Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 16
16
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
Lesendur
Arekstrarhætta í flugi:
Umræðan annarlega
Spumingin
Hver er skemmtilegasti
feröamátinn?
Sæþór Þorláksson: Það er skemmti-
legast að ferðast á hestum. Maður sér
meira.
Fjóla Einarsdóttir: Best er að ferðast
í bíl ef maður fer ekki á hestbak,
Brynjólfur Sigurðsson: Labba. Þú
sérð allt sem þú vilt sjá og ferð hægt
yfir.
Martha Andrews: Að fljúga, annars
fer það eftir því hvert maður er að
fara.
Unnur Halldórsdóttir: Það er
skemmtilegast að skoða landið í fall-
egu veðri í bíl eða flugvél.
Elísabet Jónsdóttir: Það er þægileg-
ast að feröast með flugvél.
| Flugfarþegi skrifar:
Ég get ekki látið hjá líða að tjá mig
lítillega um fréttaflutning og fátæk-
lega umræðu eftir að Sakadómur
Reykjavíkur felldi dóm yfir flug-
stjóra Boeing flugvélarinnar TF-FLI
og flugumferðarstjóra einum vegna
þess að þeir sýndu ekki nægilega
aðgæslu við brottför flugvélarinnar
Sverrir hringdi:
Sífellt hefur verið talað um hag-
kvæmni þess að sameina fyrirtæki.
Tryggingafélög eru þar ekki undan-
skilin. Og svo varö úr að sameining
nokkurra þeirra varö að veruleika.
Sjóvá og Almennar í eina sæng og
Brunabót og Samvinnutryggingar í
eitt félag. Allt var þetta gott og bless-
að, enda héldu menn að hér sæti
hagkvæmnin haldgóða í fyrirrúmi.
Nú kemur hins vegar annaö í ljós.
Fyrst er það kostnaðurinn við sam-
Jón Ólafsson hringdi:
Flestir landsmenn hafa fylgst með
málefnum þeirra fyrirtækja sem
hafa verið í sviösljósinu vegna
meintra söluskattsskulda við ríkis-
sjóð. Fáir munu mæla því í mót að
ríkissjóður innheimti slíkar skuldir
þar sem þær eru sannanlega fyrir
i hendi. Það eru hins vegar áhöld um
frá Keflavíkurflugvelli dag einn
snemma í september 1984.
Að vísu komu flestir fjölmiðlar með
fréttina um dóminn sama kvöld eða
daginn eftir. Þó ekki allir. Þannig
rekur mig ekki minni til þess að dag-
blaöið Tíminn eða Þjóöviljinn birtu
neitt um málið daginn eftir þótt síðar
hafl þau blöð eitthvað sagt frá dómin-
eininguna. Þannig segir forstjóri
hins nýja Vátryggingafélags íslands
(fyrrum Samvinnutr. og Brunabót),
að kostnaður við sameininguna sé
verulegur. Engar tölur eru samt til-
búnar ennþá. Hagræðingu segir
hann þó verulega, og að hún veröi
viðvarandi. Vonandi er að svo sé.
Ég get þó trúað að kostnaðurinn
sé verulegur - og margvíslegur - ef
dæma má eftir þeim glæsilega bækl-
ingi sem dreift er til hvers trygginga-
taka. Mér fannst það vera einber of-
örfá fyrirtæki sem ekki hafa einu
sinni innheimt söluskatt af þeirri
ástæðu einni að þau hafa taliö rétt-
mætt og lögmætt að gera þaö ekki -
og hafa getaö vitnað til reglugeröa
þar að lútandi.
Málefni Hagvirkis eru hvað mest í
sviðsljósinu þar sem það ætlar að
láta reyna á lögmæti innheimtuað-
um. Það hvarflar að manni að svona
atvik þurfi nú einnig að fara í gegn-
um hreinsunareld pólitíkur, t.d. með
tilliti til flokksskírteina hlutaðeig-
andi. - Ljótt væri ef satt væri.
í Morgunblaðinu var hins vegar,
daginn eftir dómsúrskurðinn, sér-
staklega birt greinargóð lýsing á at-
burðarásinni ásamt frétt á innsíðu
rausn og algjör óþarfi.
í nýlegri könnun sem eitthvert fyr-
irtæki í talnavísindum gerði fyrir
skömmu um íslenska trygginga-
markaöinn kemur svo fram aö alls
óvíst sé að fækkun tryggingafélaga
verði til þess að lækka iðgjöld að
marki! - Ef hagræðingin er ekki fyrst
og fremst fólgin í lækkuðum iðgjöld-
um til viöskiptavina, þá finnst mér
til lítils unnið. Það var þó ábyggilega
hún sem stefna átti að, hélt maður.
- Eða var það ekki?
gerðanna fyrir dómstólum. Nú hefur
enn verið hert á aðför gegn þessu
umsvifamikla fyrirtæki og á að knýja
það til greiöslu eða framvísunar
bankaábyrgðar fyrir meintum sölu-
skattsskuldum.
