Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 9. JÚNl 1989.
Steingrímur Hermannsson:
Ætla að bíða
og sjá og spá
- síðan sjáKur
„Ég er ekkert óhress með þetta
miðað við allar þær verðhækkanir,
og erfiðleika sem við höfum orðið að
ganga í gegnum. Þetta eru sömu tölur
og við vorum með í kosningunum.
Ég er ekkert óánægöur með það,“
sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra um niðurstöður skoð-
anakönnunar DV.
- Nú fær ríkisstjómin mun minna
fylgi en nokkur ríkisstjóm hefur áð-
ur fengið í könnunum.
„Vitaniega er það slæmt hjá ríkis-
stjóminni. Hennar fylgi mun ráðast
af þvi hvemig okkur tekst að leysa
erfiö mál sem við erum að ghma við,
~ eins og hjá ýmsum fyrstihúsum,
hvort okkur tekst að spoma við verð-
hækkunum og ekki síst hvort okkur
tekst að koma peninga- og vaxtamál-
um hér í eðlilegt horf. Ég ætla að
bíða og sjá hvort það tekst og síðan.
spá sjálfur."
- Spá sjálfur?
„Eg vil orða það svo,“ sagði Stein-
grímur. -gse
Kjartan Gunnarsson:
Ánægjulegt
„Þessi niöurstaða er ánægjuleg fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn en ég bendi á
að óvissuþátturinn er stór og því
vara ég flokksmenn við að fyllast sig-
urgleði. Þetta er tæplega nógu traust
niðurstaða til að ég geti verið fylh-
lega ánægður," sagði Kjartan Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, í samtah við DV. :
„Ríkisstjómin sem nú sitrn- var
mynduð með svikum og óheiiindum
og þess hefur gætt í störfum hennar
eins og fólk virðist vera að átta sig á
í auknum mæh. Því fyrr sem stjómin
skiiur þau skilaboð sem felast í nið-
urstöðunum því betra," sagði Kjart-
—~ an. -Pá
Jón Sigurðsson:
Þjóðin þurfti
óvinsæla sljórn
„Þetta er náttúrlega ekki góð út-
koma. Ég hef ekki á þessu neinar
sérstakar skýringar aðrar en þær að
óánægja hefur veriö með framgang
mála í kjölfar kjarasamninga. En við
því var aö búast, segi ég nú blátt
áfram. Mér segir svo hugur um að,
þjóðin hafi þurft á óvinsælh ríkis-
stjóm að halda um sinn; stjóm sem
^þorir að standa að óvinsælum að-
gerðum," sagði Jón Sigurðsson viö-
skiptaráðherra. -gse ■
LOKI
Ætli margir Danir
hafi ekki orðið til á
skemmri tíma en kortérh
íslenska stálfélagið hf. hefur mánuð. Þeir era flestir svonefiidir lokin verða þeir flestir á sama tíma
fengiö atvinnuleyfi félagsmála- sérhæfðir verkamenn. eða 76 manns. Ætlunin er aö stál-
ráðuneyösins fyrir um 88 Ung- ísleuska stálfélagiö hefur keypt verksmiðjan verði korain í gagnið
veria, Itali og Þjóðveija í sumar notaðastálverksnúðjuiFrakklandi í nóveraber.
sem munu reisa stálverksmiðju og er hún keypt uppsett á íslandi. Að sögn Óskars Hahgrímssonar
fyrirtækisins suður af Hafnarfiröi. Útlendingarnir rifa verksmiðjuna í liggja fyrir meðmæli frá hlutaöeig-
Oskar Hallgrímsson, hjá vinnu- Frakklandiogsetjahanasíðanupp andi stéttarfélögum um að at-
máJaskrifstofú félagsmálaráðu- hérlendis. Atvinnuleyfið miöast vinnuleyfi skuh veitt fyrir þessa
neytisins, segir að veitt hafi verið eingöngu við þetta verk. útlendu verkamenn Stálfélagsins.
bráðahirgðaleyfi, Fyrstu útlend- Aö jafiiaði veröa þeir um 40 tii -JGH
ingamir koma um raiðjan þennan 60 viö að reisa verksmiðjuna en í
Júlíus Sólnes:
Byggjum upp
„Við gerum okkur grein fyrir því
að staða flokksins er veik sem er
eðlilegt í kjölfar þess klofnings sem
átti sér stað,“ sagði Júlíus Sólnes,
formaður Borgararflokksins, í sam-
tah við DV.
