Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Page 14
14-. FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989. PBP Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Skattar í stað kjarabóta Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við og í tengslum við efnahags- og fjárlagaaðgerðir hennar voru skattar hækkaðir um sjö til tíu milljarða króna, eftir því hvem- ig skattabyrðin er reiknuð. Þetta vom býsna myndarleg- ar skattahækkanir enda þótti mönnum skattar nógu háir fyrir. Hinn nýi hármálaráðherra réttlætti hins veg- ar skattahækkanir sínar með því að benda á að hann tók við tíu milljarða króna halla á ríkissjóði. Önnur réttlæting var sú að ekki gengi lengur að taka erlend lán og þrátt fyrir vemlegan niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs var tahð óhjákvæmilegt að auka skattheimtu til að standa undir hahalausum rekstri ríkisins. Um leið og þessi skattastefna var mörkuð lagði fjár- málaráðherra á það áherslu að fjárlög skyldu afgreidd með afgangi enda sagðist hann leggja metnað sinn í að skila ríkisreikningnum í plús. Svo kokhraustur og sigur- viss var ráðherrann að þegar hann gekk til samninga við opinbera starfsmenn um launabætur, langt fram yfir það sem almenn atvinnustarfsemi í landinu réð við, gaf hann út yfirlýsingar um að ríkissjóður hefði næg efni á þessum kjarasamningum. Við það tækifæri benti framkvæmdastj óri Vinnuveitendasambandsins á að ráðherrann gæti trútt um talað. Það er lítill vandi að vera örlátur á annarra kostnað. Skattborgaramir borguðu brúsann. Það er núna að koma í ljós að framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins hafði lög að mæla. Fjármálaráðherra upplýsti þjóðina um að hún hefði efni á launahækkunum til starfsmanna sinna. Laun- þegahreyfmgin hélt að hún væri að semja um kjarabæt- ur á nýhðnum vikum. Endirinn varð auðvitað sá að launahækkunin th opinberra starfsmanna gekk eftir og yfir aha línuna og gott betur. Snjóboltinn, sem fjármála- ráðherra velti ef stað, valt hraðar og hraðar og hlóð utan á sig. Látum vera með erfiðleika atvinnustarfseminnar í landinu. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öh hefur fundið fyrir þeim, slökkvandi elda með neyðarráðstöf- unum aht um kring. En skuldadagar ríkisstjórnarinnar voru heldur ekki langt undan. Ríkisstjórnin hefur vakn- að upp við þann vonda draum að hallinn á fjárlögum nemur nú hálfum Qórða mihjarði króna, sem auðvitað er í aðalatriðum bein afleiðing af launasamningunum sem fjármálaráðherra taldi ríkissjóð hafa góð efni á. Auk beinna launahækkana hefur ríkisstjómin þurft að greiða niður landbúnaðarvörur, hækka tryggingarbæt- ur og hækka útflutningsbætur, sem aht eru afleiðingar samninganna. Fjármálaráðherra getur ekki skotið sér á bak við það að lögbundnar hækkanir komi honum á óvart. Þetta mátti aht sjá fyrir. Það er því marklaust og fremur ómerkhegt þegar fjármálaráðherra kemur nú fram fyr- ir þjóðina og segist þurfa að hækka skatta vegna óhjá- kvæmhegra útgjalda. Hækkunin er hans eigin sök, vegna þess að ríkisstjórnin hafði ekki bein í nefinu th að segja fólki sannleikann; segja strax að hvorki ríkið, skattborgaramir né heldur þjóðarbúið í hehd hafi efni á fölsku örlæti við gerð kjarasamninga. Hvað hafa launþegar borið úr býtum? Gengisfelling- ar, verðlagshækkanir, verðbólgu og nú síðast kemur