Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Síða 17
16
"" FÖSTUDAGUR 30! jUNl 1989:
FÖSTUDAGUR 30. JONÍ 1989.
25
íþróttir
Fylkir aftur á f lug
í fallbaráttunni
- Hilmar bætti fyrir vítaspymuna og Fylkir vann KA, 1-0
Hilmar Sighvatsson fékk aö kynn-
ast skini og skúrum, aö vísu í öfugri
röð, á Fylkisvellinum í gærkvöldi.
Eftir 15 mínútna leik Fylkis og KA
fékk hann vítaspyrnu þegar Baldur
Bjarnason var felldur í vítateig Ak-
ureyringa r en skaut framhjá KA-
markinu. Á 57. mínútu bætti hann
það hins vegar upp þegar hann skor-
aöi dýrmætt sigurmark Fylkis með
fallegu vinstrifótarskoti, rétt utan
vítateigs, 1-0
Sigurinn gefur Fylkismönnum byr
undir báöa vængi í fallbaráttunni og
hann var nokkuð veröskuldaöur.
Þeir sýndu betri samleik en KA-
menn, í annars tilþrifalítiili viöur-
eign sem einkenndist fyrst og fremst
af baráttu, og marktækifæri beggja
liða voru af skomum skammti.
Árbæingamir sýndu jafnframt að
þeir hafa burði tU aö halda sér í 1.
deildinni. Þeirra bestu menn voru
Hilmar, Baldur Bjarnason og Har-
aldur Ulfarsson, ásamt Guömundi
Baldurssyni sem var öruggur í mark-
inu, og Claude Huggins, sem er iðinn
viö að byggja upp spil.
Lið KA olli vonbrigöum og það
hefur enn ekki skorað mark á úti-
velb, í fjórum leikjum. Slíkt gengur
ekki upp hjá liði sem ætlar sér hlut
í toppbaráttunni, en þó verður að líta
á það að sennilega hefði KA átt að
fá vítaspyrnu seint í leiknum þegar
Þorvaldi Örlygssyni var hrint í víta-
teig Fylkis. Antony Karl Gregory og
Jón Grétar Jónsson vora frískir í
sókninni en fengu of htla aðstoð frá
samherjum sínuin, sem flestir léku
undir getu. Steingrímur Birgisson
lék þó vel í vörninni. KA-menn gerðu
of mikið að því að reyna langar send-
ingar fram völlinn í stað þess að
spila.
Dómari: Eysteinn Guðmundss. 'jh-c
Maður leiksins: Hilmar Sighvats-
son, Fylki.
-VS
t A l.deild
W stadan
Valur.......6 4 1 1 8-2 13
Akranes.....6 4 0 2 9-6 12
KR..........6 3 1 2 11-9 10
FH..........6 3 1 2 7-7 10
Fram........6 3 1 2 6-6 10
KA..........7 2 3 2 10-8 9
Víkingur....6 2 1 3 9-6 7
Fylkir......7 2 1 4 7-13 7
Þór.........6 1 2 3 5-9 5
Keflavík....6 0 3 3 4-10 3
í kvöld leika Þór og Valur á Akur-
eýri kl. 20.
Þrjú Valsmörk á Akureyri
Valur vann öruggan' sigur-á KA,
3-0, í 1. deild kvenna í knattspymu
á Akureyri í gærkvöldi. Magnea
Magnúsdóttir, Bryndís Valsdóttir og
Ragnhildur Skúladóttir skoraðu
mörkin.
Á Akranesi var Breiðabhk í heim-
sókn og þar sigraði heimaliðið, 1-0.
Sigurmarkiö skoraði Magnea Guö-
laugsdóttir, beint úr hornspyrnu.
-MHM/VS
Fréttastúfar
*
HSÍ og Flugleiðir gerðu
í gær með sér sam-
starfssamning. Verða
Flugleiöir aðalstuön-
ingsaöili HSÍ en samningurinn
er, að sögn Jóns Hjaltalíns, for-
manns HSt ómetanlegur. Er
stuðningurinn, sem tryggir
starfsgrundvöll sambandsins, að
sögn Jóns, aðallega í formi far-
seöla.
Samningurinn er til eins árs t
senn en hefur möguleika á fram-
lengingu fram yfir HM árið 1995.
Jón veitti Flugleíðum gull
Jón Hjaltalín Magnús-
JL son, formaður HSÍ,
veitti Sigurði Helga-^
syni, forsfjóra Flug-"
leiða, í gær eixm gullpeninganna
sem íslenska landshðið vann í
forheimsmeistarakeppninni í
Frakklandi i vetur. Var gjöfln
veitt 1 tilefni af góðu samstarfl
HSÍ og Flugleiða að undanfórnu.
Vaikyrjurslá
Opið valkyrjumót
verður í golfi á Selfossi
á sunnudag. Er þetta
18 holu keppni, með og
Stendhal-mótið
Stendhal-mótið í golfi
kvenna fer fram um
helgina. Er það 18 holu
keppni með og án for-
gjafar. Kjölur heldur mótið og fer
það fram í Mosfellsbæ á sunnu-
dag.
Öldungar áfuliu
Opið öldungamót verð-
ur í golfi um helgina á
Akranesi.
)L
án forgjafar.
Hörkurall á laugardag
- önnur keppnin um íslandsmeistaratitUinn á Suðurlandi
Önnur umferð íslandsmeistara-
keppninnar í rallakstri fer fram á
laugardag. Styrktaraðih rahsins er
að þessu sinni Eikagrih við Gnoða-
vog. Ahs era 20 bhar skráðir til
keppninnar og samkvæmt upplýs-
ingum keppenda virðist enginn
þeirra ætla sér annaö en sigur. Ekn-
ar verða eftirtaldar sérleiðar: Lyng-
dalsheiði tvisvar sinnum á laugar-
dagsmorgun. Stangarleið frá Búr-
fehi, Heklubraut í báðar áttir, þá
Stangarleið aftur frá Sultartangaaf-
leggjara og að lokum sérleiö um Jós-
epsdal sem lýkur við Litlu kaffistof-
una. Við hvefjum aha áhugamenn th
aö mæta og sjá bestu ökumenn lands-
ins þenja vélfáka sína í kappi við
klukkuna og óbhtt vegakerfi Suður-'
landsundirlendis. Allar upplýsingar
er að fá hjá Eikagrilh og BIKR.
-BG
STJÖRNUVÖLLUR - 2. DEILD KARLA
í KVÖLD KL. 20.00
&STJARNAN-VIÐIR
J Einn af lykilleikjunum. Stjarnan er í efsta sæti
deildarinnar en Víðir í því þriðja. Allir á völlinn.
M41RM9tÍ
‘VUlta* metfja.i&u<i*cOueÁa(önH
SJÓVÁ-ALMENNAR £111 KINN
Nýtt félag með aterkar rætur H I
islensku
®pottarnir og
pönnurnar
frá Alpan hf.
'"''SI
Davíð Oddsson borgarstjóri mætti í gær ásamt öðrum borgarstjórnarmönnum á svæði
Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti og tók þátt i golfmóti borgarstjórnar. Hér sést Davið í upphafshöggi mótsins. „Nú, er hún
þarna ennþá?“ sagöi borgarstjórinn eftir að hafa átt í nokkrum vandræðum með að koma hvítu kúlunni af stað en um síðir
hitti borgarstjórinn og þá rak hvert góöa höggið annað og vindhöggum fækkaði til muna. Samkvæmt heimildum DV var golf-
völlurinn á ágætu ásigkomulagi eftir að borgarstjórnarmenn höfðu slegið um sig og munu stjórnmálamennirnir hafa haft
gaman af öllu saman. DV-mynd S
• Einar Vilhjálmsson kastaði spjót-
inu 77,96 metra og hafnaði i 8. sæti.
Einar og Vésteinn
í áttunda sætinu
's.
- báðir langt frá sínum besta árangri
Einar Vhhjálmsson og Vésteinn Hafsteinsson voru á meöal keppenda á
heimsleikunum í Helsinki í gær. Báðir voru þeir langt frá sínum besta
árangri og urðu aftarlega á merinni.
Einar varð í 8. sæti í spjótkastinu, kastaði 77,96 metra, en sigurvegari
varð Finninn Seppo Raty og kastaði hann 81,78 metra. Tapio Korjus, Finnlandi,
varð annar og kastaði 81,60 metra og Marek Kaleta, Sovétríkjunum, varð þriðji
með 80,60 metra. Frammistaða Einars ohi nokkrum vonbrigðum eftir tvo sigra á
jafnmörgum mótum að undanfornu.
Vésteinn náöi ekki 60 metra markinu
Vésteinn Hafsteinsson keppti í kringlukasti og var mjög langt frá sínu besta. íslandsmet
hans er 67,64 metrar. í gær varð Vésteinn aö gera sér 59,28 metra að góðu og hafnaði hann
í 8. sæti eins og Einar í spjótkastinu. Sigurvegari í kringlukastinu varð Hohendingurinn
Eric Bruin en hann kastaði 67,58 metra eða rúmum níu metrum lengra en Vésteinn.
• Árangur á mótinu var frekar slakur en sýnt var frá því í íslenska sjónvarpinu í
beinni útsendingu. Ekkert sást th Einars og Vésteins í útsendingunni og frammistaða
finnsku sjónvarpsmannanna ohi miklum vonbrigðum.
-SK
Iþróttir
Þróttarar vígja nýjan grasvöll á morgun á félagssvæði sínu við
Sæviðarsimd. Þróttur verður 40 ára 5. ágúst
Við höfum þegar lagt út um 5 mihj-
ónir í framkvæmdimar. Það sem
er að gerast er hrein bylting og
aðstaðan er að verða viðunandi.“
Bygging íþróttahúss er
næsta mál á dagskrá
„Við munum ekki láta hér við sitja.
Þróttarar haía ráðist í miklar fram-
kvæmdir á tíu ára fresti undan-
farna áratugi. Árið 1969 byggðum
við malarvöhinn, 1979 reistum við
félagsheimihð, í ár er það nýr gras-
vöhur og við stefnum að því að
byggja íþróttahús árið 1999,“
Ttyggvi Geirsson.
Eins og áður sagði verður gras-
vöhurinn vigður á morgun klukk-
an 13. Þá mun Tryggvi vígja völlinn
og séra Hahur Heimisson ílytur
bæn. Síðan hefst vigsluleikurinn,
Þróttur-Hveragerði í 3. dehd
klukkan 14.
-SK
E.
• Hér sést yfir nýja grasvöllinn á félagssvæði Þróttar við Sæviðarsund en verið var að sló völlinn fyrir
vígsluathöfnina á morgun og vígsluleikinn, Þróttur gegn Hveragerði. í baksýn er stúkan að rísa og er hún vel
á veg komin.
DV-mynd S
Á morgun er stór dag-
ur hjá Knattspymufé-
laginu Þrótti í Reykja-
vík. Þá nmn Tryggvi
Geirsson, formaöur Þróttar,
vígja nýjan og glæsilegan gras-
vöh á félagssvæði Þróttar við
Sæviðarsund. Þróttur heldur í
ár upp á 40 ára afmæli félagsins
sem er 5. ágúst nk.
„Fyrsta skóflustungan var tek-
in á grasvellinum 24. október
árið 1987. Vallargerðinni var síð-
an lokið sl. haust. Viö höfum
einnig hafið framkvæmdir við
byggingu á stúku og áhorfenda-
stæðum en reiknum ekki með
því að Ijúka þeim framkvæmd-
um fyrr en næsta sumar,“ sagði
Tryggvi E. Geirsson í samtali við
DV í gær.
40 manns stofnuðu
tennisdeild Þróttar
„Það er margt aö gerast hjá okkur
þessa dagana. Fyrir viku var stofn-
uö tennisdeild innan Þróttar og
stofjjfélagar voru 40. Það virðist
ínyög mikih áhugi tyrir tennis
í hverfinu og hann er reyndar að
aukast víðs vegar um landið. í
haust heQumst viö handa við bygg-
ingu þriggja tennisvaha við suður-
enda gamla maíarvaharins og ætl-
um að reyna að ljúka þeim fram-
kvæmdum næsta vor. Þá höfum
við fengið úthlutað svæði viö hhð
TBR-hússins í Álfheimum og þar
ætlum við að byggja upp æfinga-
svæði fyrir knattspymudehdina."
Helldarkostnaður vlð fram-
kvæmdirnar um 30 milljónir
Hver verður kostnaöur við ahar
þessar ífamkvæmdir?
„Við reiknum með að hehdar-
kostnaður við þessar framkvæmd-
ir verði um 30 mihjónir og þar af
þarf Þróttur aö borga um 7-8 mhlj-
ónir. Reykjavíkurborg styrkir okk-
ur verulega og munar um minna.
40 ÁRA
KNATTS5YRNUFELAGIÐ
ÞROTTUR
Vígslu- og afmælishátíð
fer fram á hinum nýja velli félagsins vió Sœvióarsund laugardaginn 1.
júlí. Vígsiuathöfnin hefst kl. 12.45 og aó henni lokinni hefst leikur Þróttar
og Hverageróis í 3. deild. Aógangur er ókeypis og allir velkomnir.
Öll börn fá pylsur og Pepsí á vellinum en hinir eldri Þróttarar og velunn-
arar eru boónir til kaffisamsœtis í Glœsibœ kl. 15.30.
• Vésteinn Hafsteinsson var langt
frá sinu besta og kastaði 59,28
metra.
SUórnin.