Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 27
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. 27 Kvdftiníld | ausandi rigningu w w - á annairi stigakeppni íslandsmeistaramótsins Önnur kvartmflukeppni sumars- ins, sem gefur stíg til Islandsmeist- ara, var haldin sunnudaginn 9. jólí. Var þetta tímamótakeppni fyrir klúbbinn þar sem ný timatökutæki voru tekin í notkun. Þessi nýju tæki eru sömu tegund- ar og notuð eru á öllum stærstu kvartmílubrautum Bandaríkj- anna, þau eru öll tölvustýrð og eru þau fulikomnustu sem völ er á. Nýbúið er að setja upp þennan búnað og haföi starfslið ekki fengið mikla reynslu í notkun hans. Var því ekki laust við smáfum þegar út í keppnina kom. Varð keppnin hálf- ruglingsleg af þeim sökum. En fall er fararheill og verður þetta i mjög góðu lagi næst. Vontveðurog fáir keppendur Veörið þennan sunnudag var ekki gott og gekk á með skúrum. Það sem var eiginlega skrítnast viö þetta allt saman var aö kvartmflu- brautin var nánast þurrasti punkt- urinn í nágrenni Reykjavíkur þennan dag. Þetta kom náttúrlega niður á aðsókn bæði keppenda og áhorfenda því enginn bjóst við keppni í þessu veðri. Samt mættu um 200 áhorfendur og 16 keppend- ur sem skiptust i tjóra flokka að þessu sinnL Fimm voru í „bracket" flokki, fimm í Þ. flokki (13,90 Index), fjórir 1 mótorhjólaílokki og að lokum tveir 1 „competítion“ flokki. Til stóð aö keyra „standard" flokk og voru fjórir mættir en eirra bilaði strax í upphitun svo hinir skiptu sér niöur á aðra flokka. Einnig stóð til að keyra götubflaflokk en ekki náðist næg þátttaka. Til að flokkur sé keyrður þarf minnst íjóra bíia með einni undantekningu þó og það er „competition“ en þar þarf aðeins tvo. Mikið um bilanir Alls biluðu í þessari keppni sex bilar og voru bilanirnar allt frá ónýtum vatnskassahosum til sprunginna vélarblokka, fastra mótora, ónýtra sjálfskiptinga og kúplinga. Meira að segja tókst ein- um keppanda að bijóta miðfjaðra- bolta og var úr leik. Þrátt fyrir þetta tókst að fá fram úrslit í öllum flokkum og var keppni í þeirn mjög jöfn og spennandi. í „brackeþ, flokki sigraöi Sigur- jón Georgsson á Dodge Dart 360cu og í öðru sæti varð Gunnlaugur Rögnvaldsson á Peugeot 1,9 GTi. Tímamir voru 15,71 sek. hjá Sigur- jóni en 15,72 hjá Gunnlaugi. í mótorhjólaílokki sigraði Hjört- ur Jónsson á Honda VFR 750 á tím- anum 11,76 sek. og í öðru sætí varð Benedikt Ragnarsson á Honda 750 með tímann 12,45 sek. í Þ. flokki (13,90) sigraöi Sigurjón Andersen á Plymouth Roadrunner 440cu með tímann 13,78 og í öðru sæti varö Ólafúr Jónsson á Super Bee með timahn 13,83 sek., bíll Ól- afs er líka búinn 440cu vél. í „Competition“ flokki sigraöi Sigurjón Haraldsson á Ford Pinto með 355cu Chevy vél á tímanum 11,36 sek. og í öðru sætí varð Valur Vífllsson á Plymouth Valiant með 340cu Chrysler vél með tímann 12,22 sek. Vélin i Valiantinum gaf sig fyrir úrslitaspyrnuna svo Sig- uijón vann en áður haföi Valur unnið fyrri spymuna. Vegna þess að Valiantinn er þyngri og með minni vél en Pintoinn fékk Valur 1,05 sek. í forskot. Röðin ÖI Islandsmeistara er eftirfarandi: I „compititíon" er efstur Siguijón Haraldsson með 500 stig, annar er Valur Vifilsson með 200 stig. I „Bracket" er efstur Gunnlaugur Rögnvaldsson með 1100 stig og ann- ar er Siguijón Georgsson með 1050 stig. I floktó mótorhjóla er efstur Guð- jón Karlsson með 900 stig og annar er újörtur Jónsson með 500. stig. I Þ. flokknum er Siguijón And- ersen efstur með 1000 stig og annar er Ólafur