Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989. Utlönd Ráðherra rekinn á Kúbu Ochoa Sanchez hershöfðingi sem sakaður hefur veriö um aö hafa starf- aö með Medellin eiturlyfjahringnum í Kólumbíu. Símamynd Reuter Innanríkisráðherra Kúbu hefur verið rekinn vegna tengsla við eitur- lyfiahneyksli sem vestrænir stjórnarerindrekar kalla „Castrogate". Innanrikisráöherrann, Jose Abrantes, sem er þriöji valdamesti maður Kúbu, er annar ráðherrann sem rekinn er vegna málsins. Þann 13. júní var samgöngumálaráðherra landsins, Diocles Torralbas, sem baröist við hhð Castros í uppreisnarhemum, rekinn. Abrantes, sem lengi hefur verið náinn samstarfsmaður Castros, varð innanríkisráöherra 1985 og átti aö útrýma spillingu innan lögreglunnar. Hershöfðinginn Ochoa Sanchez hefur verið sakaður um að haía verið leiðtogi hrings hermanna og embættismanna sem áttu samskipti við Medellin eiturlyfjahringinn í Kólumbíu. Hefur Ochoa verið sakaður um aö hafa aðstoðað viö að smygla sex tonnum af kókaíni til Bandaríkjaima á árunum 1987 öl 1989 um herflugvelli á Kúbu. Sérstakur dómstóll mælti með því á sunnudaginn að Ocha yröi dreginn í'yrir herrétt og tekinn af lifi. Laxastríð á Kyrrahafi Birgir Þórisson, DV, New York: Bandarikjamenn eiga nú í laxastríði við fiskimenn frá Austur-Asíu sem þeir saka um stórfelldan veiðiþjófiiað á Norður-Kyrrahafi þar sem þeir veiði lax en ekki smokkfisk og fari iðulega inn á bönnuð svæði. Líklegt er að Taiwan verði beitt efnahagslegum refsiaðgerðum en sam- komulag til eins árs náðist við Japan í tæka tíð svo aö ekki kemur til refsiaðgerða að sinni. Fiskimenn í Alaska segja að smokkfiskílotinn frá Austur-Asíu taki í leiðinni um helming af þeim laxi sem ella gengi upp í ár í Alaska. Umhverfisverndarsinnar líta veiðamar einnig hornauga. Þeir segja að reknetin, sem smokkfiskveiðimenn noti, taki allt sem á vegi þeirra verð- ur, þar á meðal fiölda sjófugla og sjávarspendýr, ailt upp í stærstu hvali. Um sjö hundruð bátar sttmda veiöamar og hefur hver bátur um fimmtíu kílómetra af reknetum innanborðs. Mjög erfitt er að hafa eftirlit með veiðunum þar sem þær fara fram á feikna stóru hafsvæði. Japanir samþykktu að leyfa fjóra bandaríska eftir- litsmenn um borð í japönskum fiskiskipum og að eftirlitsskipum yrði fjölg- að í fiögur. Bandarískir fiskimenn gagnrýna samkomulagið harðlega sem þeir segja sýndarmennsku til að komast hjá hörðum aðgerðum sem lög gera ráð fyrir. Arabar reknir frá ísræl Þingmenn f Likudflokknum tóku þótt i göngu um vesturbakkann i gær II að leggja áherslu á rétt ísraela til hernumdu svæðanna. Símamynd Reuter Þrátt fyrir alþjóöagagnrýni ráku ísraelar átta Palestínumenn úr landi til Líbanon i gær og eyðilögöu heimili sjö annarra á vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Brottreksturmn í gær fylgdi i kjölfar úrskuröar hæstarétt- ar sem visaði frá áfrýjunum vegna brottrekstrarskipana sem gefiiar voru af hernum án formlegra ákæra eða réttarhalda. Framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna, Perez de Cuellar, fordæmdi brottreksturinn og kvað hann brot á Genfarsamþykktinni um meðferð