Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
Spumingin
Hefuröu fylgst meö at-
burðunum í Kína?
Kristinn Skæringsson: Já, ég hef
fylgst þónokkuö með þessu.
Þórunn Guðmundsdóttir: Já, auðvit-
að hefur maður gert það. Mér finnst
þetta alveg hryliilegt.
Guðrún Ingólfsdóttir: Já, lítillega.
Þessir atburðir vekja ugg hjá mér.
Steinar Erlendsson: Já, ég vona bara
að það komist lýðræði á í landinu.
Björg Björgvinsdóttir: Ekki nema í
gegnum sjónvarpið. Þetta er alveg
hræðilegt.
Þorsteinn Jóakimsson: Já, ég hef
gert það. Þetta er hörmulegt ástand.
Lesendur
Litlar úrbætur
í fangamálum
Fangi telur Hegningarhúsið eitt það óhrjálegasta húsnæði sem yfirvöld
bjóða upp á.
Fangi skrifar:
Mikið hefur verið rætt og ritað um
fangelsismál undanfarna daga og
ekki efa ég að allt sé satt sem skrif-
að hefur verið og sýnt hefur verið
fram á í blöðum og sjónvarpi. En
þessu er lítið fylgt eftir og lítill
áhugi ráðamanna til úrbóta nema
þá aö auka refsigleðina. Engar úr-
bætur eru í sjónmáh þrátt fyrir
mikið framboð af góðu húsnæði.
Hátt á þriðja hundrað íslendinga
bíða þess að taka út dóma af ýmsu
tagi. Flestallir þurfa að hefja af-
plánun á Skólavörðustíg 9 (Hegn-
ingarhúsinu), einhveiju því óhrjá-
legasta húsnæði sem borgarjiir-
völd bjóða upp á. Ekki nóg með það
heldur fer mjög iha um fólk þama
inni. Verða menn frekar ræfiislegir
eftir að hafa dvahð þama vikum
saman.
Nú, ef menn hafa ekki vit á því
að þegja eru þeir sendir á Litla-
Hraun. Það getur verið átakanlegt
fyrir fanga að fara á Litla-Hraun
þó að flestir beri sig vel og láti htið
á því bera hve iha þeim líður. Þá
bjargast margir á því að snúa þessu
öhu upp í hroka og verða mjög
dómharðir út í þjóðfélagið. Að sjálf-
sögöu koma menn þá í miður góðu
ásigkomulagi th leiks aö nýju út í
þjóðfélagið.
Ungir og óharðnaðir piltar, sem
hafa fátt annaö til saka unnið en
að hafa ef til vih keyrt bíl undir
áhrifum áfengis eða án réttinda,
þurfa að yfirgefa fjölskyldur sínar
vikum saman og þola þessa ein-
angrun sem breytir oft rólyndis-
manni í hinn mesta misyndismann
á nokkmm vikum. Hefur þá þessi
einstakhngur verið stórlega skað-
aður. Nú þurfa góðborgararnir að
fara að vara sig því að ríkiö fjölda-
framleiðir glæpamenn, menn sem
em góðir en með kúgunum fangels-
isyfirvalda em þeir brotnir þannig
niður að öh refsing er til einskis
og aht unnið fyrir gýg.
Mannbæting er því engin. Og sá
sem vih sína bót, t.d. með því að
bjóðast th að fara í áfengismeðferð,
fær þvert nei þótt hann tah við
sjálfan dómsmálaráðherrann. En
dómsmálaráðherra hefur boðað
enn hertari aðgerðir í dómsmálum.
Flestar aðrar þjóðir dæma ölvun-
arbrotamenn í viöeigandi meðferð,
þeim sjálfum og öðmm th bóta. Hér
hefur þetta varla verið rætt og er
mjög þungt í vöfum. Og þá er best
að gleyma því þótt 95 af 100 brotum
séu framin undir áhrifum vímu-
efna. Stefnan er sú að loka menn
bara lengur inni, öhum th mikilla
óþæginda og ráðamönnum th mik-
ihar skammar og vansæmdar en
enginn vill að sjálfsögðu taka
ábyrgð á þessu og þessari smán
sem íslenskt þjóðfélag þarf að búa
við.
Slæm þjónusta
hjá Bifreiða-
skoðuninni
Hafnfirðingur hringdi:
Ég eignaðist bh með gömlu R-númeri
fyrir skömmu og ætlaði að fá nýtt
númer. Ég haíði fengið eyðublað frá
Bifreiðaskoðun íslands þar sem sagöi
að hægt væri að fá númerin send á
næstu lögreglustöð. Ég hringdi því
og bað um að nýja númerið yrði sent
en þá var það ekki hægt. Aðeins þeir
sem búa úti á landi geta notið þessar-
ar þjónustu. Aðrir veröa að sækja
númerin sjálfir.
Ég legg th að Bifreiðaskoðunin
breyti þessu, nógu eru númerin dýr.
Einnig óska ég eftir þvi að verkstæð-
um veröi heimht að bjóöa sömu þjón-
ustu og Bifreiðaskoðunin. Það myndi
skapa samkeppni.
Hafnfirðingi fannst þjónustan betri hjá Bifreiðaeftirlitinu.
Þegar klofningslið klofnar
Gylfi Þór Sigurðsson skrifar:
Skrýtin lesendabréf hafa birst hér á
síðunni að undanfornu þar sem ein-
hverjir nafnlausir skuggabaldrar
hafa jöfnum höndum borið lof á þing-
flokksmenn Bandalags frjálslyndra
hægri manna eða hreytt ónotum í
þá í einu og sama bréfinu. Nú er það
engin nýlunda aö ýmsar vanmeta-
kindur spuiji sjálfa sig spurninga á
umræðufundum í sjónvarpi og hlaði
sjálfa sig lofi í blöðum, þegar ljóst er
orðið að aðrir gera þaö ekki. Það er
hins vegar athyglisvert aö þetta
klofningshð er nú sjálft að klofna og
þarf engan að undra þann klofning
þegar forsaga þessa flokksbrots er
skoðuð.
