Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 12
12 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. Utlönd Afrýjunardómstóll í Suöur- Kóreu staöfesti um helgina dauða- dóm yfir Kim Hyun-hui, tuttugu og sjö ára kóreskri stúlku, vegna sprengjutilræðis sem grandaöi suður-kóreskri flugvél með 115 manns um borð í nóvember árið 1987. Búist er viö að Kim áfrýi til hæstaréttar. Embættismenn í Suður-Kóreu telja liklegt aö stjómvöld breyti dauðadómnum í lífstíöarfangelsi vegna þess að þeir segja aö hún hafi verið verkfæri í höndum yfir- valda 1 Noröur-Kóreu. Þjóöimar tvær hafa átt í deflum frá því aö Kóreustríðinu lauk. Kim var dæmd til dauöa eftir að hún viöurkenndi aö hafa komið fyrir sprengju um borð í Boeing 747 vél kóreska flugfélagsins. Vélin Kim Hyun-hui sem sökuð er um hvarf undan ströndum Burma. hafa átt aðild að sprengingu sem Engin l£k fundust Segir hún þaö grandaði suður-kóreskri flugvél í hafa verið aö skipan yfirvalda í nóvember 1987. Noröur-Kóreu. Norður-Kórea neit- símamynd Reuter ar aðild að tilræðinu. Viðræður um frið í Kambódíu í París hófust í morgun viðræöur um friöarmöguleika i Kambódíu en stríð8ástand hefur ríkt í landinu frá árinu 1970. Sihanouk príns, leiðtogi samtaka þriggja skæruliöahópa, og Hun Sen, leiötogi stjómar Kambódíu, sem nýtur stuönings Víetnams, munu ræða saraan í París. Þetta er í fimmta skiptið sem þessir menn ræðast við. Á morgun munu fulltrúar aUra aöiia deilnanna í Kambódíu koma saman til viðræðna en þær viöræður þeirra munu undirbúa ráðstefiiu allt að tuttugu þjóða um varanlegar friðarhoríur. Ráðstefnan hefst í næstu viku. Aöalumræðuefiúö verður samsetniig ríkisstjórnar í Kambódíu eftir að Víetnamar hafa Jokið brottílutningi herja sinna frá landinu. Afram bardagar í Hiö valta vopnahlé í Líbanon virðist nú fallið en sprengjuárásir héldu áfram um helgina. Taliö er að saulján hafi látist í BeirúL höf- uðborginni, síðustu fimm daga en alls hafa 450 látist frá því í mars- mánuði þegar síöustu róstumar hófust Stjórnarerindrekar telja að bardagamir muni aukast. Um helgina létust sjö, þar af nokkur börn, í bardögum miili her- manna Sýrlendinga og kristinna undir stjóm Aouns hershöfðingja. Telja fréttaskýrendur aö atburðir síðustu daga geri að engu vopnahlé Tvð ^ (rá borgarhluta múha- það sem komst á fynr milligöngu meöshúarmanna rBeirú. yfirgefa fulltrua Arababandalagsms. heimilisitt Simamynd Reuter Mannskaðavedur í Kína Ófsaregn, flóð og skriðuföll hafa oröið að minnsta kosti 141 manni að fjörtjóni í norðaustur Kína. Þá hafa alls 1500 manns farist í flóðum í þess- um mánuöi Búist er við að tala látinna eigi eftír að hækka. Dagblaö í Kína segir að óveðrið hafi eyðiiagt 4000 heimili og stórt rækt- arland og flóðin hafa einangraö 24 bæi í Fpjian ogZhejiang hémðum síð- an á laugardag. Bátar dreHa froðunni við ftalíu Meira en 100 bátar sigldu meðfram strönd Adríahafsins á Ítalíu á sunnu- dag tii að reyna að dreifa þörungagróðri sem þar hefur verið að drepa flsk og hræða ferðamenn. Um 40% færri ferðamenn hafa koraið að ströndum Adríahafsins vegna þörunganna sem hafa myndað slimkennda froðu á yfirboröi sjávarins. Konur látnar lausar Simamynd Reuter Tyrkneskur dómstóll á Kýpur lét sex grísk-kýpriskar konur lausar úr haldi á sunnudag en þær vom handteknar ásamt 108 öðrum sem réðust á grænu linuna sem skilur aö tyrkneska og gríska iúuta eyjarinnar. Fólkið var handtekið á miðvikudag eftir að það hafði traökað á gadda- vír og farið framhjá friðarsveitum Sameinuöu þjóðanna sem gæta hlut- lausa svæðisins á eyjunni. Handtökumar fóra fram daginn fyrir 15 ára afinæli tyrknesku innrásarinnar á Kýpur 1974 og ollu miklum mótmælum ásuöurhlutaeyjarinnar. Keuter Stjórnarandstæðingar ganga af þingi Nær allir fuUtrúar stjórnarand- stöðunnar í neðri deild indverska þingsins sögðu af sér þingmennsku í morgun tíl að mótmæla meintri spillingu í stjóm Rajiv Gandhi. Stjórnarandstaðan er með þessu að reyna að fá Gandhi til að segja af sér embætti forsætisráðherra og boða nýjar kosningar vegna meints mútu- máls. Segja þeir að árið 1986 hafi sænska vopnafyrirtækið Bofors greitt embættismönnum indversku stjórnarinnar mútur til að reyna að tryggja sér 1,3 