Qármálaráðherra og boðar nýja skatta th að eiga fyrir kjarabótunum sem hann fyrir mánuði síðan sagðist hafa efni á! Kjarabæturnar em orðnar minni en ekki neitt fyrir fólkið - em famar veg allrar veraldar. Það tók ekki nema mánuð að gera þær að engu. Ehert B. Schram Hið rétla andlH alræðisins Atburðirnir í Kína eru of stórir í sniðum til að mögulegt sé að mynda sér nokkra heildarmynd en nokkur atriði liggja þó ljós fyrir. Þegar á reyndi þoldu valdhafar ekki þá ögr- un sem fólst í kröfugerð náms- manna og almennings víða um land og harðlínumenn urðu ofan á og beittu hervaldi. Af þessu má ýmsan lærdóm draga og þann fyrstan að menn á Vesturlöndum hafa augljóslega gert sér rangar hugmyndir um eðli stjómarfarsins í Kína. Vesturlandamenn hafa löngum trúað því sem þeir hafa viljað trúa um Kína. Áður fyrr á öldinni var talað um gulu hættuna og kín- verska drekann, síðar varð hin herskáa mynd af útþenslustefnu Kínverja ofan á í kjölfar Kóreu- stríðsins, hernáms þeirra á Tíbet og innrásar í Indland. Þá kom menningarbyltingin og botnlaus og illskiljanleg dýrkun á Mao for- manni, síðan fjórmenningaklíkan alræmda og að lokum, þegar Víet- namstríðið var úr sögunni og Deng Sjaoping hafði tekið við sem mest- ur valdamaður landsins eftir lát Maos, var Kína hafið til skýjanna, landið opnaðist meira en dæmi voru til á öldinni og skyndilega blasti við Vesturlandamönnum hið nýja Kína í hillingum með tilheyr- andi óraunhæfum hugmyndum um það sem raunverulega var þar á seyði. Inn í þetta blandaðist óskhyggja, meðan Sovétríki Brésnéfs voru stöðnuð og að því er virtist óum- breytanleg urðu stórstígar fram- farir í Kína, Kína varð allt í einu eftirlætis kommúnistaríki Vestur- landamanna og eftir því sem Deng opnaði landið meira í leit að við- skiptum og tækniaðstoð jókst áhugi manna og væntingar til Kína. Nú allt í einu hafa þær hugmyndir, sem menn gerðu sér um eðh stjórn- arfarsins, fyrirvaralaust verið að engu gerðar, við blasir blóðug ógn- arstjórn og allt er nú í óvissu hvað var í raun og veru á seyði og hvað tekur við. Röksemdin sem hvarf Utanaðkomandi menn hafa geng- ið að þvi sem vísu að minnsta kosti síöasta áratug að í Kína væri í gangi hægfara þróun í lýðræðisátt og í átt til sátta og samvinnu við önnur ríki. En fyrir þessu hafa í rauninni ekki verið neinar sannan- ir. í Kína er ekkert glasnost, þar hefur hið þólitíska kerfi ekki verið í neinni endursköpun eins og nú er að gerast í perestrojku Gor- batsjovs, breytingamar í Kína hafa eingöngu verið fólgnar í að gera efnahagslífið fijálsara en það var. Jafnvel sú breyting er takmörkuð því að tilraunir í fijálsræðisátt í efnahagslífinu hafa verið bundnar við ákveöin efnahagssvæði sem hafa notið sérstakra fríðinda í sam- skiptum sínum við útlönd. í megin- hluta landsins er óbreytt ástand eins og Mao skipulagði það. Þessar efnahagstilraunir minna á það sem var á 19. öld, þegar við- skipti Kínverja við vestræn ríki voru bundin við ákveðin svæði, í þeim tilgangi að takmarka áhrif útlendinga. Samt er hafið yfir allan vafa að í stjómartíð Dengs hefur efnahagslífið í Kína tekið miklum framfórum og velferð þegnanna aukist. Þessi aukna velferð kann síðan að hafa ýtt undir meiri vænt- ingar almennings og óska um hrað- ari þróun á fleiri sviðum og það er það sem virðist hafa gerst. Almenn- ingur í Peking og öðmm helstu borgum hefur