Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
Viðskipti
Mjólkurdeilan harðnar:
Baula hef ur viðræður við
bændur um nýólkurkaup
Svo getur farið að Baula hf. flytji alla starfsemi sína austur á Hellu, en næstu vikur munu skera úr um það.
„Við munum hefja viðræður um
mjólkurkaup við bændur strax í
þessari viku. Við höfum þegar fengið
ábendingar um menn sem vilja tala
við okkur. Við myndum ekki borga
minna fyrir mjólkina heldur en
Mjólkursamsalan og ef til vill fengju
menn einhverjar ívilnanir í hvaða
formi sem þær nú yrðu,“ sagði Þórð-
ur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
vinnslustöðvarinnar Baulu hf.
Forráðamenn Baulu hafa staðið í
langvinnu stríði við Mjólkursamsöl-
una vegna kaupa fyrmefnda fyrir-
tækisins á mjólk. „Upphaflega fórum
við út í framleiðslu á jógúrt með því.
að við keyptum gerilsneydda og fitu-
sprengda mjólk frá Mjólkursamsöl-
unni,“ sagði Þórður. „Þetta þýddi að
við stóðum ekki jafnfætis öðrum
mjólkurvinnslustöðvum í landinu
því við þurftum að kaupa lítrann á
40,18 krónur eða 14,64 krónum dýrari
en þær. Bilið hefur alltaf verið að
breikka og það má nærri geta hvað
þetta kostar okkur þegar þar sem við
þurfum hálfa milljón lítra á ári til
framleiðslunnar. “
Þórður sagði enn fremur að for-
ráðamenn Baulu hefðu farið fram á
það við Mjólkursamsöluna að hún
seldi þeim óunna mjólk. Hefði málið
verið í þæfingi í heilt ár en svo hefði
Mjólkursamsalan tekið af skarið með
að hún myndi ekki selja óunna mjólk
undir neinum kringumstæðum. „Við
verðum því að kaupa mjólkina beint
af bændum ef við ætlum að starfa á
„Ef við ættum að standa í því að
sækja mjólk til bænda og flytja hana
beint til afurðavinnslustöðvarinnar
Baulu þá væri Mjólkursamsalan þar
með orðin flutningafyrirtæki fyrir
Baulumenn, sem aldrei hefur staðið
til. Það hefur því ekki komið til
greina af okkar hálfu að selja þeim
né öðrum óunna mjólk,“ sagði Guð-
laugm- Björgvinsson, forstjóri Mjólk-
ursamsölunnar, er Dv ræddi við
hann.
Guðlaugur sagði að það væri lang-
hreinlegast fyrir Baulumenn að
kaupa óunna mjólk. Þá gætu þeir
ekki sagt að þeir sætu ekki við sama
borð og aðrir framleiðendur og þá
væri ekki lengur hægt að tala um
misrétti í þessum efnum.
Baula hefði verið í viðskiptum við
Mjólkursamsölunna í tæp tvö ár og
hefði fyrirtækið fengið þær mjólkur-
vörur sem það hefði óskað eftir í
Ákveðið hefur verið að gera nokkr-
ar breytingar á yfirstjóm Vífilfells
hf. og tengdum félögum. Vom þær
samþykktar á aöalfundi fyrirtækis-
ins sem haldinn var nýlega. Sam-
kvæmt þeim mun Kristján G. Kjart-
ansson láta af starfi sem aðstoðarfor-
stjóri Vífilfells hf. Hann mun fram-
vegis gegna formennsku í sljóm
Bjöms Ólafssonar hf„ eignarhaids-
jafnréttisgrundvelli," sagði Þórður.
„Það eykur möguieika okkar mjög
ef við getum unnið mjólkina að öllu
leyti sjálfir. Þá myndum viö búa til
okkar eigin ijóma og undanrennu.
upphafi. Þessi viðskipti hefðu verið
mjög ánæguleg, og hefðu Baulumenn
marglýst yfir ánægju sinni með þjón-
ustu Mjólkursamsölunnar, enda
hefðu þeir fengið það mjólkurmagn
sem þeir hefðu óskað eftir hverju
sinni. Síðan hefði komið upp sú staða
að Baula hefði farið að falast eftir
óunninni mjólk, en slík viðskipti
kæmu ekki til greina. Guðlaugur
sagði enn fremur að ekkert bannaði
Baulumönnum að versla beint við
bændur og vinna úr þeirri mjólk.