miUjarða doUara vopnasamning. Samkomulag náðist meðal stjórn- arandstæðinga á sunnudag um að segja af sér. AUs sögðu af sér eitt hundrað og sex þingmenn frá tólf stjómarandstöðuflokkum. Upplýs- ingaráðherra Indlands, K.K. Tewary, sakaði leiðtoga stjórnarandstæðinga um að neyða þingmenn til að segja af sér og fór fram á það við forseta þingsins, Balram Jakhar, að umræð- ur um máUð fæm þegar fram. Þing kom saman í síðustu viku og er hið síðasta þar til forsætisráð- Indverskur lögreglumaður á í stimpingum við stuðningsmann stjórnarinnar á Indlandi. Nær allir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu af þingi í morg- un. Simamynd Reuter herra verður að boða til kosninga á ólíklegt að Gandhi boði tU þingkosn- ný. Verður það að gerast eigi síðar inga fyrr. en í desember. Fréttaskýrendur telja - Reuter Gyðingar mótmæla nunnu- klaustri í Auschwitz Ungir róttækir gyðingar efndu til mótmæla um helgina gegn kaþólsku klaustri í Auschwitz, fyrrum útrým- ingarbúðum nasista, en pólskir íbúar svæðisins eru andvígir því að það verði lagt niður. íbúar Oswiecim, sem er pólska nafnið á Auschwitz, fjölmenntu á sunnudag til að „vemda“ nunnu- klaustur af Karmelítareglunni þegar 95 félagar úr námsmannasambandi evrópskra gyðinga komu þangað til að krefjast þess að það væri lagt nið- ur. Námsmennirnir em að reyna að þvinga kaþólsku kirkjuna til að efna samkomulag um að flytja nunnurnar 17 úr klaustrinu við útrýmingarbúð- imar en í klausturhúsinu var eitt sinn geymt Cyklon B gas sem nas- istar notuðu til að drepa fjórar millj- ónir gyðinga. Kardínálinn í Krakow, Franciszek Macharski, hét því 1986 að nunnurnar yrðu fluttar á brott en þess í stað er nú verið að gera við klausturbygginguna. Ekki kom til átaka í gær eins og fyrir tíu dögum þegar pólskir verka- menn fóm hörðum höndum um sjö bandaríska gyðinga sem höfðu klifr- að yfir klausturvegginn í sams konar mótmælum. En stúdentarnir mættu fyrirlitningu og andstöðu um 200 Pólverja þegar þeir settust á veginn nærri klausturhliðinu. Leiötogi stúdentanna sakaði ka- þólsku kirkjuna um svik og lygar á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því að gyðingar fóru fyrst fram á að klaustrið yrði aflagt. Reuter Bandaríkin: Embættismaður leystur frá störfum vegna njósna hann gerðist njósnari, en sagt er að hann hafi verið vonsvikinn með frama sinn þar sem hann hafi ekki verið gerður að sendiherra. Reynist hann sekur er hann hæst setti emb- ættismaður bandarísku utanríkis- þjónustunnar sem gerst hefur sekur um njósnir. Bloch var næstráðandi sendiráðs- ins í Vínarborg frá 1980-1987. Banda- ríska leyniþjónustan CIA hefur mik- ið umleikis í sendiráðinu í Vín og leikur grunur á að Bloch hafi þar haft aðgang að mikilvægum upplýs- ingum um njósnastarfsemi Banda- ríkjamanna í Austur-Evrópu. Haft var eftir Alois Mock, utanríkisráð- herra Austurríkis, í blaðagrein í Vín að granur hafi fyrst fallið á Bloch á 8. áratugnum. Síðustu tvö ár hefur Bloch verið skrifstofustjóri Evrópudeildar utan- ríkisráðuneytisins þar sem hann hafði aðgang að upplýsingum um aðgerðir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að Sovétmenn kom- ist yfir vestræna tækniþekkingu. Það hefur ekki fundist njósnari í bandaríska utanríkisráðuneytinu síðan 1950 þegar öldungadeildar- þingmaðurinn alræmdi Joe McCarthy sakaði íjölda starfsmanna þar um aö vera á mála Kremlverja. Enginn var dæmdur þá, en vaskleg framganga Richards nokkurs Nixons. á lúósnaraveiðunum lyfti honum í embætti varaforseta. Birgir Þóiissan, DV, New York: Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur verið leystur frá störfum vegna grans um njósnir fyrir Sovétmenn. Maðurinn, Felix Bloch, sást aíhenda sovéskum njósnara skjalatösku í París fyrir nokkrum mánuðum en talið er að hann kunni að hafa njósn- að fyrir Sovétríkin í allt að á annan áratug. Hann hefur hvorki verið handtekinn né kærður enn sem kom- ið er en hann er undir eftirliti svo hann strjúki ekki austur yfir. Ekkert er ljóst um ástæður þess að Felix Bloch, starfsmaður bandariska utanríkisráðuneytisins, hefur verið leystur frá störfum, grunaður um njósnir fyrir Sovétrikin. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.