gert meiri kröfur og ætlast til meira en ráðandi valdak- lika treysti sér til að uppfylla. Því virðist valdaklíkan hafa ákveöið í sjálfsvöm að stöðva í eitt skipti fyrir öll þá þróun í átt frá hrein- KjaUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður að teljast ólíklegt að nokkur valda- klíka geti til frambúðar barið niður óskir hundraða milljóna Kínverja um meira frelsi og fijálsræði. Sú kynslóð námsmanna og ung- menna, sem stóð fyrir fjöldafund- unum sem komu þessum atburðum af stað, er vaxtarbroddur hins nýja Kína og það er augljóst hvert sú kynslóð vfil stefna. Með blóðbaðinu í Peking og víðar hefur núverandi valdaklíka svipt sjálfa sig ærunni, fyrirgert rétti sínum til að stjóma og um leið játað ósigur sinn. Það er svo heldur ekki víst að hún hafi nægilega sterk tök á hemum eða flokknum til að berja niður alla andstööu til lengdar. Umheimurinn Það er svo annað mál að utanað- „Sú kynslóð námsmanna og ung- menna, sem stóð fyrir fjöldafundunum sem komu þessum atburðum af stað, er vaxtarbroddur hins nýja Kína og það er augljóst hvert sú kynslóð vill stefna.“ Efnahagslifið i Kina hefur tekið miklum framförum i stjórnartið Deng Sjaoping. ræktuðum kommúnisma í átt til lýðræðis og frjálsræðis sem stöðugt háværari kröfur vom gerðar um. Sú forsenda að stjórn kommúnista í Kína væri eitthvað annars eðhs en aðrar kommúnistastjómir hefur verið að engu gerð, stjórnin hefur sýnt vald sitt og sitt rétta eðh en um leiö opinberað veikleika sinn. Að grafa sína eigin gröf í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu Kínverska alþýðulýðveldisins er hernum nú beitt gegn almenningi. Deng og sú valdaklíka, sem varð ofan á um sinn, ræður landinu að- eins í krafti ofbeldis og ógnar. Sag- an sýnir mörg dæmi um hvemig fer fyrir slíkum ríkjum, afleiðingin verður einangmn, stöðnun og óstöðugleiki innanlands. Minna má á hvemig fór fyrir íranskeisara, sem einnig sigaði hemum á al- menning, og á ástandið í Póllandi síðan herlög vora sett þar 1981. Þar við bætist að engan veginn er víst að hervald tryggi valdhöfum tök á landinu nema tímabundið. Deng er nú kominn hátt á níræðisaldur og er sagður heilsulaus og á líklega ekki langt eftir ólifað. Það er vís- bending um að valdabarátta muni halda áfram í Kína. En þaö verður komandi ríki hafa engin áhrif á þessa þróun mála. Kínverjar hafa komist af án Vesturlanda mestaha þessa öld og gætu þess vegna snúið aftur inn á þá braut. Hótanir, van- þóknun og refsiaðgerðir breyta engu. Samt hafa þessir atburðir óhjákvæmilega mikil áhrif á sam- skipti Kínverja við umheiminn. Sú jákvæða ímynd, sem Kína hafði, er gjörbreytt, við blasir allt annað Kína en menn hafa hingað til verið vinveittir. Það sem gerst hefur hlýtur að leiða til þess að vestræn ríki draga úr samskiptum sínum við Kína á öllum sviðum, svo fram- arlega sem núverandi valdhafar halda óbreyttri stefnu. Þá vaknar sú spuming hvort utanaðkomandi menn hafi ekki alla tíö gert sér rangar hugmyndir um Alþýðulýð- veldið Kína allt frá tímum Maos og málað öfgamar í of sterkum ht- um. Nú blasir við hið rétta andht alræðisstjómarinnar, stjómarfar- ið hefur í rauninni ekkert breyst, það sem breyttist vom hugmyndir Vesturlandamanna um stjómar- farið. Nú hefur hulunni verið svipt frá, við blasir það sem menn sáu ekki áður. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.