í lesendabréfunum er annar þing-
maður flokksbrotsins hafmn th skýj-
anna af miklum bróðurkærleika en
hnýtt í hinn þingmanninn meö
ólund. Jafnframt er varaþingmaður
þess sem ólundin bitnar á, hlaðinn
heldur ýktu lofi þannig að breytist í
oflof og háð.
Nú veit ég ekki hvort nokkur les-
andi hefur nennt að leggja á minnið
hversvegna þetta fólk hætti í sínum
gamla flokki, enda eru ástæður þess
bæði ómerkilegar og óskýrar. Þó
vhdi það aðahega að 2/3 hlutar þing-
flokksins gætu rekið þingmann úr
flokknum með valdi. Nú hefur það
sjálft náð þessu eftirsótta hlutfalli í
eigin þingflokki og þá er ekki langt
þangaö th þingmaðurinn með lofið
og varaþingmaðurinn með oflofið
reki þingmanninn loflausa úr þing-
flokknum í skjóli 2/3 hluta reglunn-
ar, sem þama gengur akkúrat upp.
Að minnsta kosti er ljóst að þing-
sæti loflausa þingmannsins er í stór-
kostlegri hættu fyrir ásælni oflofaða
varaþingmannsins með stuöningi
þess lofaða. Sannast hér áfram hið
fornkveðna að byltingin étur börnin
sín.
Hraðahindranir
Sigrún Ólafadóttu, Hjallaæli 17, hringdi:
Mig langar th að svara Sigríði
sem hringdi vegna þrenginga hér í
Hjahaselinu.
Það er mjög mikil umferð um
þessa götu og oft aka bílar óþarf-
lega hratt. Samkvæmt talningu
fara um 1200 bílar hér um á sólar-
hring. Th þess að gatan sjálf gæti
verið sex metra breið urðu gang-
stéttir að vera undir venjulegri
breidd, þannig að ekki er hægt að
mætast á þeim með bamavagna
eða kerrur.
í götunni era 27 böm undir 16 ára
aldri, þar af em allmörg undir níu
ára aldri. Hérna er einnig ehiheim-
hi, bamaheimili og íþróttahús.
Varðandi blómakörin, sem
skemmd voru, þá skemmdust þau
er snjómoksturstæki vora að ryðja
götuna í vetur og hefur verið talað
við bæjaryfirvöld út af þeim. Hjall-
til góðs
aselið átti í upphafi að vera lokuð
húsagata en þegar vantaði tengi-
götu var hún opnuð. Gatan ber því
engan veginn aUan þennan um-
ferðarþunga.
Þaö getur vart verið að Sigríður
sé íbúi við götuna því að við höfum
barist lengi fyrir því að fá þreng-
ingarnar sem hafa hjálpað mikið
við að draga úr hraða í götunni.
Býð ég Sigríði að tala við mig eða
aðra íbúa um máliö.
Heimsókn
heimsóknanna
Gunnar Sverrisson skrifar:
Eftir atburði síðustu helgar
finnst mér að ekki verði annað
hægt en aö geta þess að heimsókn
páfa, þessa áhrifamanns og mikil-
mennis, hafi tekist mjög vel. Ég
tel heimsókn páfa mikinn feng
fyrir íslenska menningu þar sem
ég veit ekki betur en þetta sé í
fyrsta skipti í sögunni sem páfi
sækir ísland heim.
Eins og áður sagði tókst téð
heimsókn bærhega og eftir þvi
sem næst verður komist alveg
hnökralaust. Má nefna hana
heimsókn heimsóknanna vegna
sérstöðu hennar á íslensku
menningarsviði, enda þótt reikna
megi meö að þessi heimsókn páfa
sé aðeins upphafið að síðari
heimsóknum hans hingaö th
lands. Þær heimsóknir veröa
mikil lyftistöng fýrir íslenskar
bókmenntir, fjölmiðlana og
margan fræðimanninn.
Alla vega haföi þessi heimsókn
sín jákvæðu áhrif og mun seint
gleymast. Skildi hún eftir vor og
nýgræðing í margri sál.
Ijótsjón
íbúi við Víðimel hringdi:
Á horni Hringbrautar og Birki-
mels er fjölbýlishús og hefur ekk-
ert verið átt við lóðina í mörg ár.
Þaö er hrikalega ljótt að sjá þetta
en ekkert gert 1 málinu. Skýtur
þetta mjög skökku við þar sem
Þjóðarbókhlaðan er í næsta ná-
grenni og aht orðið snyrthegt þar
í kring.
Þetta er einnig ipjög bagalegt
fyrir íbúa Víðimels 21-23 því íbú-
ar þessa ákveðna fjölbýlishúss,
Hringbrautar 37-41, leggja bhun-
um sínum á Víðimelnum og
ganga svo yfir götuna. Lögö vora
bilastæöi bak við blokkina sem
stendur næst 37-41 en ekkert gert
varðandi 37-41.
Þaö er fýrir neöan ahar hehur
að þeir sem eru ábyrgir fyrir
þessari lóð skuh ekki gera neitt í
málinu, sérstaklega þar sem mik-
il umferð fólks er um svæðið
vegna Hótel Sögu og Háskólabfós.
Blasir þetta t.d. við útlendingum
sera gista á hótelinu.