Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Qupperneq 32
F R ÉTTAS K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989. Jón Baldvin Hannibalsson: Hannes leystur frá störfum Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir í viðtali í einu dag- blaðanna í morgun að hann sé að láta skoða lögfræðilega þætti sem fylgja þeirri ákvörðun sinni að leysa Hannes Jónsson sendiherra frá störf- um um leið og embætti heimasendi- herra verður lagt niður. Hannes hef- ur, eins og kunnugt er, gagnrýnt þær skipulagsbreytingar innan utánrík- isþjónustunnar sem Jón Baldvin hef- ur staðið fyrir. í viðtalinu segir Jón Baldvin að Hannesi sé skylt að framfylgja stefnu utanríkisráðherra hverju sinni og að þegja ef hann hefur efasemdir um hana. Vilji hann gagnrýna stefnuna þá hafi hann þau mannréttindi að segja af sér. -gse Jón Baldvin formaður Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra mun taka við formennsku í Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTÁ. Hann veröur formaður næsta hálfa árið en þá taka Svíar við for- mennskunni. Á þessum sex mánuð- um munu viðræður Fríverslunar- samtakanna við Evrópubandalagið hefjast. -gse Fangi slapp úr vörslu Fangi slapp úr gæslu lögreglunnar í Reykjavík í gær. Farið haíði verið með manninn til læknis þegar hann sá sér færi á að stinga af. Fanginn fannst þó fljótlega þar sem lögregla mun þekkja hann vel og leitaði hans þar sem helst var von á að finna kauða-íRíkinu. -hlh Útiskákmót á Lækjartorgi Skáksamband íslands stendur fyrir útiskákmóti á Lækjartorgi í dag kl. 15. Þetta verður fjölmennasta úti- skákmót sem hér hefur verið haldið því þama munu tefla 60 skákmenn. Allir fremstu skákmenn okkar taka ►þátt í mótinu sem er firmakeppni til fjáröflunar fyrir SÍ. -SMJ LOKI Mérfinnst nú að þeir hefðu heldur átt að syngja „Ég er viss um að það var héralltígær." Breskir flugmenn áhyggjufullir vegna hreyfla 737-400 vélanna: Hreyflarnir ekki jaf n- góðir eftir breytingar - Flugieiöamenn segja hreyfla dísanna 1 góðu lagi Breskir flugmenn hafa miklar gæti orðið dýrt fyrir stór flugfélög óánægðir með endumýjunarvinnu þá jafngóðir og fyrir breytingar? áhyggjur af viöhalds- og endumýj- eins og Britannia. Þessar upplýs- sinna manna og verið sé að vinna „Þeir eiga að vera þaö. Við vitum unarvinnu fransk-amerísku ingar koma fram í síðustu sunnu- aö lausn vandamálanna sem ekki ekki annað. Við yfirförum hreyfl- hreyflaframleiðendanna CFM sem dagsútgáfu The Sunday Times. sé ástæöa til að ræða opinberlega. ana mjög nákvæmlega- og teljum framleiða hreyflana á nýju Boeing Er haft eftír reyndum manni bjá DV haföi samband við Jón Páls- þá vera í fullkomnu lagi. Minnkuð 737-400 vélaraar, eins og þær sem einu bresku flugfélaganna að sonhjátæknideiIdFlugleiða vegna afkastageta er hins vegar vegna Flugleiöir hafa keypt. Samkvæmt minnismiði fyrmefnds flugmanns þessa. fyrirmæla bandarískra fiugmála- minnismiöaeinsflugmannabreska Britannia sé dæmigerður fyrir „Einu viðskipti, sem Flugleiðir yfirvalda um að minnka þrýsting í flugfélagsins Britannia mun léleg áhyggjur þær sem menn í flug- hafa átt við CFM, em að félagið hreyflunum viö flugtak úr 25 þús- endurbygging CFM-hreyflanna á heiminum hafi af CFM-hreyflun- hefur keypt hreyfla af fyrirtækinu. und pundum í 22 þúsund pund. Það Boeing 737-400, í kjölfar kyrrsetn- um. Segir hann að ef endumýjaöur Báöar okkar vélar vom feijaöar til þurftu allir að láta gera. Hvað varð- ingar vélanna fyrr í mánuðinum, hreyfill sé ekki jafngóður og áður flugfélagsins Sabina í Brassel. Við ar eldsneytisnotkun veit ég ekki til hafa leitt til minni afkastagetu sé það lélegri vinnu viðgerðar- höfum margra áratuga reynslu af að hún hafi aukist og get ekki skil- hreyfianna sera mun taka að raanna að kenna. störfum manna þar og höfum ekki ið hvemig hún ætti að gera það. minnsta kosti ár að iagfæra. Þar Varaforseti CFM-fyrirtækisins í ástæðu til annars en að bera fyllsta Til þess þarf ég aö fá nákvæmari að auki hafi eldsneytiseyðsla París viðurkennir í viðtali við traust til þeirra.“ útskýringar.“ hreyfianna aukist til muna og það Sunday Times að Bretar hafi verið - Em hreyflar 737-400 véla ykkar -hlh „Við eigum samleið" stóð skrifað á borðann að baki bankaráðsformönnum Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðubanka og viðskiptaráðherra þegar þeir rituðu undir samning um kaup bankanna á hlut rikisins i Útvegsbankanum. Á myndinni heilsar Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra Gísla V. Einarssyni, formanni bankaráðs Verslunarbankans, með hægri hendi og Brynjólfi Bjarnasyni, bankaráðsformanni Iðnaðarbankans, með þeirri vinstri. Ásmundur Stef- ánsson, formaður bankaráðs Alþýðubankans, fylgist sæll með. DV-mynd GVA Á gjörgæslu eftir hrap í Almannagjá Franskur ferðamaður hrapaöi af barmi Almannagjár laust eftír há- degi í gær. Var þetta töluvert fall, um 10-12 metrar, og slasaðist maður- inn talsvert. Var hann fluttur á slysa- deild Borgarspítalans og fór strax í aðgerð. Nú liggur hann á gjörgæslu og hefur það þokkalegt eftir atvikum. Var maðurinn á göngu ásamt.fé- laga sínum þegar atvikið varð en ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins. Flugleiðir leigja Fokker Gæslunnar Flugvirkjar hjá Flugleiðum neita enn að vinna yfirvinnu og því hefur orðið seinkun á bæði áætlunar- og leiguflugi félagsins. Lítill árangur hefur orðið af samningafundum flug- virkja og Flugleiða. í síðustu viku þurftu Flugleiðir að leiga Fokker-vél Landhelgisgæslunnar til þess að halda uppi áætlunarfiugi innan- lands. Þá vom tvær Fokker-vélar Flugleiða í viðgerð sem dróst á lang- inn vegna yfirvinnubannsins. -gse Veðrið á morgun: Versnandi veður fyrir sunnan Blíðan er búin. Á morgun verður suðaustan kaldi og rigning suðvest- anlands. Á Austurlandi verður aft- ur á móti sunnan og suðvestan gola og léttskýjað. Lægð nálgast landið og fer veður því versnandi er líður á daginn. Hitíð verður 7-16 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR GÆÐI - GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.