Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989. 21 Það styttist í að fyrstu laxveiðimennirnir renni fyrir lax og á hér sést einn af delluköllunum í veiðinni kíkja eftir fiski í Brynjudalsá í Hvalfirði fyrir nokkrum dögum. DV-mynd G. Bender Stangaveiðifélag - ið byrjað að und- irbúa stórafmælið „Ég geri mér vonir um að 400-500 veiðimenn mæti á afmælishófið okk- ar á Hótel Sögu og Sæmundur veiði- maður og bakari ætlar að baka helj- armikla afmælisköku, feikna stóra,“ sagði Stefán A. Magnússon, formað- ur afmæhsnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali í vikunni en félagið er farið að undirbúa afmælis- veisluna 17. maí, en þá verður það 50 ára. „Við erum búnir að hafa fimm sinnum opið hús í vetur og þessi af- mælisveisla verður endapunkturinn á vetrinum sem hefur tekist vel,“ sagði Stefán ennfremur. Næsti fundur NSU á islandi Dagana 14. og 15. apríl var haldinn í Stokkhólmi aðalfundur Nordisk Sportfiskerunion og sóttu hann tveir fulltrúar Landssambands stanga- veiðifélaga, Grettir Gunnlaugsson og Gylfi Pálsson. Efst á baugi var mengunarhætta og var mönnum í fersku minni þör- ungablómin sem myndaðist við Nor- egsstrendur í fyrra og stofnhrun í nojskum laxveiðiám. Norðmenn hafa spyrnt viö fótum og bannað rek- netaveiðar á laxi með ströndum fram og takmarkað aðrar veiðar bæði í sjó og ám. Þó eru þeir enn uggandi vegna þeirra beinu mengunar sem stafar af kvíaeldi í norskum fjörðum en al- varlegustu mengunina töldu þó Veiðieyrað Gunnar Bender Norðmaðurinn Svein Age Meli, vara- forseti Laxverndunarstofnunarinn- ar í Edinborg (NASCO), og Lennart Nyman, dósent við Rannsóknarstöð- ina í Drottningsholm í Svíþjóð, stafa af erfðamegun sem flökkufiskar úr hafbeit og kvíaeldi valda og svo flutn- ingur seiða milli vatnahverfa. Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar. Við þessi sömu vandamál er í auknum mæli að etja hér á landi þótt reglur séu strangari en á hinum Norðurlöndunum. Næsti fundur NSU verður haldinn á íslandi í júní á næsta ári. 17 ferðir í Rangárnar og enginn fiskur Veiðin í vor hefur gengið misjafn- lega og margir farið að veiða en ekki fengiö neitt. Þaö kemur víst fyrir bestu veiðimenn. Við fréttum af ein- um sem hefur farið 17 ferðir í Rang- árnar og ekki fengið bein. Það sem sama hvað vinurinn reynir og reynir enginn fiskur kemur að landi. En ljósi punkturinn í málinu er sá að veiðimaðurinn ætlar um helgina og svo næstu líka. Þetta kallar maður að gefast ekki upp, heldur reyna. UPPBOÐ Ósóttar vörur sem komu til landsins 31. desember 1986 eða fyrr vcrða boðnar upp á almennu uppboði þann 27. maí 1989. Tollhúsinu v/Tryggvagötu kl. 13:30. FLUGLEIDIR ** Ft'akt Frá 2. maí til 1. september verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 8.30-16.30 Uncle Berís og DV Hflsgf jófíiiian áfiini hrifíg Hrísgrjón eru ekki árstímabundin, hvorki í gæðum né verði. Þau eru jafn góð og jafn ódýr hvenær árs sem er. Og nú er alveg tilvalinn tími til þess að bregða sér inn í eldhús, taka út Uncle Ben’s hrísgrjónapakkann, gefa hugarfluginu lausan tauminn og byrja að elda. Hfísgrjófí í alia rétti Aðalréttir, forréttir, eftirréttir; sendu okkur eftir- lætisuppskriftina þína. Uppskriftasamkeppnin er öllum opin og við höfum áhuga á alls konar uppskriftum. Þriggja manna dómnefnd velur síðan verðlaunaréttina 10. Ferð fyrir tvo til Florida í sex daga, með gistingu á fyrsta flokks hóteli. Við bjóðum 9 aukaverðlaun; níu hágæða finnsk pottasett frá Hackmann. Eitthvað sem allir kokkar vilja eiga. Nota skal Uncle Ben s hrísgrjón í uppskriftina. Nákvæm mál skulu gefin upp og uppskriftin skýrt uppsett, helst vélrituð. Merkið með dulnefni og látið nafn, síma og heimilisfang fylgja i lokuðu umslagi, merkt dulnefninu. Verðlaunauppskriftir verða birtar í DV og framleiðendur Uncle Ben’s áskilja sér rétt til frekari birt- inga. Ennfremur að hætta við keppnina ef ekki berast uppskriftir sem uppfylla kröfur dómnefndar. Uppskriftir skulu sendar til DV. Utanáskriftin er „Hrísgrjónasamkeppni" DV Þverholti 11, 105 Rvk. SÍÐASTI SKILADAGUR ER 7. MAÍ. rísgrjonin sem ekki kTessastsaman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.