Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989. Hef gaman af pistlagerð - segir fréttaritarinn Arthúr Björgvin Bollason sem ætlar að kynna Eurovision-keppnina Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen; .Það var með naumindum að hægt var að ná tali af hinum upptekna út- varpsmanni Arthúri Björgvini Bolla- syni. Nýkominn úr erilsamri ferð með sjávarútvegsráðherra um Norður- Þýskaland var hann senn á ferð á söng- leikana rómuðu í Lausanne. Arthúr gaf sér þó tíma eina síðdegisstund til að segja frá starfi sínu sem fjölmiðla- maöur í Þýskalandi. Ég bað hann að ljóstra því upp hvenær hann hefði fyrst komið til Þýskalands. Ég kom hingað fyrst 1971, og þá til að stunda nám í Freiburg í Svarta- skógi. Þar var ég í nokkur ár áður en ég fór til Brimaborgar og síðast til Hannover þar sem ég lauk magisters- prófi í bókmenntum og heimspeki 1978. Þá var skólagöngu minni lokið í bili hér í Þýskalandi því eftir það fór ég heim og gerðist mektugur lærifaðir á íslandi. - Þú ferð hratt yfir sögu, hvernig stóð á þessum tíðu flutningum á milli borga? Það má rekja til persónulegra ástæðna að ég flutti frá Suður-Þýska- landi. Ég átti vingott viö konu, sem hafði lokið námi á undan mér. Fórum við að búa saman í Norður-Þýska- landi. Að vísu var hún ættuð frá Bod- ensee við landamæri Sviss en fékk embætti í Brimum og þar af leiðandi fluttist ég meö henni til Brima. En þar var enginn háskóli sem hægt var að halda áfram að læra í því þar var þá tilraunaháskóli - rauði háskólinn - sem hýsti nokkra íslendinga við nám. Þeirra á meðal var Óskar Guðmunds- son, núverandi ritstjóri Þjóðlífs, og Ingólfur Ingólfsson. Þar gat ég ekki haldið áfram að læra því að deildaskip- anin var ekki í samræmi við aöra þýska háskóla. Næsti skóli í grennd- inni var annaðhvort í Hamborg eða Hannover. Til beggja þessara skóla var um klukkutíma ferð, þannig að ég byrjaði að stunda einhvers konar lest- arnám, fór nokkrum sinnum í viku á milli Brima og Hannover. Þessa þrjá tíma á dag, sem ég varði í lestarferðir, notaði ég yflrleitt til lesturs. Það má segja að þá hafi ég lært þá góðu kúnst að vinna á hlaupum. Ég gat einangrað mig frá öllu í kringum mig og setið ótruflaður við lestur á þessum ferðum. Það var svo sömuleiðis af persónuleg- um ástæðum að ég fluttist til Hannover þar sem ég bjó á þriðja ár. Þetta staða- val var þó allt meira og minna tilvilj- unum háð. Kennaraverkfall hafði áhrif - Síðan lá leiðin til fósturjarðarinnar. Árið eftir að ég kom heim eða 1979 byrjaði ég að troða þýsku í menntskæi- inga í Menntaskólanum í Hamrahlíö og var að því í rúm 6 ár. Við Háskól- ann var ég stundakennari í heimspeki í ígripum og kenndi þýskar bókmennt- ir í þýskudeildinni. Að þessu var ég fram til 1985. Þá hófst frægt kennara- verkfall. Á þessum sex vikum, sem verkfaliið stóð yfir, voru menn með gífurlegar hugmyndir um að fá kjör kennara bætt og var mikil baráttugleði fyrstu vikurnar en fór svo að dofna. Á þessum tíma leiddist mér ógurlega. Ég hafði lengi gengið með þá bakteríu að fara hingað utan aftur í doktorsnám þannig að þegar ljóst var að hverju stefndi ákvað ég að hætta þessu þófi og fara utan. Ég var þá kominn í sam- band við prófessor Kurt Schier hér í Munchen og var búinn að ganga frá því að ég gæti komið hingað og hafiö mitt doktorsnám. -Varstu búinn aö ganga með þessa hugmynd lengi í maganum? Já, meðgöngutíminn hófst 1975 þegar ég var að sýsla á borgarbókasafninu í Bremen. Fann ég þar bók, gefna út 1907, sem heitir Islendingabók hin nýja. Var það eins konar úrval úr ís- lendingasögunum. Hún var þó ekki eftir jafnfróðan mann og Ara fróða heldur nafna minn Arthúr Bonus. Bókin var með mjög kostulegum 100 blaösíðna formála þar sem útgefand- inn tengdi sögurnar þjóðernishyggju í Þýskalandi. Ég fékk strax mikinn áhuga á að fara betur í saumana á þessu máli og komst yflr nokkrar bæk- ur af svipuðu tagi. Þar með var áhug- inn á þessu efni kominn. w Héltfyrirlestra um fornbók- menntir - Þú hefur gert grein fyrir þessu efni í greinum í blöðum og tímaritum. Get- urðu sagt frá helstu niðurstöðum þín- um hér? í fyrsta lagi voru íslenskar forn- bókmenntir notaðar miklu meira í áróðurstilgangi en ég hélt í byrjun og á miklu fleiri sviðum en mig hafði grunað. Til dæmis voru íslendingasög- ur og Eddukvæði mikið notuð í skóla- bókum til að predika ákveðna hetju- lund fyrir unglingum í menntaskólum, og þá í þeim tilgangi að sýna hvernig fyrirmyndar germanir hefðu lifað og hugsað á sínum tíma. í þessu sam- bandi má minnast á að ég var með fyrirlestur um þetta efni í Hamborg fyrir skömmu og var það í fyrsta skipt- isem ég tróð upp opinberlega með þetta efni í Þýskalandi. Þar var saman kom- inn vaskur hópur Þjóöverja, flestir nokkuð komnir til ára sinna og mundu þessa tíma. í umræðunum, sem fram fóru á eftir, kom til dæmis í ljós að þessi misnotkun norrænna fornbók- mennta var mjög svæðisbundin. Bæði fór þetta eftir afstöðu fylkisstjórnanna á hinum mismunandi svæðum og sömuleiðis höfðu kennararnir frjálsar hendur um hvernig þeir fóru með efn- ið. Með misnotkun á íslendingasögun-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.