Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Síða 9
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. 9 Útlönd Nú bjóðum við 400,000 kr. vaxtalaust lán til 25 mánaða við kaup á nýjum Suzukí Swíft af árgerð 1989 (mánaðargreíðslan er aðeíns 16.000 kr., auk verðtryggíngar). Suztíki Swíft, trausttxr og spameytínn bíll á frábærtx verðx frá 573.000 kr. $ SUZUKI -------------------- SVEINN EGILSSON • HÚSI FRAMTlÐAR FAXAFENI 10 ■ SlMI 689622 OG 685100 í kjölfar þingkosninga í Japan: Uno ákveður að segja af sér Takako Doi, formaður sósialista- flokksins, er talinn sigurvegari kosn- inganna. Simamynd Reuter Sosuke Uno, forsætisráöherra Jap- ans, tiíkynnti í morgun aö hann myndi segja af sér í kjölfar þing- kosninganna sem fram fóru í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýð- ræöisflokkurinn, tapaöi í kosningun- um og kvaöst Uno taka ábyrgðina á sínar herðar. „Ábyrgöin er eingöngu mín,“ sagði Uno. „Almenningur hefur látiö vilja sinn í ljós og við verðum að taka því.“ Frjálslyndi lýöræðislokkurinn tap- aöi meirihluta sínum í efri deild þingsins en kosiö var um hluta sæta. Flokkurinn hefur ekki tapað meiri- hluta í deildinni á 34 ára valdaferli. Til að halda sínum hlut þurfti flokk- urinn 54 sæti af þeim 126 sem kosið var um. Þegar búið var að telja nær öll atkvæði í morgun bentu allar lík- ur til að hann hlyti undir fjörutíu sætum. Flokknum hafði verið spáð milh 33 og 37 sætum. Aðspurður kvaðst Uno telja að álagning söluskatts í apríl síðasthðn- um hefði án efa haft hvað mest að segja í tapi flokksins á sunnudag sem og Recruit-hneykshö sem varð fyrri VIÐ SELJUM SÍÐUSTU SUZUKI SWIFT BÍLANA AF ÁRGERÐ 1989 400.000 KR. VAXTALAUST LÁN forsæhsráðherra að falh. Hann minntist ekki á kynlífshneyksh þau sem japönsk dagblöð hafa fjallað mikið um en Uno er sakaður um framhjáhald. Hann er sagður hafa átt í ástarsambandi við geisjur, þar af var ein imdir lögaldri, og greitt þehn fyrir. Uno mun sitja í emhætti forsætis- ráðherra þar til arftaki finnst. Þegar Takeshita, forveri Unos, sagði af sér tók margar vikur að finna einhvem í hans stað en margir embættismenn Fijálslynda lýðræðisflokksins eru taldir viðriðnir Recruit-mútumáhð. Fréttaskýrendur telja að konur hafi átt stóran þátt í ósigri Frjáls- lynda lýðræðisflokksins en tahð er að margar þeirra hafi kosið sósíal- istaflokkinn en í forsvari fyrir hon- um er kona. Flokkurinn mun líklega verða sigurvegari þessara kosninga. Takako Doi, formaður sósíahsta- flokksins, kvaðst telja afsögn Unos eðhlega miðað við kringumstæður. Fijálslyndi lýðræöisflokkurinn ætti nú að láta stjórnarandstöðunni vald- ið í hendurnar, sagði Doi. Þrátt fyrir tapið í gær heldur Fijálslyndi flokkurinn völdum vegna þess að hann hefur meirihluta í hinni valdamiklu neðri dehd. En fréttaskýrendur telja að tapið í gær geti neytt ráðamenn í Japan til aö boða til almennra kosninga. Reuter Sosuke Uno, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér í kjölfar taps Frjálslynda lýðræðisflokksins í þingkosningunum í gær. Simamynd Reuter Valdaráns- tilraun á Madagascar Öryggjssveitir Madagascar hafa handtekið sex menn sem náðu útvarpsstöð landsins á vald sitt um hrið snemma í morgun og tilkynntu að þeir hefðu rænt herra landsins tilkynnti í útvarp- inu að ástandið í landinu væri aftur komiö í eöhlegt horf. Forsætisráðherra Madagascar, Didier Ratsiraka, er staddur í Addis Ababa þar sem hann situr fund einingarsamtaka Afríku- rílýa. íbúar á eyjunni sögðu að ekki hefði komiö th skotbardaga við valdaránstilraunina. Mennimir sex, sem allir eru óbreyttir borg- arar, lásu upp yfirlýsingu þar sem þeir sögöust hafá tekið við stióm landsins. Á ráðherrahsta mannanna var þekktur vinstri- sinnaður stjórnmálamaður, Ric- hard Andriamanjato. Forsetinn sigraði í kosningum í mars með 63 prósentum at- kvæða en stjómarandstæðingar hvöttu th að bráðabirgðastjóm yrði sett á laggimar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.