Mjög veigamikil breyting hefði verið
gerð á afurðasölulögunum 1985 og
með tilkomu hennar hefði hver og
einn getað hafiö rekstur afurðastöðv-
ar að uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um. „Það er því ekkert óeðhlegt þótt
þeir fari þessa leið, enda eru það
bændur sem eru söluaðilar óunninn-
ar mjólkur en ekki við.“ sagði Guð-
laugur -JSS
fyrirtæki Vífilfells hf„ og jafnframt
sinna ákveðnum ráðgjafaverkefnum
á stjómunarsviði.
Pétur Bjömsson, sem verið hefur
forstjóri fyrirtækisins um árabil og
stjórnarformaöur Vífilfehs, verður
nú stjómarformaður í fullu starfi.
Þá hefur Lýður Á. Friðjónsson ver-
ið ráöinn framkvæmdastjóri Vífil-
fehs. -JSS
Við erum nú að' hefja framleiðslu á
sýrðum rjóma og væntum mikils af
honum.
Við höfum öU tæki til að vinna
okkar mjólk sjálfir. Ef af því verður
Hver fullorðinn maöur drekkur
um það bil ellefu tvöfalda af sterku
áfengi á mánuði, ef marka má nýj-
ustu sölutölur Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins. Hann drekkur
einnig fjögur og hálft glas af léttu
víni og átta og hálfa 33 sentíhtra
könnur af bjór á mánuði. Þetta eru
í hnotskum drykkjuvenjur meðal-
íslendingsins fyrstu sex mánuði
þessa árs. í þessum útreikningum
var reiknað með öUum íslendingum
16 ára og eldri.
Á fyrri hluta þessa árs seldust alls
212.798 Utrar af rauðvíni, sem er
að við förum að kaupa mjólkina beint
flytjum við verksmiðjuna að líkind-
um austur á Hellu. Þar höfum við
augastað á húsnæði sem myndi
henta okkur ágætlega. Það er í eigu
13,31% minna en á sama tíma í fyrra.
Afhvítvíni seldust 168.979 Utrar, sem
er 25,97% minna en í fyrra. Af vodka
seldist 315.221 lítri eða 8,46% minna
en í fyrra og af viskíi 66.085 lítrar sem
er 15,84% minna en í fyrra.
Af þessum tölum er ljóst að tölu-
verður samdráttur hefur orðið í sölu
léttra vína og einnig nokkur í sölu
sterkra drykkja. En á móti kemur
bjórinn. Af honum seldust samtals
3.589.253 lítrar á fyrstu fjórum mán-
uöunum sem hann var seldur hér á
landi.
-JSS
Búnaðarbankans og stendur nú
autt.“
Þórður sagði að framleiðsla- hefði
gengið mjög vel og hefði markaðs-
hlutfall vinnslustöðvarinnar náð
25% af heildarneyslu á síðasta ári.
Væri útlit fyrir enn frekari aukningu
á þessu ári og hún yrði þá hrein við-
bót við neysluna sem hefði aukist
mjög mikið eftir að Baulujógúrt fór
að koma á markaðinn. Sú aukna
samkeppni, sem hún hefði veitt,
leiddi því bæði til meiri neyslu og
gæða sem væri mjög af hinu góða.
-JSS
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 12-16 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb
6 mán. uppsögri 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 30 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlán meðsérkjörum 27-31 nema Sp Sb
Innlán gengistryggö
Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab ,
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Ib.Vb,- Sb
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab
Danskarkrónur 7,75-8,25 Lb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 32,5-34,5 Bb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 34,25- Bb
ViÖskiptaskuldabréf (1) 37,25 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7-8,25 Lb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandarikjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. júlí 89 34,2
Verðtr. júlí 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júlí 2557 stig
Byggingavisitala júlí 465 stig
Byggingavísitala júli 145,3stig
Húsaleiguvisitaia 5% hækkun 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,054
Einingabréf 2 2,246
Einingabréf 3 2.645
Skammtímabréf 1,394
Lífeyrisbréf 2,037
Gengisbréf 1,807
Kjarabréf 4.028
Markbréf 2,145
Tekjubréf 1,743
Skyndibréf 1,222
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,945
Sjóösbréf 2 1,557
Sjóðsbréf 3 1,373
Sjóðsbréf 4 1,144
Vaxtasjóðsbréf 1,3740
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 368 kr.
Flugleiöir 172 kr.
Hampiðjan 165 kr.
Hlutabréfasjóður 130 kr.
Iðnaðarbankinn 159 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Mjólkursamsalan:
Er ekki f lutninga-
fyrirtæki
Hér má sjá meðalafköst landans á mánuði, bæði í sterkum drykkjum, létt-
um vínum og bjór.
Landinn drekkur um
ellefu tvöfalda af
sterku á mánuði
Breytingar á yfir-
stjórn Vífilfells