Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Side 28
36 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989. Hafirðu smakkað vín - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! /\d£\ mIumferðar Uráð Fór tvisvar sinnum á kaf í Mngvallavatn „Þama eru tveir vænir við stein- inn.“ „Sástu þennan sem vakti þama viö landið.“ „Þetta var boltalax.“ Setningar eins og þessar heyrast á hveijum degi við veiðiámar þar sem veiðimenn beija daginn út og inn í von um að fá þann stóra - og sumir fá hann. Aðrir fá ekki neitt. Veiðisögumar em famar að skila sér og hér kemur ein af Þingvalla- vatni. Tveir veiðimenn ganga til veiða með flugustangir og annar verður á undan, sá stærri og vitrari. Hinn kemur í humátt á eftir honum og reynir aö fylgja honum eftir. Sá aftari hefur ekki hugann við það sem hann er að gera, stígur ofan í gjótu og fer á kaf í vatnið. Hann varð að fara upp í tjald og skipta um hverja flík, en viti menn, þegar vinurinn er mættur aftur og byijaður að renna stígur hann aftur á bak og dettur í vatnið. Hann fór heim. Skyldi nokk- um undra. Önnur saga úr Elliðaánum. Veiði- Jón Björgvinsson fagnar einum af fyrstu löxum sínum á sumrinu í Miö- fjarðará. maður var fyrir nokkm að veiða í Hundasteinum og varð ekki var. Honum varð þá litið upp með ánni og sá veiðimann renna rétt fyrir ofan Veiðivon Gunnar Bender brúna, annan í Borgarstjóraholunni og þann þriðja á Hrauninu. Þótti honum þetta einkennilegt því þrír vom fyrir neðan, allir með veiði- leyfi. Þessir efra höfðu því alls ekki veiðileyfi en veiddu samt. Allir vom veiöimennimir ungir. Veiðimaður- inn verður hissa þegar sá rétt fyrir ofan hann kemur til hans, teygir sig í maðkaboxið hans og tekur maðk, labbar upp eftir og rennir. Hvað geta menn sagt? -G.Bender Feðgarnir Steinat Petersen og Gunnar Petersen með flugufisk Gunnars úr Laxfossi í Laxá í Leirársveit í vikunni. Dönsk dýr í augum æði-inargra íslendinga, og eflaust margra annarra Norður- landabúa, era Danir yfirleitt ljúft fólk og létt í lund, laust við flestar þær meinlokur og meinlæti sem gera nágrönnum þeirra lífið leitt. ímynd heillar þjóðar verður nátt- úrlega ekki með nokkm móti sann- prófuð en þegar hún er borin upp að þeim þjóðarspegh sem myndhst- in er vekur það óneitanlega athygh að í hálfa öld hafa Danir sennilega verið meiri tilfinningamenn í Ust- inni en nokkur önnur Norður- landaþjóð, opinskárri, blóðheitari, ágengari, í stuttu máli, meiri ex- pressjónistar. Sjá dönsku súrreaUstana á fjórða áratugnum, „Helhesten" og kóbra- hópana á fimmta og sjötta áratugn- um, svo og hefia hersingu síðari tíma málara eins og Svend Wiig-Hansen, „hníf-hópinn“ og „vfiltu málarana". Svona löng og heilleg expressjón- ísk hefð er ekki fyrir hendi annars staðar á Norðurlöndum. Kannski er hér um að ræða það sem Aristóteles nefndi kaþarsis, tilfinningalega hreingerningu. Meöan aðrar Norðurlandaþjóðir byrgja allt inni í sálarkirnunni undir drep virðast Danir hafa lag Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson á að nota Ustina til að hreinsa sig af sálarlegri áþján og tilfinninga- legri uppdráttarsýki, geta svo verið með hýrri há eftir það. Mestmegnis eru þetta auðvitað ábyrgðarlausar hugrenningar en eftir stendur að hið fijálsa og óhefta tilfinningalíf, hvers tákn og sam- nefnari er „vfiUdýrið", var og er dönskum Ustamönnum afskaplega mikilvægt. Ytra og