Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Síða 24
24
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
íþróttir
Sport-
stúfar
Ágætisárangur náð-
ist í mörgum grein-
um á New York-leik-
unum í fijálsum
íþróttum um helgina. Sandra
Farmer-Patrick hljóp400 metra
grindahlaup á 53,37 sekúndum
sem er sjötti besti tíminn sem
náðst hefur í greininni í heim-
inum frá upphafi. Tími Söndru
er jafnft-amt nýtt bandarískt
met. Carl Lewis vann sinn 61.
sigur á ferlinum í langstökki,
Lewis stökk 8,54 metra og sigr-
aöi örugglega. Roger Kingdom
sigraöi í 110 metra grinda-
hlaupi á 13,15 sekúndum.
Patrick Sjöberg, Sviþjóð, sigr-
aöi í hástökki, stökk 2,37 metra.
Eveiyn Ashford
ðiílOOmhiaupi
Hin heimsþekkta
hlaupakona, Evelyn
Ashford frá Banda-
ríkjunum, sigraði í
100 metra hlaupi á miklu frjáls-
íþróttamóti í Rovereto á Ítalíu
um helgina. Ashford hjóp vega-
lengdina á 11,31 sekúndu.
Stefka Kostadinova frá Búlgar-
íu sigraöi í hástökki kvenna,
stökk 1,85 metra. Larry
Myricks, Bandaríkjunum, sigr-
aöi í langstökki, stökk 8,09
metra. Sebastian Coe, Bret-
landi, sigraöi nokkuö örugg-
lega í 800 metra hlaupi á 1:45,97
mínútum.
Ólympíuhafinn sigraði
í kringlukasti
Austur-þýska meistaramótið í
frjálsum íþróttum fór fram í Neu-
brandenburg um helgina. Ólymp-
íuhafinn, Jurgen Schult, sigraði
með miklum yfirburðum í
kringlukastskeppninni. Schult
þeytti kringlunni 67,14 metra.
Ralf Haber sigraði í sleggjukasti,
kastaöi 77,84 metra. Steffen
Bringmann sigraði í 100 metra
hlaupi á 10,35 sekúndum. Katrin
Krabbe sigraði í 100 metra hlaupi
kvenna á 11,20 sekúndum. Helga
Radke sigraði í langstökki
kvenna, stökk 6,99 metra.
°eika til úrslíta ^
Svíar og Vestmr-Þjóð-
veijar tryggöu sér
sæti í úrslitum Davis
tenniskeppninnar
sem nú stendur yfir í ólympíu-
höllinni í Múnchen. Svíar báru
sigurorö af Júgóslövum með 4
vinningum gegn einum. Vest-
ur-Þjóðverjar sigruðu Banda-
ríkjamenn meö þremur vinn-
ingum gegn tveimur. Það má
því búast við æsispennandi úr-
slitaleik milli Svía og Vestur-
Þjóðveija.
Fundað um
kvennaboltann
Þjálfarar og annað
stuðningsfólk um
kvennaknattspyrnu
heldur fund annað
kvöld klukkan 20 í Valsheimil-
inu. Tileftii þessa fundar er al-
menn óánægja með keppnis-
fyrirkomulag yngri flokka
kvenna í íslandsmótinu. Fyrir-
komulagj yngri flokkanna þyk-
ir í mörgu ábótavant.
Fyrsti sjgur
Þórsstúlkna
Þrír leikir voru í 1.
deild kvenna á föstu-
dagskvöldið. Breiða-
blik sigraöi KR, 2-1,
Akranes vann 2-1 sigur á KA á
Akureyrí og Þór sigraði Stjöm-
una, 1-0, og þar með unnu
Þórsstúlkumar sinn fyrsta sig-
ur í sumar. Nánar verður
greint frá þessum leikjum á
morgun.
í kvöld leika Valur og Akra-
nes í bikarkeppninni á Hlíöa-
renda. Leikurinn hefst klukk-
an 20.
Gæðastimpill á
íslandsmótinu
- 12. íslandsmótiö 1 hestaíþróttum
haldið 1 Vindási við Borgames
íslandsmót í hestaíþróttum, hið 12.
