Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 30. JIJNl 198.9.
Fréttir
Kurr í ríkisstjórninni
Július Sólnes gerir talsverðar kröfur.
Kurr er í ríkisstjóminni út af hin-
um ýmsu málum. DV hefur greint frá
ágreiningi, sem þar er vegna gengis-
málanna. Þá eru stjómarflokkamir
ekki á einu máli um hvað eigi aö
bjóða Borgaraflokknum, fengist sá
flokkur með í stjóm. Steingrimur
Hermannsson forsætisráðherra hef-
ur lagt til, að Borgaraflokknum yrðu
boðin þrjú ráðuneyti, og fengi flokk-
urinn þannig tvo ráðherra. En al-
þýðúílokksmennirnir í ríkisstjórn
hafa talað um, að Borgaraflokkurinn
fengi bara tvö ráðuneyti. Fengi flokk-
urinn þá eitt ráðuneyti frá Fram-
sóknarflokknum og eitt frá Alþýðu-
bandalaginu. í raun hafa stjómarhð-
ar verið að myndast við að gera Borg-
araflokknum tilboð, en þó eru þeir
ósammála. Framsóknarmenn hafa
viljað, að Júlíus Sólnes geti fengið
iðnaðarráðuneytið. Þeir benda á, að
iðnaðarráðuneytið verði mjög í
sviðsljósinu á næstunni. Tala þeir
þar um hugsanlega stækkun álvers,
stækkun Búrfellsvirkjunar, Fjóts-
daisvirkjun, umræður um álver
austur á landi og umræður um frek-
ari framkvæmdir á Grundartanga.
En Júiíus Sólnes hefur í viðtölum við
stjómarhöa lagt áherslu á að fá við-
skiptaráðuneytið eða sjávarútvegs-
ráðuneytið. Júlíus setur markið hátt.
Nú er auövitaö spurning, hver alvara
þeim borgaraflokksmönnum er í aö
komast í þessa ríkisstjóm. En stjóm-
arliðum hafði síðast í gær enn ekki
tekist aö vera eignhuga í stefnu í
þessu máh.
Og kurr hefur verið út af miklu
fleiri málum.
Þaö em ekki bara gengið og afstað-
an til Borgaraflokksins.
Uppstokkun?
Stjómarhðar hafa velt fyrir sér upp-
stokkun í ríkisstjóminni. Það eru
einkum alþýðuflokksmenn, sem hafa
verið með slíkar hugmyndir, og hafa
þær tengst spurningunni um, hvort
Bogaraflokkurinn kæmi inn.
Hugmyndin um uppstokkun snýst
nokkuö um það, hvort Jónamir
skipti um sæti. Yrði Jón Baldvin þá
viðskiptaráðherra og Jón Sigurðsson
utanríkisráðherra. Raddir segja, að
Jóni Baldvin finnist hann ekki vera
nægilega í sviðsljósinu sem utanrík-
isráðherra, þar sem hann þurfi að
vera ímynd flokks síns. Alþýðuflokk-
urinn hefur tapað fylgi á kjörtimabil-
Sjónarhomið
Haukur Helgason
inu. Þá er það meðal þeirra mála,
sem styrr stendur um í stjómarlið-
inu, hvemig fara skuh með utanrík-
ismálin. Margir hafa snúist gegn
hugmyndum Jóns Baldvins um
sendiráðin og styðja þess í stað hug-
myndir Hannesar Jónssonar sendi-
herra. Raunar er ósýnt annað en að
tihögur Jóns mundu hafa í for með
sér mjög aukinn kostnað og líklega
nokkurt óhagræði.
En meiri uppstokkun kemur til
áhta. Þar á meðal er nefnt, hvort Jón
Sigurðsson tæki að sér sjávarútvegs-
máhn. En þau eru auövitað fóst í
hendi Halldórs Ásgrímssonar.
