Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 4
4
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Akureyri:
Mikill fjöldi á flugsýningu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Mjög mikill fjöldi fólks sótti flug-
sýningu á flugdegj á Akureyrarflug-
velli á laugardag. Fólkiö streymdi
inn á flugvallarsvæðið og margir
voru einnig í brekkunum fyrir ofan
völlinn og létu sér líða vel í veður-
blíöunni.
Ómar Ragnarsson hefur ekki oft
verið myndaður „uppi á Frúnni“.
Hann „fór þó á bak“ á flugsýning-
unni á Akureyri en ekki var farsim-
inn góði skilinn eftir frekar en fyrri
daginn.
Flugklúbbur íslands, sem saman-
stendur af fjórum félögum flug-
áhugamanna á Akureyri, stóð fyrir
Mikill mannfjöldi mætti á flugsýninguna og fylgdist með því sem þar var boðið upp á.
DV-myndir gk
sýningunni og voru mörg skemmti-
leg atriði á dagskránni.
Nefna má listflug og svifflug. Vélar
Landhelgisgæslunnar og Land-
græðslunnar sýndu lágflug, Ómar
Ragnarsson mætti á „Frúnni“ og
sýndi listir sínar, sýnt var fallhlífar-
stökk, mótorsvifdrekaflug. Þá var
útsýnisflug í þyrlu fyrir þá sem það
vildu, sýningar innanhúss á ýmsum
gömlum flugvélum og áfram mætti
telja.
Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli
sendi „Jofly Green Giant“ þyrlu sína
norður, einnig Orion kaíbátaleitar-
flugvél og „Top Gun“ orrustuþotur
sýndu yfir svæðinu.
Notum meira af róandi lyfjum
Ekkert bendir til þess að læknir á
svæðinu frá Hafnarfirði til Suður-
nesja hafi ávísað meira en leyfilegt
er af róandi og svefnlyfjum til sjúkl-
inga sinna. Læknir þessi ávísaði
fjórðungi allra lyfseðla á slík lyf á
svæöinu fyrstu 15 dagana í apríl 1986.
Að sögn landlæknis virðist hins veg-
ar margt benda til þess að fólk leiti
meira eftir að fá slík lyf nú en áður.
„Við getum ekki séð á þeirri athug-
un sem við höfum gert að hann hafi
ávísað í óleyfilegum skömmtum. At:
huguninni er ekki lokið en gangur-
inn hjá embættinu er sá að óskað er
eftir skýringum. Ef þær skýringar
nægja ekki getur það endað með því
að settar verða einhveijar takmark-
anir á viðkomandi."
Þetta sagði Ólafur Ólafsson land-
læknir um mál læknisins.
Á þeim tíma sem um ræðir var
ávísað á 688 lyfseðla aNpandi eða
svefnlyfjum og þar af ávísaði við-
komandi læknir 172. Alls voru sextán
læknar starfandi í Hafnarfirði og á
Suðumesjum á þessum tíma. Útgefn-
ir lyfseðlar á þessum tíma voru 6543
og voru því lyfseðlar upp á róandi
og svefnlyf um 10,5% af heildarfjöld-
anum.
Upplýsingar þessar koma fram í
grein eftir læknana Emil Sigurðsson,
Guðjón Magnússon og Jóhann Ág.
Sigurðsson í nýjasta hefti Lækna-
blaðsins.
Ólafur Ólafsson segir að í fljótu
bragði sé óeðlilegt að einn maður
ávísi jafnstórum hluta róandi og
svefnlyfja og þess vegna sé verið að
athuga málið. Hann segir það hms
vegar trúlegt að skýringin felist í því
að þeir sem þurfi á svona lyfjum að
halda leiti frekar til þessa læknis en
annarra. Ólafur bendir á að milli
áranna 1976-1986 hafi neytendum
lyfja af þessari gerð fækkað úr 24000
í 14000 miðað við sölutölur. íslend-
ingar eru nú, ásamt Norðmönnum,
hófsamastir neytendur róandi og
svefnlyfja á öllum Norðurlönduniun.
