Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
11
Utlönd
Giulio Andreotti (til vinstri), hinn nýi forsætisráðherra Italíu, tekur í hönd ítalska forsetans, Francesco Cossiga,
að lokinni innsetningarathöfn Andreottis á sunnudag. Simamynd Reuter
Stjómarkreppunni lokið á Ítalíu:
Samsteypustjórn
tekin við á ný
Giulio Andreotti, úr flokki kristi-
legra demókrata, sór embættiseið
forsætisráðherra Ítalíu á sunnudag
og batt þar með enda á rúmlega
tveggja mánaða stjórnarkreppu.
Samsteypustjóm Andreottis er sú 49.
sem sett er á laggirnar á Ítalíu síðan
síðari heimsstyrjöldinni lauk.
Fréttaskýrendur telja að Andreotti
hafi komið saman sterkri stjóm. í
henni eiga sæti fulltrúar fimm
stjómmálaflokka, kristilegra demó-
krata, sósíaiista, repúbhkana, jafn-
aðarmanna og frjálslyndra. Sam-
komulag náðist mihi flokkanna á
laugardagskvöld eftir eina af lengstu
stjórnarkreppum á Ítalíu.
Deilur kristilegra demókrata og
sósíalista hafa orðið síðustu ríkis-
stjórnum að falli. Sósíahstaflokkur-
inn er næststærsti stjórnmálaflokk-
ur ítahu og er stuðningur hans nauð-
synlegur eigi að mynda stjórn án
þátttöku kommúnista. Bettino Craxi,
leiðtogi flokksins, hefur að jafnaði
verið mjög gagnrýninn á Andreotti.
En Andreotti réðst að vandamálun-
um með pólitískum samningaumleit-
unum og lét sósíalistum m.a. eftir
embætti varaforsætisráðherra sem
og utanríkisráðuneytið, fyrrnm emb-
ætti sitt. Kristilegir demókratar
halda m.a. innanríkis- og fjármála-
ráðuneyti.
Auk þessarar skiptingar embætta
telja fréttaskýrendur að Andreotti
hafi minnkað hættuna á hugsanleg-
um deilum innan ríkisstjórnarinnar
með því að undanskilja fyrrum for-
sætisráðherra í stjórninni, Ciriaco
de Mita, en stjóm hans féh í maí eft-
ir 13 mánaða setu. De Mita og sósíal-
istar hafa löngum eldað grátt silfur
saman.
Hinn sjötugi Andreotti er einn
reyndastf stjómmálamaður ítahu og
hefur áður verið forsætisráðherra
fimm sinnum á 42 ára löngum stjóm-
málaferh. Hann var m.a. í forsæti
einnar skammlífustu stjómar ítahu
árið 1972 en hún sat í níu daga.
Andreotti kvaðst vonast til að geta
leitt þjóðina fram aö áætluðum kosn-
ingum árið 1992. Takist honum það
slær hann met Bettino Craxis sem
sat í embætti í þijú og hálft ár á árun-
um 1983 til 1987. Reuter
Kosnlngar í Ungverjalandi:
Stjórnarandstaðan sigraði
Stjórnarandstaðan í Ungverjalandi
hefur unnið fyrsta þingsæti sitt og
sigrað Kommúnistaflokk landsins í
fyrstu fijálsu kosningunum í 42 ár.
Stjómarandstaðan sigraði í þremur
af flórum aukakosningum sem fram
fóru í landinu um helgina.
Aukakosningárnar voru for-
smekkur að fyrstu fjölflokkakosn-
ingunum sem verða að fara fram í
landinu fyrir mitt næsta ár. í borg-
inni Godoho sigraði bandalag undir
forystu Ungversku lýðræðishreyf-
ingarinnar með 69,2% greiddra at-
kvæða en Kommúnistaflokkurinn
fékk aðeins 29,9%.