óbreyttra borgara. Bandaríkin hafa margsinnis gagnrýnt ísraelsk yfirvöld fyrir aö reka úr landi araba og eyöileggja heimili þeirra sem lið í að bæla niður upp- reisnina á herteknu svæðunum. “'X,ier um trúverðugleika saKsoKnarar og verjendur eru nú sagðir spila póker um trúveröugleika vitnanna í réttarhöldunum yfir meintum morðingja Olofs Palme. í gær voru sjö vitni yfirheyrð og á mánudag verða fimm vitni leidd fyrir réttinn. Meðal þeirra verður hinn 69 ára gamli maður sem segist hafa séð ákærða á jámbrautarstöö í úthverfi Stokkhólms um þaö leyti sem Olof Palrae var myrtur í miöborginni. Saksóknarar hafa einnig kallaö dóttur þessa vitnis fyrir réttinn til þess að sýna fram á að vitnisburöur hans sé ekkl réttur. Og veijendur hafa kallað nýtt vitni til þess að styrkja fram- burð hans: Framhjáhald forsætisráðherrans enn í sviðsljósinu Margir hafa beðið útgáfu hins vikulega japanska slúðurtímarits Focus með eftirvæntingu. Ástæðan er sú að í þessu tölublaði er að finna grein um ástarmál japanska forsæt- isráðherrans, Susuke Uno. Tímaritið kom út í dag og geta nú landar fosæt- isráðherrans fræðst nánar um nýj- asta kynlífshneykslið þar í landi. í langri grein í blaöinu er sagt frá sambandi Unos og sextán ára gamall- ar geisju - eða lagskonu. Þá er og sagt frá því að samstarfsmaður for- sætisráðherrans sé félagi í vændis- klúbbi. Sögusagnir um sambönd for- sætisráðherrans og lagskvenna á ýmsum aldri urðu til þess að Uno fékk nær því taugaáfall að kvöldi þriðjudags. Segir í frétt japansks dag- blaðs að hann hafi verið viö skál það kvöld. Sosuke Uno. Teikning Lurie Samkvæmt fréttum bauðst Uno til að segja af sér embætti. Hann hefur aftur á móti harðneitað því. Segja heimildarmenn að ráðameny í Frjálslynda flokknum, stjómarflokki Japans, hafi tahð Uno á að sitja sem fastast, alla vega þar til eftir kosning- ar til deildar þingsins sem fram fara í næsta mánuði. Uno hefur ekkert látið eftir sér hafa um greinina í Focus og kvaðst einkaritari hans í morgun ekki vita hvort forsætisráðherrann hefði lesiö greinina. Talsmenn Frjálslynda flokksins kváðust ekkert hafa um málið að segja þar sem enginn þeirra hefði lesið greinina. Reuter Vaxtahækkanir í V-Evrópu Gizur Helgason, DV, V-Þýskalandi: Fjöldi evrópskra seðlabanka hefur ákveðið að hækka vexti frá og með deginum í dag. í flestum löndum V- Evrópu mun þaö kosta einkabank- ana um hálft prósent meira að fá lán- aða peninga hjá seðlabönkunum. Þessi vaxtahækkunarskriða hófst í Frankfurt í V-Þýskalandi í gær. Þá ákvað stjómin í v-þýska sambands- bankanum að taka frá og með degin- um í dag hálft prósent hærri vexti af þeim lánum sem bankamir fá hjá SEimbandsbankanum. Fyrirfram hafði franski fjármálaráðherrann lýst þvi yfir að það sem v-þýski sam- baridsbankinn ákvæði myndi Frakk- land hafa að fyrirmynd. Vart hafði v-þýski sambandsbankinn tilkynnt ákvörðun sína fyrr en frönsku, sviss- nesku og hollensku seðlabankarnir lýstu því einnig yfir að þeir myndu hækka vexti af lánum til sinna banka. Fljótlega bættist svo danski seðlabankinn í hópinn og skömmu síðar bankamir í Austurríki og