Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Síða 31
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
39
dv Fréttir
Guðmundur Bjamason:
Virðast
alvarleg
mistök
„Ég hef nú ekki heyrt annaö en
fréttir af þessu atviki en samkvæmt
þeim virðast þarna hafa orðiö alvar-
leg mistök. Alla vega hljóða fréttir
þannig en ég hef ekki heyrt álit
lækna á' því að öðru leyti,“ sagði
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra þegar hann var spurður um
mál það er kom upp á slysadeild
Borgarspítalans um síðustu áramót.
Þá lést hálsbrotinn sjúklingur eftir
að hafa fengiö ranga meðferð.
Guðmundur sagðist ekki búast við
að ráðuneytið heíði forgöngu um að
taka á einstökum málum. Það væru
hlutaðeigandi, í þessu tilfelli að-
standendur, sem yrðu að hafa frum-
kvæði að málsókn.
„Þetta mál hefur ekki komið sem
slíkt inn í ráðuneytið og ekki verið á
borðum hjá mér en vitanlega hefur
oft verið umræða um slysadeild
Borgarspítalans og þá þjónustu sem
þar er veitt. í framhaldi af þeirri
umræðu í vetur setti ég á laggirnar
sérstaka nefnd til að fara ofan í þau
mál og veita betri og öruggari þjón-
ustu. Það er almennt mál en tengist
ekki neinu sérstöku."
Guðmundur sagði aö ekki væri
hægt að segja til um það aö svo
stöddu hvemig yrði unnið úr niöur-
stöðum þessarar nefndar því tillögur
hennar fælu í sér töluverðan út-
gjaldaauka en aukin útgjöld virtust
ekki eiga upp á pallborðið hjá fjár-
veitingarvaldinu um þessar mundir.
-SMJ
Leit að hjónum
á gönguskíðum
- fundust í morgun
Björgunarsveitamenn fundu á sjö-
unda tímanum í morgun miðaldra
hjón úr Kópavogi í Þórisdal. Hjón-
anna var leitaö eftir að þau höíðu
ekki komið til Laugarvatns á tilsett-
um tíma. Hjónin lögðu af stað frá
Meyjarsæti á þriðjudag. Þau hugðust
koma til Laugarvatns daginn eftir.
Þegar ekkert hafði til þeirra spurst í
gær var óskað eftir að aðstoð björg-
unarsveitamanna.
Laugvetningar héldu þegar til leit-
ar og björgunarsveitamenn víðar úr
Ámessýslu voru að hefja leit er fólk-
ið fannst heilt á húfi. Búið var að
hafa samband við Landhelgisgæsl-
una og til stóð að þyrlan tæki þátt í
leitinni.
Þegar björgunarsveitamenn fundu
hjónin vom þau á ferð á skíðunum.
Ef vel miðar til byggða ættu þau að
verða komin til síns heima síðar í
dag.
Tveir björgunarsveitamenn, sem
er vel kunnugir á þessu svæði, fóm
strax að skálanum Skjaldborg sem
er við Kerlingu. Þar voru skilaboð
frá hjónunum. Þau sögðust hafa áð
í skálanum og að þaðan ætluðu þau
í Hlöðufell. Þegar leitarmenn komu
þangað gripu þeir í tómt. Þaðan fóru
leitarmenn að Þórisfelli og síðan í
skálann Himnaríki og þaðan í skál-
ann Slunkaríki. Hjónin fundust svo,
eins og fyrr sagði, í Þórisdal.
„Það er greinilegt að fólkið hefur
villst og lagt 50 kílómetra óþarfa krók
á leið sína. Þau em heil heilsu og það
skiptir mestu. Það er mikill snjór
þarna uppi og þetta er að verða vin-
sælt útivistarsvæði," sagði björgun-
arsveitarmaður sem DV ræddi við í
morgun.
-sme
Leikhús
sýnir í
ÍSLENSKU ÓPERUNNI,
GAMLA BÍÓI
ATH. AUKASÝNINGAR í JÚNÍ
vegna gífuriegrar aösóknar:
Föstud. 9. júní.
