Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Page 2
2 Fréttir____________________________________ Öldrunardeildum spítalanna lokað: Neyðarástand vegna sparnaðaraðgerða - áfall fyrir öldrunarþjónustuna, segir Þórir Guðbergsson „Það má segja að lokun þessara deilda sé mikið áfall fyrir öldrunar- þjónustu hér á landi,“ sagði Þórir Guðbergsson, yfirmaður ellimála- deildar Reykjavíkurborgar, um ástand það sem hér hefur skapast að undanfómu í öldrunarmálum. Vegna spamaðaraðgerða hefur að margra dómi skapast neyöarástand en að sögn Þóris em nú send heim 100 til 200 manns af sjúkrahúsum Reykjavíkur. Þetta eru aldraðir sjúklingar sem bætast við þá hópa sem vanalega fara heim á sumrin án tillits til þess hvort þeir geta þaö eða ekki. í fyrsta skipti hefur öldmnardeild- um spítalanna verið lokað og því hefur orðið að senda heim fólk sem þarf mikla umönnun. Sagði Þórir aö þó að ættingjar væru allir af vilja gerðir til að taka við þessu fólki væri ekki hægt að neita því að í mörgum tilfellum væri varla hægt aö leggja þetta á þá. Að sögn Þórs Halldórssonar, yfir- læknis öldrunardeildar Landspítal- ans, þarf spítahnn í fyrsta skipti að loka einni af þrem öldmnardeildum sínum og senda heim 20 sjúklinga sem voru til meðferðar. Verður deildin lokuð í þrjá mánuði. „Við höfum öll vitað af niðurskurði í heil- brigðiskerfinu í nágrannalöndunum en eigi að síður hefur það aldrei bitn- að á öldruðum þar. En hér virðist vera skorið jafnt niður í þeim málum sem öðmm sem er jafnvel enn sárara þar sem við höfum verið töluvert á eftir nágrannalöndunum í öldmnar- málum. Svo er auðvitað ljóst að þetta sparar ekki neitt heldur ýtir bara boltanum á undan okkur,“ sagði Þór og benti á að þegar deildin yrði opnuð aftur yrði biðlisti orðinn margfalt lengri en þegar henni hefði verið lok- að. -SMJ Stöðugleikapróf rækjubáta við Djúp: Hluti þeirra stóðst ekki lágmarkskröfur - endurbætur verður að gera á hluta flotans Siglingamálastofnun hefur látiö ar. Útgerðarmennimir bára fyrir sáttir viö að þeir hafi gefiö rétta gera hallapróf til að finna út stöð- sig langa og góða reynslu bátanna . mynd af ástandi bátanna. Málin ugleika rúmlega tuttugu rækjubáta við rækjuveiðamar. „Það era sjón- hafa veriö rædd - út frá öllum sjón- við ísafjarðardjúp. Aætlað er að armið út af fyrir sig. Ég get vel armiðum. í einhveijum tilfellum reikna út stöðugleika um tuttugu skilið að menn séu ósáttir þegar verða haliaprófanir endurteknar. rækjubáta til viðbótar. í þeim niö- þeim em sýndir skrifborðsreikn- Hluti bátanna uppfyllti þær kröfur urstööum, sem liggja fyrir, kom í ingar af bátum þeirra, bátum sem sem gerðar em í dag, þó svo bátam- Ijós að hluti bátanna, eða tæplega þeir hafa gert út í áraraðir. En þetta ir séu orðnir 20 til 30 ára gamlir,“ tlu, stóöst ekki lágmarkskröfur um leysist allt i vinsemd,“ sagði einn sagði Magnús Jóhannesson. stöðugleika. Á þeim bátum verður starfsmanna Siglingamálastofnun- Ovíst er hvaða breytingar þarf aö gera breytingar svo þeir standist ar. að gera á bátunum. lágmarkskröfur um stöðugleika. Magnús Jóhannesson siglinga- „Þaö er ekki óeölilegt þegar Fjölda sjóslysa má rekja til þess aö málastjóri fór vestur á ísafjörð og svona kemur upp aö menn vilji stöðugleikahafiveriðábótavantog átti þar fundi með útgerðarmönn- ræða málin. Ég held að allir séu eins til þess að skipstjómarmenn umþeirrabátasemgeraþarfbreyt- sammála um aö tilgangurinn er hafa ekki haft næga vitneskju um ingar á. Magnús segir það meðal fyrst og fremst sá að auka öryggi stöðugleika báta sinna. annars vera gert til að leysa þessi við þessar veiöar. Ég geri mér von- Nokkrir eigendur þeirra báta, mál svo menn geti veriö sáttir. irumaöviðnáumþvimarkmiði.