Ég og margir fleiri erum komnir á
þá skoðun, að þetta fyrirtæki, eins
og mörg önnur, sem tekin hafa verið
sérstaklega fyrir af ráðamönnum
þjóöarinnar á undangengnum mán-
uðum og allra síðustu árum, hafi
verið búin þeim örlögum af vissum
öflum í þjóðfélaginu að hætta starf-
semi. - Ég vil nefna fyrirtæki eins
og Olís, sem er sterkur keppinautur
hinna olíufélaganna, Hafskip, sem
margir vilja halda fram nú aö hafl
verið knúið til uppgjafar - og jafnvel
Arnarflug sem er sterkur samkeppn-
isaðili í flugsamgöngum.
Það eru nefnilega til í þessu landi,
eins og í flestum öðrum, mjög sterk
hagsmunasamtök sem ekki líða með
nokkru móti að önnur fyrirtæki en
örfá útvalin, þar sem sitja pólitískir
flokkseigendur í stjórn, hafi hitann
úr þeim framkvæmdum og umsvif-
um sem bjóðast í þjóðfélaginu. - Og
það merkileg er að þetta á við um
alla pólitíska flokka hér, jafnt til
vinstri sem hægri.
(engin nöfn nefnd þar). Síðan hljóðn-
aði umræðan. Svo var það í leiðara
Morgunblaðsins sl. þriðjudag (18.7.)
að þar var málið tekiö upp að nýju
undir fyrirsögninni Öryggi og flug-
umferð. Ágæt hugleiðing í sjálfu sér.
- Nema að nú voru komin nöfn í
umræðuna! - Ekki nöfn þeirra sem
Sakadómur Reykjavíkur felldi dóm
yfir heldur nöfn þeirra sem voru eins
konar „þolendur" hinna sakfelldu!
í leiðaranum var vitnað til um-
mæla flugmanna DC-8 vélarinnar
sem var í hvað mestri hættu vegna
ákeyrslu hinnar vélarinnar sem var
undir stjórn þess flugstjóra sem
deildi hvað harðast við flugumferð-
arstjóra á jörðu niðri meðan vél hans
nálgaðist þá sem á undan fór. Hvergi
minnst á nöfn þeirra sem sakfelldir
voru!
Það skal hins vegar tekið undir
með leiðarahöfundi Mbl. að það var
tvímælalaust rétt að vísa þessu máli
í dóm til að fá úr því skorið hvað
þarna gerðist í raun. Hugsanlegar
tilraunir til að hindra rannsókn
málsins og dómtöku hefðu verið
óverjandi. - Öryggi í flugumferð hlýt-
ur að sitja í fyrirrúmi. Pólitík eða
smáborgaravangaveltur um per-
sónustuðning eins og oft á sér stað
hérlendis eru ekki þess virði að
gaumgæfa.
Að flagga
með
hræsninni
Pétur Guðmundsson skrifar:
Ég var aö enda við að glugga í
tímaritið Úrval. Ég er ekki áskrif-
andi að því og vil ekki vera það,
fremur en að öörum tímaritum,
en kaupi þaö næstum alltaf og les
mér til ánægju, því ég tel að þetta
næstum hálfrar aldar gamla
tímarit flytji reglulegt „úrval“
greina um margs konar fróðleik
og skemmtiefni.
En það var nú eiginlega ekki
þetta sem ég ætlaði aö tala um
sérstaklega, heldur prýðilegan
leiðara í nýjasta hefti Úrvals
(júlí-hefti) ura mál, sem mér
fannst vera fjallað um nýlega sem
eitt mesta glæpamál síðari tíma.
Ég á hér viö strákapör þriggja
Ameríkana af Keflavíkurflugvelli
er þeir skáru niður og tóku trau-
stataki nokkra fána, íslenska og
erlenda.
Ég ætla ekki á neinn hátt að
fegra framferði þeirra og þeir
hafa fengið sína refsingu, sem er
margfalt öflugri og harðari en
nokkur íslenskur ríkisborgari
hefði hlotið fyrir sama brot.
Það er hins vegar þessi fádæma
hræsni sem við Islendingar flögg-
um ávallt með í fulla stöng sem
ég á bágt að sætta mig við. Ekki
síst þegar hún er studd af ekki
lægra settum aðilum en ráðherra.
í þessu tilviki, utanríkisráðherra,
sem var þungorður um agaleysi,
o.s.frv....
Þegar litið er til franrferðis okk-
ar eigin þjóðar á hátíöis- og tylli-
dögum, og ungmenni veltast um
dauðadrukkin, troðandi á fánum
lýðveldisins, jafnvel hrifsandi
blómaskreytingar úr kransknýtt-
um virðingarvotti við stall Jóns
Sigurðssonar þegar líöa tekur á
kvöld þjóðhátíöarrfags, þá höfum
við ekki ýkja mlídl efni á aö
flagga með hræsninni, bara af því
að ósvinnan er framkvæmd af
erlendum. - En leiðarinn í Úrvali
er þess virði aö staldra við og
gaumgæfa.
Hagvirki hf. sér m.a. um byggingu veitingahússins á Öskjuhlíð. - „Nú hefur
aðför verið hert að þessu umsvifamikla fyrirtæki,“ segir hér m.a.
Boeing-flugvélin TF-FLI.
Tryggingamarkaðurinn:
Sameining en engin
hagræðing
Eru örlög Hagvirkis ráðin?