í greininni í Læknablaðinu kemur
fram að 65% lyfjanna hafi verið ætl-
uð konum en aðeins 35% körlum. í
flokki róandi lyfja var mest ávísað á
díazepam, eða 76%, en í flokki svefn-
lyfja var tríazolam vinsælást, eða í
64% tilvika. Landlæknir segir að þeir
sem noti þessi lyf séu yfirleitt á aldr-
inum 40-70 ára. Á Stór-Reykjavikur-
svæðinu munu um 0,2% þessa ald-
urshóps taka meira af þeim en skyldi.
Hreinir misnotendur munu vera
0,02% afheildarfjöldanum. -gb
Akureyn:
Gylfi Kristjátnsson, DV, Akureyit
Þrátt fyrir troðfifllan bæ af
ferðamönnum var helgin fremur
róleg hjá lögreglunni á Akureyri.
Fyrsta umferðaróhappið á nýja
hringtorginu á Akureyri varð á
föstudagskvöld og má rekja
ástæður þess til ógætilegs akst-
urs. Ökumaður ók þá allt of hratt
á torginu með þeim afleiðingum
að hann velti bíl sínum sem
skemmdist mikið en enginn slas-
aðist.
Þá voru 9 ökumenn teknir fyrir
of hraðanakstur. Sá sem ók hrað-
ast innanbæjar var á 91 km hraða
en sá sem flýtti sér mest utan
bæjárins var á 113 km hraða.
Blönduós:
40 teknir fyrir
of hraðan aksfur
Lögreglan á Blönduósi hafði í
nógu að snúast um helgina viö
radarmælingar en hvorki fleiri
né færri en 40 bílstjórar voru
teknir fyrir of hraðan akstur.
Flestir voru teknlr á föstudegin-
um eða 30 talsins. Sá sem mæld-
ist á mestum hraða var á 130 km
hraöa á klukkustund.
Að sögn lögreglunnar var hér
eingöngu um venjulegt eftirlit að
ræða sem fólst í þvi að keyrt var
fram og til baka á þeim 120 km
vegarkafla þar sem þjóðvegur eitt
liggur í gegn um sýsluna.
-SMJ
Húsavík:
Hraðakstur með
fjölskylduna
Aö sögn lögreglunnar á Húsa-
vik var mikil umferð í nágrenni
s Húsavikur um helgina og gekk
hún stórslysalaust Lögreglan
var með radarmælingar og voru
þrír teknir á ýfir 120 km hraöa.
Sá sem átti hraðametið var á 127
km hraða og breytti engu þótt
hann væri með íjölskylduna í
bílnum og þar á meðal korna-
bam.
-SMJ
í dag mælir Dagfari
in memoriam
Frá því er sagt í yfirlætislausum
fréttum í síöustu viku að stóðhest-
urinn Ljóri frá Kirkjubæ hafi fund-
ist látinn í haganum. Fyrir þá sem
þekkja til í hestamennsicunni hefur
Ljóri verið einn glæsilegasti stóð-
hestur landsins, átta vetra kyn-
bótahestur og er hann mikill harm-
dauði. í DV segir að menn viti afls
ekki hvemig dauða hestsins hafi
borið að og leiddar líkur að því að
hann hafi orðiö bráðkvaddur. Eng-
inn vegsummerki vora sjáanleg,
engin sár á hestinum eða ytri ein-
kermi um slys eða hrossasótt. Hins
vegar er þess getið að Ljóri hafi
verið í stóðhestagirðingu ásamt
með 28 átta hryssum. I Morgun-
blaðinu er sama leyndin yfir dauða
hestsins og engar skýringar gefnar.
Þar kemur einnig fram að hestur-
inn hafi fundist í haganum, þar sem
hann var ásamt 26 hryssum í girð-
ingu.
