Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 18
18
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
Kennarar!
Kennara vantar að Grenivíkurskóla. Aðalkennslu-
grein: Stærðfræði í 7. og 9. bekk.
Uppl. gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma
96-33131 eða 96-33118.
HÁRNÝ
Hárgreiðslu- og rakarastofa
Nýbýlavegi 22 • Sími 46422 • 200 Kóp.
KMS sjampó
og næríng
HÁRGREIÐSLU- 0G
is RAKARASTOFAN
KLAPPARSTÍG 29, RVÍK
^13010 • 12725
Fréttir
Þórdís stóö sig vel í nýliðariðlinum, hlaut m.a. aðeins eina villu í umferðarspurningunum.
Ökumælar
Haldex
VDO
Almennar
barkaviðgerðir
Tökum notaöa
mæla upp í nýja!
*a®£*ÆkuR
A BUffiK&DECKa
garðáhöldum
JÚLÍTILBOÐ
1 /
GX 303 loftpúðavéi Kantskeri GL 120 - GL 220
TILBOÐ 1
GX 303 loftpúðavél kr. 13.821,-
GL 120 kantskeri kr. 3.964,-
A 6261 25m raftaug kr. 1.123,-
18.908,-
TILBOÐSVERÐ KR. 15.882,-
TILBOÐ 2
GX 303 loftpúðavél kr. 13.821,-
GL 220 kantskeri sjálfvirkur kr. 5.333,-
A 6261 25m raftaug kr. 1.123,-
20.276,-
TILBOÐSVERÐ KR. 16.829,-
Sölustaðir um land allt.
SINDRA^STALHF
BORGARTÚNI 31, SÍMI 627222
Vott á Hellu
Bryndís Jónsdóttir, DV - Ökulefloii 89
Ökuleikni 89 fór fram á Hellu í
hálfblautu veðri sunnudaginn 2. júlí.
Þar, eins og svo oft áður, sigraði einn
yngsti ökumaðurinn í karlariðli, Sig-
urður Rúnar Sigurðsson. Það er
greinilegt að þeir sem telja unga fólk-
ið eitthvað verri ökumenn, þurfa að
endurskoða það áht sitt. Sigurður
stóð sig vel í öllum hlutum Ökuleikn-
innar, fékk ágætan tíma og aðeins
tvær villur í brautinni. í kvennariðli
sigraði Sigríður Bergsdóttir eins og
í fyrra, og í nýliðariðlinum var Þór-
dís R. Guðmarsdóttir í 1. sæti með
ágætan árangur.
Þórarinn Hlynur Amarson sigraði
yngri riðilinn í reiðhjólakeppninni
með miklum yfirburðum. Hann hjól-
aði hratt og örugglega og hlaut aðeins
58 refsistig en sá sem var í öðru sæti
var með 85. í eldri riðlinum sigraði
Magnús Torfi Ólafsson. Hann fór
brautina á 30 sek., sem er það besta
sem sést hefur í sumar. Hann gerði
aðeins eina viUu, sem er ótrúiegur
árangur, og fékk 40 refsistig.
Ólafsvík:
Lögregluþjónar
í fullum skrúða
Bryndís Jónsdóttir, DV - Ökuleikni 89.
Óhætt er að segja að Ökuleiknin á
Ólafsvík hafi verið með þeim skraut-
legri á landinu. A.m.k. er þetta eini
staðurinn þar sem lögregluþjónar
hafa mætt til keppni, og það í fullum
skrúða, á lögreglubílnum. Þeir sýndu
þama skemmtilegt fordæmi sem
gaman væri að sjá á fleiri stöðum.
Eftir harða baráttu í karlariðli stóð
Guðmundur Karl Snæbjömsson
uppi sem sigurvegari með aldeilis
frábæran árangur, 140 refsistig. Guð-
mundur mun vera læknir og höfðu
einhverjir á orði að það hlytu að vera
mörg útköll í umdæmi hans. Lög-
regluþjónarnir stóðu sig báðir vel,
lentu í þriðja og sjöunda sæti. I
kvennariðh sigraði Sigrún Drífa Ótt-
arsdóttir, en nýbakaðir ökumenn á
Ólafsvík létu ekki sjá sig í þetta skipt-
ið.
Reiðhjólakeppnin fór einnig vel
fram þótt ekki sé hægt að segja ann-
að en aö sum bömin hafi átt erfitt
Sigurður Stefánsson og Sif Björnsdóttir sigruðu í sínum riðlum í reiðhjóla-
keppninni.
með að beisla orkuna innra með sér.
Sigurður Stefánsson fór meö sigur
af hólmi í eldri riðlinum, hlaut alls
56 refsistig, en í þeim yngri sigraði
Sif Bjömsdóttir meö 101 refsistig.
Gefendur verðlauna í Ökuleikni
voru Gistiheimilið Snæfell og Vá-
tryggingafélag íslands. Fálkinn gefur
verðlaun í reiðhjólakeppninni um
allt land.
Nóaflóð í Grundarfirði
Bryndis Jónsdóttir, DV, Ökuleflaii 89:
Ekki er hægt aö segja anaað en að
veðrið hafi sýnt á sér allar hliðar
þriðjudagskvöldið 4. júlí þegar Öku-
leikni 89 fór fram í Grundarfirði.
Þegar keppni hófst gekk á með mikl-
nm vindhviðum og milh þess sem
dropaði úr lofti gægöist sólin niður
á ntiUi skýjanna.
Þegar leið á keppni fór rigningin
hins vegar að ágerast og þótti mörg-
um nóg um. Var ekki laust við að
Nóaflóðið kæmi upp í hugann á
stundum því að þaö var bókstaflega
allt við að fara á flot og ekki þurr
þráður á viðstöddum. Ekki var þó
aUt búið enn þvi undir lok keppninn-
ar kom haglél. Þá var flestum alveg
lokið og vom töluverðar vangaveltur
imi hvort flett hefði verið vitlaust á
dagataUnu eða hvort önnur ísöld
Veðurguðirnir létu ófriðlega þegar
keppt var í Grundarfirði.
væri í nánd.
En eins og aUir vita eru íslending-
ar, og þar með Grundfirðingar, með
eindæmum harðgert fólk og cdlir sem
skráðu sig til keppni luku henni með
sóma. Og þótt ótrúlegt sé var þátt-
taka betri en í meðallagi.
í karlariðli sigraði Ólafur Hjálm-
arsson með 180 refsistig, í nýliðariðh
Guðmundur Jónsson með 238 refsi-
stig og í kvennariðU Þóra Karlsdóttir
með 212 refsistig og mega þau öU vel
við una.
Börnin létu ekki sitt eftir liggja og
hjóluðu af miklum krafti þótt stein-
steypt planið væri eins og besta
skautasveU í rigningunni. Hlut-
skarpastur í riðli 9-11 ára bama var
Björn Kristján Ásgeirsson. í riðli 12
ára og eldri voru stúlkumar hins
vegar allsráðandi. í 1. sæti varð El-
ísabet Svava Kristjánsdóttir. Sæfang
hf. og Guðmundur Runólfsson gáfu
verðlaunin í Ökuleikninni.