Kvöldsýning kl. 20.30.
Uppselt.
Laugard. 10. júní.
Kvöldsýning kl. 20.30.
Uppselt.
Sunnud. 11. júní.
Kvöldsýning kl. 20.30.
Úrfá sæti laus.
Ósóttar miðapantanir seldar
3 dögum fyrir sýningu.
ATH. ALLRA SÍÐUSTU
SÝNINGAR
Miðasala í Gamla bíói, sími
1-14-75, frá kl. 16.00-19.00.
Sýningardaga er opið fram
að sýningu.
Miðapantanir og EURO &
VISA þjónusta allan sólar-
hringinn í síma 11-123.
ATH. MISMUNANDI
SÝNINGARTÍMA!
Frú Emilía
leikhús, Skeifunni 3c
15. sýn. í kvöld kl. 20.30.
16. sýn. sunnud. 11. júní
kl. 20.30.
Allra síðustu sýningar.
Miðapantanir og upplýsingar í
síma 678360 allan sólarhringinn.
Miðasalan er opin alla daga kl.
17.00-19.00 í Skeifunni 3c og sýn-
ingardaga til kl. 20.30.
SVEITASINFÓNÍA
I kvöld kl. 20.30.
Laugardag 10. júnl kl. 20.30.
Aukasýning vegna mikillar aðsóknar sunnu-
daginn 11. júni kl. 20.30.
Allra siöasta sýning.
Miöasala í Iðnó, simi 16620.
Miöasalan er opin daglega frá kl. 14-19 og
fram aö sýningartima þá daga sem leikið er.
Símapantanir virka daga kl. 10-12. Einnig
símasala meö Visa og Euro á sama tíma
Nú er verið aö taka á móti pöntunum til 11.
júní 1989.
Þjóðleikhúsið
Litla sviðið, Lindargötu 7
Færeyskur gestaleikur:
L0GI, L06IELOUR MÍN
Leikgerð af „Gomlum Götum"
eftir Jóhonnu Mariu Skylv Hansen
Leikstjóri: Eyðun Johannesen
Leikari: Laura Joensen
I kvöld kl. 20.30. Síðasta sýning.
Föstud. kl. 20.30.
Aðeins þessartværsýningar.
BÍLAVERKSTÆÐI
BADDA
eftirólaf Hauk Simonarson
Leikferð:
Bæjarleikhúsinu, Vestmannaeyjum.
Mánudag kl.21.00.
Þriðjud. 13.6. kl. 21.00.
Miðvikud. 14.6. kl. 21.00.
M iðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og
sýningardaga fram að sýningu. Sími 11200.
Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningar-
kvöldfrákl. 18.00.
Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltið og
miði á gjafverði.
2E SAMKORT JE
Auglýsing um lögtök fyrir fasteigna- og
brunabótagjöldum í Reykjavík
Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík, og sam-
kvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 6. þ.m., verða lögtök látin fara fram
til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum 1989.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði
þau eigi að fullu greidd innan þessa tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní 1989.
HEHSSOIUMARKAÐUR
Útsala á barna- og herrafatnaði er
að Bíldshöfða 16 (gamla Saab-húsinu).
Opið er frá kl. 14-18 virka daga
og kl. 10-16 laugardaga.
KOMIÐ, GERIÐ GÓÐ KAUP. Upplýsingasími 675070.
Kvikmyndahús
Bíóborg-in
frumsýnir stórmyndina
HIÐ VOLDUGA
(THE BIG BLUE)
Aðalhlutverk: Rosanna Arquette, Griffin
Dunne. Leikstjóri Luc Besson.
Sýnd kl. 4.30. 6.45, 9 og 11.20.
REGNMAÐURINN
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20.
HÆTTULEG SAMBÖND
Sýnd kl. 4.30, 6.45. 9 og 11.20.
ATH. SETIÐ A SVIKRÁÐUM
nú sýnd í Bíóhöllinni.
