Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Page 12
12 FÖSTÚDAGUR 30. JÚNÍ 1989 Spumingin Hvað finnst þér um söluskattsaðgerðirnar? Ingi B. Ágústsson: Mér finnast þess- ar aögerðir til innheimtu söluskatts vera allt í lagi. Sverrir Kristinsson: Ég er hlynntur þeim þó þær séu harðar. Þær eru auðvitað sárar fyrir þá sem lenda í þeim en betri fyrir skattborgarana. Jón Guðmundsson: Ég hef ekki um hugmynd um þær. Þór Indriðason: Hlaut ekki að koma að þessu? Þær voru vissulega tíma- bærar í þeim skilningi. Ingibjörg Helgadóttir: Ég skil þær ekki, engan veginn. Sigurður Ólafsson: Þær eru ekki nógu góðar því þær drepa niður vinnu. Lesendur Biskup og Þingvellir Það er illa komið fyrir íslenskri þjóð ef hún reisir musteri til dýrðar goðsögn gyðinga á helgasta reit sín- um. Má þá vitna í Egil Skallagríms- son og segja: „Leiðist lofða stríði, landás þann er vé grandar." Þjóðhollir og hugsandi íslending- ar verða að spyma hér við fótum. En þaö er viö ramman reip að draga. Þóðkirkjan er ekki valda- laus eða áhrifalaus. Hún getur fengið sitt í gegn. Helst er að vænta vama frá Þingvallanefnd eða þjóð- garðsverði í þessu máli. Það vill hins vegar svo til að formaður Þingvallanefhdar og þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum er jafnframt sóknarprestur staðarins, Heimir Steinsson. Hver afstaða hans er til þessara landvinninga kirkjunnar skal ósagt látið. Öll andstaða við áform kirkjunn- ar er enn þann dag í dag litin hom- auga. Menn leggja að jöfnu and- stöðu við þessa stofnun og and- stöðu við allt það sem gott þykir og fagurt. Það hljómar undarlega en er þó nærri lagi. En hér er meira í húfi en svo að menn megi láta slíka fordóma halda aftur af sér. Þingvellir eru eign þjóðarinnar allrar, trúaðra jafn sem trúlausra. Þingvellir eru náttúmperla og öll mannvirki á þeim stað eru óviðeigandi. Jafnvel kristnir menn hljóta að sjá að það er óþarfi og ósmekklegt af kirkj- unnar mönnum að heimta þar enn eitt guðshúsið. Reynir Harðarson skrifar: í tilefni af setningu nýs biskups vil ég enn á ný vekja athygli unn- enda Þingvalla á ásælni kirkjunnar í þann þjóðarreit. Heimsókn páfans á Efri-velh var aðeins fyrirboði þess sem koma skal. Nú er það greinileg stefna þjóðkirkjunnar að helga sér Þingvelli. í setningar- ræðu sinni í dómkirkjunni gat Ól- afur Skúlason biskup þess að huga þyrfti vel að þúsund ára afmæli kristninnar og Þingvöllum. Hann sagði: „Það verður ekki gjört með steinsteypu einni eða háum hús- um, þótt ævinlega sé gott að geta htið sitthvað, sem ýtir við hugsun.“ Þar höfum við þaö svart á hvítu. Þarf frekari vitnanna við? Á Þing- völlum skal rísa háhýsi úr stein- steypu kirkjunni (og starfsmönn- um hennar) til dýrðar. Það er gam- an til þess að hugsa, eða hitt þó heldur. Þingvellir eru eign þjóðarinnar. Ritglaður hagfræðingur Lúðvíg Eggertsson skrifar: Segja má um dr. Benjamín H. J. Eiríksson eins og spekinga foröum daga að ekkert mannlegt sé honum óviðkomandi. Lesendur Morgun- blaðsins hafa séð greinar eftir haxm nú í hárri elli um ólíklegustu hluti - allt frá Gamla testamenti upp í gyll- inæð (Mbl. 20/6). Ekki vil ég þó segja að þetta sé „graphomania" því að vit er í því sem hann segir. Hagfræðin fær að vonum sinn skammt. í Mbl. 3/6 greinir hann með talsverðu stolti frá kenningu sinni um „eðli peninga". Hann gerir þaö á ensku: „Money tides over lags bet- ween sales and purchases in house- holds and firms.