í röðinni, var haldið í Vindási við
Borgames um helgina. Skráðir kepp-
endur voru rúmlega 120 frá 18 hesta-
mannafélögum úr öllum landshlut-
um nema Austurlandi. Nokkrir
norðlenskir knapar kepptu sem gest-
ir. Þeir voru ekki gjaldgengir í úrsht
og fengu því ekki verðlaun en voru
heiðraðir sérstaklega fyrir þátttöku
í mótinu.
Mótshald gekk ágætlega ef undan
eru skildar tafir vegna keppenda-
fjölda. Skipuleggjendur dagskrár-
innar hafa ekki áttað sig almennilega
á því hve skráning var almenn og
því dróst mótið töluvert fram eftir
degi. Stjómendur mótsins sáu til
þess að ekki var slegið slöku viö
keppnina. Allmargir knapar mættu
ekki til leiks og tilkynntu ekki for-
föll. Til dæmis mætti ekki 21 knapi
af 56 skráðum í töltkeppnina. Þá hluti
þarf að lagfæra smám saman því slík
framkoma er virðingarleysi við aðra
knapa sem bíða þess að sýningar
hefjist og miða upphitun á hestinum
við ákveðinn sýningartíma.
íslandsmótið hefur verið að ná
ákveðnum gæðastimph. Mótshaldar-
ar leggja á sig mikla vinnu til að gera
mótið glæsilegt og eftirminnilegt.
Eins taka margir knapar íslandsmót
alvarlegar en önnur hestamót og
haga framkomu sinni í samræmi við
það. Flestir knapanna á íslandsmót-
inu í Borgarnesi voru í félagsbúningi
eða skrautklæðnaði sem lífgaði upp
á heildarmyndina.
x -EJ
Olympískar greinar:
Guðmar sigraði
- fyrstur til að ná titii í þessari grein
Fyrstur til að ná íslandsmeistara-
titli á íslandsmótinu varð Guðmar
Þór Pétursson (Herði) sem keppti í
barnaflokki í hlýðnikeppninni á Vin.
Á hæla honum komu: Sigríður Pét-
ursdóttir (Sörla) á Þokka, Guðríður
Hallgrímsdóttir (Mána) á Neista og
Daníel Jónsson (Fáki) á Geisla.
Keppendur í ólympísku greinunum
voru óvenju fáir. í hlýönikeppninni
í barnaflokki mættu fjórir keppend-
ur, flmm í unglingaflokki og fjórir í
flokki ftúlorðinna. í hindrunar-
stökki, en þar ér einungis keppt í
einum opnum flokki, mættu einungis
fimm keppendur af tólf skráðum.
Hestamenn stofnuðu sérsamband í
vor og gengu í íþróttasamband ís-
lands. Undirstaða hestaíþrótta er
hindrunarstökk og hlýðnikeppni og
þvi leitt að sjá hve fáir keppendur
leggja áherslu á þessar grunngreinar
hestaíþrótta. Sá grunur læðist að
manni að þeir sem tóku þátt í þessum
greinum haíi verið að safna stigum
vegna sameiginlega meistaratitils-
ins. Það var aftur á móti gleöilegt að
sjá hve stúlkur stóðu sig vel þvi Edda
Sólveig Gísladóttir (Fáki) sigraði í
hlýðnikeppni unghnga á Seif og Mar-
ía Dóra Þórarinsdóttir (Andvara)-
sigraöi í hindrunarstökkinu á Yl.
I unglingaflokki í hlýðnikeppninm
sigraði, sem fyrr segir, Edda Sólveig
Gísladóttir (Fáki) á Seif, Gunnar
Reynisson (Faxa) varð annar á Sámi,
Hjörný Snorradóttir (Fáki) þriðja á
Þymi, Theodóra Mathiesen (Herði)
fjórða á Boða og Gísh Geir Gylfason
(Fáki) fimmti á Prins.
Sigmundarstaðabóndinn, Reynir
Aðalsteinsson (Faxa), sigraði í
hlýðnikeppni fullorðinna á Tvisti.
Þórður Þorgeirsson (Geysi) varð
annar á Berki, Sigurbjöm Bárðarson
(Fáki) þriðji á Skjanna og Sveinn
Ragnarsson (Andvara) fjórði á Fleyg.