Bíóböllin
ÞRJÚ A FLÓTTA
Þá er hún komin toppgrínmyndin Three
Fugitives sem hefur slegið rækilega i gegn
vestanhafs og er ein best sótta grínmyndin
á þessu ári. Þeir félagar Nick Nolte og Mart-
in Short fara hér á algjörum kostum enda
ein besta mynd beggja. Aðalhlutverk: Nick
Nolte, Martin Short, Sarah Rowland Do-
roff, Alan Ruck. Leikstjóri: Francis Veber.
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
UNGU BYSSUBÓFARNIR
Toppmynd með toppleikurum. Aðalhlutverk
Emilio Estevez, Kiefer Sutherland, Lou
Diamond Philipps, Charlie Sheen. Leikstj.
Christopher Cain. Bönnuð börnum innan
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
EIN ÚTIVINNANDI
Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.
A SlÐASTA SNÚNINGI
Sýnd kl. 7.10 og 11.15
FISKURINN WANDA
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
SETIÐ A SVIKRAÐUM
Sýnd kl. 5 og 9.
Háskólabíó
PRESIDIO HERSTÖÐIN
Spennumynd. Leikarar: Sean Connery,
Mark Hammon og Meg Ryan.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Oönnuð innan 10 áia.---------
Laugarásbíó
A-salur
FLETCH LIFIR
Fletch í allra kvikinda líki. Frábær gaman-
mynd með Chevy Chase i aðalhlutverki.
Hann erfir búgarð í Suðurríkjunum. Áður
en hann sér búgarðinn dreymir hann „Á
hverfanda hveli" en raunveruleikinn er ann-
ar.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
B-salur
TViBURAR
Schwarzen^ger og DeVito í bestu gaman-
mynd seinni ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
C-salur
BLUES BRÆÐUR
Sýnd kl. 5 og 9.
MARTRÖÐ I ÁLMSTRÆTI
Sýnd kl. 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Regnboginn
DANSMEISTARINN
Stórbrotin og hrífandi mynd um ballett-
stjörnuna Sergeuev sem er að setja upp
nýstárlega sýningu á ballettinum „Giselle".
Efni myndarinnar og ballettsins fléttast svo
saman á spennandi og skemmtilegan hátt.
Aðalhlutverk: Mikhail Boryshnikov ásamt
Alexöndru Ferri, Leslie Browne og Julie
Kent. Leikstjóri: Herbert Ross.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
AUGA FYRIR AUGA 4
SYNDAGJÖLD
Enn tekur hann sér byssu í hönd og setur
sin eigin lög... Charles Bronson sjaldan
betri, hann fer á kostum.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
BEINT A SKA
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
UPPVAKNINGURINN
Sýnd kl. 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
GESTABOÐ BABETTU
Sýnd kl. 5.
Allra siðustu sýningar.
SKUGGINN AF EMMU
Sýnd laugard. kl. 5 og 7.
Allra síðustu sýningar.
MISSISSIPPI BURNING
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
Stjörnubíó
frumsýnir
SING
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
HARRY... .HVAÐ?
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
Sýndkl. 7.
Pekirfé
Veitíngahús með ekta
kinversku bragði
Sérstakt tílboð
mánud. - fimmtud.
Nautakjöt m/lauk, ostrusósu
og steiktum hnsgijónum
kr. 850,-
Kínverskt beikon
m/sojabaunasósu og steiktum
hrisgijónum
kr. 780,-
Opið frá kl. 18.30-23.00
alla daga vikunnar.
Veður
Fremur hæg vestlæg eða breytileg
átt, skýjað um mestan hluta landsins
og víða þokuloft viö ströndina en
léttir líklega heldur til í innsveitum
norðan- og vestanlands. Hiti 8-12
stig.