Belg- íu. V-Þjóöverjar rökstyðja ákvörðun sína með því að vömverð sé á upp- leið í V-Þýskalandi með meiri hraða en hægt sé að sætta sig við. Hærri vextir draga úr allri fjármálastarf- semi og minnka þannig hættuna á veröbólgu. Hærri vextir munu og styrkja v-þýska markið því fólk sem hefur fé undir höndum mun fúsara en ella til þess að setja það í banka í V-Þýskalandi. Það segir sig þó sjálft að þau lönd sem ákváðu að fylgja fordæmi V-Þjóöverja komast senni- lega hjá því að gjaldeyrir þeirra lendi undir þrýstingi. Líta má einnig á ákvörðun V-Þjóð- verja á þá lund að þeir hafi viljað styrkja v-þýska markið gagnvart dollaranum og eins og málin standa nú virðist aðgerðin hafa borið árang- ur því að bandaríski dollarinn féll um 70 aura í V-Þýskalandi í gær. Það gladdi hjörtu þeirra V-Þjóðverja sem óttast mjög verðbólgudrauginn því þær vömr sem verðlagðar eru í doll- urum verða þá ódýrari ámörkuðum V-Þýskalands. Á gjaldeyrismörkuðum Evrópu gætti mikils taugaóstyrks í gær. Menn voru ekki alveg á eitt sáttir um það af hverju vaxtahækkunin heföi átt sér stað og hvort framhald yrði á aðgerðum. Flokksráðstefna Þjóðarflokksins í Suður-Afríku: - segja gagnrýnendur Þjóðarflokkurinn, sem fer með völd í Suður-Afríku, hyggst milda aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Þetta kom fram hjá F.W. de Klerk, for- manni flokksins, á flokksráðstefnu sem haldin var í gær. Vestrænir fréttaskýrendur og stjómarerind- rekar telja aftur á móti að tillögur de Klerks gangi ekki nógu langt í að veita 26 milljón blökkumönnum í landinu aukin pólitísk réttindi. De Klerk, sem flokksmenn hafa tilnefnt sem arftaka Botha forseta, kynnti stefnuskrá flokksins í gær. Sagði hann að flokkurinn myndi efna til viðræðna við leiðtoga blökku- manna um pólitískar umbætur þeim til handa ef hann ynni sigur í al- mennu kosningunum sem fram fara þann 6. september nk. Blökkumenn hafa ekki rétt til kosningaþátttöku. En de Klerk lagði einnig áherslu á að völd hvíta minnihlutans yrðu vemduð. De Klerk sagði að til greina kæmi að endurskoða byggðastefnu að- skilnaðarstefnunnar, sem skilgreinir hvar hinir ólíku kynþættir búa, en eingöngu í kjölfar nýrrar stefnu sem samin yrði í samráöi við aðra en hvíta. Sagði hann að endurskoða yrði aðskilnaðarlögin og að leggja bæri áherslu á menningarleg tengsl kyn- De Klerk, formaður Þjóðarflokksins í Suður-Afríku, hefur lofað endurbótum á aðskilnaðarlögunum en gagnrýnendur segja loforðin orðin tóm. Simamynd Reuter þátta. Hann hét því að veita blökku- mönnum full pólitisk réttindi án þess þó aö hvíti minnihlutinn þyrfti aö afsala sér sínum völdum. Vestrænir stjómarerindrekar og stjórnarandstæöingar í S-Afríku lýstu yfir vonbrigðum meö yfirlýs- ingar de Klerks og sögðu að hann hefði í raun ekki boðið blökkumönn- um neinar tilslakanir sem heitið geta. Segja þeir að í ljósi þess sem de Klerk sagði á ráöstefnunni myndi lítið eitt breytast í Suður-Afríku. Stefnuskrá flokksins er greinilega ætlað að höföa til frjálslyndra án þess að styggja hægri sinnaða öfga- menn. Reuter Merkingarlítil loforð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.