Kurr vegna fleiri mála
Ókyrrð er í stjóminni vegna ýmissa
annarra mála.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra hefur verið sakaður af
stjómarandstööunni um að mis-
muna fyrirtækjum, þegar hann
gengur eftir söluskattinum. Sumir
stjómarhðar em sammála slíkri
gagnrýni. Jafnvel segja þeir, að Ólaf-
ur Ragnar hafi farið offari í málinu.
í raun sé ekkert verið að ganga gegn
þeim, sem svíki undan, aðeins högg-
við harðar að þeim, sem af ýmsum
ástæöum hafa ekki greitt skattinn í
tæka tíð. Á móti þessum hugmynd-
um eru aðrar, þess efnis aö sumir
flokkamir vtfji vemda ákveðin gælu-
fyrirtæki sín. Þetta em auðvitað aht
efni, sem hleypa hlu blóði í stjórnar-
samstarfið, svo mjög sem söluskatts-
máhð hefur verið í brennidepli. Til
em þeir stjómarhðar, sem telja Ólaf
Ragnar ekki hæfan í þetta embætti
sitt.
Og erfiðleikarnir í þjóðfélaginu
spha með ýmsum hætti inn í stjóm-
arsamstarfið, sem von er. Dæmi um
það em gengismálin, sem áður hafa
verið rædd á þesssum vettvangi.
Annað dæmi er vaxtamálin.
Ríkisstjórnin ákvað að knýja
bankakerfið með handafh th að
lækka raunvexti um rúmt prósent
nú. Sumir stjómarhðar hafa veriö
ipjög andvigir þessu handafli, þótt
þeir hafi nú dansað með. En Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra hefur síðusu daga verið óspar
á ummæh um, hversu erfitt sé að
tjónka við bankana. Vafalaust finnst
honum einnig örðugt að fást við Jón
Sigurösson viðskiptaráðherra í þess-
um efnum. En menn bíða spenntir
aö sjá, hvað gerist nú um næstu
helgi. Munu bankarnir fara alveg að
tilmælum ríkisstjómarinnar, nánast
fyrirskipunum, eða mun skerast í
odda? Þetta mun fljótt koma á dag-
inn.
Mörg önnur vafamál eru í stjóm-
inni.
Ágreiningur hefur staðið um af-
urðalánamál landbúnaðarins. En í
raun hafa kratar sætt sig viö að láta
framsóknarmenn og framsóknar-
mennina í Alþýðubandalaginu, þar á
meðal landbúnaöarráðherra, ráða
ferðinni.
Þannig mun sukkið í landbúnaðin-
um óbreytt.
Landsmenn bera áfram klyfjamar
af slíku.
Og þótt kurr sé í ríkisstjóminni,
reikna fróðustu menn með því, að
hún sitji áfram - með eða án Borg-
araflokksins.
Haukur Helgason
Ráðhevrann
skálaði í mysu
- við opnun atvinnusýningar á Egilsstöðum.
Sigrún Björgvmadóttrr, DV, Egilsstöðum;
Yfir 70 fyrirtæki á öhu Austurlandi
sýna framleiöslu sína og þjónustu á
atvinnusýningu sem opnuö var
fóstudaginn 23.júní í íþróttahúsinu
hér á Eghsstöðum. Framkvæmda-
stjóri sýningarinnar, Anna Ingólfs-
dóttir, bauð gesti velkomna en Stein-
grímur J. Sigfússon ráðherra opnaði
sýninguna.
í ávarpi síriu sagöi hann sýninguna
vera eins og sólargeisla iim í það
skammdegismyrkur sem formæl-
endur innflutnings í stað íslenskrar
framleiðslu væru að leggja yfir
byggðir landsins. Aðrir sem fluttu
ávörp vom Sigurður Símonarson
bæjarstjóri, Hrafnkeh Jónsson,
stjómarformaöur Sambands sveitar-
félaga á Austurlandi, Axel Beck,
iðnráðgjafi á Austurlandi, og Birgir
Amason, aðstoðarmaður iðnaðar-
ráðherra. Síöan var gestum boðið
upp á léttar veitingar. Fyrstu 3 sýn-
ingardagana höfðu 2400 fullorönir
komið á sýninguna auk fiölda bama.