“ Með öðrum oröum; peningar eru gjaldmiðill (a medium of exchange). Þetta veit hver einasti kaupsýslumaður - og líklega hvert mannsbam sem komið er til vits og ára. Þá segir hann: „Þegar vextir eru lækkaðir hefir slík ákvörðun þenslu- áhrif." Hún hafði engin slík áhrif í heimskreppunni vestanhafs, því að vextir voru færðir ofan í algert lág- mark (2%), jafnvel vaxtalaus lán voru boðin, en enginn vildi peninga, því að svartsýni ríkti. í verðbólgu hér á íslandi hefir hækkun vaxta ekki heldur nein áhrif. Menn halda áfram aö taka lán á 40-60% ársvöxt- um og vextir allt að 100% þekkjast á gráa markaðinum. Fræðimenn, sem hoppa af skóla- bekk inn í embætti, eru úr tengslum við atvinnulíf þjóöarinnar. Þeir skilja ekki mannlega þáttinn sem ekki veröur settur upp í formúlu eða teoríu. Þetta kom berlega í ljós hjá dr. Benjamín sem bankastjóra. Þar urðu mörg mistök þrátt fyrir góða eðlisgreind hans. Lesanda (annst illa vegið að Magn- úsi Thoroddsen. Illa vegið að Magnúsi Lesandi hringdi: Þar sem nú á að dæma Magnús Thoroddsen hæstaréttardómara fyr- ir vínkaupin, væri þá ekki ástæða til að svipta fleiri í þessu þjóðfélagi embættum sínum? Mér fmnst mjög illa og óréttlega vegiö að Magnúsi einum því nú er vitað að fleiri eru sekir um sama hlut. Það væri gaman að heyra áht fleiri á þessu máh. Kettlingur fannst Ágústa Rós hringdi: Eigandinn getur hringt í síma Sunnudaginn25.júní fannstáFlöt- 657995. Ef enginn finnst eigandinn unum í Garðabæ litih svartur kettl- fæst kettlingurinn gefins. ingur með hvítar loppur. Gæti slíkt skeð? Malvemd: „Ógeðslega“ þarft Konráð Friðfinnsson skrifar: íslensk tunga á í vök að verjast. Áhrifa frá engilsaxnesku gætir hvar- vetna og fara sífeht vaxandi að sögn. Sérstakt móðurmálsátak er í gangi um þessa mundir. Æðsti maður mennta hrinti þeirri framkvæmd af stað. Ástæðan fyrir pári mínu nú er þó htíl og sæt klausa er ég rak augun í á dögunum í dagblaði einu og er svo- hljóðandi: „Málrækt. Hvert sinn sem fullorðnir nota slettur í áheym bama stuðla þeir aö því að slettumar fest- ist í máhnu. Af því læra bömin mál- ið sem fyrir þeim er haft.“ Sam- kvæmt klausu þessari er væntanlega gengið út frá því sem vísu að allir fuhorðnir hafi íslenskuna á hreinu. Sannleikurinn er því miður sá að þekkingu þeirra (þ.e. hinna fuhv- öxnu) er oft á tíðum mjög ábótavant, að ekki sé fastara að orði kveöið. Og ég dreg það stórlega í efa aö þeir geri sér ahtaf grein fyrir málslettum sín- um sjálfir, einfaldlega sökum fá- fræði. En eigi svona átak að skha ár- angri, sem ég vona að geri, þurfa þegnar að fara í stranga sjálfsskoð- un, finna meinsemdina og uppræta hana. Vhji maður miðla öðrum af þekkingu sinni er nauðsynlegt aö vita meira en nemandinn, það er Ijóst. Að öðmm kosti er betur heima setið en af stað farið. Einu ágætu orði, að minnsta kosti, er algerlega búiö að snúa í andhverfu sína á íslandi. En það er „ógeðsleg- ur“. Einhver er t.d. „ógeðslega" skemmthegur. Myndin var „ógeðs- lega“ hlægileg. Maturinn er „ógeðs- lega“ góður o.s.frv. Ég minni á að orðskrípi þetta brúka jafnt fuhorðnir sem böm. Er von th aö foreldrar með slíka málkunnáttu kenni afkvæmum sínum góða og vandaöa tungu? Þjóðólfur skrifar: Ég varð nú svei mér hvumsa að heyra það útundan mér um daginn að eitthvað á sjötta hundrað Asíubúa byggju nú hér á þessu landi og að von væri á fleirum th viðbótar. Hvað gengur eiginlega að ráðamönnum? Að mínu mati er það glæpur gegn þjóðinni að veita útlendingum at- vinnuleyfi hér á meðan hundrað og jafnvel þúsundir íslendinga era án atvinnu. Og hvað verður svo aðhafst ef það sama skeður hér og skeði á hinum Norðurlöndunum? Þeir sitja nú með sárt ennið og dauðsjá eftir ahri vitleysunni. Ég vona bara að ráðamenn hér taki við sér áður en skaðinn er skeður og hugsi sig tvisvar um áður en þeir leyfa frekari búferlaflutning þessa fólks hingað. Það er of seint að byrgja branninn þegar barnið er falhð ofan í hann. Leiðrétting Stjörnuhlustandi hringdi: Bjarni liringdi í DV þann 26. júní og telur Stjömuna góða útvarpsstöð. Minnist hann á nokkra dagskrár- gerðarmenn, þar á meðal Margréti Halldórsdóttur. Ég vh leiðrétta þaö hér með að Margrét er ekki Hahdórs- dóttir heldur Hrafnsdóttir. Ég hlusta mjög mikið á Stjömuna og veit ég að Margrét Hrafnsdóttir er meö mjög góða þætti á morgnana. Það leiðréttist hér með að Margrét er Hrafnsdóttir en ekki Halldórs- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.