Nú er ljóst að hestar deyja ekki
af sjálfu sér. Þeir era eins og aðrar
skepnur sem þurfa annaðhvort að
veikjast eða þá aö deyja af slys-
förum ef þeir deyja þá ekki fyrir
aldurs sakir. Ljóri var ungur hest-
ur, hann var hraustur og á honum
finnast engir áverkar. Ekki fara
neinar sögur af álfum eða draugum
Ljori -
á þeim slóðum þar sem hann lést.
Þess má að vísu geta aö Ljóri var
ættaður frá Kirkjubæ og hafði alið
aldur sinn í Skagafirði. Hann hafði
verið lánaður til Suðurlands til
undaneldis og hafði verið í Hraun-
gerði í einn sólarhring þegar hann
féfl frá.
Vel getur því verið að heimþráin
hafi reynst honrnn ofviða enda era
hestar frægir fyrir að sækja í
heimahaga og vilja hvergi annars
staðar vera. Einnig er það mögulegt
að Ljóri hafi dáið úr ástarsorg en
þess er getið í frásögnum að hann
hafi verið vinsæU með afbrigðum
og eftirsóttur til kynbóta. Kannski
hefur hann kynnst hryssu fyrir
norðan sem hefur tekið hug lians
allan og söknuðurinn borið hann
ofurliði. Hvers vegna skyldu hestar
ekki getaö dáið úr ástarsorg enda
era þeir tilfinningaverur og næmir
með afbrigðum?
Þessi kenning um ástarsorgina
er ekki vitlausari en hver önnur,
nema ef vera skyldi fyrir þá sök
að Ljóri haföi það fyrir atvinnu aö
vera lauslátur í ástamálum og eins
og fyrr segir vinsæll og eftirsóttur
til kynbóta. Þess vegna er miklu
flklegra að graðhesturinn hafi ein-
faldlega ofkeyrt sig í vinsældunum.
Dagfari biður lesendur að veita því
athygli að þegar dauða hans bar
að höndum var veslings hesturinn
lokaður inni í girðingu með 26 eða
28 hryssum og átti enga undan-
komuleið. Það er mikið lagt á
venjulegan mann ef og þegar hann
þarf að sinna þörfum og hvötum
einnar eða tveggja kvenna meö
reglubundnum hætti. Menn kallast
góðir ef þeir ná að gera það tvisvar
sinnum í viku. Hvað má þá Ljóri
segja sem er settur í þaö verkefni
að halda tuttugu og átta hryssum
við efnið sem allar era glaðbeittar
til ástamála?
Graðhestur er graðhestur. Hann
er ekki graðhestur fyrir ekki neitt.
Góðan graðhest munar ekki um
dagsverkið þegar hann fær að vera
í friði fyrir öðrum hryssum á með-
an. En þegar þær standa í biðröð,
tuttugu og átta talsins og geta króað
ástmögurinn af í girtum haga, þá
er ekki von á góðu. Bæði menn og
hestar geta verið sammála um það
að kynflf sé Ijúft, ekki síst ef maður
hefur það fyrir atvinnu. Það er lúx-
us sem margur karlmaðurinn
mundi kjósa sér ef hann væri hest-
ur. Og jafnvel í mannflfinu flka.
En þegar vinsældimar era slíkar
að maður er lokaður af með nær
þijátíu meram, hverri annarri áf-
jáðari, þá hlýtur eitthvað undan að
láta. Ljóri hefur hreinlega ekki
mátt við margnum og dáið af
ofreynslunni. Sennilega hefur
hjartað gefið sig. Það þarf engan
sérfræðing eða dýralækni til að sjá
orsök þessa sviplega andláts. Kyn-
getan getur verið mikil og greddan
eftir því. En jafnvel landsfrægur
graðhestur er ekki vandanum vax-
inn þegar svo mikið er á hann lagt.
Ljóri frá Kirkjubæ má þó eiga það
að hann hefur dáið sönnum hetju-
dauða. Það er ekki á hveijum degi
sem menn eða skepnur falla í val-
inn eftir að hafa gert það tuttugu
og átta sinnum í röð. Geri aörir
betur.
Dagfari