Jónsson með 600 stig. lngólfur Arnarson er efstur í flokki götubíla með 700 stig og Agnar Amarson er í öðra sæti með 300 stig. Næsta keppni verður haldin á morgun, 23. júlí, ef veður leyfir og verður vafalaust spennandi því baráttan um íslandsmeistaratitil- inn er mjög jöfn í öllum flokkum. Það eru þijár keppnir eftir í kvartmflunni og er vitað um marga nýja keppendur sem eiga eftír að bætast við. Næsta keppni gætí því ráðið úrslitum, mætum því öll. Höfundur: Hálfdán Siguijónsson. Kvartmíla? Er þaö ekkí að fara í stutt ferðalag og vera snöggur að þvi? Tveir fótstigs-kvartmílingar horfa hér hugfangnir á dekkjaupphitun sem f lýtir för vlðkomandi keppanda þegar græna Ijósið kviknar. DV-mynd ás Sigurjón Haraldsson rennir hér Pintoinum til sigurs í „copetition" flokki á tímanum 11,36 sektindum. Hér etja tveir ökuþórar kappi saman á kvartmílubrautinni í Kapellu- hraunl. íþróttir Þeir voru hressir norðanstrákarnir er þeir héldu utan til Gautaborgar. DV-mynd Hson Knattspyrna: Strákar úr KA halda í víking - fara á mót í Svíþjóð Knattspymustrákar úr 3. aldursflokki KA héldu utan á dög- unum til þátttöku í gríðarlega sterku fjölþjóðlegu móti í Sví- þjóð. Mótið fer fram í Gautaborg sem er að margra áliti höfuð- vígi knattspyrnunnar í Svíaríki. Mótið sænska er afar vinsælt og munu um 800 lið taka þar þátt. Af þessum 800 liðum munu um 250 þeirra keppa í sama aldursflokki og lið KA-manna. KA-piltar eru ekki þeir einu sem halda utan á þessu sumri til þátttöku í fjölþjóðlegu móti því mitóð hefur borið á að unglingaflokkar úr öðrum félögum haldi í víking af íslandi. Veita slíkar utanferðir drengjunum og þjálfurum þeirra dýrmæta reynslu í íþróttinni. Koma ferðirnar þessum aðilum í kynni við með hvaða lagi knattspyma er ástunduð og leikin með öðrum þjóðum. JÖG/-Hson Bréf frá KSÍ og nefhd um átak 1 áfengisvömum: Áfengi spillir fyrir árangri í íþróttum - segir í bréfinu KSÍ og nefnd um átak í áfengis- vörnum hafa ákveðið að hafa með sér samstarf um áfengisvarnir á yflr- standandi ári. Aðilarnir fara þess á leit við for- ystumenn aðildarfélaga KSÍ að þeir,' ásamt þjálfurum og leiðbeinendum í knattspymu í öllum flokkum, flalli um þessi mál og geri knattspyrnu- iðkendum grein fyrir að neysla áfengis og iðkun íþróttarinnar fari aldrei saman. - Það er löngu vitað að neysla áfengis spillir fyrir árangri í íþrótt- um, segir í bréfi frá KSÍ og nefndinni sem barst ritstjórn DV á dögunum. - Áfengi skerðir færni, þol, þrek og nákvæmni sem er forsenda góðs árangurs. Það er einnig vel þekkt að íþróttamaður, sem neytir áfengis síð- ustu daga fyrir keppni, stendur verr að vígi en hann gerði annars, segir ennfremur í bréfinu. Þá segir að þess séu dæmi að áfeng- isneysla leikmanna í keppnisferðum setji ljótan svip á íþróttina. Segja bréfritarar að mikflvægt sé að slíkt komi ektó fyrir og hvetja þeir for- ráðamenn félaga og þjálfara til að koma algerlega í veg fyrir slíkt. Þá er í bréfinu bent á aukna hættu samfara tilkomu áfengs öls. Bent er á aukna hættu á að áhorfendur komi með áfengi með sér á leitó með til- komu bjórsins. I bréfinu segir: - Það eru því til- mæli okkar að umsjónarmenn knatt- spyrnuleikja komi þeim skilaboðum tryggflega til áhorfenda aö áfengis- neysla sé óheimil á áhorfendasvæö- um, þar meö talin neysla bjórs, og fylgi því eftir að þau fyrirmæli séu virt. -JÖG Áfengi og knattspyrna fara ekki saman, segir í bréfi frá KSÍ og nefnd um átak i áfengisvörnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.