í öðrum tveimur kjördæmum fékk
fuhtrúi stjórnarandstöðunnar fleiri
atkvæði en frambjóðandi Kommún-
istaflokksins en þar sem þátttaka í
kosningunum náði ekki 50% vom
þær dæmdar óghdar. í fjórða kjör-
dæminu sigraði frambjóðandi
Kommúnistaflokksins með 44,9% at-
kvæða en engu að síður verður aö
kjósa aftur þar sem frambjóðandinn
fékk ekki helming greiddra atkvæða.
Ungverska lýðræðishreyfingin var
stofnuð fyrir tveimur árum og í
henni era nú 17.000 félagsmenn.
Hreyfmgin hefur aðahega byggt mál-
flutning sinn á þjóðernisthfinning-
um og umhyggju fyrir Ungverjum í
Rúmeniu.
Stjórnarandstaðan og stjórnarer-
indrekar vora undrandi á dræmri
kjörsókn þegar landsmenn fengu í
fyrsta sinn tækifæri th að kjósa gegn
Kommúnistaflokknum. Vestrænir
stjórnarerindrekar telja margir að
Ungverjar hafi minni áhuga á lýð-
ræði en bágum efnahag landsins,
sem nú er það skuldugasta í Austur-
Evrópu.
1929 %60 ára/^1989
Verulegur afsláttur
af C&fuhf/ heimilistækjum
til 5. ágúst í tilefni afmælisins
C/andt// þvottavélar — 3 dæmi
Vinsælasta Candy þvottavélin (D86X) kostaöi
49.500.-, stgr. 47.000.-. Eftir lækkunina eru
sambærileg verð 44.500.- og 42.325.-.
Úrvals þvottavél á aðeins
42.325.-*«,.__________________
Alice 28 er flaggskipið í Candy línunni og
kostaði 59.900.-, stgr. 56.900.-. Eftir lækk-
unina eru sambærileg verð 53.910.-, stgr.
51.215.-.
Líj L. .i
Vél sem þvær og þurrkar
á aðeins 51.215 • ”slgr.
Candy uppþvottavélin var mjög ódýr fyrir.
Kostaði 47.500.-, sigr. 45.100.-. Eftir lækk-
unina eru sambærilegar tölur 42.750.-,
stgr. 40.610.-.
Ótrulegt verð á gæðatæki,
40.610.-,
kæliskápar — 2 dæmi
Vinsælasti skápurinn (DDE 28) kostaði-
43.900.-, stgr. 41.700.-. Eftirlækkunina eru
sambærileg verð 39.510.-, slgr. 37.535.-.
Eftirsóttur kæliskápur á
aðeins 37.535."
Kæliskápurinn 23/15, sem sölumenn okk-
ar segja að hafi verið á alltof góðu verði
miðað við gæði, kostaði 61.900.-, stgr.
58.800.-. Eftir lækkunina eru sambærileg
verð 55.710,- ög 52.925.- stgr.
Glæsilegur kæliskápur á
aðeins 52.925.-«
Komið og skoðið Candy línuna á þessu frábæra verði
og spjallið við kunnáttufólkið í verslunum okkar.
ánYJTI^k Borgartúni 20, sími 26788
™ ^ Kringlunni, sími 689150
Sömu kjör hjá umboðsmönnum okkar um land allt
á veginn!
Hraðakstur
er orsök margra
slysa. Miðum hraða
alltaf við aðstæður,
m.a. við ástand vega,
færð og veður.
Tökum aldrei
áhættui
2. ágúst- 23. ágúst-13. september
in óvissa. Við staðfestum brottfarardag og gististað S-T-R-A-X.
stætt verð - fyrsta flokks ferð.
FERÐASKRIFSTOFA á^.
REYKJAVÍKUR^
Aðalstræti 16 • 101 Reykjavík • sími 91-621490 •
Miðað við 2 fullorðna og 2 böm (2-12 ára),
vikur
Verð
frá kr.