Akureyrí þoka 7
Egilsstaðir alskýjað 4
lijarðames súld 7
Galtarviti alskýjað 8
KeflavíkurflugvöUuralskýjaö 9
KirkjubæjarkJaustura\ský)að 8
Raufarhöfn þokumóða 3
Reykjavík alskýjað 9
Vestmarmaeyjar skýjað 7
Útlönd kl. 12 á hádegi:
Amsterdam léttskýjað 11
Barcelona skýjað 17
Chicago skýjað 18
Glasgow skýjað 7
London skýjað 11
LosAngeles alskýjað 16
Lúxemborg þokumóða 9
Madríd þokumóða 12
Malaga þokumóða 17
MaUorca léttskýjað 18
Montreal léttskýjað 15
New York þokumóða 20
Nuuk rigning 1
Oríando hálfskýjað 24
Valencia þokumóða 17
Gengið
Gengisskráning nr. 107 - 9. júni 1989 kl. 9.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 57.630 67,790 57.340
Pund 90,220 90,470 89.966
Kan. dollar 40.212 48,346 47,636
Dönslt kr. 7.4068 7,5076 7,3255
Norsk kr. 8.0298 8.0521 7.9265
Sænsk kr. 8,6337 8.6577 8.4999
Fi. mark 13.0385 13,0747 12,8277
Fra.franki 8.5647 8,5885 8.4305
Belg.franki 1.3882 1.3920 1.3625
Sviss. franki 33,4863 33,5793 32.6631
Holl. gyllini 25.8083 25.8800 25,3118
Vþ. mark 29.0723 29.1530 28,5274
it. líra 0.03989 0,04000 0.03949
Aust. sch. 4,1297 4,1412 4.0527
Port. escudo 0,3496 0.3506 0,3457
Spá.peseti 0.4487 0.4499 0.4525
Jap.yen 0.39881 0.39992 0.40203
Irskt pund 77,786 78,002 76.265
SDR 71,4825 71.6810 71,0127
ECU 60.3530 60.5206 59,3555
Símsvarí vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðirnir
Faxamarkaður
8. júni seldust alls 31,880 tonn
Magn i Verð i krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Blálanga 0,894 27,64 26.00 31,00
Fugl 0.189 55.84 55.00 57.00
HlýrÍTSteinb. 0.296 39.18 26.00 54.00
Karfi 2,480 38,69 38.00 40.00
Keila 0,154 23,00 23.00 23.00
Lúða 1,247 187,14 60,00 210,00
Rauðmagi 0.049 62.00 62.00 62.00
Skata 0.028 74,00 74,00 74,00
Koli 1.184 41.97 9.00 63.00
Skötuselur 0.042 161.81 82.00 210.00
Þorskur 17,322 59,11 41.00 65,00
Ufsi 5.461 36.92 35.00 37,00
Ýsa 2,730 72,86 20.00 94,00
Ýsa, und. 0.119 39,00 39.00 39.00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
8. júni seldust alls 8,153 tonn
Þorskur 5.902 54,73 49.00 56,50
Ýsa 1,163 66.30 35.00 90.00
Steinbitur 0,275 40.00 40,00 40.00
Lúða 0.592 128.48 70,00 350,00
Koli 0.108 55.00 55.00 55.00
Fiskmarkaður Suðurnesja
8. júni seldust alls 11,767 tonn
Þorskur 2,997 55,83 29.00 61.50
Ýsa 1.563 65.59 53,00 97.00
Karfi 2.590 34,69 15.00 39,00
Ufsi 2.372 32,37 25,00 34.50
Steinbitur 0.203 30.97 30,50 33.50
Hlýri + steinb. 0,117 30.50 30.50 30,50
Langa 0,218 30,75 30,50 31.00
Lúða 0,076 171,71 105,00 210,00
Skarkoli 0.582 43,00 43.00 43.00
Skata 0,005 40.00 40.00 40,00
Skötuselur 0.081 148,44 60,00 225,00
Háfur 0.024 7,00 7,00 7,00
Öfugkjafta 0,940 5,00 5,00 5.00
FACD FACO
FACOFACD
FACOFACl
LISTINN A HVERJUM
MANUDEGI
□
J