiginlegt að vera frekar
auðgripnar er langt því frá að þær
séu léttsigldar. Kannski má segja að
styrkur Don’t tell a Soul liggi einmitt
í því hversu hún er viðkunnanleg við
fyrstu kynni, rétt eins og þar væri
gamah kunningi á ferð, en samt vex
hún og styrkist eftir því sem kynnin
verða nánari.
Replacements hefur tekið þann pól
í hæðina að hægja keyrslurokkið, en
um leið springa lagasmíöarnar út
eins og blóm í haga og njóta sín sem
aldrei fyrr. Anywhere’s better than
here er undantekningin sem sannar
regluna, jöfurrokkari sem kitlar
kenndir. Annars er platan í heild
nokkuð jöfn og ekkert eitt lag sem
tekur öðrum fram nema ef vera
skhdi Asking me lies. Kassagítar er
í forystuhlutverki í nokkrum lögum
plötunnar dygghega studdur af
dinglandi rafmögnuðum frænda sín-
um. Eitt til tvö lög sem nálgast báru-
járnsdehdina eru þarna og einn
blúsari, þannig að í hehdina er hér
um eigulegan grip að ræöa og enn
ein skrautfiöðurinn í hatt banda-
rísku hljómsveitarinnar Replace-
ments er staðreynd.