“ sem voru mældir, voru ósáttir viö „Við höfúra fariö saraan yfir út- -sme niðurstöður Siglingamálastofnun- reikningana. Það voru ekki allir Trillukarlarnir hætta grásleppuveiöum: Hættum vegna sölutregðu - segir Þráinn Nóason í Grundarfirði „Við byrjuðum 20. maí á gráslepp- unni en erum að taka netin upp núna þó að vertíðarlok séu ekki fyrr en 20. júlí. Við erum búnir að fá 33 tunnur af hrognum sem er það sama og við fengum á vertíðinni í fyrra,“ segir Þráinn Nóason, trillukarl í Grundar- firði. Þráinn gerir út 214 tonns trillu, Von SH 178. „Ástæðan fyrir því aö við eram að hætta á grásleppunni er fyrst og fremst sölutregða og lélegt verð, við fáum borgað það sama fyrir hrogna- timnuna og við fengum í fyrra. Ég held að sölutregðan stafi fyrst og fremst af óstjóm og stjómleysi hjá þeim möimum sem fara með sölumál fyrir okkur svo og af þeirri samkeppni sem við eigum í við Kanadamenn og Norðmenn en þeir era tilbúnir til að selja grásleppu- hrogn óúýrar en við. Við erum 9 sem höfum gert út á grásleppu hér á Grandarfirði en það eru allir að taka upp netin, ætli það verði nema einn trillukarl sem held- ur áfram veiðum til vertíðarloka." - Hvað tekur við þegar þú hættir á grásleppunni? „Ég er bóndi og ég fer heim að slappa af í sólbaði og sinna búskapn- um,“ segir Þráinn aö lokum. -J.Mar Þráinn Nóason og Hallgrímur Ólafsson I Grundarfiröi eru aö hætta grá- sleppuveiðum vegna sölutregöu. -DV-mynd GVA FÖSTUDAGUR 30. JÚNt 1989. Ekki alls fyrir löngu var gerð tilraun til aö veiöa sæbjúgu i Breiðafirði, öðru nafni konupunga. Það var Sumarliði Asgeirsson kafari sem kafaði ásamt félaga sínum eftir um 30 kílóum af þessari sjávarafurð fyrir fyrirtæk- ið íssjó hf.___________________ DV-mynd GVA Breiöaúörður: Tllraunir með veiðar og vinnslu á sæbjúga - markaður talinn álitlegur í Suðaustur Asíu „Fyrirtækið íssjór hf. er að gera Breiðafirðinum og veiddum um 30 tilraunir með hvort hagkvæmt muni að veiða sæbjúgu hér við land, öðru nafni „konupunga“ og koma þeim á markað í Suðaustur-Asíu, þar á með- al í Kína. Á vegum fyrirtækisins er staddur Kínverji hér á landi og hann aðstoöar við vinnslu á þessari sjávar- afurð sem hingað til hefur verið gjör- samlega ónýtt,“ segir Gylfi Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri íssjáv- ar hf. „Nú er unnið að því að finna heppi- lega verkunaraðferð og ef það tekst verður reynt að kynna sæbjúgun á mörkuðum í Asíu. Það verður hins vegar ekki fyrr en við höfum lokið markaðsrannsóknum fyrir austan að við vitum hvaöa verö býðst og þá fyrst getum við áttað okkur á því hvort veiðar á sæbjúgum geti skfiað hagnaði," segir Gylfi. „Ég og félagi minn köfuðum í kíló af konupungum fyrir Issjó. Það er mjög mikið af þessari sjávarafurð út um allan fjörð. Konupungar finnast helst þar sem mikill straum- ur er, þar sitja þeir á steinnibbum," segir Sumarliði Ásgeirsson, kafari og matreiðslumeistari. ,Það er skrápurinn af konupung- unum sem er nýttur. Hann er tekinn og soðinn í 5-6 tíma og síðan er hann kæstur í tvær vikur. Þá er hann soð- inn í aðra 5-6 tíma og eftir það er hann þurrkaður. Áður en konupun- gamir era etnir era þeir lagðir í bleyti í 24 tíma. í Kína er þykja konupungar mikill herramannsmatur og þar er þetta mjög dýr matur, mér hefur verið sagt að þar sé þetta fimmti dýrasti réttur sem seldur er á veitingahúsum í alþýðulýðveldinu," segir Sumarliði. -J.Mar Fangapresti meinað að hitta fanga Fangapresti þjóðkirkjunnar hefur verið meinað að hitta þijá fanga sem era í gæsluvarðhaldi vegna kókaín- máls. Lögreglustjóri ákvað ásamt Fangelsismálastofnun að banna prestinum að hitta fangana vegna gruns rannsóknaraðila um að prest- urinn hafi borið upplýsingar mfili fanganna. Presturinn hefur mótmælt ásökununum og krefst þess að saka- dómur í ávana- og fíkniefnamálum hnekki ákvörðun fyrrnefndra aðila. Er úrskurðar sakadóms að vænta fljótlega. -hlh Ný Bónusverslun: í hlaðvarpanum hjá Hagkaupi Stefnt er aö því að opna á laugar- dag nýja Bónusverslun í Faxafeni 14 sem er rétt við bæjardymar hjá Hag- kaupi í Skeifunni. „Eg hef alltaf vfijað vera í nágrenni við vini mína,“ sagði Jóhannes Jóns- son verslunarstjóri þegar DV spurði hann um staðarvalið. Nýja verslunin verður á um 400 fermetrum og verður í flestu eins og verslunin í Skútuvogi sem þar hefur verið rekin síöan í vetur. Bónus- verslanir hafa þá sérstöðu meðal matvöraverslana að þar era allar vörar merktar strikamerkingum og afgreitt eftir því. Kerfið gerir kleift að hafa lágmarksfjölda starfsmanna og veldur margvíslegri hagræðingu í rekstri. í verslunum Bónuss er ekki tekið við krítarkortum og verslunin opin mun skemur en aðrar matvöra- verslanir. „Okkur hefur gengið mun betur en við ætluðum í upphafi," sagði Jó- hannes. Næsta verslun verður síðan í JL-húsinu viö bæjardymar hjá Miklagarði, öðrúm höfuðkeppinaut Bónuss. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.