„Það verður okkar verkefni á næst-
unni að byggja upp fyrra fylgi flokks-
ins á nýjan leik,“ sagði Júhus. Hann
taldi megna óánægju með sitjandi
stjórn setja svip sinn á allar skoðana-
kannanir. „Síðustu verðhækkanir
voru dropinn sem fyllti mælinn,“
sagði hann. -Pá
Kristín Einarsdóttir:
Varia marktæk
minnkun
„Þétta er varla marktæk minnkun,
enda er hér enn um aukningu á kosn-
ingafylgi að ræða,“ sagði Kristín Ein-
arsdóttir, þingmaður Kvennalistans,
í samtali við DV um niðurstöður
skoðanakönnunarinnar. „Því get ég
varla verið óánægð með þetta fyrir
okkar hönd. Óvinsældir ríkisstjóm-
arinnar koma mér sannarlega ekki á
óvart en athyghsvert hvað Fram-
sóknarflokkurinn heldur sínu fylgi.
Það er eins og fólk geri sér ekki grein
fyrir þvi hvaða ábyrgð hann ber á
gerðum stjórnarinnar,“ sagði Krist-
ín. -Pá
Atvinnu- og áhyggjulausar, á leið í sund I Kópavogslaug, stika þær Margr-
ét Tryggvadóttir og Guðný ísaksen. Þær eru báðar í leikhópi að æfa sig
fyrir 17. júní hátíðarhöldin. Þar mun Margrét stika um á stultum en Guðný
verður í gervi álfs. DV-mynd E.J.
Frystingln á VestQöröum:
Helmingnum bjargað
- segir Steingrímur Hermannsson
„Menn tala stórt stundum en ég
held að þeir hafi allir farið sannfærð-
ir um að fundurinn hafi verið gagn-
legur. Lausn finnst ekki á svona
fundi en ég er að vona að lausn finn-
ist fyrir um helming af þessum hús-
um fyrir vestan á næstu dögum,“
sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra.
Hann sat á fundi fram eftir nóttu
með forsvarsmönnum sjávarútvegs-
ins á Vestfjörðum. Vestfirðingamir
höfðu lýst því yfir að þeir myndu
ekki yfirgefa fundinn fyrr en þeir
hefðu fengið lausn sinna mála. Þeir
gagnrýna harðlega hvernig kvóta-
kerfið hefur skert aflaheimildir
þeirra umfram aðra landshluta.
Einnig aðgerðir yfirvalda gegn fyrir-
tækjúm á Suðureyri, Þingeyri og
Flateyri.
„Það var farið mjög ítarlega yfir
stöðu sjávarútvegsins og þá fyrst og
fremst á Vestfjörðum; áhrif kvótans
og fjölmargt fleira. Síðan var farið
yfir þær aðgerðir sem nú er að unnið
fyrir einstök fyrirtæki og rætt mjög
opinskátt um þær. Það gagnlega sem
kom fram á fundinum var sú um-
ræða sem var um stöðu þessara fyr-
irtækja og sjónarmið heimamanna
komu mjög vel fram. Það er ekkert
sem þar á vantar," sagði Steingrím-
ur. -gse
Dómar í fíkniefnamálum:
Tveggja ára fangelsi
Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn
í fangelsi fyrir fikniefnamisferh.
Frankhn K. Steiner var dæmdur í 20
mánaða fangelsi fyrir að smygla
amfetamíni til landsins. Hann hefur
áður verið dæmdur fyrir meðferð
fíkniefna.
Jóhannes Karlsson var dæmdur í
tveggja ára fangelsi. Hann flutti um
50 grömm af kókaíni frá Bandaríkj-
unum. Jóhannes hefur ekki áður
gerst sekur um fíkniefnabrot.
-sme
Veðrið á morgun:
veður
Á morgun verða austlægar
áttir á landinu. Þoka verður við
austur- og norðurströndina en
öhu bjartara til landsins. Hitinn
verður 6-12 stig.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GOÐIR BILAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR