Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989. 33 Karen Allison heitir stúlkan sem hlotnaðist sá heiður að sýna þennan rán- dýra brjóstahaldara. Brjóstahaldarinn er alsettur demöntum og er metinn á 58 milljónir íslenskra króna. Hann er hannaður af Andre Van Pier fyrir tíu árum og er samsettur úr 3.250 smádemöntum. Enginn hefur enn keypt þennan kostagrip og milii sýninga er hann geymdur í bankahólfi. Brjóstahaldarí á tæpar sextíu milljónir Skúli Alexandersson alþingismaður og Hrefna Magnúsdóttir, á tali við Úif- ar Viglundsson úr Ólafsvík. Fjölskylduhátíð á Jónsmessu á Amarstapa Ámi E. Albertssan, DV, Ólafsvík: Haldin var heilmikil íjölskylduhá- tíð á Amarstapa á föstudaginn. Það voru ungmennafélögin innan Hér- aðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu sem stóðu fyrir hátíðinni en hún var haldin í tilefni friðarhiaupsins sem þá var á ferð um Snæfellsnes. Fjöldi manns af öllu nesinu var þarna samankominn. Byrjað var á því að fara í ratleik sem í tóku þátt jafnt ungir sem gaml- ir. Keppnin var hörð og tvísýn og áttu stjómendur í mestu erfiðleikum með að finna sigurvegara en það tókst þó að lokum. Ei-fiðastí hlutí keppninnar var aö sögn manna sá að kríur ásóttu keppendur á stómm hluta svæðisins og náðu þeir því ekki að einbeita sér sem skyldi. En hvað um það, leikurinn var til gamans gerður og meginmarkmiðið var að koma matarlystinni í lag því að á eftir var kveikt upp í tugum útígrilla og dregnar fram pylsur og stórsteik- ur sem fólk gæddi sér á útí í náttúr- unni. Þegar menn voru orðnir mettír var dreginn fram kyndill friðarhlaupsins og tendraður með honum varðeldur. Fólkið safnaðist saman í kringum bálið, söng og gerði að gamni sínu. Hápunktí náöi gamanið þegar Viðar Gylfason, íþróttakennari á Hellis- sandi, söng ónefndar gamanvísur eft- ir samkennara sinn og allur skarinn tók undir í viðlaginu „...sjúddi rarí rei...“. Upp úr kl. 23.00 fór síðan fólk- ið að tínast burt, enda eldurinn að deyja út og þeir yngstu orðnir býsna framlágir eftir allt fjörið. Hlauparar ásamt Stefáni Jóhanni Sigurðssyni á leið i gegnum Ólafsvík. Friðarhlaupið í Ólafsvík Ámi E. Albeitssan, DV, Ólafevflc Friðarhlaupið fór í gegnum Ólafs- vík upp úr kl. 14.00 á föstudaginn. Félagar úr Ungmennafélaginu Vík- ingi tóku við kyndlinum í Búlands- höföa um kl. 13.00 og hlupu sem leið lá í átt að Ólafsvík. Stefán Jóhann Sigurðsson, formað- ur bæjarráðs, hljóp með kyndilber- anum í gegnum bæinn og þegar kom út fyrir Enni tóku félagar úr Ung- mennafélaginu Reyni á Hellissandi við og hlupu með kyndiiinn um sína heimabyggð. Félagar úr báðum fé- lögunum hlupu síðan með kyndilinn um Útnesveg, fyrir Jökul og allt að afleggjara að Búðum, á sunnanverðu Snæfellsnesi, og var komið þangað upp úr kl. 21.00 um kvöldið. Höfðu hlauparamir þá lagt að baki rúmlega 100 kílómetra. Allur skarinn var síð- an ferjaður í rútu að Amarstapa þar sem hlauparanna biöu fagnaðarlætí og grillveisla á Fjölskylduhátíð HSH. The Who í hljóm- leikaferð Á þessu ári em 25 ár síðan hijóm- sveitin The Who, með Roger Daltry í fararbroddi, kom fyrst fram. Með- limir hljómsveitarinnar hafa ákveðið að fagna þessum tímamótum með hljómleikaferö víöa um heim. Um þessar mundir em þeir í Bandaríkj- unum að trylla gamla aðdáendur á fimmtugsaldri. A árum áður voru meðlimimir eitt það versta sem hót- elhaldarar fengu inn á gafl hjá sér. Venjulegast stóð ekki steinn yfir steini í hótelherbergjum þeirra og innanstokksmunir flugu út um gluggana. Hins vegar gera aflir ráð fyrir því að núna séu þeir vaxnir upp úr þess háttar fagnaðarlátum og ald- aríjórðungsafmælið fari fram með friði og spekt. Roger Daltry, söngvari The Who, tekur vel á í hlutverki Tommys úr sam- nefndri rokkóperu. Myndin er tekin á hljómleikum i New York á mánudaginn. Símamynd Reuter Sviðsljós Ólyginn sagði... AndyWarhol var goðsögn í lifanda lífi og virt- ist hafa sérstakt tangarhald á fólki. Ef marka má nýjustu fréttír ganga áhrif hans langt út yfir gröf og dauða. Hann lét eftir sig dagbók, sem hann trúði fyrir ýmsum málum, og nú er hún komin í leitimar og er jafnvel von á útgáfu. Sagt er að taugatítrings gæti hjá ríkum og frægum í Hollywood og nefnd em nöfn Lizu Minnelli, Liz Taylor, Jerry Hall og Roman Polanski. Whitney Houston liggur undir miklu ámæli frá þeldökkum í Bandaríkjunum. Hún þykir vera helst til höll und- ir fólk af hvíta kynstofninum, segja svartír andstæðingar. Sjálf segir hún þessa gagnrýni mjög ósanngjama og bendir á að hún hagi sér ekkert öðmvísi en aðrar svartar stjömur og tekur sem dæmi Michael Jackson og Tinu Tumer. Angela Lansbury ætlar að feta í fótspor sér yngri kvenna í Hollywood og gefa út myndband með nokkrum léttum æfingum. Hún ætlar sér að höföa til eldri kvenna - sjálf er hún rúmlega sextug - sem þurfa þjálf- un en geta ekki lagt mikið á sig og vilja fara varlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.