Ýmiss konar uppákomur í
hindrunarstökkinu
Keppt var í opnum flokki í hindrun-
arstökkinu þannig aö unglingar og
böm áttu jafna möguleika á sigri og
foreldrar þeirra. Það kom þó ekki til
þess að ættingjar bærust á banaspjót-
um í hindrunarstökkinu. 12 knapar
vom skráöir tíl keppni en einungis
5 mættu til leiks. Ýmiss konar uppá-
komur sáust í hindrunarstökkinu.
Einn keppenda var með rangan
beislisbúnað og var því vísað úr
keppni. Dómurum yfirsást yfirsjónir
annars knapa sem sleppti tveimur
hindmnum. Ef íslenskir hesta-
íþróttamenn ætla að taka hesta-
íþróttir alvarlega verður að taka til
hendinni í ólympísku greinunum.
Sigurvegari í hindrunarstökkinu
varð María Dóra Þórarinsdóttir
(Andvara) á Yl, Sigurbjöm Báröar-
son (Fáki) varð annar á Brjáni og
Sigurður V. Matthíasson (Fáki) þriðji
á Greiða.
-EJ
Klöppinni breitt
í grasbrekku
Hestaeigendafélagið Skuggi í Borg-
amesi útvegaði alla aðstöðu á móts-
svæði sem er í Vindási við Borgar-
nes. Félagar í Skugga, Dreyra og
Faxa sáu svo um mótshald. Það var
erfitt að feta í fótspor hestamanna í
Mosfellsbæ sem héldu geysilega gott
mót þar í fyrrasumár en það tókst í
Borgamesi.
Að sögn Ámunda Sigurðssonar
mótsstjóra hófst undirbúningur fyrir
mótið í vetur með byggingu 175 fer-
metra félagsheimihs. Einnig var
hönnuð áhorfendabrekka. Það var
erfitt verk. Klettar vom tættir niður,
borin mold í sárið og tyrft. Loks var
byggður hlýðnikeppnivöllur og
skeiðbraut endurbætt. ÖU vinna í
sambandi viö félagsheimUið og móts-
svæðið var unnin í sjálíboðavinnu
Skuggafélaga og greinUegt að þrek-
virki hefur verið unnið í vetur og vor
við framkvæmdir.
Mótshald tókst með ágætum þó svo
aö seinkun hafi verið nokkur á dag-
skrá. Svo virðist sem höfundar dag-
skrárinnar hafi ekki áttað sig á fjölda
keppenda því ekki gekk upp kepp-
endafjöldi og sá tími sem þeim var
ætlaður tU sýninga. Mótssvæðið er
ákaflega skemmtilegt og faUegt.
Ahorfendur höföu nægt pláss í
brekku fyrir ofan keppnisvölUnn og
stutt var í veitingar, snyrtingu á bíla-
stæði og tjaldstæði.
Veðrið var slæmt fyrsta daginn,
kuldi og rigningarskúrir, en næstu
dagavarþurrt. -EJ
• Rúna Einarsdóttir, íslandsmeistari i tölti, ásamt hryssunni Dimmu.
íslandsmótið í hestaí]
Meistarabika
eftirsóknarver
- Rúna Einarsdóttir hlaut þennan eftirs
íslandsmeistarabikarinn í
tölti er eftirsóknarverðasti
verölaunagripur á íslandi.
Að þessu sinni var keppnin
geysUega hörð mUli Trausta Þórs
Guðmundssonar (Herði) á Muna,
Rúnu Einarsdóttur (Geysi) á Dimmu,
landsliðsknapanna, Baldvins Ara
Guðlaugssonar (Sleipni) á Trygg og
Sigurbjörns Bárðarsonar (Fáki) á
Skelmi, og Erlings Sigurðssonar
(Herði) á Snjalh. Þeir Tryggur og
Skelmir voru einu Evrópumótshest-
amir sem voru sýndir á mótinu.
Trausti Þór fékk hæstu einkunn í
forkeppninni, 87,47 punkta, og veitti
hinum því gott aðhaid í úrshtunum.
Ekki fór það svo að hann næði ís-
landsmeistaratitlinum því Rúna Ein-
arsdóttir komst upp í fyrsta sætið og
varð íslandsmeistari í tölti í fyrsta
skipti á ferli sínum. Rúna er vel að
því komin, hefur verið með Dimmu
í sýningu í sumar og staðið sig með
• Sigurvegarar í fjórgangi barna aö lokinni verðlaunaafhendingu.