innra líf Bæði „helhesturinn“ og kóbran em auövitað dýr af því tagi, krökkt er af furðudýmm í myndverkum kóbra-manna, þar á meðal mál- verkum Svavars Guðnasonar - og þaðan hafa þau ratað inn í verk fleiri íslenskra Ustamanna. Dýrið lifir enn góðu lífi í danskri kúnst, eins og sést á höggmynda- sýningu Prebens Boye að Kjarvals- stöðum. í granítmyndum hans blandast dönsk furðudýrahefð myndgöldr- um grænlenskra listamanna með mjög eftirminnilegum hætti, en Boye var um skeið búsettur á Grænlandi. Það sem gerir höggmyndir hans sérstakar er „anatómískt" og „tóte- mískt“ margræði þeirra og hvernig þessir tveir þættir skarast sífeUt og slá neista hvor af öðrum. Boye hefur einnig einstakt lag á að kveikja líf á yfirborði högg- mynda sinna með síkvikri teikn- ingu og samspili fægðra flata og hijúfra. En umfram allt tekst Ustamann- inum að klappa þannig í steina sína að þeir virðast iða af innra lífi. SemerekkiUtiðafrek. -ai. Preben Boye - Skúlptúr DV-mynd Brynjar Gauti Tómasína Oddsdóttir lést 17. júní. Hún fæddist á Guðlaugsstöðum í Garði 6. mars 1896, dóttir hjónanna Odds Bjömssonar og Guðbjargar Tómasdóttur. Hún giftist SumarUða Eiríkssyni en hann lést árið 1970. Þau hjónin eignuðust átta börn. Útfor Tómasínu verður gerð frá Útskála- kirkju í dag kl. 14. Halldóra 0. Guðmundsdóttir, Skip- holti 28, Reykjavík, andaðist á Spáni 17. júní. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, föstudaginn 30. júní, kl. 15. Kristín H. Þórhallsdóttir, Sæviðar- sundi 33, verður jarðsungin frá Ás- kirkju mánudaginn 3. júlí kl. 15. Kristján Thorberg Guðmundsson, frá Péturshúsi, Ólafsvik, síðar Nönnu- stíg 13, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn laugardaginn 1. júlí kl. 14 frá Ólafsvíkurkirkju. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Sumarferð félagsins verður farin dagana 15. og 16. júlí nk. Gist verður í Þórsmörk. Upplýsingar í símum 41150, 681941 og 671673. Snæfellsás ’89 - mannrækt undir jökli Hið árlega Snæfellsásmót verður dagana 21.-23. júlí nk. að Hellnum, Snæfellsnesi. Mótið er haldið af áhugafólki mn mann- rækt og andleg málefni. Fjölbreytt dag- skrá verður nánar auglýst síðar. Upplýs- ingar í s. 54851. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd Lagt verður upp í viku vinnuferð frá Reykjavíkurflugvelii að morgni fimmtu- dagsins 6. júlí kl. 7.30. Ferðinni er heitið í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Þar verður unnið við ýmsar lagfæringar á stígum í Hljóðaklettum og fl. Matar- og gistiaðstaða verður hjá landvörðunum og 1 tjöldum. Matarinnkaup verða sam- eiginleg á kostnað þátttakenda. Ferða- kostnaðm: verður í lágmarki, 4000 kr. eða minna. Öllum er velkomið að taka þátt. Þátttöku þarf að tilkynna til Náttúru- vemdarráðs í síðasta lagi á mánudag í síma (91) 27855. Þar em gefnar nánari upplýsingar. Jarðarfarir Jarðarför Finnboga Hermanns Sig- urðar Sigurðssonar frá Sæbóh í Að- alvík, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. júlí kl. 13.30. Helga Lilja Gottskálksdóttir, Sól- heimum, Sæmundarlfiíð, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 14. Útför Guðlaugar Björnsdóttur, Hlemmiskeiði, Skeiðum, fer fram frá Ólafsvafiakirkju laugardaginn 1. júlí kl. 14. Jarðneskar leifar Högna Bjömsson- ar læknis voru lagðar tíl hinstu hvildar í Fossvogskirkjugarði 28. júní sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.