Iðnsýning var haldin á Eghsstöð-
um fyrir fjórum árum en á þessari
sýningu sýna 40 fyrirtæki sem stofn-
uð hafa verið síðan. Þama má sjá
hinar flölbreythegustu framleiðslu-
vörur, aht frá smæstu miiyagripum
upp í eldhúsinnréttingar af mörgum
gerðum og heht sumarhús sem er á
DV-mynd Sigrún
Sumarhús flutt á sýninguna.
útisvæði sýningarinnar. Ýmsar at-
hyglisverðar nýjungar koma nú í
fyrsta sinn fram í dagsljósið. Má þar
nefna mysudrykk frá Kaupfélagi
Héraðsbúa sem var einmitt boðið
upp á við opnun sýningarinnar og
ráðherra skálaði í.
Vemdaður vinnustaður á Egils-
stöðum, Stólpi, er meö bás og mun
það vera í fyrsta sinn hér á landi sem
fatlaöir taka þátt í svona sýningu.
Atvinnusýningin er opin 2 kvöld i
þessari viku og einnig helgina 1.-2.
júlí.
Nýr skákstigalisti:
Kortsnoj á uppleið
Nýr listi hefur verið gefinn út af
Alþjóöa skáksambandinu þar sem
Elo-skákstigin koma fram. Sam-
kvæmt venju er heimsmeistarinn
Garry Kasparov í fýrsta sæti með
2775 stig og vantar hann aðeins 5
stig th að jafria stigamet Bobbys
Fischer. Karpov er í 2. sæti með
2755 stig.
95 stigum neðar koma þeir Vass-
hy Ivansjuk frá Sovétríkjunum og
Nigel Short frá Englandi með 2660
stig. Viktor Kortsnoj sýnir enn einu
sinni keppnishörku sina meö því
að vera kominn í fimmta sæti með
2655 stig. Hann hefur hækkað sig
um rúmlega 60 stig síðan á síðasta
lista. Valery Salov frá Sovétríkjun-
um er með 2645 stig og landi hans
Mikail Gurevitsj er sjöundi með
2640 9tig. Lubomir Lubojevic frá
Júgóslavíu, Jan Timman frá Hol-
landi og Ulf Andersson frá Svíþjóö
eru i 8.-10. sæti með 2635 stig.
Judit hæst kvenna
Það kemur engum á óvart að
stigahæst ahra kvenna er hin 13
ára gamla Judit Polgar frá Ung-
veijalandi. Hún er með 2555 stig
og er 35 stigum hærri en næsta
kona sem er elsta systir hennar
Zsuzsa Polgar. Heimsmeistari
kvenna, Maja Chiburdanidze, er í
3. sæti með 2495 stig. Hin sænska
Pia Cramling er með 2480 stig og í
4. sæti. Næstu sex konur eru frá
Sovétríkíunum.
-SMJ
Spánn:
Islenskur ferðamála-
og fararstjóraskóli
- meö spönskum og íslenskum kennurum
í Palma á Mahorca verður næsta
haust boðið upp á námskeið fyrir
íslendinga sem hyggjast leggja fyrir
sig ferðaþjónustu. Námskeiðið hefst
þann 30. október og því lýkur 20.
desember.
Námskeiðið er árangur samstarfs
sem tekist hefur mihi nokkurra ís-
lenskra aðha og spænskra ferða-
málayfirvalda.
Kennd veröa ýmis undirstöðuatriöi
almennrar ferðamálaþjónustu, svo
sem farseðlaútgáfa og hótelstörf, auk
spænsku, sögu Spánar, leiðsagnar
ferðamanna á Spáni og margra fleiri
greina. Náminu lýkur með prófum
og fá nemendur skírteini th stað-
festingar á þátttöku sinni.
Skólastjóri verður Ömólfur Áma-
son rithöfundur.
-J.Mar